Fylkir


Fylkir - 15.01.1971, Blaðsíða 4

Fylkir - 15.01.1971, Blaðsíða 4
4. Fylkir ílr Vcrinu Afli og sjósókn í desembei'. Afli, sem á land barst var 709 lestir af slægðum fiski. Fram yfir miðjan mánuðinn var tíð afleit til sjósóknar, en seinni hlutann voru sjóveður góo. Óvenju margir bátar stund uðu veiðar með net og öfl- uðu ágætlega, var afli þeirra eingöngu ufsi. Tveir bátanna Kristbjörg og Bergur sigldu með afla sinn til Þýzkalands og seldu hann þar fyrir mjög hátt verð. Hæstu netabátarnir í mán- uðinum voru Huginn II., með 163 tonn í 7 róðrum og Blá- tindur með 70 tonn í 7 róðr- um. Binni í Gröf. Enn sækir Binni í Gröf sjó- inn af kappi og var Gullborg langhæsti troílbáturinn í des- ember s. 1. með 85 tonn í 6 sjóferðum. Var það sannarlega ekki að ófyrirsynju, að Benóný var sæmdur fálkaorðunni nú um áramótin og árnar blaðið hon um og fjölskyldu hans heilla með þann mjög svo verðskuld aða heiður, sem honum var sýndur. Þótt margt hafi verið skrif- að, myndað og skrafað um sjó sókn Benónýs, verður þáttur hans í sjsókninni héðan frá Eyjum, síðustu áratugina, seint of mikill gerður. Hann er búinn að vera hér formað- ur liðlega hálfa öld og allan þann tíma verið meðal heppn ustu og aflasælustu formanna. i Man hann vafalaust tímana tvenna í sjósókninni frá því hann byrjaði formennsku á árabáti héðan, aðeins fjórtán ára gamall. Gjöfult ár. Árið 1970 varð okkur Vest- mannaeyingum óvenju gjöf- ult. Afli á vetrarvertíðinni, frá 1. janúar til 15. maí varð rúm lega 41 þúsund lestir af ó- slægðum fiski, sumaraflinn frá 16. maí til 31. desember varð rúmlega 18 þúsund lest- ir, miðað við óslægt. Af slitn- um humri fengust 120 lestir á sumarúthaldinu. Af síld bár ust á land um 2400 lestir á árinu og af loðnu um 74.100 lestir. Afli, sem á land barst hér í Eyjum varð því um 135.620 lestir samtals. Þess má geta til saman- burðar, að árið 1969 var afli á vertíðinni um 31.470 lestir og sumarafli um 20.030 lestir af fiski og 139 lestir af slitn- um humri. Árið 1968 öfluðust á vertíðinni um 27.780 lestir, en seinni hluta ársins um 17. 170 lestir af fiski og 106 lest- ir af slitnum humri. Á s .1. ári voru 79 bátar í úthaldi héðan, þegar flestir voru, þar af 7 undir 12 lest- um að stærð. Aldrei hafa Eyjabátar land- að eins miklum afla erlendis og á s. 1. ári, mest í Færeyj- um og Englandi. Vertíðin. Tæpast er hægt að segja, að vertíðin sé byrjuð ennþá, enda hefur tíð verið fremur stirð framan af mánuðinum og sjaldan gefið á sjó. Sú breyting er að verða á sókn- inni héðan, að línubátum fækkar með hverri vertíð, en þeim, sem stunda með net alla vertíðina fjölgar. Þá verða fleiri bátar með troll og net í vetur en áður. Leggja menn þ'ví miklu minna kapp á nú, en áður, að vera tilbún- ir að hefja róðra strax um áramótin. Hamrabergið var eini bát- urinn sem dró net í gær og var afli tregur. Hinir bátarn- ir, sem lagt höfðu, drógu í sig fyrir austanhrinuna, enda hafði afli verið sáratregur hjá flestum. Margir bátanna eru nú að steina niður. Nokkrir trollbátar hafa skot izt út síðustu daga, en ekki átt erindi sem erfiði. Fyrsti línubáturinn, VER, skipstjóri Bogi í Laufási, dró út i gær og fékk um 10 tonn mest löngu og þorsk. Óvenju mikið var af fallegum þorski í aflanum, svona snemma ver- tíðar og er það vonandi vís- bending um mikla þoskgengd í vetur. Samningarnir. Samninganefndir sjómanna og útgerðarmanna sitja nú á daglegum fundum í Reykja- vík, en lítið hefur þokazt í samkomulagsátt ennþá. Guðm. Karlsson. UNGUR MAÐUR Óska eftir atvinnu, lirein lcgri, liálfan eða allan dag- inn. Verzlunarstörf koma til greina. Ólafur Bachmann, Heiðarvegi 5. bókin Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu 1970 og íslenzk knattSpyrna 1970. Meginhluti bókarinnar fjall- ar um H.M. í Mexico og er sá kafli eftir þjóðverjann Wilhelm Fischer. Síðari hluti bókarinnar fjallar hinsvegar um íslenzka knattspyrnu ár- ið 1970. Er íslenzki kaflinn tekinn saman af Kjartani L. Pálssyni, íþróttafréttaritara Tímans. Helztu kaflar í ís- Upplýsingar veitir síinum 1975 eða 2288. leikir íslands í knattspyrnu árið 1970, Deildarkeppnin á íslandi 1970 og loks samtal við fyrirliða landsliðsins — Ellert B. Schram. í kaflanum Deildarkeppnin á íslandi 1970, er getið allra liðanna sem kepptu í I. deild. Segir þar meðal annars um ÍBV: „Þeir voru heldur slakir til að byrja með, en sóttu sig undir lokin og björguðu sér þá úr yfirvofandi fall- hættu með 3 sigrum úr 4 síð Kristján Þór Kristjánsson í ig myndir af íslandsmeistur- um IBV í II. III. og IV. fl. Auk þess er tafla í bókinni sem sýnir lokastöðuna í I. deild íslandsmótsins. Þessi bók verður kærkom- in öllum knattspyrnumönnum og knattspyrnuunnendum. Hún mun fást í Bókaverzlun Þorsteins Johnson. — Prent- smiðja Björns Jónssonar á Akureyri prentaði bókina. Unglingalondslil á sunnudog Það er nú ákveðið að ungl- ingalandsliðið lcomi hingað til Eyja n. k. sunnudag, ef veður leyfir. Leikið verður á mal- arvellinum í Löngulág kl. 1.30 Veröur þetta fyrsti stór-Ieik- urinn hér í Eyjum i ár. Er það von ráðamanna ÍBV, að s;::i ílestir komi á völlmn og hvctji „okkar stráka" til dáða. Þá ykal það tekið fram, að svona heimsckn er nokkuð dýr og er bað von aðstand- enda, að góð mæting verði, svo að áframhald geti orðið á slíkum heimsóknum. Sem sagt: ALLIR Á VÖLL- INN ! Ág. Karlsson. SkrifstofuslúSka SJÓMANNASTOFAN verður opnuð í dog (föstudag) kl. 2 Anglýsing Pantanir á áburði oa útsæðis- kartöflum þurfa að berast fyrir 20. febrúar n. k. Tekið á móti pöntunum í síma 1 625. Vestmannaeyjum, 14. jan. 1970 Jón Magnússon. _n>i—^imn rVn-11*11 - - —-- *-■ • Nýr bíll fil sölu. Nýr PEUGEOT 404, árgerð 1971, er til sölu. AÐALFUNDUR Norðlendingafélagsins í Vestmannaeyjum verður haldinn oð Hótel H.B. sunnudaginn 17. þ. m. kl. 14.00. Venjuleg aðalfundarstörf. FJÖLMENNIÐ. STJÓRNIN. óskast á hónusskril'stofuna. Sími 1122- Ung barnlaus lijón, sem verða hér á vertíð, óska eftir herbergi til leigu. Upplýsingar í síma 2040. Skaftframtöl. Höfum opnað skrifslol'u að Strandvegi 63 (Sandi). Önnumst skattframtöl fyrir einstaklinga og smærri fyrirtæki. JÓHANN ANDERSEN, JÓN HAUKSSON TAPAÐ ! Eyrnalokkur tapaðist á að fangadagskvöld. Vinsamlegast skilizt, gcgn fundarlaunum að Helgafells- braut 20. Sími 1264.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.