Fylkir


Fylkir - 15.01.1971, Blaðsíða 2

Fylkir - 15.01.1971, Blaðsíða 2
o Fylkir oooooooooooooooooooooooooooooo Ritnefnd: Steingrímur Arnai (áb.) Ármann Eyjólfsson Helgi Bernódus Jóhann Friðfinnsson Ingibjörg Johnsen Hörður Bjarnason Guðmundur Karlsson Málgagn Sjálfstæðisflokksins Útgefandi: Sjálfstæðisfélag Vestmannaeyja Frentsmiðjan Eyrún h.f. Auglýsingar: Steingrímur Arnar Sími 1620 Við afgreiðslu fjárlaga rík- isins var á 6 gr. þeirra sam- þykkt tillaga frá þeim Guð- laugi Gíslasyni og Jóni Árna- syni, um heimild til handa ríkisstjórninni, að selja raf- veitu Vestmannaeyja orku- flutningamannvirki Rafmagns veitna ríkisins frá Hvolsvelli og út til Eyja, það vill segja sæstrenginn milli lands og Eyja og raflínuna frá Hvols- velli og niður í Landeyja- sand, ásamt tilheyrandi út- búnaði og skal kaupverð um- ræddra mannvirkja vera kostnaðarverð þeirra að frá- dregnum eðlilegum afskrift- um. Samskonar heimild var samþykkt varðandi sölu á raf línustrengnum frá aðveitu- stöð við Eiliðaár til Akraness yfir Hvalfjörð og yrði þá ann aðhvort Andkilsvirkjun eða Rafveita Akraness kaupandi þeirrar línu. Á fundi bæjarstjórnar 5. þ. m. samþykkti bæjarstjórnin einróma að fara fram á við ríkisstjórnina, að hún notaði framangreinda heimild og var kosin þriggja manna nefnd á- samt rafveitustjóra og bæj- arstjóra til samninga við við- komandi stjórnvöld. Ástæðan fyrir tilmælum Rafveitu Vest mannaeyja um að fá umrædd mannvirki keypt, eru ákvæði 2. gr. laga um Landsvirkjun. En þar segir að tilgangur Landsvirkjunar sé meðal ann- ars „að selja raforku í heild- sölu til rafmagnsveitna sveit- arfélaga". Ekki verður annað sagt, en að Vestmannaeyingar hafi bú ið við nokkuð örugga aðstöðu í sambandi við raforkumálin. Sennilega öruggari en nokk- urt annað sveitarfélag hér á landi, þar sem bæði hefur ver ið um að ræða sæstrenginn frá landi og einnig er fyrir hendi í rafveitunni nægilegt vélaafl til að grípa inn, ef um truflanir er að ræða frá Sogsvirkjuninni, þannig, að Vestmannaeyingar hafa vart orðið varir við þótt slíkt hafi borið að höndum. Sá einn ljóður hefur verið á þessum málum, að Vestmannaeyingar hafa allt frá því að strengur- inn var lagður búið við raf- magnsskömmtun frá hendi Rafmagnsveitna ríkisins, þar sem flutningsgeta línunnar frá Soginu austur að Hvolsvelli hefur ekki verið nægjanlega mikil til þess að Vestmanna- eyingar gætu gert nokkrar áætlanir um upphitun húsa með rafmagni. Verði hinsvegar af framan- greindum samningum um kaup á sæstrengnum og lín- unni upp að Hvolsvelli, verð- ur á þessu gjörbreyting, þar sem Rafveita Vestmannaeyja getur þá sjálf samið um hvað mikla raforku hún kaupir af Landsvirkjun. En hitun húsa með rafmagni er ábyggilega eitt af stærri hagsmunamál- um þeirra, sem hér búa. Þeg- ar svo er komið að nægjanleg raforka er fyrir hendi til upp hitunar með rafmagni, erum við ekki lengur háð síbreyti- legu markaðsverði á olíu, sem af mörgum ástæðum hefur farið mjög hækkandi á undan förnum árum, en getum sjálf eða sú bæjarstjórn sem hér fer með völd hverju sinni, á- kveðið verð á raímagni til upphitunar, og ef rétt verður á málum haldið má án efa lækka hitunarkostnað húsa hér miðað við verð á olíu eins og það er í dag, og væri óvarlegt að reikna með að breyting verði þar á til lækk unar nema síður sé. VHgfús ýónsson. - THinning oooooooooooooooooooooooooooooo 'Bœiarsiiórn samfnjkkir $yr- ir siil lcyli kaupin á sœstrcngnum Framhald af 1. siðu. Ungur að árum flutti Vig- fús til Eyja og má segja að hann hafi verið einn styrkasti stofninn í sveit þeirra mörgu Eyfellinga, er fyrr og síðar hafa hazlað sér völl í Vest- mannaeyjum og vissulega eiga þeir stóran þátt í því að samfélag okkar Vestmanna eyinga má telja stórveldi í hinu íslenzka þjóðfélagi. Fljót lega eftir að Vigfús kom til Eyja gerðist hann nemandi í vélvirkjun hjá nýstofnuðu fyrirtæki, Vélsmiðjunni Magna, en það fyrirtæki hef- ur að mínu viti markað heilla drýgri spor í framfarasögu Vestmannaeyja, en margan grunar. Stofnendur Magna voru heiðursmennirnir Guð- jón Jónsson, hálfbróðir Vig- fúsar, Ólafur St. Ólafsson, en hann andaðist fyrir nokkrum árum og Óskar Sigurhansson, en þessir menn voru á sínum tíma taldir einhverjir færustu vélsmiðir og járniðna.ðarmenn landsins. Það var því góð sam fylgd sem Vigfús fékk í byrj- un vélsmíðanámsins og það ásamt óvenju góðum hæfileik um hans til vélsmíða og véla viðgerða hefur orðið til þess, að skipa honum á bekk með beztu vélaviðgerðarmönnum á íslandi. Eg átti þess kost um margra ára skeið að starfa í Vélsmiðjunni Magna með Vigfúsi og undir hans stjórn Mun ég ávallt minnast þess tíma með þakklæti í huga því vissulega var ánægjulegt þótt lítið væri, af m.inni hálfu að mega vera þátttakandi í ýmsum afrekum er Vigfús vann á starfsviði sínu. En leið ir okkar lágu saman á fieiri sviðum. í þrettán ár sátum við saman í skólanefnd Iðn- skóla Vestm-eyja og er mér sérstaklega ljúft að minnast samstarfsins við hann þar. Hann var sívakandi um vel- ferðarmál skólans, tillögugóð- ur og fórnfús. En mest mun gleði hans, varðandi málefni skólans, hafa orðið, er tókst að koma upp hinu glæsilega skólahúsi við Heiðarveg. Fáir kunna að meta störf manna eins og Vigfúsar á borð við útvegsmenn og sjó- menn. Eða hver getur ekki sett sig í spor útvegsmanna og sjómanna, sem verða fyrir þeim óhöppum að vél báts- ins bilar í miðjum önnum og afkoman öll í húfi. Þá var gott að eiga menn að eins og Vigfús, og vissulega eru þeir | margir útvegsbændurnir, sem standa í þakkarskuld við Vig fús Jónsson. í nafni Útvegsbændafélags Vestmannaeyja og sjálfs mín sendi ég eftirlifantíi konu Vig fúsar, Salome Gísladóttur, Gísla syni þeirra og öllum öðrum vandamönnum innileg ar samúðarkveðjui'. Minning- in um góðan dreng mun lifa og verða hvatning til aukinn- ar baráttu um betra mannlíf. í nafni Útvegsbændafélags Vestmannaeyja, Ingólfur Arnarson (form) Vigfús Jónson í Magna, eins og hann var jafnan kenndur til, var aðeins rúmlega 57 ára er hann lézt svo skyndilega. Á mælikvarða nútímans er þetta ekki hár aldur, og er því verulegur sjónarsviptir að slíkum manni, sem Vigfús sálugi var. Hann var einn hinna traustu Eyfellinga, sem flutzt hafa til bæjarins og sett svip á umhverfi sitt. Þeir nutu trausts samborgara sinna í ríkum mæli vegna sinna eig in mannkosta, enda reyndust þeir í öllum störfum sínum vissulega traustsins verðir. Vigfús í Magna stóð framar- lega í þessari góðu fylkingu. í öllum störfum sínum, hvort sem var á sínu faglega sviði eða í félagsmálum almennt naut hann virðingar fyrir frá- bæra samvizkusemi, útsjónar- semi í starfi og vilja til að láta gott af sér leiða. Margur á því á bak að sjá traustum vini og tryggum félaga. Öllum aðstandendum Vig- fúsar sáluga Jónssonar sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Einar II. Eiríksson. Y estmannaeyingar Þeir, sem óska eftir vinnu hjá okkur í vetur, eru vinsamlega beðn ir að tala við verkstjórana strax, FíSKIÐJÁN H. F. þarf góðar og TRYGGINGAR. Tryggið bifreið yðar hjá stóru og traustu fyrirtæki- g (Y)[j=^ Tryggið hjá okkur. x r Ss m, M Æ S? /oíð - 1<)1V SAMVHXNUTRYGGINGAll ARMULA 3 - SIMI 38500 Umboðskrifstofa í Vestmannaeyjum er að Vestmannabraut 25. Sími 2344.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.