Fylkir


Fylkir - 26.02.1971, Blaðsíða 5

Fylkir - 26.02.1971, Blaðsíða 5
Fylkir Tlýll skip til 8yia: pórunn Svdnsdóiíir 19e. U01 Laugardaginn 20. þ. -m. sigldi nýtt fiskiskip, Þórunn Sveinsdóttir, VE. 401, inn í Vestmannaeyjahöfn í fyrsta sinn. Þette. var 105 lesta stálskip, smíðað hjá Stálvík h. f. við Arnarvog. Þegar sagt er að skipið sé 105 lestir, er átt við samkvæmt nýju mælingar- reglunum, en samkvæmt þeim eldri, sem sjómönnum og mörgum öðrum er ennþá tamt að miða við, væri skip- ið 137 lestir. Aðalmál eru þessi: Lengd 26,40 m, breidd 6,70 m og dýpt 3,35 m. Eigandi þessa glæsilega nýja skips er Ós h. f. hér í Eyjum, sem er fjölskyldufyr irtæki Óskars Matthíassonar- Skipið er búið 800 hk. MWM aðalvél og var gang- hraði í reynsluferð 11V2 sjó- míla. Hæfilegur ganghraði til jafnaðar um 10 mílur. Ljósa- vél er af Bukh-gerð, 57 hk. _ 25 kw _ 220 v _ jafn- strcumur. Við aðalvél er einn ig 35 kw rafall. Togspil er 13 tonna og eru spildælur við báðar vélar. Togkraftur var reyndur hjá Stálvík og var hann 7100 kg. Það er mesti togkraftur, sem mælzt hefur hjá fyrirtækinu miðað við sambærilega stærð skipa, sem þýðir að hægt verður að toga á dýpra vatni og með þyrigri veiðarfæri. í skipinu eru öll nýjustu siglinga- og fiskileitartæki, sem nöfnum tjáir að nefna. Meira að segja blasir Loran- inn við suga, þegar inn er VELKOMIN HEIM. litið. I lest er kælikerfi, sem á að geta kælt allt niður í 15 stiga frost. Bjóðageymslu klefi er ofanþilja, með sér- stakri kælivél, matvæla- geymsla með kælingu og frystingu og heitt og kalt vatn fæst um allan bát og svo eru auðvitað sturtuböð. íbúðir eru gerðar fyrir 12 manna áhöfn. 3 klefar eru aftu.r í, 2 neðan þilja og einn í brú. Frammí eru svo 2 3ja manna klefar. Athygli vekur vönduð smíði allra innrétt- inga. Sem fyrr segir er Þórunn Sveinsdóttir smíðuð hjá Stál- vik h. f. við Arnarvog, sem annaðist alla stálsmíði, nið- ursetningu véla og tækja o- þ. h. Hins vegar annaðist Nökkvi h. f. í Garðahreppi aila trésmíðavinnu. Skipið kostaði 28 milijónir króna, og mun þurfa að bylta innfyrir fáeinum gul- um og bláum til að halda endum saman a. m. k. fyrstu árin. Aðspurður um það, hvort ekki hefði verið ódýr ara að láta smíða skipið er- lendis, segir Óskar, að það geti svo sem vel vei'ið, en áreiðanlega hefði ekki feng- izt eins vönduð vinna og frá gangur þá leiðina. Síðan róm ar Óskar mjög gott samstarf við forstjóra og stjórn skipa smiðastöðverinnar Stálvíkur og einnig við fyrirtækið, er trésmíðar annaðist, enda ber skipið allt merki íburðar, snyrtimennsku og fagmann- legra vinnubragða. Óskar Matthíasson nefnir skip sitt eftir móður sinni, Þórunni Sveinsdóttur frá Ósi I á Eyrarbakka. Þar var hún fædd 8. júlí 1894. Hún flutt- ist til Eyja árið 1917 og átti hér heima síðan til dauða- dags 20, maí 1962. Hér gift- ist hún æskuvini sínum og sveitunga, Matthíasi Gíslasyni en missti hann í sjóinn út af vélbátnum Ara, 24. janúar 1930. Eftir það tókst henni með dugnaði að halda sam- an heimili og börnurn hjá sér unz þau gátu séð um sig sjálf. Þetta var ekki algengt í þá daga- Um þetta leyti hefur Ósk- ar Matthíasson keypt fæðing j ai-stað móður sinnar, Ós á J Eyrarbakka. Hann nefnir fyr j irtæki sitt eftir þeim stað. En öllu meiri virðingu get- ur sjómaður ekki sýnt for- eldri sínu, en nefna skip sitt eftir því. Þórunn Sveinsdóttir kom hér í höfn á laugardaginn var kl. 11,30 f. h. Um kl. 5 síðdegis sama dag fóru þeir út með netin og lentu í norð vestan rudda við að leggja. Þá reyndist skipið í alla staði vel. Fylkir óskar Óskari Matthí assyni og fjölskyldunni allri til hamingju með nýtt og gotí skip. HELGAFELL Óþekktur höfundur sagði: Menn geta stundum brotið borgaraleg lög, að ósekju, en aldrei náttúruiögmálin. Það er alltaf að koma bet- ur og betur í ljós að jafn- vægið í náttúrunni má sem allra minnst fara úr skorð- um, ef ekki á illa að fara. Til þess að vega á móti þeirri þróun, sem er auðsjáanlega að raska þessu jafnvægi, hef ur verið gripið til þess, að vei'nda náttúr: na, svo eðlileg þróun geti sem mest átt sér stað. Það eru því miður mörg dæmi þess, að maðurinn vakn aði við þann vontía draum, að ekki var hægt um að bæta- Þetta er öllum hollt að í- huga vel. Á árinu 1969 komu þrjár greinar í blöðum bæj- arins, sem fjölluðu um vernd un Helgafells. Sveinn Guð- mundsson færði rökföst dæmi sínu máli til stuðnings- Ár- mann Eyjólfsson rakti sögu ^essa máls í meginatriðum. Eftir mig kom greinarkorn, einkum til stuðnings þeim, sem meta Helgafell meira en peninga eina. í sjálfu náttúruverndarráð- inu ríkti þögn yfir þessu máli, bæði af almenningi, sem og ráðamönnum þessa bæjar; enda þótt til þeirra hafi verið beint eindreginni áskorun um að láta skoðanir eða fyrirætlanir í ljós. Hvað veldur? Fyrst og fremst hefur þess ari höfuðprýði Eyjanna eng- inn sómi verið sýndur, hvorki af bæ né öðrum. Þannig, í allri menningunni dofna tcngslin milli okkar og nátt- úi-unnar, sem hefur verið svo ríkur þáttur í lífinu. En til þess að rjúfa ekki með öllu þetta samband, verðum við að leita til hennar. Það er gert á ýmsan hátt ,t .d. með ferðalögum og m. fl. Er nokk ur staður á eyjunni betur til frndinn en Helgafell með ná- grenni „Þjóðgarður Eyjanna“? En þögn þeiiTa, sem með völd hafa farið, fæ ég ekki skilið á annan hátt, en að þegar meirihluti náttúru- verndarnefndar, hér í Eyj- um, synjaði flugmálastjórn- inni um malartöku 1965 úr Helgafelli, þá hafi mennta- málaráð, bæjaryfirvöld með náttúruverndarráði gefið um- rætt leyfi. Hvei-nig fer það saman að Vestmannaeyingar eignist eyjarnar, og að mér skilst riáttúruréttinn, ef svo fáir menn geta leyft slíkt, sem veldur stórskemmdum á svo einstæðu náttúrufyrirbæri með eflaust þorra Eyjamanna í andstöðu. Það styrkir þetta mál mjög, að enginn Eyja- maður virðist vera á móti þessu máli, og er það vel. Einnig, að náttúruverndarráð hafði áður samþykkt að mal artöku yrði hætt. í grein Steingríms Arnar 22/1 ’71, segir að of mikillar tilfinningasemi gæti hjá sum um, sem um þetta hafa fjall að. Það sýnir sig hjá þeim norðanmönnum, að harka virð ist það eina, sem dugir. En flestir, sem um þetta mál hafa skrifað, hefðu sennilega ekki gert það, nema því að- eins, að þetta er þeirra hjart ans og tilfinningamál. En það, sem þyngst verður að vera á metunum við yfirveg- un slíkra mála, er gildi þess- Steingrímur Arnar talar um vísindalega athugun til malartöku á Heimey. Hefði ekki almenningur mátt meira að heyra um þá vísindalegu athugun? Um leið til úrbóta er lít ið hægt eð fullyrða því gaum gæfileg athugun verður að fara fram. Til viðbótar þeim leiðum, sem fram hafa kom- ið, vildi ég þó leggja til að athugað yrði, hvort fórna mætti Hánni. Flutningaleið- ina verður aíð atliuga mjög- vel. einkum með Þorlákshafn arferðum í huga, sem fram- tíðaráætlanir benda tvímæla- laust til að komi. Að lokum: Stórvirkum vinnuvélum er stefnt í átt að litlu felli suðvestan í Helga- fellinu, er nefnist Litlafell- Hvort litli unginn, sem auð- sjáanlega er gómsætur og mjúkur undir tönn, verður fói-narlambið í næstu at- rennu, verður ekki sagt að svo stöddu. En vart vei'ður því trúað, að nokkur Vest- mannaeyingur, ungur eða gamall, geti á það horft. Jón Gunnlaugsson.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.