Fylkir


Fylkir - 29.01.1977, Blaðsíða 3

Fylkir - 29.01.1977, Blaðsíða 3
FYLKIR 3 samdn- Xlmrœður ulan dagskrár í uðu þingi 20. dcs. 1916 Guðlaugur Gíslason: Herra forseti. Eg vona að það verði ekki til að tefja þingstörf nema örlítið, þó að ég kveðji mér hljóðs utan dagskrár, en á. stæðan fyrir því er sú ein að vekja athygli á, að lög um Viðlagasjóð falla úr gildi nú um n. k. áramót og fellur þá jafnhliða niður sú margþætta starfsemi, sem stjórn sjóðsins hefur haft með höndum undan. farin nær 4 ár. En fyrirsjá. anlegt er, að endanlegt upp- gjör að þv íer varðar reikn- ingsskil til Vestmannaeyjinga verða ekki fullbúin um næstu óramót, þegar stjórnin hættir störfum. Samkv. 21. gr. 1. om Viðlagatryggingu íslands frá 14. maí 1975 er gert ráð fyrir, að Viðlagatrygging taki við eignum og skuldum Viðlaga- sjóðs hinn 1. jan. 1977. En þar sem Viðlagatrygging heyrir undir annað ráðuneyti en Við- lagasjóður, tel ég nauðsynlegt að tekinn verði af allur vaíi um, að nokkur breyting verði á, þó að eignir og skuldi Við- lagasjóðs verði færðar yfir til Viðlagatrygginga og endanlegt uppgjör fari fram á vegum þeirrar stofnunar, en ekki á vegum Viðlagasjóðs, og vil ég í því sambandi leyfa mér að beina þeirri fyrirspurn til hæst virts forsætisráðherra, sem Viðlagasjóður heyrir undir, hvort ekki sé öruggt, að þau mál, sem eftir kunna að liggja óuppgerð hjá Viðlagasjóði um næstu áramót, verði gerð upp af stjórn Viðlagatrygginga í samræmi við yfirlýsingu for- sætisráðherra frá því í des. 1975. Forsætisráðherra Geir Hall. grímsson: Herra forseti. Pað er rétt, sem kemur fram hjá fyrirspyrjanda, að í 21. grein laga um Viðlagatryggingu Js- lands segir: „Viðlagatrygging fslands skal taka við eignum og skuld- um Viðlagasjóðs hinn 1. ian. 1977, enda falla þann dag úr gildi lög nr. 4 frá 7. febr. 1973 og lög nr. 5 frá 28. febr 1975, svo og öll lög um breytingu á þeim lögum. Nemi skuldir Viðlagasjóðs þann dag meiru en eignir, skal ríkissjóður greiða þann mun." Ríkisstjórnin hefur fjallað um þá breytingu, sem þessu fylgir nú um áramótin, og álit hennar er að í þessu lagaá- kvæði felist, að Viðlagatrygg- ing íslands taki við öllum skuldbindingum Viðlagasjóðs. Pingkjörin stjórn Viðlagasjóðs vinnur nú að því að taka þær ákvarðanir, sem hún telur nauð synlegar til að hún geti lokað reikningum sjóðsins miðað við næstu áramót. í byrjun næsta órs mun stjórnin síðan vinna að lokauppgjöri sínu og semja skýrslu um störf sín, sem vænt anlega verður kynnt hér á Alþ. Skrifstofa Viðlagasjóðs mun starfa áfram, bæði við reikn- ingsuppgjör á vegum fráfar- andi stjómar og eins að þeim úrlausnarefnum, sem ólokið kann að verða og þá í umboði stjórnar Viðlagatryggingar. — Fyrirspyrjandi spyr, hvort ekki sé öruggt, að þau mál sem eft- ir kunna að liggja óuppgerð hjá Viðlagasjóði um næstu ára. mót, verði gerð upp af stjórn Viðlagatryggingar í samræmi við yfirlýsiingu frorsætisráð. herra frá því í des. 1975. Sl. föstudag barst mér skeyti Séra Porsteinn L. Jónsson, sóknarprestur, lét af störfum fyrir aldurssakir og kvaddi söfnuð sinn á nýársdag sl. — Honum fylgja héðan góðar kveðjur, þakkir og árnaðarósk- ir. Myndin er úr kveðjuhófi sóknarnefndar. Frúrnar Dóra Úlfarsdóttir og Sigríður Guðmundsdóttir flytja leikþátt við góðar undirtektir. Veislusalurinn var þétt setinn ánægðum og þakklátum gest- um, sem nutu góðra veitinga, áður en dansinn hófst, sem stóð með miklu fjöri til kl. 1. Kvenfélagið Líkn og gamla fólk ið. — Formaður Líknar, frú Anna Porsteinsdóttir, býður gesti velkomna til áramóta- fagnaðar, sem haldinn var í Akógeshúsinu 11. jan. sl. frá uppbyggingarnefnd Nes. kaupstaðar, þar sem þess er eindregið farið á leit, að starf. semi Viðlagasjóðs verði haldið áfram eftir áramót á einhvern þann hátt, sem tryggi, að hægt sé að ljúka uppgjöri tjóna með eðlilegu móti. Yfirtaka Viðlaga- trygginga íslands á skuldbind- ingum Viðlagasjóðs felur í sér, að þeir, sem eiga eftir að gera upp mál sín við sjóðinn, þegar hann lýkur störfum, geta borið þau upp við stjórn Viðlaga- trygginga. Við úrlausn þeirra mun hún fara að þeim lögum og reglugerðum, sem nú gilda um Viðlagasjóð, enda eru á- kvæði þeirra sérstaklega sett vegna náttúruhamfaranna í Vestmannaeyjum og Norðfirði. Að lokum finnst mér ástæða að víkja að því mikla starfi, sem stjórn Viðlagasjóðs hefur unnið á starfstíma sínum. Mikl ir fjármunir hafa um sjóðinn farið og úrlausnarefni stjórnar hans snert jafnt vandræði ein- stakra fjölskyldna og framtíð heilla byggðarlaga. Auðvitað sýnist sitt hverjum þegar marg ir eiga í hlut og miklum fjár. munum er deilt út á grundvelli tjónamats. Stjórn Viðlagasjóðs hefur lokið öllum meiriháttar úrskurðarreglum, sem á henn. ar borð hafa komið. Um leið og ég þakka stjórninni störf hennar, vil ég ítreka það, sem ég áður sagði, að stjórn Við. lagatryggingar fslands tekur við óleystum úrlausnarefnum Viðlagasjóðs. Verður þannig staðið við allar skuldbindingar og yfirlýsingar þar að lútandi.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.