Fylkir - 26.02.1977, Síða 6
6
FYLKIR
Bátaábyrgðar§élag Vcsímannaeyja
Um þessar mundir er þess
minnst, að 115 ár eru liðin frá
stofnun Bátaábyrðarfélagsins,
sem er langsamlega elst sam-
bærilegra samtaka hér á landi
og fá eru þau félagssamtök,
er á heildina er litið, sem eiga
eins merka, samfellda sögu að
baki.
Lengi býr að fyrstu gerð. En
fyrir forgöngu ungs sýslu-
manns, Bjarna E. Magnússonar
er tók við embætti hér 1861,
var ári síðar stofnað Skipa-
ábyrgðarfélagið, sem svo var þá
nefnt, enda þá ekki um báta
að ræða í sömu merkingu og
síðar varð. Bjarni sýslumaður
hafði einnig forgöngu um stofn
un bókasafnsins og vann mik.
ið að barnafræðslu. Segja má
að félagið hafi alla tíð starf-
að í anda stofnskrárinnar, þar
sem talað er um „að efla og
styrkja sjávarútveg Vestmanna
eyja með því að tryggja þá,
er í skipum eiga er ganga til
fiskveiða í Vestmannaeyjum
á hverri vertíð gegn skaða þeim
er skip þessi geta orðið fyrir
á sjó og landi”.
Hefur félagið á hverjum tíma
verið mikil lyftistöng fyrir út-
ge.rðina og þannig tilveru byggð
arlagsins, sem alltaf hefur að
langmestu leyti verið háð af-
komu útvegsins.
Hin s-órmerka saga félags.
ins var gefin út á 75 ára og 100
ára afmæli félagsins og skráð
af hinum kunna fræðimanni
Jóhanni Gunnari Ólafssyni. All-
ar fundargerðir félagsins eru
til og verðá ljósrit þeirra í
bókaformi afhent Bókasafni
Vestmannaeyja, er það flytur
í sín nýju húsakynni með vor-
inu.
Margir af kunnustu borgur-
um Eyjanna hafa verið í stjórn
Bátaábyrgðarfélagsins og skal
hér getið þeirra, er starfað
hafa þar 10 ár eða lengur:
Bjarni E. Magnússon, sýslu.
.maður, Þorsteinn Jónsson,
alþm., Gísli Stefánsson, kaup-
maður, Gísli Engilbertsson,
verzl.stj., Þorsteinn Jónsson,
læknir, Erlendur Árnason, tré-
smiður, Jón Óláfsson, útgerð.
arm., Guðmundur Einarsson,
útg.m., Jóhann Sigfússon, for-
stjóri, Jón f Sigurðsson, hafn-
sögum., Jónar Jónsson, forstj.,
Karl Guðmundsson, útgerðarm.
Sighvatur Bjarnason, forstj.,
Ársæll Sveinsson, útgerðarm.,
er lengst allra gengdi formanns
stöðu í félaginu eða 22 ár.
Martin Tómasson, forstjóri,
Haraldur Hannesson, útg.m.,
og Björn Guðmundsson, útg.m.
núverandi stjórnarformaður.
Segja má, að nú á 115 ára
Fold skal við flóði taka
Framhald af 5. síðu.
um tíma. Onnur laun, ef frá eru talin laun til Eyjólfs Gíslasonar
fyrir hreinsun og lagfæringu muna hafa aldrei verið greidd úr
Byggðasafni Vestmannaeyja.
Eg tel skilt að hér komi fram. Að þrátt fyrir að störf hlið-
stæð því er Þorsteinn Þ. Víglundsson hefir á liðnum áratugum
unnið að Byggðasafnsmálum Vestmannaeyja hafi í nærfellt öll.
um byggðasöfnum öðrum verið launuð í meira eða minna mæli,
'þá hefir Þorsteinn aldrei þegið hér eyri að launum fyrir þessi
störf sín, en greitt úr eigin vasa ýmislegt af því er til hefir þurft
bæði í smáu og stóru.
Er það nú mat okkar að við eigum að meta eða vanmeta starf
þessa manns. Eigum við að láta kyrrt liggja. Láta misskráða sögu
um að dæma og meta. Eða eigum við að taka höndum saman
um að meta og virða þá mörgu sem lagt hafa þessu þarfa máli
lið. Láta þá njóta sannmælis hvar í flokki og fylkingu, sem þeir
kunna að standa. Vinna síðan áfram að sameiginlegu menning-
armáli byggðarlags okkar undir kjörorðum Byggðasafns Vest-
mannaeyja: „Minnumst þess, að minning feðranna er framhvöt
niðjanna.”
Sigfús J. Johnsen.
STUTT ATHUGASEMD
Grein mín í jólablað Fylkis „Um gamlar minnjar og Byggða-
safn” er að mestu leyti orðréttar bókanir úr fundargerðabók
Heimakletts og er hægt að fá það staðfest, hvenær sem er. Fund-
argerðirnar skrifuðu Filippus heitinn Arnason og Arni heitinn
Arnason og eru þær að öllu leyti sannleikanum samkvæmar. Að
Þ.Þ.V. er þar að engu getið, er af þeirri eðlilegu ástæðu, að hann
var þar ekki félagsmaður og lagði þar ekkert til mála. Allur
grunur eða hugdettur þar um, eru því algjörlega úr lausu lofti
gripin.
Heimaklettur hefur ekkert starfað, nú í mörg ár. Með því að
birta þessa úrdrætti úr fundargerðunum, vildi ég jafnframt
vekja athygli á félaginu og þess merka starfi, þess fyrstu ár,
með það í huga, að Heimaklettur hefji störf að nýju. Verkefnin
eru sannarlega mörg, sem bíða úrlausnar, eins og ég gat um í
grein minni í jólablaðinu.
Páll Scheving.
afmæli Félagsins hafi verið
brotið blað í sögu félagsins þar
sem það fer r.ú á nýjan starfs-
vettvang með því að bjóða bæj-
arbúum alhliða tryggingarþjón-
ustu. Það er kunnara en frá
þurfi að segja, hve óhagstætt
það er byggðarlaginu, hve geysi
legar fjárupphæðir í formi
tryggingariðgjalda hafa farið ut
úr bænum á umliðnum áratug-
um. Bátaábyrgðarfélagið hyggst
nú gera tilraun til að úr þessu
dragi, en félagið varðveitir að
sjálfsögðu alla sína sjóði í lána
stofnunum byggðarlagsins, svo
þeir komi að sem mestum og
bestum notum fyrir bæjarbúa.
Þannig verður einnig framveg
is, svo hagur bæjarbúa, sem
geta nú snúið sér til félagsins
með sín tryggingaráform, eru
með því að efla fjármagns-
myndun í byggðarlaginu.
Þess var minnst á dögunum,
er Bátaábyrgðarfélagið flutti
Bjarni E. Magnússon
fyrsti stjórnarformaður
starfsemi sína að Strandvegi
63 (á harni Heiðarvegar) með
því að þangað komu margir af
nýjum og gömlum viðskipta.
mönnum félagsins, og ríkti þar
einhugur um að halda á lofti
merki þessara ágætu félagssam
taka, og stuðla að viðgangi
þess með því að beina þangað
auknum viðskiptum, svo sem
hin nýi starfsvettvangur félags-
ins gefur tilefni til.
Bárust félaginu víða að heilla
óskir í tilefni hinna merku
tímamóta í sögu þess. Sömu-
leiðis voru því fluttar margar
góðar óskir í ræðum, er flutt-
ar voru í hófi félagsins sem
haldið var að þessu tilefni.
Núverandi stjórn Bátaábyrgð
arfélagsins skipa nú: Björn
Guðmundsson, form., Harald-
ur Hannesson, Jón f Sigurðs-
son, Eyjólfur Martinsson og
Ingólfur Matthíasson.
Framkvæmdarstjóri félagsins
er Jóhann Friðfinnsson.
Ársæll Sveinsson
stjórnarformaður í 22 ár
Núverandi stjórn
HÖFÐINGLEGAR GJAFIR.
Slysavarnardeildinni Eykyndli hafa nýveríð borist höfðinglegar
minningagjafir. Til minningar um Sigurð Ingiberg Magnússon
var gefið kr. 55 þús, gefendur eru þeir Jóhannes Kristinsson,
Sigurður öskarsson, Ragnar Jóhannesson og Vigfús Guðlaugsson.
Skal þessi gjöf renna til Björgunarmiðstöðvarinnar.
Til minningar um frú Guðnýju Petru Guðmundsdóttur, Skóla-
vegi 8, kr. 50 þús. frá eiginmanni Runólfi Runólfssyni og ætt-
ingjum. Sendir Eykyndill gefendum sinar innilegustu þakkir fyrir
hlýhug og velvild, sem deildinni er sýnd með þessum góðu gjöf.
um. Megi Guð blessa minningu þeirra, sem gjafimar eru gefnar
til minningar um.
FJi. Slysavarnardeildar Eykyndils.
Sigríður Björnsdóttir