Fylkir


Fylkir - 25.03.1977, Blaðsíða 2

Fylkir - 25.03.1977, Blaðsíða 2
2 FYLKIR Ábyrgðarmaður: Páll Scheving. Útgefandi: Sjálfstæðisfélögin í Vestmannaeyjum. PRENTSMIÐJAN EYRÚN II/F^ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ + EINAR SIGURÐSSON LÁTINN Einar Sigurðsson, hinn lands- kunni athafnamaður lést 22. þ. m. í Landakotsspítala. — Hans verður nánar minnst síðar. Hinn 26. mars 1920 var mikill gleðidagur í Eyjum. Pá sigldi gamli Pór, er keyptur var a'f Vestmannaeyingum fyrir sam- skotafé, í fyrsta skipti inn á höfnina. Hin hörmulega slysa- alda, er gekk yfir á fyrstu ár- um vélbátanna, var ein höfuð. ástæðan fyrir því gæfuspori, er þar var stigið. Frumkvæði Eyjabúa að kaup- um fyrsta björgunarskipsins er og varð upphafið að landhelgis gæslu landsmanna verður lengi í minnum haft. Er það með ó- líkindum að það fáa og fátæka fólk, er þá bjó hér, skyldi hafa þá djörfung ad' leggja í þetta stórræði. Nú er komið að okkur að halda þessu merki á lofti með smávegis framlagi til að koma upp mjög smekklegu mi’nnis- merki um þetta afrek, er fyrir- hugað er að reist verði fyrir vestan Friðarhafnarbátakvína, nánar tiltekið á græna blettin- um, sem þar er. Hefur Ólafur Á. Kristjánsson af sinni al- kunnu smekkvísi teiknað vænt- anlegan minnisvarða og tilhög- un umhverfisins. Svo sem með fylgjandi mynd ber með sér, er það skrúfa gamla Þórs, er þarna er í öndvegi. En svo skemmtilega vill til, að fyrir nokkrum árum tókst að ná skrúfunni heillegri af strand- stað Þórs fyrir norðan, og var hún að tilhlutan Björgunarfé- lagsins keypt hingað. Líkan að minnisvarðanum er nú til sýnis í glugga Miðhúss við Bárugötu. Er ekki að efa, að bæjarbúar munu taka þess- ari lofsverðu hugmynd vel og leggja sitt af mörkum til þess að þetta takist. Formaður Björg unarfélagsins er Jón f. Sigurðs son, og er þeim sem óska eftir að styðja málefnið bent á að hafa samband við hann. FIMLEIKASVNING Fimleikaflokkurinn Léttfetar og Scheving-bræður hafa und- anfarnar vikur æft upp fim. leika og skemmtidagskrá undir stjórn þeirra Gísla Magnússon- ar og Sigurgeirs Scheving með Færeyjaferð í huga. Hafa Fær- eyingar boðist til að veita þeim góða fyrirgreiðslu, og er ekki að efa að vel verður tekið á móti drengjunum þegar út kem Ur. Fyrirhugaðar eru fjórar sýn ingar: í Götu, Klakksvík, Suð- urey og Þórshöfn. Þetta er eðlilega dálítið í jár- frekst fyrirtæki og hafa dreng- irnir unnið ötullega að því að safna í ferðasjóðinn. Þeir hafa t. d. selt Fylki undanfarið og hafa haft upp úr því rúmar 40 þús. kr. i sölulaun. Nú er ákveðið að þeir haldi eina sýningu hér í íþróttahöll- inni áður en þeir fara og verð. ur hún á morgun, laugardaginn 26. mars kl. 3 e. h. Er allt áhuga fólk um fimleika og fjör hvatt til. að mæta og styrkja um leið ferðaSjóð strákanna. BRÚIN LOKUÐ Herjólfur er nú kominn á flot eftir viðgerð í Slippnum í Reykjavík. Eftir er að rétta af vél og drifútbúnað skipsins og tekur það eflaust nokkra daga. SIGURBJÖRG AXELSDÓTTIR: Fjárhagsáætlunin flausturslega Loksins, eftir heilt ár, sér Brautin dagsins ljós. Þar ríður á vaðið hinn „málefnalegi” Reynir Guðsteinsson. Ekki er hann með skítkast, eins og hann þykist reyna að uppræta í Bæjarstjórn. Nei, ó nei. Reyn- ir Guðsteinsson er fullur vand- lætingar á því, að við J. Fr. fórum fram á að samþykkt fjárhagsáætlunar til seinni um- ræðu yrði frestað. Hann segir okkur hafa komið illa undirbú- in á fundinn. Eg ætla hér að svara fyrir mig og lýsa það helbera lygi. Þegar fundarboð- un var send út, hringdi ég í Pál Zóph. og spurði hvort hann ætl aði virkilega að halda þennan fund án þess að við hefðum tal. að við úttektamefnd, eins og lofað hafði verið. Eins lýsti eg óánægju minni með þessa tvo 'snepla, sem átti að heita greiðsluyfirlit til áramóta. Eg vildi fá greiðsluyfirlit eins og það, sem komið hafði til 30. sept.). Eg leiðrétti hér enn ó- sannsögli Reynis, þar sem hann segir, að greiðsluyfirlit hafi verið til 1. nóv. Páll Zóp. var gallharður og sagði, að það væri ekki hans að skipa úttektarnefnd fyrir. Eg hváði og spurði hvort það væri ekki hans að óska eftir fundi með þeim. Hann svaraði því, að hann hefði sjálfur ekki tíma, því hann væri að fara til Reykja víkur og þar ætlaði hann sjálf- ur að rekja úr þeim garnirnar. Það átti að vera okkur nóg. Sem sagt einræði enn. Þegar J. Fr. hafði lýst áónægju okkar á prenti, var hlaupið upp til handa og fóta og úttektarnefnd in kom öllum til fróðleiks og ánægju. Þar lýsti Ólafur Helga- son því yfir að þeir vildu mæta á fundi bæjarstjórnar hvenær sem óskað væri eftir því. Svo ekki hefur sambandið verið of náið eins og gefið hafði verið í skyn. Skil ég vel, að áhugi hafi verið takmarkaður, þar sem út- tektarnefnd hafði gefið ráð- herra þær upplýsingar, að hún hafi þurft að gera sjálf bók. haldið fyrir okkur. Var það al- gert rothögg. Auðvitað hafði átt að leyna okkur því sem öðm. Þegar bæjarstjóri og bæjarráð fengu upplesið á fundinum þessa skýrslu vom þeir furðu lostnir og þóttust hver um ann an þveran aldrei hafa séð um- rædda skýrslu, sem hér hafði verið í höndum einkaaðila og kannske flækst manna á meðal. Það er annars furðulegt, hve ég frétti manna á meðal það, sem er að ske hjá bæjarstjóra og bæjarráði, sem sennilega á að leyna okkur, en lekur út. Svo er því blákalt haldið fram að skýlaus réttur okkar sé að leita okkur upplýsinga, þó þar séu ýmsar aðfarir til að niðurlægja mann, svo maður hrelldist á að koma upp í Ráðhús. Ég segi það rakalaus ósann- indi að ég hafi ekki leitað upp- lýsinga á bæjarskrifstofunum. Mér var sagt að snúa mér til J. P. Andersen og það gerði ég. Ég hafði samband við hann í tvo daga, og veit ég að Reyni var fullkunnugt um það, a. m. k. var marg íað að því á nefndum fundi að sumir af okkur hefðu leitað sér upplýsinga. Ég lýsi því yfir, að J. P. Andersen var sérlega hjálpfús og óvenju hreinskilinn að svara mér. Til gamans má geta þess, að þeg- ar ég hringdi eitt sinn og spurði hvor hefði rétt fyrir sér í tölu- meðferð Georg H. Tryggvason eða Þórarinn Magnússon (það var áður en Þórarinn birti töl. urnar í Dagskrá). Þá var mér svarað því að plagg eitt lægi frammi með tölum Georgs, sem sýna ætti hvað ferjulægið þefði kostað, en Þórarinn hefði hins vegar farið sjálfur í bókhaldið og tekið það út sjálfur. Svö með’ ýmsum ráðum má sleppa úr ó- þægilegum staðreyndum. Nú kemur rúsínan í pylsu- endanum. Reynir Guðsteinsson segir að við höfum ekki komið með neinar tillögur, sem skiptu máli. Þar tókst honum vel upp. Hann sem kom með sýndartil- lögur eins og þeir orða það oft um mig, þegar ég kem með til- lögur, sem þeim finnst hismi, þó að aðra skipti miklu máli, eins og tillagan um hækkun til f. B. V. upp í 3.4 millj., sem bæjarráð hækkaði upp í 4 millj. (Það gerði Krötum kleift að fá ódýran ritstjóra). Tillaga okkar J. Fr. um hækk un um 100 millj. til hraunhita- veitu (sem er gert skil hér ann ars staðar í blaðinu) yirðist Reynir alveg hafa gleýmt. Samt var tillagan samþykkt sam- hljóða og lýstu margir ánægju sinni yfir henni. Allir voru sam mála um að þetta væri mjög þörf tillaga, sem við ættum að sameinast um að ýta því máli áfram svo eftirsóknarverðara yrði að búa hér í Eyjum. Hitt er svo dnnur saga, að þegar fjárhagsáætlun fékkst ekki frestað, þótt Páll hefði viljað fresta nokkrum áhrifa. miklum liðum (en þar sýndi M. M. vald sitt og sagði það ekki koma til greina). Þá fannst mér ábyrgðarleysi að greiða ekki at- kvæði. Lái mér hver sem vill. Sjá má hvað að manni snýr á málflutningi’ hjá Reyni. Sá sem að í glerhúsi býr síst skal kasta steini. S. A.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.