Fylkir


Fylkir - 25.03.1977, Blaðsíða 3

Fylkir - 25.03.1977, Blaðsíða 3
FYLKIR 3 Guðlaugur Gíslason, alþingismaður: DRÁTTARVAXTAKRAFAN JAÐRAR VIÐ SIÐLEYSI ~ ENDA SENNILEGA LAGABROT, AÐ ÞVÍ ER FAST' LAUNAFÓLK VARÐAR Ég held, að bæjarbúar séu alltaf að fá betri og betri sönn- un fyrir því, að þeir aðilar, sem nú róða mestu um gang bæj- armála hér, séu næsta sérstætt fyrirbæri af sveitarstjómar- mönnum að vera og jaðrar til- litsleysi þeirra við bæjarbúa, í tilteknum tilfellum, við hreint siðleysi, eins og til dæmis end- urteknar ólöglegar tilraunir til að innheimta hærri afgjld af lóðarleigum en lóðarleigusamn- ingar sögðu til um þegar Vest- mannaeyingar eignuðust landið og enn em ekki útmnnir. Eftirkröfu dreifibréf þeirra um dráttarvexti af fullgreidd- um útsvömm og fasteignagjöld um em af svipuðum toga spunn in og mjög hæpið, að staðist geti, að því er varðar fastlauna- fólk, sem bæjarsjóður hefur látið atvinnurekendur innheimta bæjargjöld af, viku- eða mánað- arlega. Lagaákvæði um dráttarvexti em áratuga gömul og hefur af sveitarstjórnum, fram að þessu, vart verið beitt, nema um veru- leg vanskil hafi verið að ræða. Og alveg mun óhætt að fullyrða að engum sveitarstjómarmanni landinu hefur dottið í hug að gefa gjaldendum fyrirvaralausa kvittun fyrir, að þeir hafi greitt gjöld sín að fullu, en mæta svo einum eða tveimur mánuðum eftir á með kröfu um dráttar- vexti af skuld, sem ekki fyrir- finnst lengur 1 bókum bæjar- sjóðs, af þeirri einföldu ástæðu að hún hefur verið að fullu greidd og gjaldendur því eðli- lega í góðri trú um að þeir hafi gert full skil við bæjarfélagið, er þeir greiddu fyrir áramótin. Blekkingar Magnúsar H. Magnússonar. f Brautinni 16. þ. m. reynir M. M. að verja ákvörðun ráða- manna bæjarins í sambandi við dráttarvaxta eftirkröfuna. Fullyrðir hann í grein sinni, að eftir breytinguna, sem gerð var á tekjus.tofnalögunum 1972 séu sveitarfélögin tilneydd hvort sem þeim líkar betur eða verr að innheimta dráttarvexti. Áður hafi þetta aðeins verið heimild- arákvæði í lögunum. Auðvitað fer M. M. hér með hrein ósannindi. Tekjustofna- lögunum var efnislega í engu breytt 1972 að því er dráttar- vexti varðar, að öðru leyti en því, að vaxtaupphæðinni var breytt. — — Sé það ein- hver skylda sveitarfélaganna nú að innheimta dráttarvexti, þá hefur hún verið fyrir hendi í áratugi og það ekki einasta hjá sveitarfélögunum, heldur einnig hjá ríkinu, þar sem ná- kvæmlega sama orðalag er í lagaákvæðum um dráttarvexti af tekju- og eignarskatti. Það vita allir, sem til þessara mála þekkja, að það er algerlega á valdi ráðamanna sveitarfélaga og annarra, sem með innheimtu opinberra gjalda fara, að meta hvernig og að hvað miklu leyti ákvæðunum um dráttarvexti skuli beitt. Þannig hefur þessu lagaákvæði verið framfylgt frá fyrstu tíð. Bæjarfógeíaembættin Innheimtu ekkl dráttarvextL Það mun hafa veriö regla um árabil, að bæjarfógetaembætti víðsvegar um land og þá einn- ig hér í Eyjum hafa ekki, að sjálfsögðu með fullri vitund yf- irboðara sinna, innheimt drátt- arvexti af þinggjöldum, ef þau hafa verið að fullu greidd fyrir áramót og hefur þó ríkið þótt ganga sæmilega hart eftir sín- um gjöldum, en þó verið þetta mannlegra en ráðamenn bæjar- ins, að sleppa dráttarvöxtum, ef menn hafa gert upp gjöld sín fyrir áramót. Hvers eiga launamenn að gjalda? Vitað er, að flestir launþegar, þar á meðal starfsmenn taæjar- sjóðs, hafa fengið kröfu um greiðslu dráttarvaxta. Næsta torskilið er, hvernig þetta má vera. Gildandi tekjustofnalög heim ila ekki innheimtu dráttarvaxta fyrr en tveir mánuðir eru liðn- ir frá gjalddaga. Nú er það vitað, að bæjar- sjóður hefur um margra ára bil haft það form á innheimtu, að senda atvinnurekendum, sem laun greiða viku- eða mánað- arlega, kröfu á hendur þeim, sem hjá þeim vinna, ef þeir hafa skuldað útsvar. Ef at- vinnurekandi innheimtir gjöld- in, en skilar þeim ekki til bæj- arins, sem ég hygg að hrein- lega heyri undantekningum til, telst ekki að um vanskil frá hendi útsvarsgreiðanda sé að ræða. Þegar þetta er athuga.ð, fer að verða torskilið, hvemig t. d. bæjarstarfsmenn, sem fá laun sín greidd mánaðarlega, geta lent í meira en tveggja mánaða vanskilum. Því það hljóta þeir að hafa gert. Annars væri al- ger lögleysa að krefja þá um dráttarvexti. Ég held að full ástæða sé til fyrir fomstumenn stéttarfélag- anna að grípa inn í og krefjast Þess að félagsmálaráðuneytið láti rannsaka með hvaða rétti launamenn almennt eru krafðir um dráttarvexti, því mér kem- ur það mikið á óvart, ef um vanskil er að ræða frá þeirra hendi, svo til komi ákvæði um lögmæti á innheimtu dráttar. vaxta, þegar lögin beinlínis mæla svo fyrir, að dráttarvext- ir skuli ekki gjaldkræfir fyrr en tveir mánuðir era liðnir frá gjalddaga. Margt skrítið í kýrhausnum. Tvennt er það enn í umræddr 1 grein M. M., sem hlýtur að vekja athygli. f fyrsta lagi full- yrðing hans um að vextina hafi í reynd „ekki verið unnt að reikna út fyrr en eftir að árið er Iiðið," eins og hann segir orðrétt í grein sinni. Ég tel, að hér sé um svo furðulega þvælu að ræða, að undrum sætir, að nokkur sveit- arstjórnarmaður skuli bera slíkt á borð opinberlega og sýn ir þetta kannske einna gleggst rökleysi ráðamanna bæjarins fyrir aðferðinni, sem beitt er við innheimtu dráttarvaxtanna. Lagaákvæðin um dráttarvexti af opinberum gjöldum era svo skýr sem verða má. Dráttar- vextir eru ákveðið prósent á mánuði, þegar liðnir era 2Va mánuður frá gjalddaga og þar til gjaldið er greitt. M. M. lof- ar þó bót og betrun í þessu sambandi þar sem hann segir í grein sinni: „Með bættri úr- vinnslutækni verður þetta þó mun auðveldara hér eftir." Bætt úrvinnslutækni í sam- bandi við útreikning dráttar- vaxta. — Ég held, að þeir ráða- menn bæjarins, sem slíkt láta sér um munn fara eða undir það taka, hljóti að vera eitt- hvað meira eða minna „klikkað- ir", eins og sagt er. Útreikning- ur dráttarvaxta er ekki flóknara dæmi en svo, að ég held að flest börn í efri bekkjum barna skólans myndu klára það á ör- skömmum tíma. En þó vefst íramkvæmd þess fyrir ráða- mönnum byggðarlagsins og leysist augsjáanlega ekki nema ný „úrvinnslutækni" komi til. Annað atriði er það í grein M. M., sem athygli vekur, en það er fullyrðing hans um að ef tillaga bæjarfulltrúa Sjálf- stæðisflkksinss um að fella nið- ur dráttarvexti af útsvörum og fasteignagjöldum, sem að fullu vora greidd fyrir áramót, hefði verið samþykkt, myndu stjóm- völd hafa kært slíkt til ógild- ingar. Fullyrðing þessi er á álíka litlum rkum reist og allt ann- að, sem M. M. hefur sagt um þetta mál. Það er vitað, að sveitarstjórn armenn um land allt hafa und- anfarna áratugi metið það hver hjá sér að hve miklu leyti þeir notfærðu sér lagaákvæðin um innheimtu dráttarvaxta, og tal- ið sig alveg þar um sjálfráða, og þetta hafa stjórnvöld sjálf einnig gert, að því er þing- gjöld varðar, og eins og áður hefur verið bent á, talið m. a. hér í Eyjum, að menn standi í skilum með gjöld sín, ef þau hafa verið greidd að fullu fyrir áramót og ekki ástæðu til að krefja um dráttarvexti. Fullyrðing M. M. um að að- gerðir ráðamanna bæjarins í sambandi við dráttarvaxta eft- irkröfuna sé að rekja til breyttra laga eða stjórnvalda, er afsökun, sem algerlega er byggð á sandi. Og einhverntíma hefur heilsa M. M. verið heldur bágborin, ef ótti hans við drátt arvaxtaákvæði tekjustofnalag- anna er eins djúpstæður og hann vill vera láta, þar sem alveg óyggjandi er, að enginn sveitarstjórnarmaður hefur nokkurn tíma brotið 58. grein sveitarstjórnarlaganna eins freklega og hann, með því að standa upp úr sæti bæjarstjóra með sjö ára vanskil á reikn- ingsskilum eins og 58. gr. mæl- ir fyrir um. En það mál mun vel geta komið til umræðu síð- ar. Guðl. Gíslason. mmmmmnnmmmnrimnnorimmmmmnniyinnnnmmmmmnnQnmnnnnQnmnnnoQðQOQðQðQÖQOGOno T)T)T>(T)cT}(T>T)T>(T><T)(T>(T><T><T)(T>íT>(T)(T>(T>(T>(T>(T)(T>(T>(T>T)T)T>T>T)cxjT)'T)iT>'T>T>(T>(T>cx)(T><T>(T>iT>(T) * * 88 88 88 88 86 86 86 86 86 86 88 88 86 86 86 86 86 86 86 86 86 86 æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ I æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ STRANDVEGUR 47 TJtileikföngin eru að koma: Tvíhjól, þríhjól, traktorar, stórir vörubílar, skóflur, fötur, boltar og margt fleira. Acktion kallararnir eru komnir með tilheyr- andi fylgihlutum, svo sem útvarpi, labb rabb tæki og öðrum aukaútbúnaði. Allar stærðir af myndarömmum í næstu viku. Og vinsælu drykkjarkönnu- og bollastatívin eru komin aftur ásamt mörgum hlutum úr smíðajárni. Gunnar Ölafsson & Co. hf., Strandvegur 47. æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ wæææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææ

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.