Fylkir


Fylkir - 17.09.1977, Blaðsíða 2

Fylkir - 17.09.1977, Blaðsíða 2
FYLKIR Ritstj. og ábm.: Björn Guðmundsson. Pósthólf 116. — Vm. Afgr. og augl.: Símar: 1344 og 1129. Utgefandi: Sjálfstæðisfélögin í Vestmannaeyjum. Prentun: Prentsmiðjan Eyrún hf. THcrkur áfangi Innan ekki langs tíma mun Bókasafn Vestmannaeyja flytja í ný og vegleg húsakynni. I menningarsögu Eyjanna er hér um merkan viðburð að ræða. Pessi gagnmerka stofnun flytur nú í eigið húsnæði í fyrsta sinn í liðlega alo'argamalli sögu. Petta er mikið fagnaðarefni, einkum þegar haft er í huga að ekki hefur alltaf verið mulið imdir Bókasafnið í tímans rás. Plækst millum staða og húsnæði oft langt því frá boðlegt svo ekki sé meira sagt. Þá er það og gott til þess að vita að Bókasafnið verður í hinu nýja safnahúsi í sambýli aðrar menningarstofnunar þar sem er Byggðarsafnið. Er ánægjulegt að báðir þessir þættir í menningarsögu okkar byggðarlags skulu nú loks hafa fengið verðugan framtíðar samastað. Nýju húsakynnin gefa vissulega mikla möguleika til þess að þar þróist í framtíðinni starf, er íbúar Eyjanna njóta í formi afþreyingar, menntunar og andlegrar uppbyggingar. Bókasafnið var stofnað 1862 af Bjarna Magnússyni er þá var hér sýslumaður og svo mjög kom hér við sögu á svið framfara og menningar. Starf og framsýni Bjarna að þessum málum verður seins ofmetið eða ofþakkað. Svo sem að líkum lætur hafa margir komið við sögu Bókasafnsins í liðlega aldar gamalli sögu þess. Menn sem hafa starfað af alúð, dugnaði og ósérplægni við Bókasafnið. Er hægt að nefna marga í því sambandi, en þess gefst ekki kostur að sinni, en aðeins getið eins manns Haraldar Guðnasonar, núverandi bókavarðar, sem á þessum tímamótum lætur af störfum sem bókavörður. Haraldur kom til starfa við Bókasafnið fyrir 27 árum. Allan þennan tíma hefur markmið Haraldar verið fyrst og síðast að gera veg Bókasafnsins sem mestan. Hefur lang oftast verið á fótinn að sækja í þessu efni, en eigi að síður hefur miðað, og nú er svo komið að Bókasafnið er komið í varanleg húsakynni, sem hann hefur ekki hvað síst átt stóran hlut að, með því að benda samborgurunum á, hvert hlutverk Bókasafnsins er og hvernig ætti að því að búa svo það gæti þjónað því hlutverki. Og nú er Haraldur lætur af störfum við Bókasafnið eru hon- um færðar þakkir fyrir gott og heillac’rjúgt starf Gull í lójfl frflmtíðarinnar Umræður manna um ungdóminn nú á dögum er oft á þann veg að fátt sé þar um fína drætti. Pessu til sönnunar er þá gjarn- an taldar upp ýmsar ávirðingar í fari yngri kynslóðarinnar. Hitt er sjaldan áminnst að margt er gott gert og starf og athafnir yngri manna til fyrirmyndar. I okkar litla samfélagi má minn- ast á margt þessu til sönnunar. Mér dettur þá meðal annars í hug starf hópa og einstklinga á vettvangi íþróttamála. Petta starf er vissulega gull í lófa framtíðarinnar. Forystan er hér í höndum yngri manna. Að nýlokinni knattspyrnuvertíð þar sem Vestmannaeyjar náðu mjög góðum árangri, einkum með tilliti til þess að hér búa aðeins um 4.500 manns og íbúafjöldinn felur í sér vissar takmarkanir, er þessi árangur ef til undraverður. Og hægt er, getum að því að leiða, hve feikna starf liggur hér að baki — starf sem tekur hug og hjarta og veitir athafnaþrá og metnaði í heilbrigðan farveg. Þá má ekki greyma því að góður árangur á íþróttasviðinu gefur bæjarfélaginu okkar ákveðna reisn, við erum stolt af árangri okkar manna og hópa, þjappar okkur saman og þá ef til vill til átaka á öðrum sviðum. Björn Guðmundsson. i*>(x><x><x?<x><x><x,<x,<x><x?ql>qí?qc,qc,qc,qc,qí?qí?qc,qc,qc>qc><x><x><x?qc><x><x><*?<x?qc>qc>qc,qc,qc>QC’SJOQPSíCS)CSíCS¥?SíCS¥? CoooOOOO?7SoOc*Sc*S<*S<*ScxSc*S<XS<*ScxSc*S<*S?*5?KS<XS<*SðoðoooooðooooooooOooðocxScxScXS<XSwroroW>«i<X><»c» I Mikið úrval af i 88 * | SKÓLAVÖRUM 1 1 og SKÓLATÖSKUM. i i BÓKABÓÐIN | | Heiðarvegi 9, sími 1434 i M8 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 8886 88 88888888 88888888868886 8888888886888888868888888888S 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 38 88 88 88 88 Nú eru skólarnir byrjaðir og í tilefni af því bjóðum við: Á MORGUNVERÐARBORÐIÐ Leyft verð Okkar verð Snap corn flakes 356 308 Cheerios 210 173 0G í NESTIÐ Ryvita hrökkbrauð 135 106 Flóru ávaxtasafi 1/1 fl. 305 264 Tilboðið stendur í verslunum vorum að Strandvegi 47 og Hólagötu 28 á meðan birgðir endast. GUNNAR ÓLAFSS0N og C0 86 86 86 86 86 86 86 86 86 86 86 86 88 88 88 86 86 86 86 86 86 88 88 86 86 86 86 86 88 88 88 88 88 86 ^ctt<x>tt?<tttt?K?tt?tt?^StfQCQCQCQCQCQCQCQCQCQC&CQCQCQCQCQC9CSX?SX?QCQCQCQCQCQCWQCQCSX?QCQC9CS£l ðtS ðtS ðcS ðcS ðcS ðo ðtS ðD ðD ðo ðD ðO ðtS ðö ðD ðD ðo ðD ðO ðD ðD ðD ðfS ðtS (T> ðD C» CX) C» fTt ðD <TS ?*S ðT» <TS fTi fT> ðD ðD ðfS r*S ?Ti 88 86 88 86 88 86 88 86 88 88 88 88 86 88 88 88 NÝ 0G BETRI ÞJÓNUSTA Höfum breytt í kjörbúð. ^COSTAKJÖR Sími 2220 86 86 86 86 86 86 86 86 8 88 88 86 88 88 88 88 88 88 88 88 88 uiaiuiinuuuLMjuuuuuuuuuuuuuucxXkUWtWUl/WWVQfWWQDWWWWWW *oo oo ðo ðo ðO ðo ðo cTS ðO ðo cxS c*S cxS cxS ðo cx5 <*S ro ro ro «S CTS ro ro ro ro ^ Æ w ro Cro ro ro ro «5 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 BREIÐFJÖRÐSKRÆKJUR TIL LEIGU 12000 stk. til. TRÉSMIÐJAN 86 86 86 86 86 86 DAN SLEIKUR Dansleikur í tilefni S.U.S.-þings í Samkomu- húsinu, laugardaginn 17. sept. 1977, kl. 10 — 2 Hljómsveitin EYMENN sér um fjörið í stóra salnum.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.