Fylkir


Fylkir - 01.10.1977, Blaðsíða 4

Fylkir - 01.10.1977, Blaðsíða 4
FYLKIR Aflabrögð og veður: Þegar þetta er skrifað eru dýrð ardagar, blíða og sól um allan sjó. Aftur eru aflabrögðin ekki í samræmi við það, einkum og sér í lagi í trollið, nánast ekki neitt. Rétt er þó þess að geta, að Andvari var inni í gær með 25 tonn, en það er líka það al- besta. Aftur á móti er spærlingur- inn þó dálítið fjörugur. Þessir bátar lönduðu í vikunni, Suð- urey 80 lestir, Heimaey 80, Áls- ey 80, Þristur 65, Gjafar 38, Draupnir 31, Þorbjörn II 80, Óli Vestmann 28, Bergur 76, Bylgja 111, Eyjaver 88. Af togurum er það að segja, Klakkur kemur inn á mánudag með um 80 tonn, Vestmannaey er á heimleið eftir ágætis sölu- túr í Þýskalandi, Sindri er á miðunum fyrir vestan. Stakkur: Á laugardaginn var haldinn aðalfundur í fiskverk- unarhúsinu Stakkur h.f., sem er fyrirtæki saltfiskverkenda hér í bæ. Fyrirtækið á svo sem kunn ugt er nýtt og vel búið fisk- þurrkunarhús inn við Eiði. Rekstur þessa fyrirtækis hefur gengið heldur erfiðlega að und anförnu sem einkum stafar af því að markaður okkar fyrir þurrkaðan fisk, bæði í Brasilíu og annarsstaðar eru nær lokað- ir a.m.k. eins og stendur, hvað svo sem síðar kann að reynast. í stjóm fyrirtækisins voru kosnir: Stefán Runólfsson, Guð mundur Karlsson, Sigurður Þórðarson, Einar Sigurjónsson og Sigurður Einarsson. Kolmunn1: Ofsókn í þorskstofn inn hefur m.a. valdið því að reynt hefur verið að beina fisk veiðum okkar inn á nýjar braut ir með því að reyna að fiska og nýta aðrar fisktegundir. Lið- ur í þessari viðleitni eru tilraun ir á veiði kolmunna. Skuttogarinn Runólfur úr Grundarfirði hefur m.a. verið leigður til þessara veiða og þá hlutverk hans fyrst og fremst, að kanna hvenær og hvar við ísland kolmunni held- ur sig. Runólfur er núna í einum slíkum leiðangri á Dorn- banka, en þangað er 18 tíma sigling. Er skemmst frá því að segja að veiðarnar hafa geng ið mjög vel og virðist vera um mikið magn að ræða á þessu svæði. „Nánast rétt þurft að dífa trolli í og það þá fullt” eins og heimildarmaður minn orðaði það. Kolmunni hefur hingað til verið fiskaður í bræðslu, en nú eru í gangi hjá Rannsóknar- stofnun fiskiðnaðarins tilraun- ir með hvort að ekki er hægt að nýta þennan fisk á annan hátt m.a. að verka hann í skreið. Loðnan: Andrés Finnbogason í Loðnunefnd, sem er gamall skipstjóri og mikill áhugamað- ur um sjávarútvegsmál er minn aðal upplýsingabrunnur um loðnuveiðina fyrir norðan. Spj- all um þessa veiði er því að verulegu leyti byggt á því sem að kemur fram í símtölum við hann. Andrés er Ijúfur viðmæl andi og í rabbi okkar s.l. mið vikudag kom fram að okkar bátar eru búnir að fá afla sem segir: Gullberg 6645 Huginn 5538 Kap II. 5325 ísleifur 3950 Heildaraflinn er orðinn 142 þús. tonn, en var alla sumar- og haustvertíðina í fyrra 111 þús tonn. Hæsta skip er Sigurður meJ3 10400 lestir, en fjórða skip er Gullberg og það finnst mér fínt, einkum með það í huga að til að mynda að Sig- urður hefur alveg sérstöðu hvað aflamöguleikum viðvíkur. Annars sagði Andrés að afli s.l. hálfan mánuð hefði verið tregur. Aflatregðan stafaði af því að ís væri yfir því svæði er loðnan héldi sig á og varla væri von til þess að þetta breytt ist fyrr heldur en að brigði til annarar vindáttar. Bj. Guðm. Barnaguðsþjónusta kl. 11 f. h. Messa kl. 2 e. h. næstkomandi sunnudag. Sóknarprestur. Söluverðlaun 50 þúsund króna verðlacon Ritstjórn Fylkis hefur ákveð- iðið að efna til sölukeppni meS- al sölubarna blaðsins. — Heíst keppnin frá og með næsta töln blaði, er kemur út 1. október n. k. — Keppnin er á þann veg, að veitt verða 3 verðlaun, 25 þús. kr., 15 þús. kr. og 10 þús. kr. Fyrstu veerðlaun, 25 þús. kr. fær það sölubarnið, er flest ÆFINGATAFLA TÝS Mánudagur: 17.00—17.45 3. fl. karla handkn. 17.45—18.30 4 fl. karla handkn. 18.30— 19.15 2. fl. kv. handkn. 19.15— 20.00 Mfl. karla handkn. Þriðjudagur: 17.00—17.45 5. fl. karla knattsp. 17.45—18.30 6. fl. karla knattsp. Miðvikudagur: 21.30— 22.15 2. fl. kv. handkn. 22.15— 23.30 Mfl. karla handkn. Fimmtudagur: 17.00—17.45 5. fl. karla knattsp. 17.45— 18.30 6. fl. karla knattsp. 18.30— 19.15 3. fl. kv. handkn. Föstudagur: 20.00—20.45 Mfl. karla handkn. 20.45— 21.30 2. fl. kv. handkn. 21.30— 23.30 Mfl. karla knattsp. Laugardagur: 10.15— -11.15 Mfl. kv. handkn. il-15—13.00 Old boys knattsp. Sunnudagur: 9.30 11.00 3. og 4. fl. karla kn. Æfingatafla þessi tekur gildi n. k. mánudag, 26. sept. Knattspyrnuféiagið Týr. Félagsheimilið. Blaðinu hefur borist mjög ýtarleg skýrsia um starfsemi þá er Æskulýðsráð rekur í Fél- agsheimilinu og í Arnardrangi. í skýrslunni sem samin er af framkv.stjóra ráðsins Sigurgeir Jónssyni er einnig gerð grein fyrir því helsta sem er á döf- inni í komandi vetrarstarfi. Þar sem skýrsla þessi hefur verið endurprentuð í einu bæjaiblaðinu og all ýtarlga get- ið í öðru, sér Fylkir ekki ástæðu til þess að geta þessarar fröð legu skýrslu frekar en hér er gert. eintök selur af blaðinu á tima- bilinu 1. októbr til jóla, að jóia blaði meðtöldu, 2. verðlaun eru svo 15 þús. kr. og rennur sú fjárhæð til þss barns er næst- flest blöð selur, o. s. frv. Verðlaunin verða svo aíher.t daginn fyrir Þorláksmessu, 22. desember. Auk þssara verðlauna verða svo greidd sölulaun af hverju blaði eins og venjulega, en það er 25 krónur á hvert blað. Sölubörn, verið með frá byrj- un. Vinnið ykkur inn aukapen- ing fyrir jólin. — Okkar á milli Eg sá á dögunum forystúl- grein í einhverju bæjarblað- anna, þar sem lagt var út af því, að núverandi ríkisstjórn ætlaði að smeygja sér út úr vanda efnahagsmálanna á þann hátt að draga úr verklegum f ramkvæmdum. Greinarhöfundur var nú al- deilis ekki á þeim buxunum, vildi fleiri brýr, meira malbik, fleiri skóla, stærri sjúkrahús og svo framvegis. Þessar frómu óskir eru mannlegar og ekki aldeilis í fyrsta sinni að þær eru fram bornar og greinarhöf- undur alls ekki einn um þá skoðun að vissar opinberar framkvæmdir eiga alltaf að vera í hámarki. Til lausnar á vanda efnahags málanna taldi greinarhöfundur aftur á móti að einna helst væri til ráða að ráðast gegn skrif- stofuvaldinu. Sem sé báknið burt. Benti hann á í því sam- bandi á að bankamenn væru orðnir fleiri heldur en sjómenn. Satt kann þetta að vera. Hins- vegar fór ég að huga að því í framhaldi af þessu, hvernig að ástandið væri orðið í þessu efni í okkar bæ. Hvað ætli annars að bæjar- starfsmennirnir í þessum bæ séu margir? Þeir skildu þó ekki vera fleiri heldur en sjó- menn, þegar allt er tínt til. Manni finnst ekki hægt að komast fram úr fyrir allskon- ar fræðingum, ef sinna þarf ein hverju smá erindi, bókari, yf- irbókari undirbókara, allir fræð ingarnir, innheimtustjóri me'cJ heila hirð, yfir gjaldkeri og und ir, og svona mætti endalaust halda áfram, — en verst og sár ast er að þegar snúið er sér að virðulegheitunum þá hefur maður það á tilfinningunni að almenningur sé fyrir þá, en þeir ekki fyrir almenning. Það er gott að fljúea hátt, en skyldi ekki vera líka gott að skríða öðru hvoru með jörðu Verslið ódýrt í Kaupfélaginu í FYRRA FENGU VIÐSKIPTAVINIR OKKAR 17,6 MILLJ. KRÓNA VÖRUMARKAÐSAFSLÁTT.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.