Fylkir


Fylkir - 05.11.1977, Síða 3

Fylkir - 05.11.1977, Síða 3
tTLKIK íbúðarkaup Georg H Tryggvason rekur í Brayi- inni 2. 11. ”77 af miklilli hógværð íbúðar- kaup sín, sem fræg eru af endemum. Þar er auðvitað allt slétt og fellt og hann fær varla vatni haldið yfir því að Mm skuli hljóta ámæii fyrir þann gjörning. Honum finnst ekki ósaingjarnt að starfsmaður bæjarins skuli geta keypt íbúð af bænum með slíkum kjörum sem hann fékk. Borga með skuldabréfi á nafnverði, skuldabréf sem hann hafði keypt með stórum afföllum. Það eru bara smámunir. Hann segir svo að lokum, að bæjar- stjóri hafi tjáð sér að ráðuneytisstjóri í Félagsmálaráðuneytinu hafi enga á- stæðu fundið til athugasemda um íbúð- arkaupin. Furðulegt er að bæjarstjóri skuli leyfa sér að tilkynna GHT, svör ráðuneytisstjóra áður en frá því er skýrt í bæjarráði og bæjastjórn. Sýnir það laumuspil toppanna og að þeir lúti að- eins sínum eigin lögum. Enn eitt hneykslismál hefur skotið upp kollinum í bæjarstjórn. Fyrir ca. hálfu ári síðan var samþykkt að selja einum aðila íbúð í blokkinni vð Hásteinsveg. Verðið skildi vera samkvæmt mati 4,2 millj. Nú líður og bíður. Kaupsamniag- urinn er aldrei staðfestur í bæjarráði. Á síðasta bæjarstjónarfundi kemur fram afsal á téðri íbúð til samþykktar. Þar er ekki greint frá kaupverði íbúð- arinnar, en svohljóðandi klásúla er þar að finna: íbúðin sem er 2 herbergi, ^ldhús og bað ásamt sérgeymslu í kjallara og hlutdeild í sameign og leigu. lóðaréttindum afsala ég í núverandi á- standi, sem kaupandi þekkir og tekur gilt í hvívetna. Þetta afsal er undirrit- að af P. Z. 14. október 1977. f millitíðinni hefur verið skipt um tvöfalt gler í íbúðiani, sett teppi á gólf- in og lagað ýmislegt t.d. fræstar hurðir. Þessi kostnaður er um það bil 1. millj. Einnig greiðir kaupandinn 9% vexti til 10 ára, þegar aðrir greiða 13% vexti til 6 ára. Þegar afsalið e birt hafði bruna. bótamat hækkað um 30%. Þegar Páll Zóp. var spurður hvers vegna íbúðin hafði verið gerð í stand á kostnað bæjarirs, eftir að kaupandinn tók við henni, svaraði hann því til að alltaf gætu komið í ljós smágallar sem þyrfti að lagfæra eins og vatnsskemmd- ir o.fl. Hann hafði hins vegar engin svör varðaodi 1 millj. kr. kostnað. Annar kaupandi tekur við vel með farinni íbúð. Hann átti að borga 500 þús. meira vegna þess hve íbúðin var í góðu standi, en fékkst ekki í gegn í bæjarráði veg.aa fyrra fordæmis Þriðji kaupandinn hafði óskað eftir að kaupa vissa íbúð í blokkinni, en var ekki sinnt. Hins vegar kaupir starfsmaður bæjarins þá íbúð. Spurt var um á bæj- arstjórnarfundi hvort fleiri hefðu verið um boðið, var því neitað. Urðu seinna nokkur mótmæli þess vegna. Þegar einn kaupandi gekk frá kaupum á einni í- búðinni, var áðurnefndum aðila gefin.i kostur á að kaupa þá íbúð. En það var gert vegna þeirra leiðinda sem orðið höfðu. Brá nú svo við að Mm var harð. ur á því að sá aðili borgaði nýja bruna- bótamatið sem eins og áður segir 30% hærra. E.r það fékkst ekki í gegn. Leiðinlegt er að mismuna svona þegn- um bæjarins og alls ekki virðist veraf^ sama hvort maðurinn er krati eða eitt- hvað annað. — s. A. ✓ Gestir iðnkynningar á Hellu 1977 skoða framleiðslu SAMVERKS H. F. Glerverksmiðjan Samverk hf. á Hellu hlaut viðurkenningu íyrir framleiðslu á tvöföldu einangrunargleri, eftir könnun sem hin viðurkennda rannsóknarstofnun Noregs, byggforsknings. fnstitutt, framkvæmdi í samvirr.iu við Rannsóknarstofmm bygg- ingariðnaðarins í sumar. Samkvæmt upplýsingum Páls G. Björnssonar framkvæmda- stjóra Samverks hf. er framangreind rannsók.i hinnar norsku stofnunar Uður í umfangsmikilli könnun sem fram hefur farið á vegum Rannsófciarstofnuhar byggingariðnaðarins. Páll sagði að könnunin beindist að ástandi og endingu einangrunaglersins jog væri nú unnið að skýrslugerð á vegum Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins um heildarniðurstöður þeirra kannana sem fram hafa farið á tvöföldu einangrunargleri framleiddu hér á la'.idi. Rannsókn hinnar Norsku stofnunar var framkvæmd sam- kvæmt sérstöku viðurkenndu prógrami sem Norðmenn settu upp 1973 og virtist vera mjög strangt. Sagði Páll að fyrirtæki hans hefði ekki haft hugmynd um aö þessi norska rannsókn stæði fyrir dyrum, fyrr e.r eftir að glerið var komið til Noregs. Geð hefði verið pöntun á 12 rúðum af algengri stærð, af einstakl- ingi á Reykjavíkursvæðinu um síðustu áramót. Pöntun þessi var síðan framleidd og afgreidd á sama hátt og allar aðrar pantanir verksmiðjunnr. Síðar kom í Ijós, að á bak við þessa pöntun stóð Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins. í hinni ítarlegu skýrslu Norges byggforskningsinstitutt sem undirrituð er 28. ágúst s.l. af Carsten Dreier kemur í ljós að rann- sóknin bei-iist að fjórum megin atriðum. A) útlit, B) daggarmarki, C) þéttleika, D) enamgu. Allar rúð- urnar sém sendar voru til rannsóknar stóðust þessar kannanir og í liðurstöðu skýrslu hinnar Norsku stofnunar segir m.a.: „Hinar rannsökuðu rúður frá Samverk, íslandi uppfylltu kröf- ur samkvæmt rannsóknarprógrammi Norges byggforskninsinsti. tutt fyrir einangrunargler.” Aðspurður sagði Páll G. Björnsson, að þessi niðurstaða hefði ekki komið sér á óvart, þar sem reynslan af einangrunargleri verksmiðjunnar uidanfarin ár hafi verið mjög góð. Þó kvaðst Páll vilja taka það sérstaklega fram, að hann fagnaði hinni miklu áherslu sem Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins hefði lagt á rannsóknir á þessari vöru og hann teldi að þar hefði verið unnið mjög gott starf. 4. V«r4«Him »¥ 4.1 lwl*áS4c.í9fH^^ Ifclge prcvlHCgPBgr*Mict skcl godkjcnnelie av en rutetype forut- sette *t lov«t et iv ct sett pi 10 rater 1kke oppfyller kravene tll utseenCc, hegymelsesAifgplnkt eg begynnelsestetkhet. Samtllge prevde ruter eppfýlte kravene tll begynnelsesduggpunkt, utseende og begynnelsestetthet. Rutene har dermed bestitt de innledende fonek. 4.2 *!<!ríngsfors*k. Ifelge progranmet skal saartUgé 6 prevde ruter av en type klare den akselererte aldHng. Oette var tilfelle med alle de provde rutene fra Samverk. 4-3 lluttyurýsrlng. De prevde ruter fra Saaiverk.Island oppfyller kravene i Norges byggforskninasiastitutts pravnlngsprogram for typepreving av forsegleba rubrr av 14. dcseeber 1973. Trondheim, den 28 awguat 1977. For N0RGES BfMFnSUUKSINSTITUTT TftOttOHCWSAVKUM^ ------------------------------------------------ FRA ALMANNATRYGGINGUM Af sérstökum ástæðum hefjast útborganir bóta þriðjudaginn 8. nóvember til og með 11. nóvember. Sjúkrasamlagið verður lokað frá 14. — 18. nóvember. Sjúkrasamlagið Verslið ódýrt í Kaupfélaginu í FYRRA FENGU VIÐSKIPTAVINIR OKKAR 17,6 MILLJ. KRÓNA VÖRUMARKAÐSAFSLÁTT.

x

Fylkir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.