Fylkir


Fylkir - 22.11.1977, Blaðsíða 4

Fylkir - 22.11.1977, Blaðsíða 4
FYLKIR Neðfli) frí sj6 Veðráttan: Framan af viku var leiðindaveður, hávaða rok á norðai og norð-vestan með 5 til 6 stiga frosti. Lítið var því um sjósókn. f fyrradag var komið gott veður, en það stóð ekki lengi, í gær var vonsku- veður, slydda með vindi af suð. vestri. Vélstjóraskólinn: Fyrir nokkru sagði ég í þessum þíttum frá Stýrimannaskóla.ium. Skóla- stjóri Stýrimannaskólans vakti þá athygli mína á því að það væri annar skóli hér, engu ó- merkari nefnilega Vélskólinn. Af þessu tilefvii hringdi ég í skólastjórann Kristján Jóhannes son og innti hann frétta af skóla haldinu. í skólanum eru tveir bekkir eða stig. Fyrsta stig gefur réttindi til þess að keyra 500 hestafla vél. Nemevidur á þessu stigi eru 9. Á öðru stigi frru einnig 9 nemendur, en það stig gefur réttindi til þess að sjá um og gæta að 1000 hest- afla vél í fiskiskipi. Eru í þessum 18 manna nemenda. hópi 6 „utanbæjarmenn’, og hafa þeir ásamt viemendum úr Stýrimannaskólanum með sér heimavist, er þeir sjá um að öllu leyti sjálfir. Töldu báðir skólastjórarnir það til mikillar fyrirmyndar hvernig nemend- ur stæðu að stjórnun og rekstri heimavistarinnar fyrir utan vrú hvað kostnaður við skólavist- ina væri snöktum minni með því að hafa þennan háttinn á Vel lét Kristjávi af kennslu- aðstöðu við skólann, sagði hana fara batnandi. Nú vantar heíst að hægt væri að kenna svona frumtriðin í verklegri rafmagn^ fræði, en lausn þessa máls væri í farvalviinu. Það er gaman og gott til þess að vita að skólar sj ívarútvegs- ins, Vélskólinn og Stýrimanna. skólinn skuli vera í svo góðum höndum öem raun ber vitni um, og að aðsókn skuli vera með myndarbrag. Togararnir: Klakkur var inni á mánudag með 86 tonn. Af þeim afla var 50 tonn ufsi, hitt „blandaður” fiskur. Sindri var einnig inni á mánudag með um 16 tonvi. Vestmannaey hefur verið að fiska „í siglingu”. Hélt skipið utan í gær með um 85 tonn, þar af 50 tonn þorskur. Er gert ráð fyrir að selja afl- ann í Esbjerg í Danmörku, en á sama stað á að setja í skip- ið flotvörpubúnað. Það hefur verið tregt hjá tog- urunum almevmt, enda óveðra- hamur geysað á miðunum og mikið um frátafir, Netaveiðin: Þrír bátar eru byrj aðir á netum, Þórunn Sveins- dóttir, Andvari og Ölduljón. En einhverjir fleiri eru að spá í netin, svo að fullvíst má telja að einhverjir aðrir komi inn í myndina næstu daga. Afli hef- ur verið tregur, líklega best hjá Þórunni Sveinsdóttur, var báturinn hér í höfninni á mið- vikudaginn með um 10 tovm eft- ir tvær lagnir. SQdarsöltun: Söltunin tók góð- an kipp um seinustu helgi og nú er búið að salta * heldur fleiri tunnur en í fyrra. Er heildarsöltuniva orðin 23.200 tunnur og skiptist á söltunar. stöðvarnar sem hér segir: Hraðfrystistöðin 6800 tunnur Fiskiðjan 6400 tunnur Vinnslustöðivi 6200 tunnur ísfélagið 3800 tunnur Nokkrir nótabátar eiga eftir að fiska „upp í” sinn kvóta, svo að von er til um að eitt- hvað eigi eftir að salta, en varla verður það mikið. SQdveiðin: VeiðQeyfi nótabát- anna til síldveiða voru fram- lengd um vikutíma eða til 27. þ.m. Fjórip Eyjabátar eiga eftir að „klára sinn kvóta”, Bylgja, Stígandi, Sæfari og Stígandi II. Avmars hefur veður komið í veg fyrr að hægt væri að halda sig að sQdveiðunum, þó kom Glófaxi með um 30 tonn í fyrra dag og hafði þá fiskað það sem leyfilegt var og Sæfari var einnig í vikunni með liðlega 60 tonn, en hann á eftir 40 tonvi af sínum skammti. Aflabrögð: Það er lítið að frétta af aflabrögðum, enda er það jafnan svo á haustin, tíðinda- lítið og dauft. TroUið er alveg dautt, enda ekkert veður. Sama er um spærliviginn, veðrið er þar einnig til trafala. Þrír bátar lönduðu í vikunni, Bergur 77 tonn, Ófeigur 51 og Draupnir 20 tonn. Af spærlingsbátunum er Bergur með mestan afla. um fiski síðan í endaðan ágúst. búin að fá 974 t. og 85 t. af öðr- ÍJtvegsbændafélagið: f fyrradag var Útvegsbændafélagið með aðalfund. Fjölmenni var á fund- inum. Hrafnkell Eiríksson, fiski fræðingur, var gestur fundarins og flutti hann mövmum mjög gott erindi um humar, l.fsvenj- ur hans, stofnstærð og hvers við megum og getum vænst í framtíðinni varðandi veiðar á þessu dýri. f stjórn Útvegs- bændafélagsins voru kosviir: Björn Guðmundsson, Ingólfur Matthíasson, Magnús Kristins. son, Óskar Matthíasson og Hilmar Rósmundsson. — Bj. Guðm. Stefnuskrá Alþýðuflokksins í Brautinni 16. nóv. s.l. er birt stefnuskrá Alþýðuflokks- ins. Er þar að finna all göfug- an hugsunarhátt. Gaman er að bera samavi hvernig krataflokk- urinn hér fer eftir stefnuskrá sinni. Þar stendur: Jafnaðar- stefnan berst fyrir frelsi, jafn. rétti og bræðralagi, gegn einræði kúgun, auðvaldi og kommúvi- isma. Svo mörg eru þau orð. Hér berjast kratar fyrir því að sama einræði ríki og áður. Ein ræði Mm, G.H.T. og P.Z. hefur aldrei verið jafn augljóst og nú. Bæjarstjórnarsamþykktir hunsaðar hvað eftir annað. P.Z. beitir bæjarráði og bæjarstjórn fyrir sig sem grýlu ef á þarf að halda, en hunsar að öðru leyti. Mm. styður hanvv dyggi- Iega. Alþýðuflokkurinn vill gera þjóðfélagið allt í senn, siðaðra, réttlátara og betra. Við sjáum réttlætið og siðgæðið í síðustu Braut, þar sem Mm viðurkenn. ir að hafa sagt við Arnar Sig- urmundsson að hann gæti kom- ið einum bæjarfulltrúa Sjálf. stæðisflokksivis í tukthús, en það hafi bara verie í vitlausu samhengi. Hann segir: Það al- varlegasta við þetta mál er kannski það, hvar við erum eiginlega á vegi stödd, ef svo er komið að jafnvel persónuleg einkasamtöl manna, sem fram fara í meiri eða minni trúviaði, eru gerð að blaðaefni (Aðgát skal höfð í nærveru sálar. -Til. vitnun mín.) og þau viljandi eða óviljandi rangtúlkuð eða tekin úr réttu samhengi. Einkemilegt er það í meira lagi, ef hótun sem slík, geti túlkast sem trúnaðarmál. Fyrr má nú vera trúnaðurinn og það við kjörinn endurskoðanda og pólitískan andstæði'ig. En tilgangurinn helgar meðal ið. Það sást gjörla þegar þeir vildu fyrir engan mun sleppa FULLTRÚARÁÐSFUNDUR Fulltrúaráð Sjálfstæðis- félaganna í Vestm.eyjum heldur fund í Samkomuhús ínu n.k. sunnudag 20. nóv. kl. 4 e.h. Á dagskrá fundarins eru tillögur um reglur varðandi væntanlegt prófkjör innan Sjálfstæðisflokksins hér um skipan manna á framboðs- lista flokksins við komandi Alþingiskosningar. Meðlim ir fúlltrúaráðsins eru hvatt ir tvl þess að mæta vel og réttstundis. völdum á bæjarskrifstofunum og gerðu atlögu að Sigfinni, þá var ekki talað um einkasam- töl og trúnað. Vaðið ofan í skúffur og veifað ljósritum um allan bæ. í stefnuskránni stendur: Al. þýðuflokkurinn berst því gegn spillingu og seinagangi innavi stjórnkerfisins sem á öðrum sviðum þjóðlífsins. Alþýðuflokk urinn er andsnúinn braski fé- sýslumanna. Hvernig er hér komið. Bæði spilling og óþolandi seinagang- ur í stjórnkerfi bæjari'ns með óþolandi bittlingabrölti krata. Hvað er átt við með braski fé. sýslumanna? Eru íbúðarkaup Framhald á 3. síðu. tónskotið Love you live/ The Rolling Stones Enn ein skífa í safnið frá The Rolling Stones. Er hún tekin upp í Live ((Hljómleikum). Spannar hún yfir ansi breitt svið hjá þeim í bandinu, allt frá Little red rooster, Round and Round og til dagsins í dag. Það allra nýjasta. Virðist Ron 'Wood vera orðinn fastur í bandinu. ★ Blessað stríðið sem gerði syni mína ríka/Gísli Rúnar Jónsson. Þrælgóð skífa. Það er alveg stórkostlegt hvað einn maður getur. Og albúmið. Heill skóli útaf fyrir sig. Skífa þessi fjaU- ar um stríðið hér á •norðurhjara. Breskir og Amerískir hemenn út um allt. Ef þú skilur þetta ekki þá vaf heimstyrjöld 1940 tQ 1945. ★ SMÁPUNKTAR Hljómsveitin Lynyrd Skynyrd lenti í flugslysi og fórust 3 af höfuðpaurunum. Alltaf fækkar í Genesis. Steve Hackett er hættur vegna lang- varandi leiðinda í bandinu. Punk-Rock er að gera allt vit- laust í Englandi — Hvað er það? Kútur. Verslið ódýrt í Kaupfélaginu í FYRRA FENGU VIÐSKIPTAVINIR OKKAR 17,6 MILLJ. KRÓNA VÖRUMARKAÐSAFSLÁTT.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.