Fylkir


Fylkir - 22.11.1977, Blaðsíða 3

Fylkir - 22.11.1977, Blaðsíða 3
FYLKIR Framhald af 4. síðu STEFNUSKRÁ. . . . G.H.T. ekki brask fésýslu- manna? Alþýðuflokkurinn vill stuðla að styrkri landstjórn, sem taki málefni þjóðarinnar föstum tök um og láti hvergi bugast af of- ríki ófyrirlitinna sérhagsmuna. hópa. Er það ekki einmitt það sem kratarnir hafa verið hér á undanförnum árum, ófyrir- leitinn sérhagsmunahópur, sem leikið hefur sér að því að vera tvöfaldur í roðinu. Hvað mundi Vilmundur Gylfason segja um krataflokkinn hér er hann væri öllum hnútum kunnugur? Tæk- ist honum að uppræta siðspill. ingu, brask og bitlingastarf kratanna? Kannski er birting stefnu- skrár Alþýðuflokksins bending um hugarfarsbreytingu hjá Mm og Co. Betur að svo væri. — S.A. LANDAKIRKJA Messufall vegna viðgerða á kirkjunni. Sóknarprestur Til umhugsunar Þær umbætur, sem orðið hafa á gatna. kerfinu að undanförnu, eru til mikilla bóta og bæjarprýðis. Við höfum dregist svo aft- ur úr í vegaframkvæmdum að gott er til þess að vita, að nú verði blaðinu snúið við. Eftir því sem götur verða greiðfærari má búast við aukinni slysahættu og hörmulegt er til þess að vita, að á þessu ári eru orðin fleiri dauðaslys í umferðinni á landinu, e.i nokkru sinni fyrr. Aukin aðgæsla og árvekni er brýn nauð- syn og ekki má láta undir höfuð leggjast að gera þær ráðstafanir, sem verða mættu til þess að bægja hættu frá. Víða hefur verið komið fyrir gangbrautum í nálægð barnaskólans og er það vel. Auk- in umferðafræðsla barna er sjálfsögð, en við sem eldri erum og berum ábyrgð á stjórn farartækja verðum að sýna fyrirmynd og gætni. Það hefur oft hvarflað að mér niður á Básaskersbryggju, hvort ekki væri tilvalið að gera einstefnuakstur kring um húsin, sem þar standa, til að gera umferðina :• sambandi við Herjólf greiðfærari og hættu- minni. Sömuleiðis mætti benda á nauðsyn þess að fá betra merki in i á Hlíðarvegi við Strandveg, svo nokkuð sé nefnt. Lögreglan er mjög hjálpleg og sanngjörn að greiða úr þegar til hennar er leitað, en það myadi auðvelda störf hennar, ef um. ferðamerkingar væru betri en nú er. Þegar farið er að skrifa um slysavarnir er ekki hægt annað en láta hugann reika til hins mikla öryggis, er við búum við, þar sem er okkar fullkomna sjúkrahús, með þeim ágætu starfskröftum, sem þangað hafa valist. Það er ómælt og verður ekki í tölum talið, hve bæjarbúar eiga þessu ágæta fólki upp að unna, þótt stofnunin í núverandi mync- sé ung að árum og ennþá í mótun. Aðgerð- ir allar og meðhöndlun, er eins og best verð ur á kosið og þolir allan samanburð við það sem til þekkist hérlendis. Slysin gera ekki boð á undan sér og er því aldrei nógsam. lega þakkað fyrir, hve mörgu er hægt að bjarga við, eins og reynslan hefur sýnt. Hinar fyrirbyggjandi ráðstafanir sem unn- ar eru á Heilsugæslustöðinni eru einnig mik- ilsverðar og eiga eftir að bæta mjög heil- brigði og velsæld bæjarbúa eins og þegar hefur komið áþreifanlega í ljós. Koma sérfræðinganna hingað á nokkra mánaða fresti er bæjarbúum mikið öryggi, að ekki sé talað um þann sparnað á tíma og fjármunum fyrir okkur að geta fengið þess- ar rannsóknir og aðhlynningu í heimabyggð. Hér skal látið staðar numið að sinni, en hægt er að fullyrða að bæjarbúar kunna vel að meta þessi störf, sem hér hafa laus. lega verið gerð að umtalsefni og vænta þess heils hugar að þau verði áframhaldaidi svo gæfu- og heillarík, sem hingað til. — Jóh. Friðf. Hvernig hægt er að ná % betri hljóm orlofon accuracy in sound Um allan heim eru hljómtækjasalar, plötuútgefendur og músik unnendur sammála um að ORTOFON tónhöfuð sé það albesta sem hægt er að setja í nokkurn plötuspilara, og þar sem að það er tónhöfuð sem ákveður gæði hljómsins sem þú færð af plötunni er það ekki svo lítið. VMS 20 E Mk II er gott dæmi um þau gæði sem ORTOFON tónhöfuð standa fyrir. Óviðjafnanleg hljómgæði og undraverð nákvæmni, lítið nálar- og plötuslit og frábær ending eru aðalkostir VMS 20 E Mk II tónhöfuðs. Því eru nánast engin takmörk sett hvað jafnódýrt tónhöfuð og VMS 20 E Mk II gert fyrir þín hljómtæki og borgar sig fljótt með lengri endingu á dýrmætu plötusafni. Það er heldur ekki bara tilviijun að framleiðendur plötuspilara láta ORTOFON tónhöfuð fylgja sínum bestu plötuspilurum. Hlustaðu á VMS 20 tónhöfuð frá ORTOFON, það borgar sig. Jafnvel ORTOFON tónhöfuð kostar enga fúlgu. Ortofon mun bæta gæði plötuspilara þíns fyrir lítið verð. Margir Hi-Fi sérfræðingar út um allan heim halda því fram, að ORTOFON tónhöfuð sé það besta sem þú getir sett í plötuspilara. ORTOFON hefur um árabil framleitt professional tapki fyrir plötuiðnaðinn, og eftir öllum kröfum sem þeir hafa þarfnast. Hin mikla tæknilega reynsla sem ORTOFON hefur náð hefur verið beytt í hinum frábæru tónhöfða framleiðslu. Hið nýja FF 15 E Mk II er með sömu (breytileg segul-tengi) tækni og notuð er í miklu dýrari og þekktum ORTOFON tónhöfðum, sem fram- leiðendur margra bestu plötuspilara heims, hljóð sérfræðingar og áhuga- menn nota út um allan heim. FF 15 E Mk II er mögulegt að fá með bæði kúptri og sporöskjulagaðri nál. Passar í alla plötuspilara. Með ORTOFON ert þú öruggur um mikil gæði fyrir hóflegt verð. Heimsækið næsta ORTOFON umboðsmann og hlustið á FF 15 E Mk II. sú ferð borgar sig.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.