Fylkir


Fylkir - 03.12.1977, Blaðsíða 1

Fylkir - 03.12.1977, Blaðsíða 1
PROFKJOR Enn um nýju flugstöðína Síðara atriði Þá er komið að síðara atriði þessa andsvars, sem er: Um skrif tveggja flugstjóra F. í. (sbr. Fylki 22. nóv.), um stað- setningu flugstöðvar í Djúpa- dal, með byggingu nýrrar flug brautar í huga. Á fundi með bæjarráði. Þann 23. september 1975 bauð bæjarstjórinn í Vestman.iaeyj- um, Sigfinnur Sigurðsson, hing- að fulltrúum frá Flugmála- stjórn og Flugfélagi fslands til skrafs og ráðagerðar, ásamt bæjarráði, um flugsamgöngu- mál Vestmannaeyinga. Einn fulltrúa F. f. á fundi þessum var annar bréfritar- anna, Ingimar Sve'inbjörnsson, flugstjóri, en hann er nú ein- hver rey'.idasti flugstjóri F. í. í innanlandsfluginu. Parna kom fram áhugi flugmanna F. í fyrir „breytingu á A—V flug- brautinni", ef breytingu á þeirri braut skyldi kalla, en ekki byggingu nýrrar brautar. Áhugamál flugmanna. Vesturendi A—V flugbrautar haldist óbreyttur þar sem hann er nú, en stefnu brautarinnar verði breytt til austurs, þannig að norðurkantur hennar verði ca. 100 metrum norðar e'.i nú er, þegar komið væri austur á móts við Dljúpadal. Þetta þýð- ir að norðurkantur hinnar nýju brautar mundi skera hábrún hæðarinnar norðan við flugskýli Bjaina Jónassonar, þar sem hto er syðst að sjá frá gamla flugturninum. Þannig skyldi á- fram halda í austur, og helst austur á Hauga. Þá væri þarna komin betri braut, bæði til flug- taks og lendinga, en gamla brautin, og einkum til vesturs, þar sem hún yrði fjær Sæfjall- inu. Allt má þetta satt vera, sem flugmennimir segja, enda eng- inn þeim færari að dæma um þessi efni, — út frá þeim sjón- armiðum sem þeir gera. Ef til stæði að byggja nýja braut eftir framangreindum óskum, þá verður að . viður- kenna að flugstöðin nýja yrði óþægileg hindrun. En lítum á fleira. Breidd N—S flugbrautar að viðbættum öryggissvæðum er 90 m, þ. e. 45 m út frá miðlínu; 22,5 m frá kanti, og er það tal- ið of lítið. Flugskýli Bjarna Jónassonar er ca. 50 m frá kanti, þ. e. 80 m frá miðlínu A—V brautar. Pað þykir hindrun vegna hæðar sinnar og sama er um skúrana þar austuraf. Flugstöðin nýja er ca. 150 m frá '.aorðurkanti A—V brautar, þ. e. ca. 50 m frá norðurkanti hinnar nýju brautar. Löglegt hindrunarlaust öryggissvæði fram með norðurkantinum mundi aá alveg að flugstöðinni og kannski vel það. Þá er vert að athuga annað. Pegar flug- stöðin nýja er orðin hindrun af því tagi, sem hér um ræðir, þá er Djúpidaiur ekki lengur til. Til að hægt sé að byggja þessa óskabraut og nota hana, þarf að fjarlægja hæðirnar sitt hvoru megin Djúpadals etas og þær leggja sig. Og nýi flugturn- inn yrði hæðar sinnar vegna ekki síður hindrun í vegi þess- arar brautar, þó hefur enginn Framhald á 2. siðu. landsfcjördæmi, alþíugism., við ngis næsta vor, íer fram laugardaginn 10. innudaginn 11. desember n. k. " ndur hefst kl. 13 á laugardag (10. ,)og slendur til kl. 21, og sunnudag kl. 11 (ll.cles.) og lýkur kl. 20. Kjörfundarstaður verður í Samkomuluísinii (en ekki í fundarsalnum að Miðstræti 11 eins og auglýst var í Morgunblaðinuj. Utan kjörfundar atkvæðagreiðsla fer fram á skrifsfolu Sjálfstæðisfélaganna, Eyverjasaln- nnr Samkomuhúsinu, dagana: miðvikudag. fimmtudag og föstudag, 7. til 9. desember kl. il 19 daglcga og í Reykjavík á skrifstofu Ifstæðisflokksins, Valliöll. Háaleilisbraut 1, immtudaginn 8. og föstudaginn 9. ciesember, á ki. 1411119 hvorn dag. Framboðslisti og annað viókomandi próf jörinu verður birt strax að framboósfresti )knum. Fyrir liönd kjörstjómar. PÁLL SCHEVING. Magnús brást illa við! Á síðasta bæjarstjórnarfundi bað Jóhann Friðfinnsson — Magnús H. Magnússon í fullri vinsemd að biðja kjöi'na bæjar- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins af- sökunar á þeim alvarlegú að- dróttunum, sém hann hefur orð Allir í verkfall Gamanleikur eftir Duncan Greenwood. Leikstj.: Sigurgeir Scheving. SI. sunnudag frumsýndi Leik- félag Vestmannaeyja ofannefnt leikrit. Leikarar eru níu. Með aðalhlutverkin fara þau Ásta Bjartmars og Sveinn Tóm- asson. Eru þau bæði vön á sviði hér og gerðu hlutverkum sínum, en þau voru hjón, ágæt skil. Framsön þeirra var skýr og hressileg og mikil hreyfing í leik þeirra. Inga Jóhannsdóttir lék dóttur þeirra og Ólafur H. Matthíasso'n unnusta hennar. Ekki voru þau hlutverk eins skemmtileg frá höfundarins hendi, en bæði komust þau vel frá þeim. Konu með vafasama fortíð lék Kristín Baldvinsdóttir. Hún er alltaf skemmtileg. Dóttur hennar lék Baldvina Sverrisdótt ir. Hún er alger byrjandi, gerði þessu litla hlutverki góð skil. Best gerða hlutverkið frá höf- undari'ns hendi er Benjamin Tappworth, ríkisstarfsmaður. Lék Guðmundur Páll þenn- an mömmualda piparsvein með ágætum og hefur Leikfélaginu þarna bæst góður leikari. Var óspart hlegið, er hann birtist á sviðinu, sérstaklega eftir að hann hafði fengið sér heldur of mikið neðan í því. Héldu þau hjónin og hann uppi mikilli kát- ínu, en Sveinn var mestallan tímann á sviðinu. Leikstjórn var ágæt, skipting- ar hraðar og engar þær va'-id- ræðaþagnir, sem oft verða á frumsýningu áhugafólks, fyrst og fremst vegna þess, að leik arar kunna ekki nógu vel hlut- verk sín og eru taugaóstyrkir. Er gleðilegt, að þessa varð ekki vart núna, og ber að þakka það góðri æfingu og leikstjórn. Er, fólk hvatí til að meta þetta framtak og s'tytta skamm- degið með góðum hlátri. Ekki var gott að skilja hvaða hlutverkum þær Yvonne og Est- ella áttu að geg'na, þó alltaf sé gaman að sjá ungar og fallegar stúlkur stuttklæddar. Gestur. ið uppvís að, — samanber Brautina og Dagskrá. Magnús brást tfla við þessum tilmælum, sem hann sagðist ekki hafa sagt, en bætti því við, að sér hafði verið hótað miklu verri hlutum, þegar þessi orða- skipti áttu sér stað. f fyrsta lagi er M. H. M. orð- inn margsaga í þessu máli eins og oft áður. Viljum við sem kjörnir bæjarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins krefjast þess að M. H. M. svari eftirfarandi: 1. Hver hótaði honum og hverju? 2. Við hvað á M. H. M. þeg- ar hann talar um gylliboð sér til handa? Þar sem við höfum aldrei heyrt orð um það, að M. H. M. hafi verið boðið eitt eða neitt af Sjálfstæðisflokknum, þá ber honum skylda til að upplýsa þessi tvö atriði. Undirrituð létu bóka eftirfar- andi vegna þessa alvarlega máls. „Við kjörnir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsum von- brigðum okkar með það, að Magnús H. Magnússon skuli ekki þrátt fyrir tilmæli okkar, sýna þann drengskap nú, að biðja okkur afsökunar á mjðg alvarlegum aðdróttunum að okkur, sem á hann hefur sann- ast í blöðum bæjarins, Braut- inni og Dagskrá að undanförmi. Sigurbjörg Axelsdóttir, Jóhann Friðfinnsson, Sigurður Jónsson."

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.