Fylkir


Fylkir - 08.07.1978, Blaðsíða 2

Fylkir - 08.07.1978, Blaðsíða 2
hYLKIR RITNEFND: Sigurður Jónsson (áb) Magnús Jónasson Steingrímur Arnar Afgr. og augl.: Páll Scheving Símar: 1344 Og 1129 Útgefandi: Sjálfstæðisfélögin í Vestmannaeyjum Filmusetning og offsctprentun: Eyrún hf., Vm. Af afstöðnum kosningum Eins og að var stefnt af hinum svokölluðu vinstri mönnum snerust umræður og átök nýliðinna Alþingiskosninga einkum um kjara- og efnahagsmál. Efst í huga hvers einasta kjósanda var æðandi óðaverðbólga og hinar eyðileggjandi afleiðingar hennar fyrir Ijárlmg ein- staklingsins, heimilanna, fyrirtækja og þjóðarbús, og óánægja hans og vonbrigði með seinlæti og hik ríkisstjórnarinnar við að ráða niðuriögum ógn valdsins. Sjálfstæðismenn verða þó ekki sakaðir um að hafa ekki haft skilning á þessari sívaxandi ógn og vilja til að leggja til atlögu við hana, en stefna þeirra og vilji hlaut ekki þann skilning og atfylgi annarra afla í samfélaginu, sem nauðsynlegur var svo að árangur næðist. Strax eftir sólstöðusamningana á sl. ári vöruðu margir af for- ystumönnum Sjálfstæðismanna við óhjákvæmilegum og nei- kvæðum afleiðingum þeirra og má sérstaklega minna á, að frystihúsamenn á Suðvesturlandi vöktu athygli alþjóðar á vaxandi og illviðráðanlegum rekstrarvanda fyrirtækja sinna og allrar útflutningsframleiðslu landsmanna. Bentu þeir á, að eitt meginskilyrði áframhaldandi reksturs framleiðslufyrirtækjanna væri bein átök við og hjöðnun verðbólgunnar og stöðvun víxl- hækkana verðlags og kaupgjalds. Þessi aðvörunarorð létu menn sem vind um eyru þjóta og áfram var haldiö í taumlausu og óbilgjörnu kappi foringja í milli að kynda undir verðbólgubálinu með skammsýnum samningum við opinbera starfsmenn, sem gengu enn lengra á flestum sviðum en sólstöðusamningarnir. Litlu síðar varð þó ríkisstjórnin að láta til skara skríða og gerði ráðstafanir í efnahagsmálum, sem ætlað var að hæga á verð- bólguskrúfunni, tryggja atvinnurekstrinum skaplegri rekstr- argrundvöll, en e.t.v. má segja, að ráðstafanir þessar hafi bæði gengið of skammt og komið of seint og að mistekist hafi að vekja skilning almrnnings á orsök og afleiðingum, því sem á undan var gengið og því sem á eftir átti að fylgja. Þessi viðleitni til átaka við verðbólguna var mætt af hálfu forystu launþegasamtakanna, Alþýðubandalags og Alþýðuflokks af vítaverðu ábyrgðarleysi og óbilgirni. í krafti fjöldasamtaka og afls fjármagns gripu þessir aðilar til pólitískra aðgerða með því markmiði að brjóta á bak aftur óhjákvæmilegar byrjunaraðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn verð- bólgunni og til að brjóta niður lög og vilja Alþingis og skapa glundroða í landinu. Almenningur var brýndur til þátttöku í þessum ólögmætu aðgerðum með slagorðinu, „Samningana í gildi”. Sjálfstæðismenn mættu þessum ábyrgðarlausu forystuöfum með heiðarleika og einurð og skýrðu satt og rétt frá ástandi og framtíðarhorfum í efnahagsmálum þjóðarinnar og hve langt yrði gengið í kröfugerð svo raunhæfur árangur yrði af fyrir launþega. Enn var talað fyrir daufum eyrum og blind augu máttu ekki sjá. Alþýðubandalagi og Alþýðuflokki tókst með moldviðri blekkinga og óraunhæfra yfirboða að slá ryki í augu fólks og vinna „kosningasigur”. Nú að afstöðnum kosnungum standa þessir tveir aðilar, sem kjósendur vottuðu traust sitt og atfylgi með atkvæði sínu og gerðu raunar kröfur um, að tækju stjómvöl þjóðarskútunnar í sínar hendur, berskjaldaðir frammi fyrir þeim ógnvekjandi vanda, sem þeir fyrir fáum vikum vildu ekki heyra eða sjá og töldu fólki trú um að ekki væri til ef nokkur, þá auðleystur. Nú em patentlausninar víðsfjarri og úrræðaleysi þessara aðila sýnist algjört og kjarkur þeirra þrotinn til að takast á við vandann, sem sjá má á því, að bæði Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag biðla ýmist til Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins um myndun nýrrar ríkisstjórnar, svo að ábyrgð nauðsynlegra ráðstafanna í efnahagsmálum verði öxluð. Það skyldi þó aldrei vera, að „sigurvegarar” þessara síðustu kosninga séu nú þegar orðnir hinir sigmðu í átökunum við þann efnahagsvanda þjóðarinnar, sem þeir áður vildu hvorki sjá né heyra. Við íslendingar, allir sem einn, og ekki síst við, sem erfiðum við framleiðslustörfin, gerum þær kröfur til forystumanna okkar, að þeir taki af ábyrgð og festu á brýnustu og erfiðustu vandamál þjóðarinnar og leysi þau á þann hátt, að þeim grundvallar- mannréttindum hvers einstaklings, atvinnuöryggi og eignarétti verði ekki teflt í tvísýnu. Það er tími til kominn, að fólkið í landinu geri þær sjálfsögðu kröfur, að lífshagsmunum þess sé ekki fórnað í valdatafli fárra valdagráðugra einstaklinga, hvort sem þeir eru innan stjóm- málaflokka eða hagsmunasamtaka. Þökkum innilega alla vináttu og samúð okkur sýnda, við fráfall og jarðarför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, tengdasonar og afa HARÐAR SIGURGEIRSSONAR Ijósmyndara Guðrún Loftsdóttir ogfjölskylda. VANTAR HÚSTJALD. Halli Tóta, sími 2081 UPPÁGRÍN !!! Bitafiskur Popp-corn Hrís BÍLASTÖÐIN v/Heiðarveg ÞAÐ SEM ENDIST ER ÞOL TÓNALITIR og HRAUN Gisli & Ragnar »/t MALNINGAVÖRUBÚÐ SIMI 2500 — VESTMANNAEYJUM

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.