Fylkir


Fylkir - 01.12.1979, Blaðsíða 1

Fylkir - 01.12.1979, Blaðsíða 1
Frelsi til framfara. Nýtt tímabil X - D Stöndum saman xD 18. tölublað Vestmannaeyjum 1. desember 1979 31. árgangur Um hvað verður kosið? Sigríður Björnsdóttir Þegar kjósendur ganga að kjörborðinu næstkomandi sunnudag, verða vafalaust margir sem velta þeirri spurn- ingu fyrir sér, hvaða flokk á ég að kjósa. Og er það ekki nema von að fólk sé á báðum áttum, eftir allar þær umræður, loforð, og fögur fyrirheit sem gefin eru. Svona gekk það líka fyrir síð- ustu kosningar, þá voru gefin mörg og stór loforð eins og „samningana í gildi”. Hver man ekki það loforð. Halda menn virkilega að það sé hægt að segja fólki eitt í dag og annað á morgun, og fólkið sé búið að gleyma öllu sem lofað var? Nei, fólkið í þessu landi er ekki búið að gleyma þeim loforðum og fyrirheitum sem þá voru gefin. Margir trúðu því, þegar vinstri stjórnin var skipuð, að takast mætti að vinna bug á þeirri óðaverðbólgu sem ríkir hér og bæta hag þeirra lægstlaunuðu, það tókst hvorugt. Við vitum öll hvernig því samstarfi lauk. Hver höndin upp á móti annarri samstarfs- flokkarnir keppast um að hvít- þvo sjálfa sig og skella skuld- inni hver á annan. Þeir sögðu okkur að þeir gætu leyst vand- ann ef þeir kæmust til valda. Og hvernig leystu þeir þennan vanda? Jú, verðbólgan æðir áfram með meiri hraða en nokkru sinni fyrr. Húsmæður finna fyrir þeirri dýrtíð sem hér geisar. Það þarf sífellt fleiri og fleiri krónur til að kaupa brýnustu lífsnauðsynjar, og þegar heim er komið úr verslunarferðinni þá veit maður varla í hvað peningarnir hafa farið. Þannig hefur þetta nú gengið til og aldrei af þvílíkum krafti og á því herrans ári sem nú er að líða. Og við skulum öll hafa það Framhald á 3. síðu Vafalaust verða úrslitin í Alþingiskosningunum hvergi jafntvísýn og hér í Suðurlands- kjördæmi. Þó liggur nokkuð ljóst fyrir að 4 menn eru örugg- ur um kosningu! Magnús var með 512 um- framatkvæði síðast, og nægði reyndar í uppbótarmann. Þótt eitthvað reytist af honum má hann heita öruggur um endur- kjör. Sömu sögu er um Garðar að segja, hann var með 748 umframatkvæði í fyrra. Efstu menn B- og D-lista er sömu- leiðis í öruggum sætum, þeir Þórarinn Sigurjónsson (hann er bústjóri í Laugardælum) og Steinþór Gestsson. Jón Helgason, annar maður á B-lista, var 6. þm. kjördæmis- ins og því eðlilega í töluverðri fallhættu. Eggert Haukdal treystir á meginhluta fylgis Sjálfstæðisflokksins í Rangár- valla- og V-Skaftafellssýslu, samtalsum 1100 atkvæði, oger ekki ólíklegt að hann muni kroppa töluvert í fylgi óháðra kjósenda úr síðustu kosning- um, og víðar að, um 200-300 Magnús var nieð 512 unifraniatkvæöi síðast óvissa um úrslit atkv. til viðbótar og verði með 1300-1400 atkv., eins og kosn- ingaspár reyndar benda til. B- og D-listar þurfa að ná tvöföldu fylgi á við Haukdal til þess að koma sínum mönnum í 2. sæti að. Framsóknarflokkur- inn var með 2.462 atkv. síðast og þarf því að auka fylgi sitt um 3-400 atkvæði til að koma Jóni Seglbúð að, en það er einmitt sú fylgisaukning sem Framsókn er spáð. Að frádregnum þeim sjálf- stæðismönnum, sem ætla að kjósa Haukdal, má áætla að 2.100 hafi kosið Sjálfstæðis- flokkinn 1978, en við það bæt- ist um fjórðungs-aukning, ef spár reynast réttar, og sennilegt að atkvæði D-listans verði lið- lega 2.600,- og 2. maður, Guðmundur Karlsson með góðlega 1.300 atkvæði. Allt bendir til að mjótt verði á mununum milli þeirra Guð- mundar, Eggerts og Jóns, og örfá atkvæði skeri úr um það hverjir tveir af þessum þre- menningum hljóta kosningu. H.B. Garðar var með 748 umframatkvæöi síðast

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.