Fylkir


Fylkir - 01.12.1979, Blaðsíða 4

Fylkir - 01.12.1979, Blaðsíða 4
Ljósnu: Sigurg. Jónasson ÚR VERINU Á fundi bæjarstjórnar sem haldinn var 25. október sl. var samþykkt tillaga frá bæjarfull- trúum Sjálfstæðisflokksins, og þar sem tillagan snertir mjög sjávarútveg í Eyjum skal hún kynnt nánar, en hún er svo- hljóðandi: „Bæjarstjórn Vestmanna- eyja samþykkir að kjósa 3ja manna nefnd sem hafi það hlutverk að kanna orsakir þeirrar óheillaþróunar sem fækkun bátaflotans og sam- dráttur í útgerð hefur í för með sér fyrir byggðarlagið. Nefndin skal boða til við- ræðna fulltrúa útvegsbænda, sjómanna, fiskvinnslufyrir- tækja og Útvegsbanka, svo og annarra samtaka sem hags- muna hafa að gæta í þessu þýð- ingarmikla máli”. Samdráttur í útgerð héðan frá Eyjum hefur verið mikið áhyggjuefni þeirra sem eitt- hvað fylgjast með atvinnumál- um, og hefur þetta mál oft bor- ið á góma á fundum útvegs- bænda, sjómanna og fiskverk- enda. Pá hefur bæjarstjóm fjall- að um málið áður, og var því þá vísað til Atvinnumálanefndar. Þegar ekkert lát var á fækkun báta héðan nú í haust fannst mörgum nóg komið, og komu þessi mál upp í hafnarstjórn í október sl., og var tillöguflutn- ingur Sjálfstæðismanna í fram- haldi af umræðum um málið þar. Nefndin sem gert var ráð fyrir að kosin yrði hóf störf í fyrrihluta þessa mánaðar, og hefur hún haldið nokkra fundi og komið á framfæri spurning- um til ýmissa aðila er málið varðar, og er leitast við í spurningunum að kanna fyrir- greiðslu, viöhaldskostnað, fjölda úthaldsdaga á ári og síðast en ekki síst hvað vaxta- kostnaður er hár miðað við aflaverðmæti báta héðan frá Eyjum. Auk þess kannar nefndin hvernig þessum málum er fyrirkomið í verstöðvum í nálægum byggðarlögum og samkvæmt landsmeðaltali. Tillagan sem samþykkt var í bæjarstjórn gerði ráð fyrir að nefndin skilaði áliti fyrir 30. nóvember, en að sögn eins nefndarmanna mun það drag- ast fram í miðjan desember. Nýsköpun bátaflotans. Töluverður hluti bátaflotans hér í Eyjum er kominn til ára sinna sem kunnugt er, og hefur oft í umræðum verið rætt um hvaða stefna skuli tekin í endurnýjun flotans. Minnkandi afli, hávaxtapólitík, hátt olíu- verð og stefna stjórnvalda gagnvart nýsmíði, öll þessi atriði eiga sinn þátt í því að eðlileg endurnýjun hefur ekki átt sér stað hjá Eyjaflotanum. En hvaða bátastærðir munu reynast heppilegar við nýsköp- un bátaflotans? Augu útgerðarmanna hafa mjög beinst að yfirbyggðum bátum með skutrennu að svip- aðri stærð og m.b. Sigurbára sem kom hingað til Eyja á sl. ári. En báturinn hefur reynst BJÖRG VE 5.65 brúttótonn. 425 hestafla Catterpillar aðalvél frá 1972. Báturinn smíðaður í Svíþjóð 1943. Eigandi og skipstjóri: Gísli Valur Einarsson. DRAUPNIR VE 550. 73 brúttótonn að stærð. Smíðaður í Danmörku 1958. 400 hestafla Alpha aðalvél frá 1968. Báturinn var endurbyggður árið 1972, en þá var búið að lengja hann nokkru áður. Keyptur til Eyja 1975. Eigendur: Einar, IVIár og Guðmundur Pálssynir, og er Einar Pálsson skipstjóri. FYLKIR mjög vel í alla staði, og aflað með ágætum. Hefur báturinn verið á trolli, netum og síðast á síldveiðum. Stefna stjórnvalda heimilar ekki innflutning á fiskiskipum, og hjá íslenskum skipasmíðastöðvum liggja fyrir vérkefni 1-2 ár fram í tímann. Hefur þetta í för með sér, að hyggi útgerðamenn á nýsmíði, og fái til þess aðstoð fjárfesting- arlána og fl. þurfa þeir að bíða 1-2 ár með að komast að í íslenskum skipasmíðastöðvum. Endurnýjun bátaflotans í Eyjum er mál sem dregist hefur alltof lengi, og verður því að gera stórátak í þeim efnum á næstu mánuðum og árum. Á fundi í Samkomuhúsinu í síðustu viku skýrði Guðmund- ur Karlsson frá því að Pólverjar hefðu boðist til þess að smíða fyrir íslendinga 26m löng fiski- skip sem eru að stærð og eigin- leikum mjög svipuð Sigurbáru. Gert er ráð fyrir að kaupendur velji allar vélar og tæki í bát- ana. Pólverjar eru mikil skipa- smíðaþjóð og hafa þeir selt samskonar báta til Frakklands og þeir eru nú að bjóða hingað. Afgreiðslufrestur er mjög stutt- ur hjá Pólverjum, og eru þeir reiðubúnir að gera breytingar á teikningum svo að þær henti íslenskum aðstæðum. Fulltrúar frá Centromor, sem er söluaðili fyrir pólsku Blanki aðstoðar- ráðherrann Það hefur löngum verið haft á orði, að fyrrum bæj- arlögmaður og núverandi aðstoðarmaður Magnúsar H Magnússonar, Georg H. Tryggvason, passaði vel sitt. Enn einu sinni hefur þetta sannast, og þótti nú mörg- um ærið nóg fyrir. Áður en hann lét af störf- um hér, afrekaði hann það að láta tvígreiða sér stjórn- arlaun í BAV, hefur senni- lega talið sig búa við það kröpp kjör hjá bæjarsjóði. Þegar þetta uppgötvaðist var hann krafinn endur- greiðslu á þessari upphæð. Sú endurgreiðsla hefur ekki komið enn, þrátt fyrir ítrek- anir. Hafa menn velt því fyrir sér hvort GHT sé svo illa haldinn í launum hjá Magnúsi, að hann hafi ekki ráð á að endurgreiða þessa upphæð? Eða ætli hann sé að bíða eftir að „krata- verðbólga” MHM geri þessa upphæð að engu? Eða ætli hann muni greiða drátt- arvexti af upphæðinni, eins og hann hafði svo gaman af að krefja bæjarbúa um á sínum tíma af þeirra skuld- um? Teikningin hér að ofan sýnir skuttogskipið sem Pólverjar seríu- smíða fyrir Frakka. Ef þessi bátastærð yrði fyrir valinu í nýsköpun flota Eyjamanna, tæki báturinn töluverðum breytingum, t.d. byggt yfir hann fyrir framan brú, og mannaíbúðir færðar þangað og við það stækkar lestarrými verulega. Stærð bátanna er um 115 tonn. Sex útgerðarmenn og skipstjórar héðan úr Eyjum voru á fundi í Reykjavík í fyrradag með fulltrúum pólskra skipasmíðastöðva og var tilgangur fundarins m.a. að kynna þessi skip fyrir útgerðar- mönnum og leita eftir tillögum frá þeim um breytingar svo þeir henti íslenskum aðstæðum betur. Þess má geta að Frakkar nota þessa báta á veiðum í Norðursjó. skipasmíðastöðvarnar, komu til R.víkur s.I. miðvikud. og var meiningin að kynna teikning- arnar fyrir útgerðarmönnum, og héðan fara Pólverjarnir í sömu erindum til Kanada. Pótt menn hefðu hug á nýsmíði eru mörg ljón á veginum, en ástand bátaflota okkar, bæði með tilliti til aldurs og fækk- unar á undanförnum mánuð- um, krefst þess að mönnum verði gert kleift að komast yfir ný skip, því allt atvinnulíf Eyj- anna byggist á blómlegri útgerð og fiskvinnslu. Arnar Sigurmundsson. í Aiþingiskosningunum verður kosninga- miðstöð Sjálfstæðisflokksins í Samkomuhúsinu. Kosningaskrifstofan í anddyri nýbyggingar, almennar upplýsingar og bílasími 1344. í stóra salnum verða kvikmyndasýningar, og verða sýndar m.a. Eyjamyndir o.fl. Kvikmvndasýningin hefst kl. 15.00 á sunnu- dag. Stuðningsfólk D-listans er hvatt til þess aö líta inn. Sigur Sjálfstæðisflokksins er sigur Eyjanna. D-listinn. Úr hinni nýju skrifstofu flokksins í Samkomuhúsinu. Lítið inn - Verið velkomin

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.