Fylkir - 01.12.1979, Blaðsíða 2
__FYLKIR
Ritstjóri og ábm.:
Magnús Jónasson
Afgr. og auglýsingar:
Páll Scheving
S 1344 og 1129
Upplag: 2700
Útgefandi: Sjálfstæöisfélögin í Vestmannaeyjum
Tölvusetning og offsetprentun: Prentsm. Eyrún hf., Vm
Frá innheimtu
bæjarsjóðs
Þeim gjaldendum útsvara og aðstöðugjalda
sem ekki eru í skilum við bæjarsjóð er bent á að
lögtök eru nú hafin til tryggingar greiðslu á
vangoldnum gjöldum. Dráttarvextir á vanskil eru
4,5% á mánuði.
Aðalfundur
Týs
Aðalfundur Týs verður haldinn í íþrótta-
miðstöðinni, fimmtudaginn 13. des. n.k. kl. 20.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Önnur mál
Stjórnin
Alþingiskosningar
2, og 3. desember 1979
Kjörfundur vegna alþingiskosninganna 2. og 3.
desember n.k., hefst kl. 09.00 árdegis sunnudag
2. desember og lýkur kl. 23.00 þann dag. Kjör-
fundur hefst kl. 09.00 árdegis, mánudaginn 3.
desember og lýkur kl. 23.00 þann dag, en vakin er
athygli á heimild kjörstjómar, skv. 5. gr. bráða-
birgðarlaga frá 22. október 1979 til að hafa
kjörfund í kjördeild aðeins fyrri daginn, hafi 80%
eða fleiri af kjósendum í kjördeildinni kosið og að
uppfylltum öðrum skilyrðum greinarinnar.
Bænum er skipt í tvær kjördeildir og verða
báðar kjördeildirnar í nýbyggingu barnaskólans,
inngangur um suðurdyr.
I I. kjördeild greiða þeir atkvæði, sem áttu
heimili 1. desember 1978 við götu er byrja á A til
og með Heimagötu.
í II. kjördeild greiða þeir atkvæði, sem áttu
heimili 1. desember 1978 við Helgafellsbraut til
og með Vesturvegi, svo og allir þeir sem óstað-
settir eru í hús á kjörskránni, sem og þeir er þá
voru búsettir í húsum, sem ekki eru staðsett við
götur þar á meðal bæir, fiskvinnslustöðvar, skólar
o.fl., svo og loks þeir sem kærðir hafa verið inn á
kjörskrá eða verða dæmdir inn á hana.
Yfirkjörstjórnin í Vestmannaeyjum
26. nóvember 1979
Jón Ragnar Þorsteinsson
Júlíus B. Georgsson
Páll Guðjónsson
Stöndum saman, Eyjamenn!
í kosningunum um helgina er
kosið um það hvort ný vinstri
stjórn á aftur að komast til
valda á íslandi með öllu því fári
sem henni fylgir.
Við þurfum ekki að fjölyrða
um mestu verðbólgu sem um
getur á Islandi undir forsjá frá-
farandi vinstri stjórnar, mesta
gengisfall íslenskrar krónu sem
um getur og mestu skattpíningu
í sögu Iýðveldisins. Þetta vita
allir kjósendur.
Hins vegar vitum við með
vissu að Sjálfstæðis-
flokkurinn getur fylgt fram
þeirri rökföstu og djörfu stefnu
sem öll umræða kosninga-
baráttunnar hefur snúist um.
Sú stefna er ákveðin stefnu-
breyting frá hefðbundnum
leiðum síðustu ára, markviss
aðgerð til þess að treysta ís-
lenskt þjóðfélag og koma því á
réttan kjöl, mannlífi og at-
vinnulífi til heilla.
Sjálfstæðismenn lofa ekki
gulli og grænum skógum, en
stefna okkar boðar betri lífs-
kjör á íslandi þegar á næsta ári.
Sjálfstæðismenn vilja hefja
þessa sókn gegn verðbólgunni
og annarri óáran í íslensku
efnahagslífi með snarpri at-
lögu, þar sem hinir
lægst launuðu eru þó verndaðir
fyrir frekari kjaraskerðingu.
Sjálfstæðismenn vilja minnka
launabilið í landinu, koma á
tekjutryggingu fyrir þá lægst
launuðu, afnema óeðlilega
vísitölu og lækka skatta þar
sem byrjað verður á því að af-
nema tuttugu og tveggja
milljarða kr. skatta síðustu
vinstri stjórnar og færa þá pen-
inga aftur í vasa launþega.
Vestmanneyingar kjósa
einnig um það þingsæti sem
mestum árangri hefur skilað
Vestmannaeyjum á síðustu
áratugum, en það er annað sæt-
ið á lista Sjálfstæðisflokksins í
Suðurlandskjördæmi. í fyrsta
skipti í áratugi er þetta sæti í
fallhættu og í stöðunni í dag er
það í mestri fallhættu af hinum
6 þingsætum kjördæmisins.
Garðar Sigurðsson og Magnús
H. Magnússon eru öruggir inn á
Alþingi áfram með tilstyrk at-
kvæða ofan af fastalandinu,
Garðar með lítt hagganlegu
fylgi Alþýðubandalagsins og
Magnús með rótgrónu, og ný-
upprisnu fylgi Alþýðuflokksins
í sjávarþorpunum í Árnessýslu.
Sæti Vestmanneyinga í röðum
sjálfstæðismanna er í hættu
fyrst og fremst vegna þess að
hluti sjálfstæðismanna í Rang-
árþingi og Skaftafellssýslu
mun kjósa L-list-
ann sem býður fram til höfuðs
Vestmanneyingum.
Aðeins Vestmanneyingar
geta tryggt að sæti okkar í
stærsta þingflokki þjóðarinnar
haldist. Okkur greinir á um
menn og málefni eins og geng-
ur, en þegar á reynir og hagur
Vestmannaeyja er í veði hljót-
um við að standa saman. Við
verðum að horfa lengra en til
líðandi stundar og ef við tryggj-
um ekki okkar hag sjálf, gera
aðrir það ekki fyrir okkur.
Stöndum saman, Eyjamenn,
kjósum Sjálfstæðisflokkinn í
kosningunum á sunnudaginn.
Árni Johnsen
Fjölmennur fundur
í síðustu viku hélt
Sjálfstæðisflokkurinn fjöl-
mennan og skemmtilegan
kosningafund í Samkomu-
húsinu. Frummælendur
voru Albert Guðmundsson
og Guðmundur Karlsson.
Þeir fluttu hvor um sig mjög
fjörlegar og athyglisverðar
ræður um stjórnmál, og
komu víða við. Síðar svör-
uðu þeir fyrirspurnum
fundarmanna, bæði um
landsmálin og einkahagi og
létu sér hvergi bregða!
Pað er mál manna að
þessi fundur hafi verið frá-
brugðinn öðrum kosninga-
fundum vegna frjálsmann-
legrar framkomu ræðu-
manna og þess góða anda
sem þar ríkti. Fundurinn er
líka merki um sóknarhug
sjálfstæðismanna fyrir
þessar kosningar. Það er til
mikils að vinna, og hvert
einasta atkvæði mikilvægt á
kjördag.
Eins og áður er getið var
fundur þessi mjög fjöl-
mennur eða 170-180
manns. Er það mál manna,
að betri kosningafundur
hafi ekki verið haldinn hér
lengi.
STÖNDUM SAMAN X-D