Fylkir - 08.05.1980, Síða 1
9. tölublað Vestmannaeyjum, 8. maí 1980 32. árgangur
JVI eirihlutasamstarfi nu bjargað
með 60 millj. kr. aukaskatti
# Framsókn kyngir Guðmundi
# Skæringur dreginn til baka
# 60 milljón kr. útsvarshækkun
Sl. laugardag var bæjarbúum boðið upp á mikinn harmskopleik í
Litla salnum. Meirihluti bæjarstjórnar var mættur til leiks og flutti
stykkið „Æskulýðsfulltrúinn og útsvarið”.
Miklar og erfiðar æfingar höfðu farið fram, aðallega í fulltrúa-
ráði Alþýðuflokks og Framsóknarflokks, enn fremur dálítið á
síðum síðdegisblaðanna.
Skopið.
Frá því að meirihluti tóm-
stundaráðs kom sér saman um
að Guðmundur Þ. B. Ólafsson,
formaður bæjarráðs, skyldi
verða æskulýðsfulltrúi hefur
hrikt hressilega í stoðum meiri-
hlutans í bæjarstjórn. í augum
krata var þetta mál prófsteinn á
heilindi Sigurgeirs Kristjáns-
sonar í augum frammara ný
krataplága („kratapólutík”).
Flokkarnir héldu tíða fundi í
fulltrúaráðum sínum, með
sömu dagskrá: meirihlutasam-
starfið. Stórar yfirlýsingar
fuku: „Ekki fleiri krata, takk.”
„Annað hvort Guðmund eða
meirihlutann.”
Harmur.
Meðan á þessum æfingum
stóð sátu þeir Sveinn forseti og
Páll bæjarstjóri með sveittan
skalla yfir fjárhagsáætlun og
voru að reyna að finna smugur
til þess að hækka útsvarið, amk.
um 5%, algert lágmark. Það
tókst, og tókst ekki, einhverjir
póstar tíndir til upp á 60 millj.
kr. Á sama tíma fóru bæjarfull-
trúar krata eins og stormsveip-
ur um bæinn með yfirlýsingar
um að ekki kæmi til greina að
hækka útsvarið, það væri nóg
komið af slíku!
Pakkað niður.
Þegar hér var komið fór að
síga brúnin á bæjarstjóra, enda
mátti hann horfa fram á það að
pakka saman í Ráðhúsinu.
Meirihluta-fundum fjölgaði
og urðu lengri. Það var reynt að
finna „flöt” á málinu, og tókst
auðvitað á endanum. í stað
þess að pakka saman sjálfur,
pakkaði meirihlutinn þessum
atriðum saman og hnýtti vand-
lega um:
1. Óróaseggurinn Sigurgeir
sendur úr bænum meðan á
fundi stendur.
2. Skæringur deginn til baka,
svo að hann þvældist ekki
meira fyrir.
3. Meirihlutinn kýs Guð-
mund P. B. æskulýðsleiðtoga.
4. Kratar samþykkja útsvars-
hækkun.
5. Sameiginleg yfirlýsing um
samhug og eindrægni.
Prímadonnan stakk af.
Með þennan „pakka” kom
svo meirihlutinn á bæjarstjórn-
arfund sl. laugardag og sviðsetti
með sakleysislegum tilþrifum.
Eins og sönnum gentilmanni
sæmir hvarf Sigurgeir á vit
olíufurstanna í Reykjavík, til
þess að þurfa ekki að standa við
fyrirvara sinn í bæjarráði, auk
annarra yfirlýsinga, en ferðbú-
inn kaupfélagsstjórinn tók við
hlutverki hans. Ög rétt til þess
að undirstrika samhug og ein-
lægni kom Guðm. Þ. B. inn á
fundinn, að lokinni kosningu
æskulýðsfulltrúa, til þess að
samþykkja 60 millj. kr. útsvars-
hækkun með Tryggva Jónas-
syni.
„Dýr myndi krataflokkurinn
allur”
Önnur eins lágkúra og þetta
mál hefur ekki heyrst lengi.
Framsóknarmenn láta rass-
skella sig opinberlega. Kratar
Framhald á 2. síðu.
Georg Þór Kristjánsson:
Bolabrögð meirihlutans
Á síðasta bæjarstjórnarfundi
spunnust miklar umræður um
ráðningu í starf Æskulýðsfull-
trúa. Pað urðu okkur Sjálf-
stæðismönnum sár vonbrigði
hvernig að þeirri ráðningu var
staðið.
Vitað var löngu áður en um-
sóknarfrestur um starfið rann
út, og jafnvel áður en starfið var
auglýst laust til umsóknar, að
meirihl. tómstundaráðs (vinstri
menn) var búinn að gefa
Guðmundi P.B. Ólafssyni já-
yrði sitt um stuðning.
Pegar umsóknarfresturinn
var runninn út, lá svo mikið á
að halda fund í tómstundaráði,
að ekki var hægt að boða hann
með tilskildum fresti. Fundur-
inn var nánast formsatriði, því
ekki þurfti að ræða umsóknir
hinna sjö umsækjendanna sem
dregnir höfðu verið inn í þenn-
an skollaleik, sem fulltrúar
vinstri meirihl. voru að Ieika.
Afgreiðsla meirihl. bæjar-
stjómar á bæjarstjómarfundinum
var svo ekkert annað en sýnd-
armennska, með allskonar yfir-
lýsingar frá meirihlutanum og
áhangendum þeirra. Yfirlýs-
ingar sem lyktuðu eins og
kaupsamningur tveggja óheilla-
dísa. Kaupsamningi sem hljóð-
ar upp á 5% hækkun útsvara..
Enda stóð ekki á samþykkt
Guðmundar við hækkunina
síðar á fundinum.
Menn spyrja: Eiga svona
bolabrögð að vera fastir liðir
hjá meirihlutanum við úthlutun
á störfum hjá bænum?
Hér skal á það rninnt, að
þetta er ekki í fyrsta skipti á
þessu kjörtímabili sem svona er
staðið að málum í herbúðum
meirihlutans. Fyrir ári kom upp
svipað mál í bæjarstjórn og þá
harmaði öll bæjarstjórnin að
þannig skyldi staðið að málum,
og meirihlutinn lofaði að slíkt
endurtæki sig ekki.
Bæjarfulltrúar Alþýðubandalags. Alþýðuflokks og t
Framsóknarflokks í Vestmannaeyjum. vllja að gefnu
tilefnl vegna ráðningar Æskulýðsfulltrúa og fyrir-
vara fulltrúa Framsóknarflokks1ns f Bœjarráðl hlnn
21. apríl s.l. varðandi afgrelðslu Tómstundai'áðs.
lýsa yfir eftlrfarandl:
1. Fyrlrvari í Bæjarráði varðandi mannaráðnlngar
getur eölilegur tallst, þar sem endanleg afgrelðsla
slíkra mála er i höndum BæjarstJórnar.
2. Hvorkl hefur komlð til grelna né verlö hótað slitum
á melrihlutasamstarf1 þessara flokka vegna þessa mál:
öll ummæli þar að lútandi hafa verið án umboðs og
ábyrgðar.
J. Þrátt fyrir alla óskhyggju pólítiskra andstæðinga ur
annað, er fullt samkomulag um afgreiöslu þessa máls
og er það .viiji bæjarfulltrúanna að það munl f engu
skyggja á gott samstarf flokkanna í Bæjarstjónn
Vestmannaeyja á þessu kjörtímabili, hér eftlr sem
hlngað tll.
Hvað var í pakkanum?
Eins «g þessar myndir bera með sér var mjög nostur-
samlega gengið frá „samkomulagi” meirihlutaflokkanna í
hæjarstjúrn. Fyrst yfirlýsing Skærings þar sein öll lætin eru
sárlega hörniuð. Svo yfirlýsing meirihlulans uin að engin
læti hafi orðið. Svo tillaga Sveins og Guðmundar Þ.B. um
5% álag á útsvör. Því miður tókst ekki að afla myndar af
farseðlum Sigurgeirs Kristjánssonar.
Bacjarstjórnar Vestmannaoyja,
Eg undirritaöur sótti nýlega iim starf i€skulý6sfulltrúa,
er auglýst var laust tii umsóknar til or, meB 15. apríl s.l.
Eg harma þau leiBindi, er orBiB tiafa varBandi málsmeBferB
viB afgreiBslu þessa máls og leyfi mér því aB óska eftir aB
draga unsókn mfna tll baka, áBur en mál þettn kemur til
afgreiBslu á fundi Bæjarstjórnar hinn 3.maf n.k.