Fylkir - 17.07.1980, Síða 1
13. tölublað Vestmannaeyjum 17. júlí 1980 32. árgangur
Slæmar undirtektir
í leiðara Eyjablaðsins 14.
maí s.l. skýrir S.T. frá því, að
fjárbeiðni bæjarstjórnar hafi
verið skornar svo niður í fjár-
veitinganefnd, að lakari út-
komu hafi vert verið hægt að
búast við og langt sé síðan að
fjárbeiðnir héðan hafi fengið
svo slæmar undirtektir og nú.
Óhætt sé að fullyrða, að bæj-
arstjórn hafi aldrei kynnt mál
sín eins vel fyrir ráðamönnum
og fjárveitinganefnd Alþingis
og nú, og þar við bætist, að
bundnar hafi verið miklar vonir
við Guðmund Karlsson, sem
tekið hafi sæti í þessari valda-
mestu nefnd Alþingis.
Ég var kosinn í fjárveitinga-
nefnd um miðjan mars sl. í stað
Pálma Jónssonar núverandi
landbúnaðarráðherra. Lét ég
strax í Ijós óánægju mína með
hlut Vestmannaeyja í fjárveit-
ingum eins og fram kom í við-
tali við mig í Fylki 27. mars s.l.
Ragnar AmalcLs fjánnálaráðherra
Ekkert skal ég um það segja,
hvort öll erindi okkar hefðu
fengið betri byr innan nefndar-
innar hefði ég setið þar frá
byrjun starfsins s.l. haust, því
víða að er togað í skæklana.
S.T. má þó ekki gleyma því, að
það voru fleiri en hann og hans
Eiga hrós skilið
í sumar hefur verið unnið
að „grænu hyltingunni’' hér
í Eyjum. Víða má sjá græna
bletti þar sein áður var sand*
ur, möl eða mold. Vinnu-
flokkar bæjarins hafa verið
iðnir við að teppaleggja með
torfi ýmsar spiidur. IVIá t.d.
nefna svæöið við Uástein,
íþróttavöllinn við Löngulá
og dælustöðina svo eitthvað
sé tínt til. Þeir eiga hrós skilið
fyrirþetta bæjarstarfsmenn-
irnir.
félagar, sem fóru bónleiðir til
búðar í vetur, og heldur ekki
hinu, að það var flokksbróðir
hans Ragnar Arnalds, fjár-
málaráðherra, sem bar ábyrgð
á undirbúningi og gerð fjár-
laganna og hafði þar mest áhrif
á. Væri t.d. fróðlegt fyrir S.T.
að kynna sér fjárveitingar til
skólamála á Sauðárkróki.
Pegar ég kom til starfa í fjár-
veitinganefnd, var þegar búið
að afgreiða fjárveitingar til
sjúkrahúsa og kom mér heldur
spánskt fyrir sjónir, að enga
fjárveitingu var að finna til
Sjúkrahúss Vestmannaeyja og
hvergi fannst beiðni um hana í
fórum nefndarinnar, þótt leitað
væri í dyrum og dyngjum.
Fékkst málið því ekki tekið upp
að nýju. Eitthvað hefur misfar-
ist einhversstaðar um kynningu
þess erindis við nefndina, þrátt
fyrir hina góðu frammistöðu
S.T., að eigin áliti.
Þá var ég mjög óánægður
með framlög til skólamála hér
sem voru alls ófullnægjandi og
fékk því miður litlu þar um
breytt, þótt 10 millj. kr. hækk-
un fengist.
Verulegar Qárveitingar
Við sumar aðrar fjárveiting-
ar, sem ég gat fylgt eftir gegn-
stjórn kölluð saman til auka-
fundar. Tilefnið var, að fyrir
lágu þrjár tillögur þar sem farið
var fram á við stjórnvöld að fá
að hækka gjaldskrá hitaveitu,
vatnsveitu og rafveitu. Gert er
ráð fyrir að gjaldskrá rafveitu
hækki um 7,5%. Hitaveitan
mun hækka sína þjónustu um
12,6%. Notkunargjald pr. m3
mun þá verða 605 kr. Lág-
marksupphæð heimæðagjalds
verður eftir þessa hækkun 672
þús. kr.
Gjaldskrá hitaveitunnar var
nú nýlega hækkuð um 41,5%.
Er því hér um mjög örar hækk-
anir að ræða. TiIIaga þessi um
hækkunarheimild var sam-
þykkt í bæjarstjórn, en tveir af
bæjarfulltrúum Sjálfstæðis-
flokksins greiddu atkvæði gegn
henni.
A þessum bæjarstjórnar-
fundi var einnig samþykkt til-
laga um hækkunarbeiðni til
handa vatnsveitunni upp á
36%. Notkunargjald pr. m3
verður þá 150 kr., en var 110
kr.
um kerfið, var ég miklu sáttari,
eins og rekstrarstyrk til Her-
jólfs upp á 201,3 millj. kr., fjár-
veitingu til flugvallarins upp á
125,0 millj. kr., 67,5 millj. til
hafnarinnar, 50,0 millj. til í-
þróttahúss og ýmsar smærri
fjárveitingar og erindi, sem
fengu mjög jákvæða afgreiðslu.
Við verðum héðan af að una
við þær 1200 millj. sem ætlaðar
eru til Hitaveitu Vm. í Fjárfest-
ingar og lánsfjáráætlun, þótt ó-
fullnægjandi sé, og ótiltekna
upphæð til byggingar skipa-
lyftu, sem engin leið hefur verið
að fá upplýst hve há sé.
Vonandi verður kynning
S.T. og hans félaga á fjárþörf
Vestmanneyinga engu síðri á
næsta hausti en því síðasta við
fjárveitingavaldið. Þá skal ég
ekki spara mig til að erindi
þeirra fái sem besta og greið-
asta úrlausn, að svo miklu leyti
sem ég hef aðstöðu til.
Enginn efast víst um, að
stjórn þeirra flokksfélaga verð-
ur með þeim hætti á ríki og bæ,
að af nógu verður að taka og
miklu út að deila og varla á-
stæða þessvegna til að hækka
álögur á almenning.
ar er sem kunnugt er fasta-
gjaldið, en það miðast við fast-
eignamat og er 0,3% af mati.
Það hækkar því sjálfkrafa milli
ára. Um hámarks og lágmarks-
gjald er að ræða miðað við rúm-
metra stærð húss.
Enn er það svo, að íbúða-
eigendur borga mjög misjafnt
fyrir vatnið. Fólkið sem býr í
nýlegum húsum með hátt mat
borgar mun meira heldur en
það sem í eldri húsum býr, án
tillits til notkunar vatnsins.
Á þessum aukafundi til-
kynntu bæjarfulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins að þeir myndu
á næsta fundi flytja tillögu um
breytingu á gjaldskrá vatns-
veitunnar. Myndi sú tillaga
gera ráð fyrir að notkunin
myndi vega mun meira heldur
en nú. Sanngjarnt er að allir
borgi eitthvert visst lágmarks
fastagjald, en síðan ráði
notkunin hve mikið fólk borg-
ar. Pá fyrst sitja allir við sama
borð. — S.J.
Guðmundur Karlsson
Hækkun, hækkun
Fyrir rúmri viku var bæjar- Aðaltekjulind vatnsveitunn-
Fjörkippur Fram-
sóknarblaösins
Betri er athöfn en orð
Á liönuin vetri vorii vandamál atvinnulíl'sins hér mjög til
umræöu. Ráðstefna var haldin með pomp og pragt og
mikilli þátttöku. Erindi voru flutt, vandamálin krufin til
mergjar og lausnir sýndust í seilingarfjarlægð.
Nýskipaður sjávarútvegsráðherra, Steingrímur Her-
mannsson, sigldi liingað hraðhyri á einu varðskipanna til aö
flvtja útgerðar- og sjómönnum nýjan og ferskan hoðskap
sinn, sem lét Ijúft í eyruin, enda kappinn snarborulegur og
líklegur til stórræða.
Nýkjörin stjórn Framkvæmdastofnunar og koinmissar
var send hingaö til að kanna ástand mála og horfur og héldu
þeir ásamt stuðarkommissörum fjölda funda með heiina-
mönnum og fóru uin fyrirtæki og skoöuöu. Skipst var á
skoðunum og hænukvak heimamanna fært til bókar.
Allt þetta brambolt og hin skjótu viðbrögð vöktu hjá
inönnum vonir um röggsemi nýrrar ríkisstjórnar, nii yrði
vandamál Eyjanna tekiö föstum tökum og framundan væri
betri tíð meö blóm í haga.
Vandamál atvinnulífsins hér eru nú meiri og vandleystari
en nokkru sinni fyrr og því lengra scm líður verða vonbrigði
manna meiri og vantrú á að raunhæfra lausna verði leitað
eða nokkuð aðhafst.
Þess verður vart langt að híða, að núnnisblöö og punktar
týnast á skrifborðum Frainkvænidastofnunar og ráðuneyta
og engin man sína Vestmannaeyjaför veturinn 1980, en þaö
bál eftirvæntingar og vonar, sem tendrað var í brjóstuni
heimamanna kulnat út í ösku sárinda og vonbijgöa.
Það telst til tíðinda í júlí-
mánuði s.l. er Framsóknar-
blaðið var endurvakið í
annað sinn á þessu ári. Ekki
þótti annað sæmandi en
dagsetja það þann 4.
nóvember 1980 (til vonar og
vara) að fenginni reynslu við
blaðaútgáfu þess að undan-
förnu. Nú brá svo við að
Sigurgeir Kristjánsson mun
hafa þurft að Iétta snögglega
á sér og fyllir allar síður þess
með miklum tilþrifum. Því
varð Framsóknarblaðið að
þeim fyrirburði sem raun
ber vitni, samanber dagsetn-
ingu þess.
ESSÓ-furstinn Sigurgeir
í þessu Framsóknarblaði,
(4. nóv. 80) ritar Sigurgeir
Kristjánsson grein sem ber
nafnið „Allir fagna hitaveitu".
Gott er að fá á blað frá S.K.
að hann fagni hitaveitunni.
Þó er grein hans lítið annað en
eymd og volæði, um hvað hann
sé misskilinn í hitaveitumálinu
'að undanförnu. Ennfremur
telur S.K. rétt að gera grein
fyrir starfi sínu og persónulegri
stöðu sinni, þótt olíusala drag-
ist saman til húshitunar hér í
bæ. Þá biður S.K. mig um að
nefna, þó ekki væri nema
„flugufót” í þá átt að hann hafi
hagsmuna að gæta varðandi
olíusölu til bæjarsjóðs Vm. Trúi
því hver sem vill að svo sé ekki!
Forsetinn Sigurgeir
Hver man ekki þá tíð, sem
S.K. var forseti bæjarstjórnar?
Ætla mætti að hann hafi þá
þeim tíma fylgst vel með mál-
um? Á þeim árum var horn-
steinn lagður að Fjarvarma-
veitu Vm. í vesturbæ, auðvitað
skyldi nota olíu sem orkugjafa.
Hver hlustaði þá með athygli á
ábendingar Iærðra og leik-
manna um hraunhitaveitu, sem
þá var í reynd til staðar og farin
að verma upp nokkur hús í
austurbæ, en skorti skilning
suntra ráðamanna, henni til
framdráttar og vaxtarhraða.
Eilíflega var verið að heimta
sannanir, sem þó voru til, í
formi milljón tonna af rauð-
glóandi hrauni og beið þess
eins að verða virkjað. Þó höfðu
S.K. og hans meirihlutamenn í
bæjarstjórn það af, að sitja svo
til alveg á framkvæmdahraða
hraunvirkjunarinnar allt til árs-
ins '79, eða þegar olíuverð var
orðinn sá skattur sem bæjar-
búar fengu*vart risið úndir. Þá
fyrst kom skriður á hraunvirkj-
un og allir vildu lilju kveðið
hafa.
Nefndur „Flugufótur”
Svo í lokin, er rétt að spyrja
S.K. hvort hann hafi ekki í
sinni fcrsetatíð orðið var við
bréf (og það fleira en eitt) frá
Skeljungi hf., þar sem bæjar-
sjóði er boðin endurgjaldslaust,
fullkomin olíukyndistöð tilbúin
Framhald á bls. 4.