Fylkir


Fylkir - 20.02.1986, Blaðsíða 1

Fylkir - 20.02.1986, Blaðsíða 1
Agætu kjósendur í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins PRÓFKJÖRSSEÐILL Þegar þér hafiö númerað við 6 frambjóðendur á listanum, brjótið þá seðilinn saman og látið hann þá í umslagið merkt PRÓFKJÖR. Á morgun, 23. febrúar, milli kl. 17-19 verður umslagið sótt og vinsamlegast stingið því þá sjálf i kjörkassann sem komið verður með. Aðeins á að númera við 6 frambjóðendur, það er að setja 1 -6 fyrir framan nöfnin. Ef númerað er við fleiri eða færri er seðillinn ógildur. Það á ekkl að setja X fyrir framan nöfnin, heldur númera frá 1 -6. GRÍMUR GÍSLAS0N, blaðamaður, Foldahrauni 40 F HAFLIÐI ALBERTSS0N, verkstjóri, Svalbarða GE0RG ÞÓR KRISTJÁNSS0N, verkstjóri, Hásteinsvegi 52 ÓMAR GARÐARSS0N, sjómaður, Hilmisgötu 1 UNNUR TÓMASDÓTTIR, kennari, Bröttugölu 29 BRAGI I. ÓLAFSS0N, umdæmisstjóri, Kirkjuvegi 49 SIGURÐUR EINARSS0N, útgerðarmaður, Smáragötu 4 STEFÁN RUNÓLFSSON, framkvæmdastjóri, Ásavegi 22 ARNAR SIGURMUNDSSON, skrífstofustjúri, Bröttugötu 30 GUÐMUNDUR RÚNAR LÚÐVÍKSSON, yfirmatreiðslumaður, Miðstræti 13 GÍSLI ÁSMUNDSS0N, verkstjóri, Sóleyjargötu 2 HANNA BIRNA JÓHANNSDÓTTIR, húsmóöir, Höfðavegi 59 SIGURÐUR JÓNSS0N, skrifstofustjóri, Fjólugötu 8 ÓLAFUR LÁRUSS0N, kennari, Vestmannabraut 63 A HELGA JÓNSDÓTTIR, húsmóðir, Fjólugötu 19 ÁSMUNDUR FRIÐRIKSS0N, verkamaður, Búastaðabraut 5 Munið að númera frá 1 og upp í 6 Eins og áður hefur verið greint frá mun Sjálfstæðis- flokkurinn viðhafa prófkjör við val frambjóðenda á lista flokksins fyrir næstu bæjar- stjórnarkosningar í vor. Sami háttur verður við- hafður og 1982 en það er að prófkjörsseðlum verður dreift til valins hóps kjós- enda n.k. laugardag 22. febrúar og síðan sóttir aftur sunnudaginn 23. febrúar. Þeir sem sækja kjörseðlana verða með sérstaka kjör- kassa með sér og eru þeir, sem fá kjörseðla, beðnir að setja þá sjálfir í kjörkassana. Við gerum okkur það alveg Ijóst að einhverjir geta fyrir mistök gleymst að fá kjörseðla senda til sín. Viljum við biðja þá fyrir- fram innilegrar afsökunar en jafnframt benda þeim á að hægt verður að kjósa á skrifstofu Sjálfstæðisflokks- ins í Samkomuhúsinu, geng- ið inn að norðanverðu gegnt Pósthúsinu, kl. 13:00-19:00 báða prófkjörsdagana. Við viljum biðja alla þá sem fá prófkjörsseðla í hendur að taka þátt í kosn- ingunum og hafa þannig áhrif á hverjir skipa lista Sjálfstæðisflokksins í næstu bæjarstjórnarkosningum og í næstu bæjarstjórn. Það er mikið atriði að allir geri sér það Ijóst að nú á að númera frá 1 og upp í 6 fyrir framan þá frambjóðendur sem valdir eru. Kjósendur velja sjálfir hver skipar 1. sætið, 2. sætið o.s.frv. Ef númerað er við fleiri eða færri er kjörseðillinn ógildur. -KJÖRSTJÓRN. Prófkjörssedlum verður dreift til kjósenda frá kl. 11:00-13:00 n.k. laugardag 22. febrúar og síðan sóttir aftur sunnu- daginn 23. febrúar kl. 17:00-19:00. —Kjörstjórn. Árni Johnsen alþingismaður: Mikilvægt val fyrir næsta róður bæjarstjórnar Það er mikilvægt að Vest- mannaeyingar taki virkan þátt í bæjarstjórnarprófkjöri Sjálf- stæðisflokksins um helgina, mikilvægt vegna þess að það skiptir hvern einasta íbúa Eyj- anna máli að áfram verði unnt að efla markvissa stjórn á bænum og hinum fjölmörgu framkvæmdum sem unnið er að. í bæ eins og Vestmanna- eyjum þar sem dugmikið og ákveðið fólk býr verða alltaf skiptar skoðanir um eitt og annað og slíkur skoðanamunur er af hinu góða á meðan menn gæta þess að láta ekki dægur- þrasið kaffæra það sem rnikil- vægara er í stöðu og styrk bæjarins í heild. Það kom mörgum fjárveit- ingarmönnum á óvart í heim- sókn hingað til Eyja í sumar, hve mikið fyrirtæki Vest- mannaeyjar væru og sjálfu sér nóg um flest sem skipti máli. Vestmannaeyjar eru eitt helsta aflaskip þjóðfélagsins og það skiptir miklu að ekki sé slakað á klónni og að hlutir fari ekki úr böndum. í upphafi þess kjör- tímabils sem nú er að Ijúka stefndi í mikinn fjárhagslegan vanda hjá bæjarsjóði, svo mik- inn að Vestmannaeyingar hefðu tæpast verið sjálfs sín herrar. Meirihluta sjálfstæðis- rnanna hefur lánast að snúa þarna vörn í sókn vegna styrks Sjálfstæðisflokksins í bæjar- stjórn annars vegar og ríkis- stjórn hins vegar. Munar þar hundruðum milljóna króna til hags fyrir Eyjamenn. A undanförnum þremur árurn hef ég átt margþætt sam- starf við Bæjarstjórn Vest- mannaeyja og það hefur verið lærdómsríkt og jákvætt og þekking og reynsla helstu tals- manna Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn hefur lagt til rök og reynslu, þekkingu á málefnum bæjarins, sem hefur sannanlega verið gullsígildi. Þetta verklag bæjarstjórnarmeirihlutans og duglegir starfsmenn bæjarins hafa skilað árangri sem ástæða er til þess að fylgja eftir. Ráð stjórnarandstöðunnar hafa verið sundurlaus nema Sveins Tómassonar sem nú hverfur úr bæjarstjórn, en hefur verið þekktur af rökfestu, sanngirni og víðsýni í málum þar sem verulega hefur á reynt og bratti er í. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins fyrir bæjarstjórnarkosningarn- ar í vor er með svipuðum hætti og síðast nema að nú er mönn- um ætlað að númera röð efstu manna. Enginn stjórnmála- flokkur í neinu plássi á landinu leggur eins mikið upp úr því að fá fram vilja bæjarbúa á skipan framboðslistans, eins og sjálf- stæðismenn hér í Eyjum, því prófkjörið er það opnasta sem um getur á landinu. Það er styrkur Sjálfstæðisflokksins að treysta fólki til slíks á þennan hátt. Arni Johnsen. S j álfstæðismenn og stuðningsfólk Um næstu helgi, eða dagana 22. og 23. febrúar, efna Sjálf- stæðisfélögin í Vestmanna- eyjum til prófkjörs vegna framboðslista síns til bæjar- stjórnarkosninga, sem fram fara 31. maí n.k. Fyrir bæjarstjórnarkosning- arnar árið 1982 höfðu Sjálf- stæðisfélögin prófkjör með sama hætti og nú verður gert, að dreifa prófkjörsseðlum til meðlima sinna og annarra, sem ekki eru flokksbundnir í öðrum pólitískum flokkum og leita þannig álits þeirra um niður- röðun á listann. Nú að undanförnu hafa heyrst raddir um að prófkjör hafi gengið sér til húðar og séu orðin úrelt. Þar sýnist sitt hverjum eins og svo oft áður. 1982 spáðu margir illa fyrir þessari prófkjörsaðferð hjá Sjálfstæðisfélögunum og töldu að með henni fengist ekki sú ábyrga mynd sem menn von- uðust eftir. En sú spá reyndist ekki rétt, öll framkvæmd þess var mjög vel af hendi leyst og þátttaka í prófkjörinu var meiri, en það fólk sem bjart- sýnast var, þorði að vona. Niðurröðun þeirra 16 manna og kvenna sem gáfu kost á sér til framboðs í prófkjörinu hélst óbreytt á lista flokksins. Enn á ný leita Sjálfstæðisfélögin til sinna flokks- og stuðnings- manna og leggja það í þeirra hendur hvaða menn og konur eigi að skipa sex efstu sætin á framboðslista flokksins í bæjar- stjórnarkosningum þann 31. maí n.k. Sjálfstæðismenn og stuðn- ingsfólk, um leið og ég þakka það mikla traust sem mér var sýnt í prófkjörinu 1982, skora ég á ykkur öll að taka virkan þátt í væntanlegu prófkjöri. Við skulum sameinast um að það verði heiðarlegt og marktækt. Sigurgeir Ólafsson.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.