Fylkir


Fylkir - 01.05.1999, Blaðsíða 1

Fylkir - 01.05.1999, Blaðsíða 1
 51 . árgangur Vestmannaeyjum 1. maí 1999 1. tölublað Árni Johnsen, alhingismaður Afram jafnvægi, meiri árangur Það er mikils virði þegar lífsleikurinn er í góðum farvegi.Alltaf er hægt að gera betur, ná meiri árangri og hlú að því sem þarf að styrkja, einstaklingum, ijölskyldum, umhverfi atvinnulífsins og almennri þjónustu. Það er gleðilegt að um þessar mundir er góður drifkraftur hjá íslensku þjóðinni, atvinnuleysi nánast úr sögunni, mikil kaupmáttaraukning, verðbólga í algjöru lágmarki, aukinn hagvöxtur með auknum atvinnutækifærum og velsæld meiri en hefur verið í sögu Islands. Ef við Islendingar berum gæfu til þess að halda áfram á sömu braut jafnvægis í efnahagsmálum, friðar á vinnu- markaði og stöðugleika þá eigum við öll færi á því að ná markvisst meiri árangri, ekki síst þar sem gera þarf betur í kjölfar þess árangurs sem hefur náðst. Það þarf að styrkja enn betur aðstöðu aldraðra og öryrkja, bamaíjölskyldna og grundvallar- krafan í skjóli áframhaldandi stöðugleika er að hækka lægstu launin í landinu.Það er í alvöru hægt að ætla 40-50% hækkun lægstu launa á næstu 4-5 árum með áframhaldandi styrkri ríkisstjóm. Það er engin tilviljun að við búum nú við mesta stöðugleika í allri Evrópu. Þegar sjálfstæðismenn tóku við stjórn þjóðarskútunnar 1991 var ríkissjóður rekinn með 13 milljarða halla, 13% halla.nú með milljarða tekjuafgangi. Þetta kostaði erfiðar aðgerðir á árunuml991-1994 þar sem allir sátu við skerðingu, meira að segja öryrkjar og aldraðir þótt vissulega hafi það verið minni skerðing en hjá öðmm. En hægt og sígandi höfum við náð að frnna farveg í skjóli jafnvægis í efnahagsmálum og skapoa umhverfi sem er hvetjandi á allan hátt til meiri árangurs. Þetta hefur tekist með markvissum aðgerðum í stjóm landsins og nú emm við á góðri leið með að geta skilað vemlega meirn til baka en nam skerðingum erfiðleika áranna. Þó ekki sé nema þessi lága verðbólga, nóg atvinna, aukinn kaupmáttur, þá er það stórkostleg ávöxtun sem kemur öllum til góða. Málið er einfalt. Við emm á réttri leið. Við þurfum að ná sátt um ýmsa hluti, ekki síst fiskveiðistjómun- arkerfið og það sem er í farvatninu í þeim efnum er meiri gjaldtaka af þjónustu við sjávarútveginn,en við skulum ekki gleyma að öll gjaldtaka á útgerðina er gjaldtaka af landsbyggðinni, sjávarplássunum og það er meiri ástæða til að styrkja alla atvinnumöguleika þar heldur en að skerða þá. Með áframhaldandi stefnu nkisstjómarinnar, sem Sjálfstæðis- flokkurinn leiðir, er fullkomlega raunhæft að vænta áframhaldandi árangurs. Um það verður kosið í kosningunum 8.maí n.k. Hins vegar er um að velja stefnu Sam- íylkingarinnar sem boðar nýja skatta í mörgum útgáfum, boðar uppboð á 40 % af kvóta sjávarplássanna á fjómm ámm. Það er eins og stefna Sam- fylkingarinnar sé sérsmíðuð fyrir þéttbýlið á höfuðborgarsvæðinu. Ætli atvinnuóvissan sé ekki nóg úti á landsbyggðinni þó að 40% uppboðsóvissu á aflaheimildum sé ekki hleypt inn í dæmið. Þessi kosningastefna Samfylkingarinnar er ótrúleg árás á sjávarútvegsplássin í landinu. Gegn þessari aðför er aðeins eitt ráð - Sjálfstæðisflokkurjnn. Baráttan fyrir brauðinu 1. maí ávarp formanns Verkakvennafélagsins Snótar 1. maí er alþjóðlegur baráttu- og hátíðadagur verkafólks. Þá er hollt að líta yfir farinn veg og yfnfara það sem áunnist hefur. En ekki er hægt að skoða fortíðina án þess að líta til framtíðar. Fyrir nokkm var mér sýndur yfir hundrað ára gamall rokkur, sem hefur að geyma heimild sem er ómetanleg. Undir fótstiginu er ritað með bleki:. "Árið 1894" " Rokkinn átti Kristín Vigfúsdóttir og keypi hann um 1894 íyrir árskaup sitt sem var kr.8.00." Hvaða sögu er þessi heiðurskona að segja okkur? Jú, hún hafði í árslaun 8 krónur og fyrir þau laun fékk hún eitt stykki rokk. Á þessum tíma var rokkur talinn ómissandi "heimilistæki". Hver em árslaun okkar í dag? Lágmarkslaun = 70.000 kr. pr/mán = 840.000 kr. pr/ár. Fiskvinnslulaun byrjunarlaun m/námskeiði = 75.467 kr. pr/mán = 905.604 kr. pr/ár. Hvað er í dag talið ómissandi "heimilistæki"? Þvottavél kr. 40.000 Uppþvottavél kr. 60.000 Þetta segir okkur að gegnum öldina hefur baráttan fyrir bættum kjörum verkafólks ekki verið til einskis og verið þess virði að nú getum við fengið fleirri en eitt "heimilistæki" fyrir árslaunin. Auk þess sem ýmis réttindi hafa nást samhliða kaupi. En bemr má ef duga skal og verðum við að halda ótrauð áfram baráttunni til betri lífskjara. Nú hriktir í stoðum hjá einu stærsta íyrirtæki bæjarfélagsins. Hjá fyrirtækinu starfa um 250 manns í allt þar af rúmlega 100 konur. Það er von mín og trú að stjómendur fýrirtækisins sjái þann mannauð sem er til staðar í Eyjum og kappkosti að halda rekstrinum áfram til hagsbóta fyrir alla. Málið er ekki svo einfalt þó að einungis bolfiskvinnslan yrði dregin saman eða lokað. Því í dag eru konur fyrirvinnur eins og karlar, það þarf tvær fyrirvinnur á heimilið hvort sem okkur líkar bemr eða verr. En þessa stundina em málin á mjög viðkvæmu stigi og ekki annað hægt að vona það besta og búast við því versta. Ég hef alla trú á að stjómendur fyrirtækisins hafi þann metnað sem til þarf til að koma fyrirtækinu á réttan rekstrargrundvöll á ný. Félagar til hamingju með alþjóðlegan hátíðisdag, sýnum baráttuhug og sjáumst á hátíðarhöldum í Alþýðuhúsinu á laugardaginn. Gleðilegt sumar. Linda Hrafnkelsdóttir Björn Bjarnason, menntamálaráðherra heimsótti Vestmannaeyjar laugardaginn 10. apríl sl. Hann hélt opinn fund í Ásgarði á vegum Eyverja þar sem fjallað var um nýja mennta- og skólastefnu og málefni tengd Vestmannaeyjum. Fundurinn var hinn ágætasti, og vel sóttur. Dagskrá 1. maí 1999 1. maí hátíðarhöld Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Vestmannaeyjum verða að vanda haldin í Alþýðuhúsinu og hefjst kl. 14.30. Dagskrá: Nemendur Tónlistarskólans flytja tónlistaratriði Litla Lúðrasveitin leikur Harmonikkumúsik með kaffinu Sendum launafólki í Vestmannaeyjum bestu 1. maí kveðjur

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.