Fylkir - 01.05.1999, Blaðsíða 4
Drífa Hjartardóttir:
Efling
byggðar
Sjálfstæðiflokkurinn lítur á það sem eitt allra
stærsta viðfangsefni næsta kjörtímabils að efla
samkeppnishæfni landsbyggðarinnar, með það
að markmiði að öllum landsmönnum verði
búin nútíma lífsskilyrði. Ríki og sveitarfélög
verða að taka höndum saman um að snúa
byggðaþróun undangenginna ára í átt til
eflingar byggðar um allt land. Markmiðið er að
ný störf verði til á landsbyggðinni í
vaxtargreinum atvinnulífsins í stað þeirra sem
hverfa með almennri hagræðingu og breyttum
atvinnuháttum. Ný byggðaáætlun, aukið
fjármagn til samgöngumála starfsemi
eignarhaldsfélaga og framtakssjóða Nýsköp-
unarsjóðs, munu stuðla að uppbyggingu og
framförum. Aðgerðir til jöfnunar náms-
kostnaðar, aukið fjármagn til niðurgreiðslu
húshitunarkostnaðar, áhersla á ferðaþjónustu
og samgöngumál eru allt þættir til að tryggja
hag hinna dreifðu byggða.
Við leggjum áherslu á að koma til móts við
þau sveitarfélög sem höllum fæti standa vegna
óhagstæðrar íbúaþróunar. Það gerum við ekki
með því að leggja á stórfellda nýja skattheimtu
á aðal atvinnuveg landsbyggðarinnar,
sjávarútveginn eins og Samfylkingin hefur
boðað enda væri slík aðgerð rothögg á vissar
byggðir. Skattar á fyrirtæki og einstaklinga
hafa lækkað á kjörtímabilinu og undir forystu
Sjálfstæðisflokksins munu skattar áfram lækka.
Sjávarútvegurinn er einn af mikilvægustu
atvinnuvegum þjóðarinnar og aukinn hagvöxt
og aukna velmegun almennings má meðal
annars rekja til góðrar stöðu í sjávarútvegi.
Meginmarkmið sjávarútvegsstefnunnar er að
tryggja að arðsemi fiskistofnanna verði sem
mest, í þágu allra enda eru fiskistofnamir í
hafinu sameign þjóðarinnar.
Mennt er auður
Undir forystu Bjöms Bjarnasonar
menntamálaráðherra hefur ný menntastefna
verið mótuð og hmndið í framkvæmd með
nýjum lögum á öllum skólastigum, allt frá
leikskólastigi til háskólastigs. Sóknarfæri til
menntunar hafa aldrei verið jafn fjölbreytt og
möguleikamir meiri en nú og með hinni nýju
skólastefnu er lagt upp með að að ná jafnvægi
milli starfsnáms og bóknáms. Brottfall
nemenda úr framhaldsnámi er áhyggjuefni og
til að spoma við því er mikilvægt að bjóða upp
á fjölbreytt námsframboð í framhaldsskólum.
Auka þarf tengsl atvinnulífs og skóla þar sem
komið er til móts við þarfir atvinnulífsins á vel
menntuðu vinnuafli og hefja nám í iðngreinum
á ný til vegs og virðingar. Nám er æviverk sem
lýkur ekki þó hefðbundinni skólagöngu ljúki
og leggja verður áherslu á að tækifæri til náms
og endurmenntunar verði tryggð óháð efnahag
og búsetu. Menntun og þekking er nú frekar en
nokkm sinni fyrr ráðandi um afkomu og
árangur þjóða. Sjálfstæðisflokkurinn mun
stuðla að því að menntun og þekking á öllum
sviðum nýtist sem best með því að hvetja
einstaklinginn til dáða og framtaks.
Arangur
Ágætu kjósendur, undir forystu
Sjálfstæðisflokksins er hagvöxtur hér á landi
tvöfalt meiri en í nágrannalöndunum,
kaupmáttur hefur aukist og lífskjörin hafa
batnað. En það þarf að gera betur, bæta þarf
kjör eldri borgara og öryrkja. I 70 ár hefur
Sjálfstæðisflokkurinn unnið að því ásamt
landsmönnum að byggja upp öflugt samfélag á
íslandi. Sá stöðugleiki sem rikt hefur
undanfarin ár sýnir að Sjálfstæðisflokknum er
best treystandi til að áætlanir fólksins í landinu
standist og lífskjörin haldi áfram að batna
Drífa Hjartardóttir, bóndi á Keldum skipar
2. sæti lista Sjálfstæðisflokksins á
Suðurlandi
D-LISTINN
Morgur
Arni.'
Stuðninr
IRGUNKAFFII AS<
glÁÁsgarði á mánudaginn og vj
að kosningum
mæta öll í morgjj
leðlæti að hg
ír hvatt til i
momur
im
brgna fram
íanudaginn.
^öðu og kíkja í
BARATr
Almennur baráttufundur i
Ásgarði már
Efstu menn á lista Sjálj
Drífai
verða
>-LISTANS
• alþingií&dsningamar verður haldinn í
aginn 3. maí nk. ki. 20.30.
jsflolýksins í Suðurlandi, Ámi Johnsen,
pttiriig Kjartan Ólafsson
ra fyrirspumum.
Allt stuðningsfólk D-lisrans er hvatt til að mæta
Kjartanólafsson:
Samfylk-
ingin ræðst
á sjávar-
plássin
Það er ótrúleg ósvífni hjá
fjórflokkasamsuðunni sem stendur að
Samfylkingunni að leyfa sér að setja það fram
sem höfuðmálið í stefnuskrá Sam-
fylkingarinnar að bjóða upp 40% af kvóta
sjávarplássanna í landinu á næstu íjórum árum.
Hvað myndi það þýða í atvinnuöryggi fyrir
fólkið í sjávarplássunum. Það fer ekkert á milli
mála að hver einasti íbúi í sjávarplássi getur
sett sig í þau spor. Að þessu leitinu fara
hagsmunir útgerðar, sjómanna og land-
verkamanna saman, að grundvallaratriðið er að
tryggja atvinnuna. Deilan um sjálft
kvótafyrirkomulagið, gróðann og annað sem
vert er að ræða má ekki kippa stoðunum undan
atvinnuörygginu og þrátt fyrir allt þá hefur
Suðurlandskjördæmi aukið hlutdeild sína í
kvóta á landinu öllu undanfarin ár umfram
önnur kjördæmi og sama er að segja um
Norðurland eystra. Ætlar Samfylkingin nú að
fara að refsa Sunnlendingum og sérstaklega
íbúum sjávarplássanna með því að bjóða upp
hvert á land sem er 40% af lífsviðurværinu.
Hvaða rugl er þetta, hvaða skrifstofa í
þéttbýlinu við Faxaflóa hefur samið stefnu
Samfylkingarinnar. Þá er það ekki síður hótun
og ögrun við landsbyggðina að Samfylkingin
ætli að setja á umhverfisskatt, sem er hækkun á
bensíni, hækka fjármagnstekjuskatt, setja á
auðlindaskatt, sem bitnar sérstaklega á
fiskvinnslufólki og er bein tilfærsla á fjár-
magni frá sjávarplássunum til
höfuðborgarsvæðisins og getur numið sem
svarar einu loðnuskipi á ári frá Þorlákshöfn og
tveimur frá Vestmannaeyjum, ef stefna
Alþýðuflokksins, Alþýðubandalagsins,
Kvennalista og Þjóðvaka fær að ráða í einni
sæng þar sem allt virðist í tómri vitleysu af því
einu að það er svo gaman að vera saman fyrir
þessa flokka og flokksparta.
Kjartan Ólafsson, framkvæmdstjóri á
Selfossi, er í 3. sæti á lista Sjálf-
stæðisflokksins á Suðurlandi og er því í
baráttusæti listans.
Þú velur flugið. Allt cftii þ-f 'ivaft hcntsr þcr. sð
rnoryni, uti TiiOjcin <JiV;i cúa sfód<í:j s. Oj nú l’efjr
iVda'dfifli.g nnkift þjiiruifaiiria ng héfitr vift ‘ugi milli
18:00 og 19:QC frá fimmLuccgi lil sunucags. lakLu
f ujiið rtvad ísl&f idtjtlugi. þ-sö boirjar sig tljótt.
REYKJAVÍK - VESTMANNAEYJAR
Uppfýsingar og hókanir:
SíTii 4S1 3050. tax4S1 3051
www.istandsfíufí.is
.
IflllliIIXllSISIIIli 'bkoTTFók
Mán-fftá Ú7:J0 C":55 06:15 08:40
Alla daga n:>!5 - 12:lC 12:3Ú - 12:55
Mán-miö ló:3Ú - 6:55 17: 5 - 17:4 Ú
Fim-sun 17:50 - 3: 5 18:35 - I9:Ú0
Arangur fýrir alla
%-TJ