Fylkir


Fylkir - 06.06.1999, Blaðsíða 2

Fylkir - 06.06.1999, Blaðsíða 2
2 6. júní 1999 - FYLKIR Herjólfur kominn heim á ný Viðgerð á andvelti- ugganum lokið Efri legan tekin út um gatið sem skorið var á síðu Herjólfs. einungis bakborðs andveltiugginn verið notaður á siglingum skipsins frá því bilunin kom upp. Undirbúningur að viðgerð hafði staðið frá því bilunin kom upp. Búið var að kafa til að reyna að sjá ástæður fyrir biluninni og hvers eðlis hún væri og stöðugt var verið í sambandi við sérfræðinga frá Sperry, sem eru framleiðendur andveltiugganna. Höfðu þeir fengið eins nákvæma lýsingu á biluninni og mögulegt var og búið var að gera þær athuganir sem þeir báðu um. Samkvæmt mati sérfræðinganna voru allar líkur á að ekki væri um mjög alvarlega bilun að ræða og ráðgerðu þeir að miðað við þá bilanagreiningu sem þeir gerðu að viðgerð tæki u.þ.b. sólarhring. Þó kom fram hjá þeim að vissulega væri ekki hægt að útiloka að bilunin væri alvarlegri en þeir töldu þó hverfandi líkur á að svo væri. Samningar náðust við þurrkví í Englandi að hún tæki að sér viðgerð á ugganum en eftir að í ljós kom að þeir ætluðu ekki að standa við gerðan samning var leitað eftir að komast annarstaðar í þurrkví og náðust samningar við aðila í Rotterdam í Holllandi.. Herjólfur hélt frá Eyjum síðdegis Sumaráætlun Herjólfs Frá Eyjum alla daga kl. 08.15 Frá Þorl.höfn kl. 12.00 Aukaferðir: Fimmtudaga frá Eyjum kl. 15.30 FráÞorl.höfn kl. 19.00 Föstudaga frá Eyjum kl. 15.30 Frá Þorl.höfn kl. 19.00 Sunnudaga frá Eyjum kl. 15.30 Frá Þorl.höfn kl 19.,00 Herjólfur hf. Vestmannaeyjum Herjólfur kom heim frá Rotterdam í Hollandi sl. laugardag eftir að hafa verið úr áætlun í rúmar þrjár vikur. Herjólfur hélt til Hollands 7. maí vegna bilunar í stjómborðs andveltiugga skipsins. Skyndilegur olíuleki kom að stjómborðs ugganum snemma í apríl og var hann frá þeim tíma ónothæfur. Hafði því Búið að festa uggann upp með talíum áður en farið var að losa festingar hans. Mjög þröng og erfið aðstaða var við að rífa uggann úr. Hér sést hvar unnið er við að losa neðri legu uggans en þarna er búið að skera burtu styrktarbita til að komast betur að legunni. föstudagin 7. maí og var ráðgert að vera í Rotterdam um miðjan dag mánudaginn 10. maí en Herjólfur hreppti mjög slæmt veður á útleiðinni og var ekki kominn til hafnar í Rotterdam fyrr en aðfaramótt þriðjudagsins 11. maí. Strax þegar búið var að koma skipinu fyrir í þurrkvínni hóf sérfræðingur frá Sperry skoðun á ugganum og hafist var handa um að opna hann til að sjá hver bilunin væri. Fljótlega kom í ljós að bilunin var alvarlegri en talið hafði verið og eftir því sem meira var opnað af búnaði uggans kom í ljós að bilunin var mjög alvarleg og stór hluti svokallaðs "rigging búnaðar" uggans var skemmdur og síðar kom í ljós að hluti svokallaðs "tilting búnaðar" hans var einnig skemmdur. Það varð því að rífa uggann og allan búnað hans úr skipinu. Atta 40 mm sverir boltar sem festa uggann við "rigging búnaðinn" vom klipptir í sundur, legur vom skemmdar og öxlar og sæti vom bogin og snúin. Það varð því að fræsa og renna upp nær hvert einasta stykki úr búnaði uggans. Teikningar vom fengnar frá Japan. þar sem uggamir em framleiddir. Upplýsingar um hvernig smíða ætti hlutina upp í nýjum málum. Fá varð nýja bolta og fleiri varahluti. Þegar fyrir lá hversu alvarleg bilunin væri var ljóst að Herjólfur yrði mun lengur úr áætlun en ráðgert var enda tók viðgerðin í þurrkvínni rúmar tvær vikur. Lán í óláni var að stöðin sem Herjólfur hafði lent hjá var mjög vel tækjum búin því nota þurfti rafeindastýrða fræsara og rennibekki, svokallaða "róbóta" til að smíða upp búnaðinn. Verkið gekk því vel fyrir sig og tók endursmíðin tiltölulega skamman tíma miðað við umfang verksins. Unnið var á Gatið sem haus uggans situr í. vöktum við viðgerðina og gekk viðgerðin vel en umfang verksins var afskaplega mikið. Skorið var gat í síðu Herjólfs til að ná út hluta af búnaði uggans sem staðsettur er innan skips og var það allt flutt í land til viðgerðar. Talið er fullvíst að orsök bilunarinnar sé að ugginn hafi rekist í eitthvað á siglingu Herjólfs, hval, rekadmmb eða eitthvert annað rekald og höggið haft orsakað skemmdimar. Ekkert sést þó á sjálfum itgganum en séifræðingar Sperry segja að mýmörg dæmi séu um að uggar hafi fengið á sig högg sem orsakað hafi bilanir án þess að á þeim sjáist. Þegar ugginn á Herjólfi bilaði var bræla og við slíkar aðstæður koma oft högg og dynkir á skipið svo vel getur verið að ugginn hafi rekist á eitthvert rekald án þess að vart hafi orðið við það. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hversu kostnaðarsöm viðgerðin á ugganum er en ljóst er að kostnaðurinn hleypur á milljónum ef ekki tugum milljóna en líklegt er að hér sé um tryggingatjón að ræða svo fjárhagslegt áfall Herjólfs verður ekki eins mikið af þeim sökum en þó er víst að þessi bilun og það hversu langan tíma skipið var úr áætlun er Herjólfi mjög erfitt fjárhagslega auk þess sem það hefur valdið miklum erfiðleikum í samgöngumálum í Eyjum. Við því er þó ekkert að gera því hér er um að ræða óhapp sem enginn gat séð fyrir og ekkert er við að gera. Meðan Heijólfur var í viðgerðinni vann áhöfn skipsins við ýmis viðhaldsstörf. Skipið var allt þrifið og öll gólf bónleyst og bónuð á ný. Bíladekk var málað, síður og botn blettuð og málað á þilfari auk ýmissa annarra viðgerða og viðhaldsstarfa. Herjólfur kemur því eins og nýr, bæði að innan og utan, í sumaráætlunina sem nú hefur tekið gildi. ERUÐ ÞIÐ MEÐ BREYTILEGAR 1KK.II R EFTIR MÁNUÐUM? Hai ið þið kynnt ykkur kqsti greiðsluþ.tónustunnar? Hentugt fvrir fólk sem er með óiafnar tekiur, VlÐ sjáum um að greiðsludreifa reikningum þínum. þannig að greiðslum er iafnað niður á 12 mánuði. Enginn gluggapóstur og skilvfs greiðsla reikninga. Eruð þið með góðar tekiur í dag. hvað með efri árin? Við bjóðum upp á góða valkosti í lífeyrisspamaði, sniðið að þínum þörfum. LífsvaI er heiti á nýrri og þægilegri leið í Iffeyrissparnaði, sem við bjóðum upp á. Við bjóðum upp á þrjár leiðir í lífeyrisspamaði: Lífeyrisreikning Sparisjóðsins Lífeyrissjoðinn Einingu Séreignasjóð Kaupþings Sparisjóður Vestmannaeyja Útgefandi: Eyjaprent ehf fyrir hönd Sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum. Upplag: 1800 eintök. Ritnefnd: Grímur Gíslason ábm. Magnús Jónasson, Sigurður Einarsson Amar Sigurmundsson Skapti Öm Ólafsson Prentvinna: Eyjaprent ehf.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.