Fylkir


Fylkir - 06.06.1999, Blaðsíða 1

Fylkir - 06.06.1999, Blaðsíða 1
51 . árgangur Yestmannaeyjum 6. júní 1999 - Sjómanndagurinn 2. tölublað Gullberg VE 292 er nýjasta skipið í tlota Eyjamanna. Það kom til heimahafnar fyrir skömmu og ber eigendum sínum gott vitni um djörfung og kjark, fjölskyldu sem staðið hefur í útgerð í Vestmannaeyjum í hart nær heila öld. Árni Johnsen, alþingismaður Þakkir fyrir öflugan stuðning í Alþingiskosningunum Sjómenn og fjölskyldur, til hamingju með daginn Öflug útkoma Sjálfstæðisflokksins í Alþingiskosningum í maí tryggir það að landsmenn búa áfram við trausta stjóm á landinu undir forystu sjálfstæðismanna. Á Suðurlandi kom Sjálfstæðisflokkurinn mjög vel út með 36% atkvæða og er hinum ötulu og fjölmörgu stuðningsmönnum flokksins þakkaður frábær stuðningur. Mörgum ofbýður að flokkur sem er með helmingi minna fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn fái jafn marga ráðherra í ríkisstjóm og auðvitað er það umdeilanlegt,en þannig hefur þetta verið frá 1991 er Sjálfstæðisflokkurinn bauð upp á slík skipti til þess fyrst og ffemst að skapa eins mikinn stöðugleika í samstarfi ríkisstjómaflokka og unnt er. Það er ekki allt fengið með ráðherraembætlum. Reynslan hefur sýnt að þeir sem þekkja leiðir kerfisins og vinna skipulega geta náð ýmsu fram sem jafnvel ráðherrar geta ekki af því að þeir em frekar bundnir breiðara sviði. Suðurlandskjördæmi er nú öflugasta Árni Johnsen landsbyggðarkjördæmi Sjálfstæðisflokksins og hefur lengi haft ráðherra úr röðum sjálfstæðismanna,en þau tímamót urðu í síðustu kosningum að sjálfstæðismenn eiga nú fyrstu þingmenn í öllum kjördæmum landsins nema Austurlandskjördæmi. Ef við hefðum náð því markmiði sjálfstæðismanna á Suðurlandi að ná 'þremur þingmönnum kjömum f kosningunum hefði staða okkar verið sterkari þótt vissulega sé ekki undan neinu að kvarta. Við bættum við okkur 3 prósentum og það er ekki lítið. Við munum vinna af krafti og markvísi og styrkja enn betur stöðu okkar fyrir næstu kosningar þegar kosið verður í nýju kjördæmi, Suðurkjördæmi með samruna Suðurlands og Suðumesja og hugsanlega Austur-Skaftafellssýslu. Ekki ástæða til þess að fara ofan í saumana á síðustu kosninga- bai'áltu.en þó get ég ekki látið hjá líða að segja frá því að þingmenn Samfylkingarinnar hafa verið að gantast með það í hópi þingmanna að undanfömu að þeir hafi á ýmsum stöðum kynnt allt aðra stefnu en opinbera stefnu Samfylkingarinnar. Einn staðurinn sem þeir hafa gumað af í þessum efnum er Vestmannaeyjar, enda munu þeir Lúðvík Bergvinsson og Guðmundur Árni Stefánsson sem komu Hyggjuvitið, reynslan og tilfinningin skipta megin máli Sjómannadagurinn er nú haldinn hátíðlegur í sextugasta og fyrsta skipti. Helstu markmið hans í upphafí vom að efla samhug meðal sjómanna og minna á mikilvægi starfa sjómanna fyrir þjóðina. Mikilvægi starfa sjómanna er síst minna í dag en fyrir jtessunt rösku sextíu árum. 1 dag er sjávarútvegurinn undirstaða fjölbreytts og flókins upplýsinga- og þjónustuþjóðfélags og engin teikn á lofti um að það muni breytast. Fjölbreytni þjóðfélagsins er hinsvegar svo mikil og framboðið af alls konar upplýsinginunt og afþreyingu svo mikil að mörgunt sést yfir það á hverju við byggjum okkar þjóðfélag. Það er því enn sem fyrr ástæða fyrir sjómenn að halda upp á Sjómannadaginn og bjóða öðrum starfsstéttum þjóðfélagsins að taka þátt í þeim fagnaði. Minn heimabær hefur, eins og Vestmannaeyjar, verið einn stærsti og mikilvægasti útgerðarbær landsins. Bærinn hefúr hinsvegar breyst mikið. Hann hefur þanist út og fjölmargar aðrar atvinnugreinar eiu orðnar snar þáttur í atvinnulífi bæjarins. Samt sem áður er það alltaf þannig að bæjarlíftð hverfist um höfnina. Höfnin er miðpunktur þess. Þar er auðvitað blómleg starfsemi en aðrir bæjarbúar sækja þangað ekki síður til þess að hittast og ftnna það að þeir eru hluti af því líft sem þar fer fram. Breytingamar hafa ekki skilið sjávarútveginn eftir ósnertann. Þar Árni Mathiesen hafa líka orðið miklar breytingar og þar er verið að nota alla þá miklu tækni sem notuð er í hinum nýju atvinnugreinum. Það er því langur vegur frá þeim, sem réru til ftskjar á opnum bátum og til þeirra sem standa í brúnni á stórum nýtísku togurum í dag. Samt er verið að vinna sama verkið og það skiptir máli hver það er sem stendur í brúnni. Tæknin hefur ekki tekið öll völd. Hyggjuvitið, reynslan og tilfmningin er ennþá nauðsynleg, ef vel á að takast til. Sjómannadagurinn undirstrikar því enn sem fyrr mikilvægi þeirra starfa, sem sjómenn inna af hendi. Til hamingju með daginn. Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra sérstaklega til Eyja á vinnustaði hafa ákveðið að segja ekki eitt orð um hina raunverulegu stefnu Samfylkingarinnar í sjávarútvegs- málum, heldur fara eins og kettir í kring um heitan graut og blekkja fólk. Það að þeir treystu sér ekki til að kynna stefnu Samfylkingarinnar í fiskveiðistjómunarmálum er ekki undarlegt því hún var bein árás á sjávarplássin í landinu. Við sjálfstæðismenn vöktum athygli á þessu,en það eina sent er ástæða til að segja um þetta er: Passið ykkur á þeim næst. Um þessar mundir er verið að skipta verkum innan Alþingis, nefndum og öðm sem þarf að sinna og ég fyrir mitt leiti sem 1. þingmaður Suðurlands mun gera ákveðnar kröfur í þeim efnum þar sem ég held að það muni nýtast okkar kjördæmi vel inn í framtíðina. Við höldum okkar striki fast og ákveðið og ég vil undirstrika að varðandi Vestmannaeyjar er það enginn flokkur nema Sjálfstæðisflokkurinn sem sinnir Vestmannaeyjum í alvöm eins og verkin reyndar sýna. Ég vil sérstaklega þakka sjómönnum öflugan stuðning í Álþingiskosningunum. Það fór ekkert á milli mála að sjómenn studdu sérstaklega vel við bakið á okkur og um leið og ég ítreka þakkir til þeirra og þess þorra fólks sem veitir okkur brautargengi þá vil ég óska sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn. Sendum sjómönnum í Vestmannaeyjum bestu kveðjur á sjómannadaginn

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.