Fylkir


Fylkir - 06.06.1999, Blaðsíða 4

Fylkir - 06.06.1999, Blaðsíða 4
Sunnlenskir sjálfstæöismenn kveðja Þorstein Pálsson Föstudagskvöldið 28. maí sl. héldu sunnlenskir sjálfstæðismenn samkomu að Hótel Selfossi þar sem Þorsteinn Pálsson fyrirverandi alþingismaður og ráðherra var kvaddur af samherjum sínum í kjördæminu. Fjölmörg ávörp voru flutt í boðinuí boðinu og Þorsteini þökkuð góð og farsæl störf í þágu lands og þjóðar. Þá bárust honum margar gjafír, m.a. frá kjördæmisræáði Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi sem gáfu honum höggmyndina Sunnanfari eftir Helga Gíslason myndhöggvara. Það er mál manna sem tóku þátt í þessum fagnaði að hann fór sem besta fram og kom þar vel fram hversu mikið Sunnlendingar meta Þorstein og hans störf. A myndinni eru Þorsteinn og Ingibjörg Rafnar kona hans með þeim Birni Gíslasyni bæjarfulltrúa á Selfossi, lengst til vinstri og Helga Ivarssyni bónda á Hólum við Stokkseyri en hann varð 70 ára sl. þriðjudag. Helgi hefur tekið mikinn þátt í störfum Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi árum saman og sendir Fylkir honum bestu árnaðaróskir. Þorsteini eru þökkuð mikil og góð störf fyrir Vestmannaeyinga á undanförnum 16 árum og er honum og Ingibjörgu óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi. Lífeyrissjóður Vm fjárfestir í lfinnslustöðinni Lífeyrissjóður Vestmannaeyja keypti um 9% hlut í Vinnslustöðinni fyrr í þessari viku. Eftir kaupin er Lífeyrissjóður Vestmannaeyja orðinn næst stærsti einstaki hluthafinn í félaginu með 11,5% eignarhlut og er eingöngu Olíufélagið ESSO með stærri hlut. I frétt frá Lífeyrissjóðnum segir að með kaupunum í Vinnslustöðinni sé verið að fjárfesta t ábatasömum eignarhluta með ávöxtun og hagsmuni sjóðsfélaga að leiðarljósi. Þá sé augljóst að áhugi er fyrir því að ráðandi eignarhlutur í Vinnslustöðinni hf. færist að töluverðu magni til þeirra sem hafa búsetu á atvinnusvæðum félagsins. Með kaupunum telji sjóðurinn sig stuðla að bættu atvinnuöryggi í Eyjum, eflingu byggðarlags og sjóðsfélaga til lengri tíma litið. Að lokum segir að stjómendur Lífeyrissjóðsins telji að með þessum kaupum sé sjóðurinn að styrkja gmndvöll Vinnslustöðvarinnar hf. og það mikilvæga starf sem framundan er við uppbyggingu fyrirtækisins. Hraun og fólk á Stakkó í sumar Verkefnið Lava og folk sem miðar að því að efla menningarlegt samstarf myndlistarmanna á Norðurlöndum hefur verið valinn staður í Eyjum í sumar. Undirbúningur að verkefninu hefur staðið í nokkum tíma en það er í höndum Þróunarfélags Vestmanna- eyja í samstarfi við Vestmannaeyjabæ og myndhöggvara á Norðurlöndum. Verkefnið hefst 15. júh' nk. og stendur til 15. ágúst og koma 22 valdir listamenn frá Noregi, Svíþjóð, Finn- landi, Danmörku, Grænlandi, Alands- eyjum og íslandi. Von var á fær- eyskum myndhöggvara en hann átti ekki heimangengt þegar til kom. Svipað verkefni sem hlotið hefur heitið Hraun og fólk fór fram á Grænlandi árin 1993 og 1994. Vinna við listaverkin hér í Eyjum fer fram á Stakkagerðistúninu en þau verða öll í formi högglistar, unnin úr grjóti að mestu leyti. Vestmanna- eyjabær eignast öll listaverkin að loknu verkefninu. Sérstök verkefnis- stjóm hefur unnið að undirbúningi málsins en verkefnisstjóri er Margrét Hjálmarsdóttir. Fjórtán Eyjaskip með kvóta úr norsk-íslensku síldinni Það eru fjórtán skip úr Vestmannaeyjum sem eru með kvóta úr norsk-íslensa síldarstofninu enw þau eru: Aflahámark Framsalsheimild Antares VE 18 3562 tonn 2640 tonn Bergur VE 44 3948 tonn 1922 tonn Gígja VE 340 2975 tonn 1779 tonn Glófaxi VE 300 2462 tonn 980 tonn Guðmundur VE 29 3446 tonn 1831 tonn Gullfaxi VE 192 3440 tonn lOtonn Gullberg VE 292 2452 tonn 1134 tonn ísleifurVE 63 3795 tonn 2353 tonn Kap VE 4 3269 tonn 1654 tonn Sighvatur Bjamason VE 81 4768 tonn 3014 tonn Sigurður VE 15 4654 tonn 3070 tonn Sæfaxi VE 30 1433 tonn 36 tonn Samtals 47.685 tonn 24.112 tonn Heildarkvóti Islendinga er 202 þúsund tonn og af því er hlutur Eyjaskipa tæp 24% af heildinni. Veiðist kvótinn ekki á yfirstandandi vertíð feliur hann niður og má ekki geyma hann á milli ára. A þessum tólf skipum em hátt í 200 sjómenn þannig að það er ljóst að þetta skiptir miklu máli fyrir þessar útgerðir og áhafnir skipanna og fjölskyldur þeirra hvemig til tekst en reynslan hefur sýnt að síldin er óútreiknanleg. DAGSKHÁ SJOMAM MADAGSIM $ í VESTMAMMAEYJUM 1999 FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ Kl. 16:00 Knattspyrnukeppni áhafna í Eyja- flotanum, á Helgafellsvelli, sjón er sögu ríkari. Kl. 21:00 - 01:00. Ámi Johnsen og félagar með tónleika í Akóges og Gylfi Ægisson opnar málverkasýningu sína til minningar um látna félaga í Eyjum. LAUG A RDAGUR 5. JÚNÍ Kl. 10:00 Sjómannadagsblaðið verður afhent sölubömum, góð sölulaun í boði. Kl. 11:30 Hátíðarhöldin í Friðarhöfn hefjast, (A.T.H. BREYTTAN TÍMA) með kappróðri, koddaslag súmóglímu á sjó og einhverju fleira skemmtilegu. Pokahnýtingarkeppnin og reiptogið fara fram á Stakkó Upp úr kl. 13:30 hefst skemmtidagskrá á Stakkó fyrir alla fjölskylduna á vegum Sjómanna- dagsráðs í samstarfi við útvarpsstöðina BYLGJUNA, en Bylgjuhraðlestin hefur yftrreið sína um landið hér í Eyjutn um sjómanna- dagshelgina. Margt verður í boði, s.s. leiktæki fyrir börnin ( frítt í flest tækin ) sumarstúlka Vestmannaeyja verður valin, fjöltefli við stórmeistara, Hálanda- leikar með alkunnum kraftakörlum, Islandsmót í sjómanni Eyjasjómenn sýnið nú dug ykkar og krafta!! og margt fleira verður til gamans gert. Landskunnir skemmtikraftar skemmta þar má telja Ladda, Pétur Pókus galdrakall og svo náttúrulega hljómsveitina SKÍTAMÓRAL sem kemur öllum í gott stuð fyrir kvöldið. Mörg fyrirtæki verða með kynningar og allkonar sprell. Herlegheitunum stjómar hinn víðkunni og ljúft Heeeeeeemmi Guuuunnn. Kl. 17:00 Skákmót í Alþýðuhúsinu milli landkrabba og sjómanna. Hveijir em bestir ? Kl. 20:00 Sjómannahóf verða í Týsheimili og Alþýðuhúsi og hefjast kl. 20:00. stundvíslega. Húsin opna kl. 19:30. Boðið verður upp á vandaða dagskrá undir borðhaldi og dansleik á eftir ffam á rauðan morgun. I Týsheimilinu spilar Skítamórall og Dans á Rósum í Alþýðuhúsinu. Hægt verður að ganga á milli húsa eftir kl.02:00. Miðasala á dansleikina verður í Básum á laugardag ífá kl. 14:00- 17:00. Miðaverð á borðhald og dansleiki er kr. 4500. Þeir sem ætla að taka þátt í kappróðrinum og öðmm dagskráratriðum vinsamlegast haftð samband í síma 481-2611 eða GSM 869-8687. Þeir sem em með verðlaunabikara frá í fyrra vinsamlegast skilið þeim á skrifstofu Sjómannadagsráðs í Básum. Dregið verður í riðla og um brautir í kappróðri á föstudag kl. 20:00 í Básum. SJÓMANNADAGURINN 6. JÚNÍ Kl. 13:00 Sjómannamessa í Landakirkju. Minningarathöfn við minnisvarða um hrapaða og drukknaða að messu lokinni f umsjá Snorra Óskarssonar. STAKKAGERÐISTÚN KL. 15:30 Lúðrasveit Vestmannaeyja. Ræðumaður dagsins: Jón Bondó sjómaður. Heiðranir og verðlaunaafhendingar í umsjón Snorra Óskarssonar. Samkór Vestmannaeyja flytur nokkur lög. Örvar Kristjánsson þenur dragspilið. Sjómenn, verið virkir þátttakendur í hátíðarhöldunum og gernrn helgina ánægjulega. Góða skemmtun. MUNIÐ Sjómannadagskafft Eykindilskvenna í Alþýðuhúsinu á Sjómannadaginn frá kl. 14: 30. Formaður Sjómannadagsráðs: Valmundur Valmundsson. Kynnir: Bjami Ólafur Guðmundsson. Sjómannadagsráð áskilur sér rétt til breytinga á dagskránni.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.