Skátablaðið - 01.12.1952, Side 11
BRÆÐUKNIM
FMir ODD PAULSFN
Það voru einu sinni bræður, sem hétu
Pétur og Páll. Þeir voru tvíburar, svo líkir
að fólk þekkti þá ekki í sundur. En að öðru
leyti voru þeir mjög ólíkir í flestu. Pétur
til dæmis var latur og fyrirleit vinnu, að
því leyti var liann ólíkur bróður sínum.
Þvi að Páll var sístarfandi heima, frá
morgni til kvölds. Og eins og þú veizt, þá
er alltaf nóg að starfa á fámennu bónda-
býli.
Móðir þeirra var löngu dáin, og það var
enginn kvenmaður til á bænum, til þess að
hugsa um húsverkin. Og þar sem faðir
þeirra var farinn að eldast og verða las-
burða, gengu útiverkin einnig seint og illa.
Páll hjálpaði til eins og hann gat, við að
halda öllu í horfinu með föður sínum, en
Pétur sat með krosslagðar hendur, og hvíldi
sig eða ferðaðist um meðal nábúanna.
Hann tók lífinu létt, — hafði engar
áhyggjur.
Menn fóru að hugsa um það, hvernig
búskapurinn hjá þeim mundi gnaga, ef
faðir þeirra félli frá. Föður þeirra þótti
Sidney, N.S.W. Australia. Vill koma á bréfa-
sambandi við ísl. skátaflokk, fyrir flokk sinn,
6 skáta.
Morgens Rude Andersen, Hegnshusene 95,
Köbenhavn, Brh., Danmark. 16 ára, ekki skáti.
Frl. Gisela Hensen, 20a Hannover, Heidorn-
strasse 7C, Deutschland. Hún vill komast í bréfa-
samband við ísl. dreng 16—17 ára. Mál þýzka.
Hún er ekki skáti.
Dolly Ann Rasmusson, 14 ára, Brett, Iowa,
U.S.A. Skátastúlka sem vill skrifast á við ísl.
drena eða stúlku
það enganveginn sanngjarnt, að Pétur erfði
helminginn af búinu eftir sinn dag, því
að hann sá, að í Páls höndum væri því
borgið, — og hver átti það frekar skilið að
erfa kotið en hann, þar sem hann þrælaði
sér út frá morgni til kvölds, við að hjálpa
þeim við búskapinn.
Samt sem áður varð aldrei af því, að
hann tæki ákvörðun um ráðstöfun eigna
sinna eftir hans dag. Það drógst á langinn,
—og einn góðan veðurdag lá faðir þeirra
dáinn í rúrni sínu, og þar sem engin erfða-
skrá hafði verið samin, erfðu bræðurnir
báðir kotið, með öllu sem jrví tilheyrði.
Það leið ekki langur tími þar til Pétur
og Páll urðu ósáttir. Hvernig gat það farið
öðruvísi. Páll varð svo reiður við bróður
sinn, vegna leti hans, og fannst hann alveg
óþolandi, vegna þess að hann varð ein-
samall að hugsa um allt jafnt úti sem inni,
hvort sem hann var sjúkur eða heilbrigður.
Meðan Pétur ýmist lá og svaf, eða las fánýt-
ar bækur. Enda var þetta of rnikið starf
fyrir einn mann, en búið gaf ekki það mik-
ið af sér að það væri mögulegt að kaupa
vinnuhjálp.
„Þú verður að fara að vinna Pétur, og
taka þig á, það má ekki minna vera,“ sagði
Páll. „Elér er a. m. k. nóg verkefni fyrir
tvo.“
„Ég á bara helminginn af búinu og jörð-
inni,“ sagði Pétur hranalega. „Hugsa þú
um þinn helming, en skiptu þér ekki af
mínum. Ég sé urn mig.“
„Jú, það gæti nú verið ágætt ef svo væri,“
49
SKÁTABLAÐIÐ