Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1952, Blaðsíða 16

Skátablaðið - 01.12.1952, Blaðsíða 16
út báða seinni daga mótsins og flutti fréttir og annað efni viðvíkjandi mótinu. Blaðið var að öllu leyti gert á mótsstað. Einnig voru gefin út sérstök mótsmerki í fyrsta sinn. Mótinu var síðan slitið á annan hvítasunnudag kl. 4 af Jóni Guðjónssyni félagsforingja Hraunbúa, en hann annaðist mótsstjórn í forföllum Eiríks Jóhann- essonar. S. H.J. SKÁTAFLOKKURINN „ÚTLAGAR Skýrsla flokksformgja fyrir starfsárið 1951—1952. Starfið allt var með svipuðu móti og áður með örlitlum breytingum þó. Skipzt hafa á fundir, íþróttaæfingar og nokkur vinnuhjálp. 22 voru skráðir meðlimir flokksins í byrjun starfsársins. Flokksmenn komu 16 sinnum saman auk vinnugjafatíma og iþróttaiðkanna. Eundir flokksins hafa flestir verið haldnir í Skátaheim- ilinu. Helzt það sem tiðindi má telja í húsnæð- ismálinu, er að loforð fékkst um að flokkur- inn fengi afnot af einu herbergi Skátaheimilis- ins. Virðast rnenn ánægðir með þau málalok. Merki flokksins var búið til á prjón. Er það hið vandaðasta. Gísli hafði veg og vanda af því. Stjórn B.Í.S. hefur gefið flokknum leyfi til að nota merkið. Allmargir flokksmenn stunduðu körfuknatt- leik s. I. vetur. Þrjá kappleiki háðu þeir. Þann fyrsta við Megrunarfélagið. Leiknum lauk með sigri flokksins. Annan leik léku þeir við starfs- lið Kristjáns Sigurgeirssonar h.f. Flokkurinn tapaði. Hinn þriðji var við Gosa. Flokkurinn tapaði. Tíu ára afmælis flokksins var minnst á mjög eftirminnilegan 'Ttátt. Skátahöfðingja og vara- skátahöfðingja Þorsteini Einarssyni var boðið í hófið. Hófst það með borðhaldi. Stóð hátíðin nokkuð fram eftir nóttu. Skemmtiatriðin voru mörg og góð. Ohætt er að segja, að engin nefnd innan flokksins hafi starfað af jafnmiklum dugnaði og hagsýni og þessi afmælisnefnd. Frá Faxa barst gjöf. Var það fundarhamar. Ekki reyndist mögulegt að afhenda hann á afmælinu vegna ófyrirsjáanlegra tafa. I tilefni afmælisins varstofnaður Lánasjóður með 5000,00 kr. sem stofnfé. Ollum stofnendum flokksins voru færð skrautrituð heiðursskjöl frá Utlögum. Sjö flokksmenn hlutu heiðursveitingar frá B.Í.S. Einnig gaf flokkurinn Þorsteini Einarssyni fagra bók með mynd af öllum flokksmönnum. Haldið var áfram uppteknum hætti og ýms- um mönnum boðið á fundi. Dr. Björn Sigfús- son kom á fund í okt. Þótti mönnum hann hinn hressasti. Grétar Fells kom á fund í nóv. Bauð hann flokksmönnum á fund lijá Guðspeki- félaginu, hvern menn sóttu. Vilbergur Júlíus- son og dr. Helgi Tómasson komu á fundi til okkar eftir áramótin. Voru þeir báðir hinir skemmtilegustu og fróðustu. Sambandið við Faxa var betra en oft áður. Margt fréttabréfa barst frá Oskari Þór. Ritari flokksins tók upp nýjan þátt á funduni flokksins. „Fréttir úr Eyj- um“, var það þarfur þáttur. Frá 10 ára afmcelishófi Útlaga. .' \v Skátahöfðmgi er að flytja rœðu. 54 SKATABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.