Framsókn - 12.05.1954, Blaðsíða 2

Framsókn - 12.05.1954, Blaðsíða 2
FRAMSÓKN _ BÆJARMÁLABLAÐ Kröífum söað á smáutökin. Vertíðarlok 11. maí' er hættur að setja sama svip á bæjarlífið og áður var, nú er orðin sú breyting á, að vinnulaun og aflahlutir eru að verulegum hlutum greidd mánaðarlega, og vertíðarlokin ekki jafn fastbundin við ákveð- inn dag eins og áður var, þann- ig að lokin eins og kallað er ná nú yfir nokkurt tímabil eða nánar tiltekið fyrstu vikurn- ar af maí. Að þessu sinni er lokið feng- sælli vertíð, þótt eins og ávallt verður að fengurinn sé ærið mis- jafn og hjá mörgum í minna lagi. Það bezta við vertíð þá, sem nú er lokið er þó það, að allar skipshafnir hafa komið heilar til hafnar, þrátt fyrir það að einn bátur úr Eyjaflotanum, Glaður, týndist í hafið, en þar bjargaðist skipshöfnin í gúmmí bát svo sem kunnugt er. í Sambandi við vertíðarlokin er Eyjabúum rétt og skylt að gera sér glögga grein fyrir því, að þeir eru ekki og hafa ekki hvorki nú né áður verið einir um að draga björg í bú. Með hefur starfað fjöldi aðkomu- fólks, og það byggist á hingað- komu aðkomufólksins á - vetrar- vertíðinni að hægt er að gera Eyjaflotann út á vertíð, og varð að þessu sinni að fá nokkurn mannafla frá Færeyjum til sjó- róðra. En gott er líka til þess að vita, að margt af aðkornufólk- inu aflar Sér í Eyjum einmitt fyrstu efnanna til þess að koma fótum undir framtíð sína í heimahögum, þannig að sam- starfið, sem er á milli aðkomu- og heimafólks er til gagnkvæmra hagsmuna beggja. Eyjabúar hafa að þessu sinni eins og ávallt áður ástæðu til þess að þakka aðkomufólkinu mikil og vel unnin störf og gott samstarf og óska því góðrar heimkomu og fararheilla. „Því dáð hvers eins er öllum góð, hans auðna félagsgæfa; og markið eitt hjá manni og þjóð, hvcrn minnsta kraft að æfa. Þann dag, sem fólkið finnur það og framans hlýðir kenning, í sögu þess er brotið blað, — þá byrjar íslands menning". E. B. Þróun bœjarmálanna í Vestmannaeyjum. Frá því bæjarstjórn var fyrst kosin í Vestmannaeyjum til árs ins 1946 fór Sjálfstæðisflokkur- inn undir mismunandi nöfnum með meirihlutavald í bæjar- stjórninni og setti sinn svip á stjórn bæjarmálanna. Á þessu tímabili var lítið að- hafzt af bæjarvaldanna hálfu til almennrar fyrirgreiðslu við fólk ið í bænum, það var t.d. fyrst eftir að Framsóknarflokkurinn fékk Svein Guðmundsson kosinn í bæjarstjórnina að verkamanna skýlið á Básaskersbryggju var byggt að tillögu Sveins. En á þeim tíma var bæjar- stjórnin svo rislág að, fyrirhug- að var að leigja dýpkunarskip hafnarinnar í Vestmannaeyjum norður í land frá öllum verk- efnum skipsins óleystum heima fyrir. Þó mun bæjarstjórn sú, sem sat hér árin 1942 þar til í árs- byrjun 1946 hafa komizt lengra í athafnaleysi heldur en nokkur bæjarstjórn, sem áður hafði ver ið hér við völd, en þá var í skjóli uppgangstíma tækifæri, sem vonandi kemur aldrei aft- ur af hliðstæðum ástæðum, stórveldastyrjöld, til marghátt- aðra framkvæmda fyrir bæjar- félagið. En öllum slíkum tæki- færum var sleppt og hagur bæj- arfélagsins aldrei jafn aumur og í árslok 1945, en þá í janúar 1946 missti Sjálfstæðisflokkur- inn meirihluta í bæjarstjórn- inni. Bœjarstjórn Jafnaðar- manna og Sameiningar- flokks alþýðu — Sósíal- istaflokksins. Fyrir bæjarstjórnarkosning- arnar 1946 hlutu framangreind ir ilokkar meirihluta innan bæj arstjórnarinnar og tóku upp samstarf, en fulltrúi Framsókn arflokksins náði ekki kosningu vegna þess, að færð voru í kosn ingunni atkvæði á milli flokka, án vitundar ^ flokksforystunnar, til þess að tryggja fall Sjálfstæð isflokksins, í skjóli þess, að Framsóknasrflokkurinn kærrii ekki nema einum manni að, en hefði meira atkvæðamagn en til þess þyrfti. Dapurleg var aðkoma verka- lýðsflokkanna að bæjarmála- framkvæmdunum, en sú saga hefir verið svo margrakin að því verður sleppt hér, en í lok kjörtímabilsins voru þessir flokk ar orðnir þreyttir á hinum lát- lausa ófriði sem Sjálfstæðisflokk urinn héljt uppi gegn þeim og bæjarútgerðinni, sem stofnsett var undir stjórn þessara flokka og hafði ekki gefið þá raun, er vonir stóðu til, enda stofnuð af bjartsýni og óskhyggju en án nauðsynlegs fjármagns til fram kvæmda og reksturs. Kosningarnar 1950. í bæjarstjórnarkosningunum 1950 fékk Framsóknarflokkur- inn aftur fulltrúa í bæjarstjórn- ina og þá tvo og vann glæsilegan kosningasigur. Af hálfu Fram- sóknarflokksins var að kosning- um afstöðnum reynt að koma á heildarsamstarfi allra flokka um aðkallandi framkvæmdir, en þær framkvæmdir, er hæst ber, hafnarframkvæmdirnar og rafmagnsmálin eru þannig vaxn ar, að um þær á ekki að vera á- oreiningur. Sjálfstæðisflokkurinn hafði fyrir kosningarnar lýst því yfir, að hann tæki ekki þátt í neinu bæjarmálasamstarfi. Við þær yíirlýsingar ætlaði flokkurinn þó ekki að standa," hefði hann getað með stuðningi Jafnaðar- manna fengið sinn Guðlaug fyrir bæjarstjóra, og þegar það brást, þá fór sá flokkur í fýlu samnorræníi auiimL 15. maí hefst samnorræna sundkeppnin hér í sundlaug- inni. Verður lögð áherzla á að öll sundfær börn syndi fyrstu daga keppninnar. En vegna þess, að ekki hefur enn fengizt lull orka til upphitunar laugar innar, og því ekki hægt að fylla hana af sjó, verður ekki opið fyrir almenning fyrr en sund- námi skólanna er lokið. En þess er óskað, að þeir sem þurfa að fara úr bænum, en sundfær ir eru, mæti til keppninnar, eða hafi samband við starfs- menn laugarinnar í síma 143. Vonir standa til, að í júní- mánuði komi upphitun laugar- innar í lag. Mun síðar verða frá því skýrt. og var ekki viðmælandi um neitt samstarf og var slíkt illa ráðið. Hér fór svo, að ábyrgustu að- ilarnir mynduðu bæjarstjórnar- meirihluta, Framsóknarfiokkur- inn, Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn og Jafn aðarmaðurinn. Framháld í nœsta blaði. Húsbyggingar. Mikill hugur er í ungum mönnum að byggja sér hús, þeir sem áleiðis eru komnir hyggja á nýja áfanga í bygging- arframkvæmdum sínum og aðrir eru að leggja á brattann og hefja framkvæmdir. ^ Gera má ráð fyrir að mikið 9 verði um byggingarframkvæmd ir í sumar, fjöldi manna er að afla sér húslóða og hefja nýjar framkvæmdir. Gera má ráð fyrir, að Út- vegsbankinn láni á þessu ári allmörg lán til húsbygginga, sama máli gegnir með Sparisjóð inn, sem þegar er búinn að sam þykkja margar lányeitingar til íbúðarhúsabygginga auk 100 þúsunda til Gagnfræðaskóla- byggingarinnar. Loks má gera ráð fyrir að smáíbúðarlán verði veitt og væri rétt fyrir þá, sem þegar hafa fengið slík lán, lægri upp- hæð heldur en 30 þúsund að sækja um hækkun á lánum upp í þá upphæð. Hakvæm olíu- 1. Af hálfu fyrrverandi bæjar- stjórnar gekk Helgi Benedikts- son frá samningi um viðskipti Vestmannaeyjabæjar og stofn- ana hans við Olíufélagið h.f., Reykjavík, en áður hafði Raf- veitan haft samning við Olíu- félagið. Uppistaðan í þessum samningum er sú, að Vestmanna eyjabær og stofnanir hans, Rafveitan og Bæjarútgerðin gerðust þátttakendur í Olíufé- laginu og hafa þannig tryggt sér sannvirðisviðskipti um olíu- kaup sin til viðbótar miklum samnngsbundnum afslætti. Framangreint samkomulag kom fyrst til framkvæmda á ár- inu 1952 og nam aukinn hagn- aður bæjarsjóðs og bæjarstofn- ananna það ár um 80 þúsund- um króna. Hliðstæður hagnaður bæjar- sjóðs og stofnana hans fyrir ár- ið 1953 til viðbótar samnings- bundnum afslætti nemur um 150 þúsundum króna.

x

Framsókn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsókn
https://timarit.is/publication/880

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.