Ný vikutíðindi - 08.12.1961, Qupperneq 2

Ný vikutíðindi - 08.12.1961, Qupperneq 2
2 Nt VIKUTlÐINDI NÝ VIKUTÍÐINDI koma út fyrir hverja helgi og kosta 4 krónur í iausasölu. Áskriftarverð er 150 krónur árgangurinn — Ritstj.: Haraldur Teitsson og Baldur Hólmgeirsson. — Ritstjórnarskrifst.: Höfðatúiii 2, s í m i 14 8 56. — Prentun og afgreiðslu annast Stórholtsprent h-f., Höfðatúni 2, Reykjavík, sími 19150. Sölubörn afgreidd Þingholtsstræti 23. ___________ Hjáróma raddir Furðulega lijáróma raddir hafa komið fram gegn sjón- varpi hér á landi. Virðist jafnvel sem sumir vilji stefna að því að við tökum aftur upp torfbaðstofur og tóvinnu, til þess að við getum upplifað á ný rómantík kvöldvök- unnar eins og nokkrar einfaldar sálir hugsa sér hana. Umfram allt verður að koma í veg fyrir að við Islend- ingar, einir allra nútímaþjóða, megum nokkurn tíma fá að horfa á sjónvarp, sem er svo siðspillandi og stefnir þjóðmenningu okkar í svo mikla liættu. Ætli flestir vildu ekki fremur kjósa að sitja við sjón- varp í nýjum upphituðum og uppljómuðum steinhúsum en að skjálfa sér til hita yfir prjónunum eða kömbunum í lek- um torfbaðstofum, jafnvel þótt kveðin væri ríma eða lesin draugasaga við einhverja ljóstýru. Flestu getum við íslendingar rifist yfir. Gegn sjálfsögð- ustu lilutum er barist. Hvernig var það ekki, þegar kola- kraninn var settur upp í Reykjavík og verkamenn við höfnina gerðu verkfall, vegna þess að þeir töldu að kran- inn myndi taka svo mikla atvinnu frá þeim? — Þetta er eitt dæmi af mörgum slíkum. Nú láta andstöðumenn sjónvarpsins í það skína, að verið sé fyrst og fremst að berjast gegn stækkun sjón- varpsstöðvar varnarliðsms í Keflavík. En vafalaust líða ekki nema örfá ár þangað til Bandaríkjameim, Rússar og fleiri þjóðir setja upp endurvarpsstöðvar fyrir sjónvarp á gervihnöttum úti í geimnum, sem við getiun náð til, svo það er til lítils að láta svona. Nema það eigi að banna sjónvarpsviðtæki liér á landi! Það væri svo sem eftir ýmsu öðru í þessu kotríki, sem er þegar orðið til athlægis fyrir sundurlyndi og rembing. Það yrði aldeilis hlátursefni fyrir venjulegt fólk. Þetta moldviðri, sem nú er vferið að blása upp út af sjónvarpsmálinu, er fyrst og fremst frá kommúnistum kom ið. Þeir myndu alveg örugglega vera fylgjandi stórri sjón- varpsstöð í Keflavík, ef þar væri RtJSSNESKT varnarlið. Sjá menn ekki í liendi sér svo augljóst mál? Það er mergurinn málsins. Þetta er hin alvarlega hlið málsins, sem annars er hlægilegt og naumast umtalsvert — svo sjálfsagt er það, að við fáum sjónvarp. Einstaka gamlar sálir liafa ekki áttað sig á því, livað seinni heimsstyrjöldin hefur haft mikla breytingu í för með sér á hugsanagang fólks í liinum menntaða heimi. Unga kynslóðin vill um fram allt hraða og framkvæmdir. Hún vill jafnvel eitthvað krassandi. Hún vill myndir, og hún vill hreyfingu á hlutunum! Hér skal ekki lagður dómur á það, hvort þetta er til farsældar, en þannig er þetta bara. Þeir sem vilja berja hausnum við steininn og lifa í for- tíðinni, geta lialdið því áfram. Þeir mega skrifa atburða- litlar langlokusögur fyrir sjálfa sig og aðra öldunga, en þejr ættu eklti að stefna að því að gera landið að því leið- indabæli, sem þeir vilja liafa það. Flótti ungs fólks héðan af landi er nógu alvarlegur, þótt menn séu ekki að gera sér leik að því að ýta undir hann. — g ó skemmbisbööurxjm Þess ber að geta að mat- HAUKUR MORTHENS mun vera að yfirgefa Röðul, þar sem hann hefur um langt skeið sikemmt við glæsilegan orstír. Eg hef að vísu ekki náð tali af honum til að spyrja hann nánar um þetta, enda er ég ekki viss um, að ég fái nobkuð ákveðið upp úr honum um þetta mál, en ybkur í trúnaði sagt, þá hef ég heyrt, að hann sé að fara í Klúbbinn, og verði þangað ráðinn með honum hin ágæt- asta hljómsveit, og muni Sig- urbjörn Ingþórsson, bassa- leiikari, vera einn aðalmaður- inn. En sem sagt, þetta er bara orðrómur, og engin vissa fyrir hendi. Allt kem- ur í Ijós á sínum tíma. BINGÖ er að verða eitt vinsælasta skemmtiatriði og aðdráttar- ingurinn öðrum glæsilegri á þessum skemmtunum. Þang- að til fyrir mánuði eða svo voru það aðallega tveir stað- ir, Silfurtimglið og Breiðfirð- ingabúð, sem héldu uppi reglulegu Bingó-spili einu sinni í viku, en seinustu vik- urnar hafa stærri staðimir, eins og Lidó og Klúbburinn verið teknir á leigu af ýms- um félagasamtökum undir happdrætti þetta. Hafa stærstu vinningarnir verið dýrindis sjónvarpstæki og borðstofubúnaður fjn'ir 16 þúsund krónur. Af aðsókn er það að segja, að hún hefur jafnan verið svo mikil, sem húsin hafa getað tekið, og miklu færri komizt að en vildu. HVAÐ SKYLDI annars vera langt síðan efnt hefur verið til kabarett-sýn- ingar hérna í höfuðborginni ? Um skeið voru miðnætur- skemmtanir og kabarettsýn- ingar eiginlega að verða plága á manni, en að undan'- tekinni miðnæturskemmtun Hallbjargar höfum við ekki fengið fjölbreyttan kabarett síðan Svavar Gests tróð upp i í vor. Ætli það sé ekki ráð fyrir skemmtikraftana okkar að fara að hugsa til hreyf- ings og reyna að hressa upp á skapið hjá okkur í skemm- deginu. Ekki vantar staðina með þessi rúmgóðu svið og útspekúleraðan hljómburð. Hverjir verða fyrstir af stað ? AFMÆLISHÁTÍÐ FLUGMÁLAFELAGSINS TÓKST AFBURÐA VEL. Flugmálafélagið hélt upp á tuttugu og fimm ára af- mæli sitt 1 Lídó 1- des. s.l. Hátíð þessi var vel sótt og fór einikar vel fram. Hatíðin var sett af forseta flugmálafélagsins og síðan hélt Ingólfur Jónsson flug- málaráðherra ræðu. Þá var einn af brautryðjendum flugs Halldór Jónsson kaupmaður frá Akureyri, sæmdur gullmerki félagsins. Loftur Guðmundsson rit- höfundur las frumsamin gam anþátt, sem hann nefndi Flugtak og lending. Kenndi þar margra grasa og má segja að þar hafi margir kunnir fluggarpar og for- ustumenn um flugmál fengið hver sinn skammt. Dansað var af miklu f jöri frarn til kl. 2 um nóttina og lék danshljómsveit Svavars Gests fyrir dansinum. Auk þess færði Svavar upp sam- kvæmisleiki, og hápuniktur kvöldsins var, þegar þeir Arn ór Hjálmarsson flugumferða stjóri og Magnús Bjömsson skrifstofmnaður hjá Flugfé- iagi Islands færðu ikvenmann einn í hverja flík, frá hinni fyrstu til hinnar síðustu. Hefur vart sézt betra skemmtiatriði hér á landi en sjá mátti, þegar þeir félag-' ar voru að koma ungfrúnni í magabeltið. Höfðu þeir endaskipti á dömunni, svo upp sneru fætur, og þrengdu henni síðan í flíkina. En yng ismærin tók þessu öllu með þögninni einni saman, enda var þetta gerfikvenmaður úr gúrnmí, blásinn upp eins og bílslanga. seðillinn var einkar skemmti legur að frágangi og voru vís ur prentaðar á hann, sem hljóðuðu upp á hvem rétt og sungu gestirnir vísumar um leið og viðkomandi réttur var borinn inn. Fylgja vís- urnar hér á eftir, en þær ber að syngja imdir laginu „Mar- ía, María“. Og að lokum skal þess getið, að maturinn smakkaðist einstaklega vel, enda Lídó löngu orðið frægt fyrir framúrskarandi mat. MENU (Lag: María, María) SÚP A Spænum í okkur sveppasúpu, — veitingum hrósum viS. Ilmandi sveppir á diskum djúpum, — veitingum hrósum við'. Vonandi ekki samt eitraðir, sem átu forðum berserkir. Skálum vinir og lengi lifi Flugmálafélagið. K JÖTBETTDE Hér kemur fall af feitu svíni, — veitingum hrósum við. Smakkast það bezt með völdu víni, — veitingum hrósum við. Góðtemplarar fá gosdrykki, glöð drekkum skál yfir steikinni. Skálum vinir og lengi lifi Flugmálafélagið. FLDGÍ S Vélflugu neyta, oss vart mun saka, — veitingum hrósum við. Svölum oss á hinum kalda klaka, — veitingum hrósiun við. Látum svo dansinn duna í nótt, unz daprazt flugið og Icndum hljótt. ■ Dönsum vinir og lengi lifi Flugmálafélagið. FJÖLDASÖNGUR EFTIR BORÐHALDH) Hér er í sannleika ljúft að lenda. — vel okkur unum við. Brautin rennislétt út á enda, — vel okkur unum við. Óskum við þess af anda og sál, að enginn „krassi" undir hættumál; gleðjumst, vinir, og lengi lifi Flugmálafélagið. afl skemintistaðanna hérna í á Islandi, Reykjavík, enda hver vinn- ó slcennnnbisbööunLjm SKUGGAR NÓVEMBER- HEFTIÐ ER KOMIÐ /

x

Ný vikutíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.