Ný vikutíðindi - 08.12.1961, Side 5
NÝ VIKUTÍÐINDl
Brú-
(Framlh. af bls. 1)
Því virðast vera lítil tak-
mörk sett ihve langt sveita-
fólkið getur teymt þingmenn
ina okkar á asnaeyrunum.
Þessi dreyfbýlisvitleysa, sem
öHu tröUríður nú orðið, kost
ar þjóðina árlega tugi ef
ekld hundruð millj. króna.
Þessi brú er enn eitt dæmið
um það, þegar lagðir eru
langir vegir og stórar ár brú
aðar fyrir aðeins eitt eða ör-
fá sveitabýli í stað þess ein-
faidlega að veita þeim bænd-
um sem hlut eiga að máli
annað landrými þar sem ein-
hver byggð er og mætti þá
jafnvel veita þeim einhvern
styrk vegna þess ama.
Þeim fáráðum, sem stjórna
vegamálum okkar væri nær
að nota f járveitingar til
vegamála til raunverulegra
vegabóta, en ekki stjana í
krimgum afdalabændur, sem
af einskærri sérvizku hokra
hátt upp til fjalla f jarri öll-
um mannabyggðum. Ræsin á
þjóðvegum landsins hafa
valdið ekki ófáum slysum og
hefði í þessu tilfelli verið
meiri ástæða til þess að eyða
þessari hálfu milljón til end-
umýjunar yegaræsa iheldur
en byggja stóra brú fyrir
aldraða konu upp til fjalla.
Hefði það verið gert mætti
ætla að einu eða fleirum
mannslífum hefði verið bjarg
að.
Það skal að lokum sér-
staklega tekið fram hér, að
blaðið hefur síður en svo
neitt í móti Moniku enda
henni ekki kennt hér um
heldur vegamálastjóra Sig-
urðu Jóhannssyni Zöega.
MÁLNINGAR-
HÖRPUSILKI
JAPANLAKK
MALNINGARRULLUR
Nú er tíminn
til að mála
fyrir jólin
LÁGA VERÐIÐ
Heigi Magnússon & Co.
Hafnarstræti 19,
Sírnar: 13184 og 17227
9£ctÆjcJiðu/i ÆusomaðuA:
PISTILL DAGSINS
BJARNILOFAR EINAR
Tíminn hefur bent okkur á, að Bjarni
Benediktsson hældi Einari Olgeirssyni um
leið o« hann fordæmdi lygafregn Þjóð-
viljens um herstöðvaviðræðu við V-Þjóð-
verja. Tíminn er anðvitað afar lineykslað-
ur, þótt honum farist ekki um að tala.
En !:að mega þeir vera, sem ætið hafa
verið sömu skoðunar og Bjami Benedikts
son hefur virzt vera, að kommúnistar séu
óalandi og óferjandi vegna stefnu þeirra,
vegna kommúnismans og leppmennsku við
valdhafa Sovétríkjanna. Þeim kemur það
ineira en lítið undarlega fyrir sjónir, að
maður, sem kallaður hefur verið kommún-
:st;»óvinur númer eitt á Islandi, skuli op-
inherlega ætlast til þess af Einari Olgeirs
syni, að hann sýni sanngirni og rétt'æt-
isvitnnd í svona máli. Það er meira en
Bjarni hefur trúað upp á kommúnista
hingað tll, ef marka má ræður haus.
Þetta átti auðvitað að vera bragð hjá
Bjarna. En bamalegt var það. Því verður
ekki trúað að stórgáfaður maður eins og
dr Bjarni er, hefði ekki getað fundið upp
á einhverju sniðugra, til að sauma að Ein-
ari. Verða ummæli hans að teljast til þess,
sem á útlendu máli kallast „lasus“ og
er einkum notað hér á Islandi, þegar
menn svara prófspumingum óskiljanlega
rangt, og ættu að vita betur.
ðíóTSAGNIR
Bjarni er allra manna snjallastur að
finna mótsagnir í málflutningi andstæð-
iuganna. Þá n jóta sín frábært minni hans
og rökfesta. Bjami hefur stórlega gaman
af því að tína þessar mótsagnir til og
draga þær fram í dagsljósið. Það er því
furðidegra en svo að menn geti yfirleitt
skilið fullkomlega, að hann skuli Iáta
herma upp á sig mótsögn, sem er af ein-
földustu gerð. .
Hann hefur í öllum ræðum sínum um
kommúnista bent á, að þeir láta hagsmuni
heimskommúnismans, og um leið Sovét-
ríkjanna, ætíð sitja fyrir öðrum hags-
munimi. Hann hefur bent okkur á, að
ekki sé við öðra að búast, því að þeir
taki við skipunum frá yfirboðurum sín-'
um í Kreml. Einar Olgeirsson hefur ekki
verið undanskilinn.
Um leið og Bjami hélt því fram að
Þjóðviljafréttin væri runnin undan rifj-
um útlendra kommúnista, til að hjálpa
Sovétríkjunum í viðræðum þeirra við
Finna, ætlaðist hann til þess að Einar
Olgeirsson lýsti því yfir, af því hann værí
svo greindur, góður og gegn, hann tryði
ekki Þjóðviljafréttinni.
EINAR HLÓ
Menn segja að Einar liafi hlegið í
hjarta sínu yfir ldaufalegum gullhömr-
um Bjarna. Svo gekk hann á lagið. Hann
talaði blíðlega til Bjarna, þakkaði fyrir
sig, e:i sagðist varla efast mn að fréttin
væri sönn. Auðvitað samur við sig. Bjarni
,endurtók svo ósk slna til Einars, með
sörnu ummælimum um ágætt þingvit lians.
R"dd E'nars heyrðist varla fyrir blíðunni
í endurteknu svarinu. Þetta minnti á ásta
leik dúfnanna, sögðu menn, sem á hlýddu.
PRlVAT-MlR
Lýíræðissinnar eru nú óðmn að vakna
t’d sterkari vitundar, en áður um það að
herða verður á baráttunni gegn kommún-
Istapakkinu á íslandi. Þeir hafa skipað
sér í ný og efld samtök, sem flytja boð-
skapinn um kommúnistahættuna yfir ger-
vallt Dndið.
A sama tíma virðist Bjarni Benedikts-
son, sem hingað til hefur verif. talinn
skelggastúr andstæðinga kommúnista,
vera að stofna til einhvers prívat-mír með
Einari Olgeirssyni.
Það er furðulegt hvað menn geta gleypt
ef bitinn er gamlar yfirlýsingar, jafnvel
þótt prentaðar séu- Og Bjami verður að
minnast þess, að það hafa ekki verið livað
sízt ræður hans um kommúnista, sem öfl-
uðu lionum vegs og virðingar á vettvangi
íslénzkra stjómmála. Þær voru allar í
gífurlegri sókn á hendur einræðisöílirium,
Rússaleppunum.
Er útsýnið úr formannssætinu hjá Sjálf
stæðisflokknum eitthvað lakara, en frá
lægri skörum? Eða er Bjami kominn svo
nálægt sólinni, að hann hafi fengið ein-
liverja ofbirtu í augun?
Q GÍTAR-©
VIÐGERÐIR
NÝUNG I ÞJÓNUSTU!
Gerum við gítara fljótt og vel.
Reynið viðskiptin — Sanngjamt verð
GITARVIÐGERÐIR
HLJÓÐFÆRAHUSSINS
Hljóðfærahúsi Reykjavíkur
Hafnarstræti 2
é