Ný vikutíðindi - 08.12.1961, Side 6
6
Ní VIKUTlÐINDI
Eg lék í nokkrum myndum hjá
MGM. Það getur vel "verið, að
þær hafi svo sem ekki gert neinn
skurk í kvikmyndaheiminum, en
ég hafði gaman af að leika í þeim.
Andrúmsloftið í kvikmyndaver-
inu < var elskulegt og frábrugðið.
Ekki batnaði samkomulagið við
Warner. Jafnvel þótt Captain
Blood hefði aflað milljón dollara,
fékk ég ekki nema 500 dollara
á viku, þar sem ég hafði skrifað
undir langvarandi samning. Það
var alveg sama, hve ég reyndi,
það var ekki viðlit að fá Jack
Warner til að gefa mér sæmilegri
laun, enda þótt það væri altalað.
að ég væri mesti peningaaflari
kvikmyndaversins.
Eftir endalaust þvarg við Warn-
ers, var ég loks settur í aðal-
hlutverkið í mynd, þar sem sá
í þriðja stærsta hlutverkinu fékk
meira en ég í laun. Eg lét ekki
sjá mig fyrsta daginn.
Það var náð í Jack Warner.
— Hvað er að? öskraði hann.
Er hann vpikur? Eða er hann full-
ur?
— Nei, svaraði einhver, hann
savðist heldur vinna ekki en fyrir
svona lítið kaup.
Yfir Jack Warner hékk Damó-
klesarsverð peningamyndarinnar
Captain Blood.
Hann hugsaði málið í þrjár mín-
útur. Þá fékk hann hjartaslag og
var fluttur á spítala.
Eg lét enn ekki sjá mig. Séff-
arnir hjá Warner voru í kasti.
Hvernig átti eiginlega að leysa
þetta vandamál með byrjanda, sem
krafðist fullra iauna?
■Jack kom heim af spítalanum,
en hann lét ekki sjá sig í kvik-
ímyndaverinu.
Loksins komumst við að sam-
komulagi. Launin mín stukku upp
í fjögurra stafa tölu á viku. Eg
var fús til að leika í kvikmynd-
um.
Árin 1936 og 1937 var Olivia
De Havilland „stúlkan mín“ í
flestum myndum. Og um þetta
leyti fékk ég svallaraorðið_á mig.
Á þeim dögum var mér hrelling
að því, en hvaða máli skipti það
svo sem í dag?
Eg var yfir mig hrifinn af Oli-
viu, og ég reyndi sannarlega að
sýna henni það á furðulegan hátt,
með stríðni, sem hún þoldi alls
ekki.
Hún var ekki nema tuttugu og
eins árs þá. Eg var því miður
kvæntur Hún var yndisleg og fjar-
læg. Og hún hafði andstyggð á
hrekkjarbrögðunum mínum. Einu
sinni fann hún dauðan snák í bux-
unum sínum, þegar hún ætlaði í
þær. Hún var dauðskelfd og grét.
Hún vissi vel, hver átti sökina á
þessu. Og smám saman komst þatj
inn í hausinn á mér, að svona
strákapör væru engan veginn rétta
leiðin að hjarta konunnar. En þá
var það um seinan. Eg gat ekki
blíðkað hana.
Seinna sagði hún mér, að hún
hefði þjáðzt af hreinni skelfingu
yfir því, hvaða asnapriki ég tæki
úpp á næst Ætli ég hafí breytzt
svo ýkja mikið. Eg hafði eytt allt-
of miklum hluta ævinnar með karl
mönnum., Eg átti mikið ólært varð
andi viðkvæmni ungra stúlkna,
1937 LUKUM við við Hróa Hött,
sem var fyrsta myndin í litum, að
ég held. Enn ein óhættan frá Jack
Warner. Vonirnar risu hátt í kvik
myndaverinu. En ég var þreyttur.
Erfiðið, samkvæmishringiðan í
Hollywood, lífsreynsla mín með
Lili. allt þetta mergsaug mig
Sjórinn ólgaði innra með mér.
Á kvöldin, þegar ég var sofnaður,
Ótgandi tíf
SJÁLFSÆTVISAGA EJRROL FLYNN
upphófst innra með mér einhvers
konar brimólga. Eg hafði alizt
upp við hafið og það hafði vagg-
að mér í svefn. Eg vildi komast
út á seltuna aftur, því að sjó-
mennskan var mér í blóð borin.
Eg átti í mestu erfiðleikum með
að sætta mig við það, að ég
væri þarna í ringulreiðinni í Holly
wood. Þetta fagra kvenfólk allt
umhverfis' mig blindaði mig.'
Lili var svo ofsalega afbrýði-
söm, að ég held, að hún hafi elsk-
að mig. En ég, rótleysinginn,
reyndi ekkert til að lægja skap-
ofsa hennar. að öðru leyti en því,
að ég var orðinn svo þjálfaður
í að horfa á eftir fallegum stúlk
um, þegar hún var einhvers stað-
ar nólægt, að kóngslífvörðurinn í
Buckinghamhöll hefur naumast
verið áhugalausari á svipipn.
Eg varð einhvern veginn að
losna við hana og yfirráð hennar.
Svefnherbergiskúnstir hennar og
matartilbúningur var mér engan
veginn nóg. Allt umhverfis mig
benti heimurinn mér. Allar dyr
stóðu mér opnar. Eg varð að fá
að sjá allt, láta ekki þrúga mig
niður.
Eg var farinn að óttast um and-
lega heilbrigði mína, nema ég gæti
aðhafzt eitthvað í málinu. Allt
frá barnæsku hafði ég óttast það
að missa vitið. Einu sinni á Tas-
maníu fór ég ásamt dreng, sem
hét Charles Rattan á sjúkrahús,
þar sem faðir hans var yfirlækn-
ir. En hann var þá ekki aðeins
yfirlæknir á þessu sjúkrahúsi held
ur og á Geðveikrahæli Tasmaníu.
Charles lét mig kíkja inn um gat
á einni hurðinni. Eg gægðist inn
og sá aumingjana í furðplegustu
stellingum, lemjandi hausnum í
vegginn, rekandi upp eymdarleg-
ustu væl. í skelfingu leit ég und-
an, náfölur. Þessi sjón varð mér
martröð, sem fylgdi mér í frum-
skógunum, um borð í skipunum,
sem ég stjórnaði. Og hún fylgdi
mér all til Bandaríkjanna.
Nú fann ég til þeirrar furðulegu
kenndar, að ég væri að því kom-
inn að bogna. Samt varð ég að
halda glaðværðinni að því er sýnd-
ist.
Ofsi Lili varð. óþolandi. Hún olli
mér skapraunar, óánægju með ný-
fengna frægð mína. Mér fannst ég
geta kastað öllu frá mér, og kast-
að mér aftur í strætið.
í árslok 1937 gerði ég mér ljóst,
að nóg væri komið. Rifrildi okk-
ar voru ekki aðeins á allra vör-
um í borginni heldur um allt land
ið. Blaðamennirnir voru farnir að
hóta Warner öllu illu, ef þeir
fengju ekki að minnsta kosti eina
hneykslissögu um okkur á <\ag.
Snemma morgun einn. í febrúar
fékk ég símskeyti frá New York:
— KEM TIL HOLLYWODD Á
MÁNUDAG MEÐ 1200 APA.
KOETS.
Koets. Ttilhugsunin, að Koets
væri að koma — væri ekki nema
nokkurra klukkustunda leið í
burtu — var eins og lyktin af
vatni fyrir ulfalda á Saharaeyði-
mörkinni. Eg eygði frelsisvon.
Mér varð svo létt í skapi, að
ég flýtti mér með gleðifréttirnar
til Lili. Eg. hafði iðulega sagt
henni frá gleðidögunum í Austur-
löndum.
—• Sjóðu, sagði ég og veifaði
símskeytinu framan í hana.
Þegar hún sá nafnið Koets, opn-
aðist munnur hennar upp á gátt.
— Það svín! hrópaði hún.
Brosið yfirgaf andlit mitt eins
og brimalda klett.
— Svínið, sem þú kallar svo, er
bezti vinur minn og félagi. Og
það, sem meira er, að hann dvel-
ur hérna hjá okkur.
Hún leit ákveðið á mig:
— Gott og vel, Flynn, ég skal
hafa herbergið hans tilbúið.
Eg flýtti mér með gleðitíðindin
til félaga míns, John Decker. And-
lit hans ljómaði af ánægju, og
hann tók upp visklflösku.
— Hvern fjandann er hann að
gera með tólf hundruð apa? spurði
hann.
— Hver veit það? Hvaða fjandans
máli skiptir það? Hann er að
koma!
Við héldum aftur heim til mín,
þar sem ég gerði ráð fyrir ein-
hvers konar illindum við Lili.
Koets var kominn
— Drottinn minn dýri! hrópaði
Decker, þegar hann kom auga á
hann. Þetta er King Kong.
Eg umfaðmaði Koets meðan
hann þrumaði heilsun i eyru
mér.
Eg kom auga á Lili álengdar.
Hún hafði bersýnilega hrifizt af
honum, þrátt fyrir furðulega fram-
komu hans. Bláu, þróttmiklu aug-
un höfðu ekki ósjaldan brætt konu
hjarta.
Við röbbuðum allan daginn, og
Lili hlustaði, og Decker var góða
stund hjá okkur. Koets sagði mér,
að eina leiðin til að komast til
Ameríku til að hitta mig, hefði
verið að finna eitthvað haldbært
yfirskyn, svo að hann keypti 1200
apa. Þá ætlaði hann að selja
Rockafeller-stofnuninni til athug-
ana og tilrauna — og græða doll-
ar á hverjum.
Við fórum snemma að hátta. En
ég varð að ná í apaköttinn stóra
í einrúmi.
Eg kom inn í herbergið hans
með kampavínsflösku. Eg spark-
aði í hann af eintómri kunningja-
gleði, og hann vaknaði.
— Hvað ég öfunda ykkur, þessa
kvæntu menn, sagði hann — ill-
girn^glega.
Eg sagði honum sannleikann.
hvernig ég yrði að komast í burtu
frá kvikmyndaverksmiðjunni og
frá Lili.
— Koets, þú verður að hjálpa
mér.
Hann settist snarlega upp í rúm-
inu, setti þykku gleraugun á sig,
og andlitið klófnaði í breiðu brosi.
— Við getum farið hvert sem
þú vilt, sagði hann. En það er
fjandi gott stríð á Spáni — borg-
arastríð, það heppilegasta, sem
hugsazt getur fyrir vísindamenn
eins og okkur. Hvað segirðu um
það?
Þegar Koets hafði rekizt á nýtt
strið, hvað var þá hægt að segja?
EG HAFÐI talsverða samúð með
lýðveldisstjórninni, en ég hefði
gengið í lið með hvorum, sem var
til þess að losna í burtu.
Nokkrir félagar í auglýsinga-
deildinni buðust til að aðstoða.
Þeir sögðu Lili, að ég ætti að
koma fram í áríðandi újvarps-
þætti í Chicago. Þetta var allt í
lagi, nema hvað Lili heimtaði að
fá að hitta okkur í Chicago..
Við Koets og Lili fórum í heil-
mikla blessunarveizlu, sem haldin
var hjá Jack Warner. Eg skamm-
aðist mín fyrir Koets, ekki fyrir
útlit hans, sem var hryllilegt,
heldur vegna þess að hann labb-
aði um og bað um eiginhandar-
áritanir. Það er algerlega forboð-
ið í innstu hringum Hollywood.
Daginn eftir tókum við Koets
flugvél til Chicago. Einhverra
hluta vegna varð hún að lenda í
smábæ um hundrað mílur frá borg
inni. Eg var enn rykaður eftir
svall næturinnar, og ekkert fyrir
að láta renna af mér. Eitt uppá-
tækja minna á kenderíi er það
að vilja alltaf kaupa einhverja
skepnu. Þarna í þessúm smábæ
fundum við kjöltudýrabúð og
hvorki meira né minna en ljóns-
unga. Hann kostaði mig 200 doll-
ara, með hálsbandi og festi, og af
einhverri óútskýranlegri ástæðu
skýrðum við dýrið Wellington. Það
var kvenkyns.
Eg tók leigubil. Bílstjórinn var
enginn dýravinur. en hæfilega von
góður um góða þóknun féllst hann
á að aka okkur til Chicago. Við
urðum að stoppa hvað eftir ann-
að, þar sem dýrið var haldið þeirri
áráttu að slæma hfamminum í
hnakkann á bílstjóranum.
Þegar víman tók að svífa frá
hugskoti mínu, gerðist Wellington
hið feiknarlegasta skrímsli í aug-
um mínum. Hún var miklu stærri
og hættulegri en mig hafði grun-
að. Núná virtist hún leggja undir
sig hálfan leigubílinn.
Andrúmsloftið var langt frá því
að vera vinsamlegt, þegar við kom
um til Chicago. Koets hékk úti í
einu horninu og hafði gætur á
öllu.
Við komum til hótelsins, þar
sem ég hafði lofað að hitta Lili.
Eg var staðráðinn í að standa ekki
við það loforð. Við Koets geng-
um inn í anddyrið. Á eftir okkur
trítlaði Wellington í festi.
— Gjörið svo vel að geyma
þetta. Frú Flynn vitjar þess mjög
bráðlega.
Síðan tókum við Koets til fót-
anna.
Oft hef ég síðan brotið heilann
um það, hvernig afgreiðslumann-
inum hefur orðið við, þegar hann
sá, hvað var í festinni.
Lili vissi mætavel, að ég var
að reyna að komast á brott og
notaði Koets sem skálkaskjól. Að
vísu gerði hún sér ekki nánari
grein fyrir hvernig, hvenær eða
hvert, en hún vissi það mætavel.
Við Koets flýttum okkur upp
í langferðabíl á leið til New York.
Þannig vildi hann hafa það. Spara
peninga. Sami gamli sérvizkuhátt-
urinn. Ekki eyða í járnbrautir.
stóru hótelin, þægindin. Stela frá
þeim, ef unnt var; halda utan um
hvern skilding
Eg vissi ekki, hvernig átti að
vinna bug á þessu. Þetta var að
byrja að skapa veilu í vináttu
okkar, þar sem ég hafði nóga
penýiga undir höndum. Hann virt-
ist bara ekki með nokkru móti
geta komið því inn um sína þykku
hollenzku hauskúpu, að peningar
vina á milli skiptu nokkru máli.
Við höfðum átt svo margt sam-
an, þegar við vorum blankir, hvers
vegna skyldum við ekki eiga þá
saman núna, þegar þeir væru fyr-
ir hendi, Hann hélt nákvæman
reikning yfir hvern eyri, nema
hvað nú voru þeir skráðir í litla,
rauða bók.
Warner hafði pantað tveggja
herbergja íbúð í St. Moritz fyrir
mig, á sömu hæð og ég hafði leik
ið mér með Tjaróvitsj prinsessu
þrem árum áður. Þegar Koets sá
skrautið og dýrðina, færðist fýlu-
svipur yfir andlit hans:
— Hvenær í ósköpunum gerir
þú þér ljóst, að hinn raunverulegi
hagnaður af peningum er að stela
þeim. að taka þá frá einhverjum,
sem á nóg af þeim?
(Framh. í næsta blaði)
Framvegis kaupum vér
tómar flöjskur
séu þær 'hreinar og óskemmdar og merktar ein-
kennisstöfum vorum Á.V.R. í glerið.
♦
Einnig * kaupum vér ógölluð glös undan bökunar-
dropum og krukkur undan neftóbaki.
Móttaka 1 Nýborg við Skúlagötu og í útsölum
vorum á ísafirði, Akureyri, Seyðisfirði og Siglu-
firðu.
Fyrir hverja flösku verða greiddar kr. 2.00, fyrir
hvert glas kr. 0.50 og fyrir hverja krukku kr.
4.00.
Áfengis- og Tóbaksverzlun ríliisins.