Ný vikutíðindi - 08.12.1961, Side 7

Ný vikutíðindi - 08.12.1961, Side 7
i NÝ VIKUTÍÐINDI 7 KROM & STAL KBÓMHLUTIE — AUEHLÍFAE FE LGUE — VATNSKASSAHLÍF A‘E STUÐAEAE — KEÓMLISTAE KROM & STAL fisMi Krossgáta L á r é 11 : 1. Óveður — 5- Sykur — 10. Lari'ur — 11. Fugl — 13. Samhlj. — 14. Tími — 16. Gerjun — 17. Samtenging — 19. Dráp — 21. Upphrópun — 22. Verkfæri — 23. Fugls — 26. Stafn — 27. Hagur — 28. Vígi — 30. Karlmnafn (ef) — 31. Slark — 32 Skussa — 33. Fangani. — 34. Tveir eins — 36. Sálu- hólpinn — 38. Einskis virði — 41. Mánuður — 43. Far- angurinn — 45. Orsök — 47. Matreiðsla — 48. Þjóðflokk- ur — 49. Trítla — 50, Fisk- ur — 53. Mýri — 54. Fanga- m. — 55. Karlm.nafn — 57. Ófús -t— 60. Samlilj. — 61. Viðhöfn — 63. Gjöful — 65. Hávaða — 66. Vein (þf.) 1. Upphrópim — 2. Bel- jaka — 3. Samtening — 4. Drykkur — 6- Stafur — 7. Farga — 8. Dimmviðri — 9. Eink.st. — 10. Nóra — 12. Óhljóð — 13. Kvenheiti — 15. Rusl — 16. Karlm.nafii — 18. Hrognið — 20. Karlm. nafn — 21. Vesalmenni — 23. Bágindi — 24. Fangam- — 25. Kænir — 28. Valdir — 29. Beitan — 35. Skelkuð — 36. Ópera — 37. Þreytíir — 38. Lýgi — 39. Fjúk — 40. Ásigkomulag — 42. Land \ Afríku — 44. Samhlj. — 46. Ólofuð — 51. Tína — 52 Fullkomlega — 55. Á litinn — 56. Greinir — 58. Sannan- ir — 59. Haf — 62. Forsetn. — 64. Fangam. VALD OG OFURVALD. Það hlýtur að vera ákaflega ánægjulegt fyrir lög- reglumennina okkar, hversu miikið. traust yfirmenn þeirra bera til þeirra, og skyldi maður nú ætla, að þeir gerðu allt, sem í þeirra valdi stæði til að reynast þess trausts verðir, er nýjasta viðurkenningin er feng- in. Það er nefnilega ekki nóg með það, að þeim liðist að stunda njósnir óeinkennisbúnir og handtökur í skjó'li embættis síns, heldur hefur þeim nú nýverið verið feng- ið það vald í hendur að 'kveða upp sektardóma yfir samborgurum sínum, smávægilega að vísu ennþá sem komið er, en sjálfsagt verður farið inn á mi'klu víðtæk- ara svið, þyki þetta fyrirkomulag „gefast vel!“ Hér í .blaðinu hefur þrásinnis verið bent á varasemi þess að reyna að koma hér upp lögregluríki. Þessi þjóð er, að minnsta kosti ekki ennþá, orðin sá skríll, að hnefinn og kylfan sé eina ráðið, sem á hana dugi. Og lögregluþjónar ofekar eru því tmiður fæstir þeim gáfum gæddir, að þeim sé fáandi í ihendur viðameira verk- efni en þeir hafa reynt að gegna til þessa, að gæta laga og réttar. Það er ekki í þeirra verkahring að leggja neins konar dóma á meint afbrot, heldur aðeins að iáta sér nægja að færa grunaða til yfirheyrslu og dóms. Það hefur verið ein grundvallarregla lýðræð'sþjóð- félags, að borgarinn sfeuli saldaus, þangað til sök hef- ur sannazt á hann. Fyrir þessari reglu virðast stöku menn innan lögreglunnar Ihafa lökað augunum svo gjör- samlega, að þeir telji það í sínum verfeahrinf að sak- fella rnenn, þvinga út úr þeim játningu, áður en þeir geti leitað verjenda síns eða þeirrar verndar, sem dóm- stóll getur veitt þeim fyrir hótunum eins og „fejallar- anum“ eða „innilokun"! Eg er ekki trúaður á það, að yfirmönnum lögreglunn- ar sé fyllilega Ijóst allt atferli undirmanna sinna. Eða kannske láta þeir sem svo, að allt sé í lagi, meðan sár- reiðir borgarar sitja á harmi sínum og láta undir höfuð leggjast að ráðast á þá, sem veitzt hafa að þeim. Með þessum orðum er ég efeki að draga það í efa, að vald að vissu marki sé nauðsyn hverju þjóðfélagi, en ofurvald í höndum eins aðila er' stórhættulegt, og það er skoðun mín, að óbreyttum lögreglumönnum sé fengið það í hendur með þessari ráðstöfun. Eða með hverju Skyldu þeir annars hafa sýnt verð- leika sína til svo mikils trausts? BROSA FRAMAN I LJÖSMYNDARANN ... Það eru ekki ýkja mörg ár síðan 'blaðaljósmyndarar voru eiginlega óþefekt fyrirbæri, að undanteknum hon- um Óla Magg á Mogganum, sem virtist aíls staðar vera feominn á vettvang með vélina, þar sem eitthvað var að gerast. En 1 dag er öldin heldur betur önnur. Nú koma menn varla svo saman á félagaárshátíð, að ebki úi og grúi af blaðaljósmyndurum, smellandi ljósblossum í allar áttir. Og þá er nú handagangur í ösfejunni hjá þeim, ef eitthvað stórvægilegra gerist. Eg var fyrir nofeferu að blaða í dagblöðum, ekki ýkja margra ára gömlum, en mikið lifandi ósköp fannst mér þau gamaldags. Ekki einu sinni litur í haus eða fyrir- sögnum, sárafáar myndir, nema útlendar fréttamyndir og sviplausar staðamyndir. Ja, það ©r einhver munur núna, þegar allir eru á snapi eftir einhverju fréttnæmu, sérkennilegu fólki til að rabba við og ljósmynda Sfeyldi annars nokkurs staðar í heiminum fyrirfinn- ast bær með álíka marga íbúa og Island, þar sem út eru gefin fimm dagblöð, um tuttugu vikublöð, sem fjalla aðallega um þjóðfélagsmál, auk alls skemmti- lestrarefnisins, sem út kernur viíku-, hálfsmánaöar- og mánaðarlega? Eg er eiginlega viss um, að í þessum efnum eru engir jafnofear ofekar Islendinga. Og svo er nú gefið út dálítið af bókum héma líka ... G r í m k e 11.

x

Ný vikutíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.