Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 26.01.1962, Blaðsíða 8

Ný vikutíðindi - 26.01.1962, Blaðsíða 8
Hörmulegur rekstur Sjúkrasamlagsins Rekstur Sjúkrasamlags Reykjavíkur gengur allur í bylgjum. Samlagið á úti- Btandandi milljónir í lánum og óinnlieimtum iðgjöldum. Samt vill Sjúkrasamlagið ekki fallast á launaliækkanir' tál lækna, þótt það geti stað- Ið undir þeim, án þess að hælvka iðgjöldin. Lækka bílar í veröi? Talið er v[st, áð ef fsland gengur í Efna- hagsbanda’agið, . munu tollar lækka allverulega á bifreiðum frá viðkom- andi löndum. Þetta gild- ir þó ekki um amerísk- ar bifreið!r, þar sem Bandarikin verða ekki aðilar að bandalaginu. Bílar munu því lækka þegar þar að kemur og var sannarlega kominn tími til. Varahlutir í Evrópu-bí!a lækka þá einnig nokkuð, en þeir eru í háto!!aflokki og rándýrir. Rekstur Sjúkrasamlags Reykjavíkur íhefur látið lítið yfir sér undanfarin ár. Eng- inn hefur hugsað um, hvern- ig það er rekið. Þó vita allir, að þar má margt betur fara. En aillar ráðningar til S júkra samlagsinís, frá hinum hæsta til ihins lægsta, eru pólitísk- ar. Þarna eiga allir flokkar ítöik, ef ekki annarra póli- tískra hagsmnna að gæta, svo að Sjúkrasamiagið er ebki gagnsýrt. 1 sambandi við deiluna milli lækna og samlagsins kom þó í ljós, að S júkrasam- Iagið gæti gert miiklu betur en það gerir. Það er orðið eins konar banki, sem lánar stórfé til allskonar fram- kvæmda. En á sama tíma er innheiimta samlagsins í hreinustu molum. Er talið að óinnheimt . iðgjöld nemi hundruðum þúsunda króna. Gunnari Möller forstjóra Sjúkrasamlagsins er ebki gef ið að taka til höndumum, enda seimilega aldrei til þess ætlast, þar sem samlagið hef ur isvo igóðan igrundvöll. En nú er kominn tími fyr- Lr hann eða einhvern amnán, sem skipaður yrði til þess, að hreinsa þama til. Frystihúsin í Vestm.eyjum vilja selja sjáffstæff Frystihúsin í Vestmanna- eyjum — öll nema frystihús Einars Sigurðssonar rília — hafa verið að bræða með sér að segja sig úr Sölumiðstöð- inni og selja sjálfstætt til Bandaríkjanna. 1 sumar sendu þessi fr.hús mann til Bandaríkjanna, til að athuga möguleika á söl- um utan við söluhdng SH. Hann mun hafa komið með jákvæða skýrslu til baka, en efckert héfur þó orðið úr framkvæmdum. Hér er mik- ið í húfi fyrir frystihúsin og ástæðulaust fyrir þau að flana að þessu. Þó er svo komið fyrir þeim, eims og reyndar öðr- um frystihúsum, sem selja gegnum SH, að þau þola ekki hima miklu vaxtabagga, sem hlaðast á þau, vegna þess hvað greiðslur koma seint frá Sölumiðstöðinni. (RflV? WDD5I1D Föstudagur, 26. jan. 1962 — 4. tbl. 2. árg. Hæpið BINGÚ í Háskólabíói FUJ beitir vafasömum aöferöum í fjáröflunarskyni Fátt hefur vakið jafn mikla furðu manna og ó- skammfeilni Félags ungra Jafnaðarmanna í sambandi við BINGO í Háskólabíói, þar sem Volkswagen-bifreið var auglýstur aðalvinningur. Aðgangseyrir seldur á kr. 25,00 og spjaldið á kr. 50,00. En hér fylgdi þó böggull skammrifi: Öllum reitum á spjaldinu varð að loka inn- an ákveðins fjölda upples- inna númera og hefur blað- ið fyrir satt, að það heppn- ist aðeins í einu tilfelli »f hverjmn eitt þúsund. Þamnig eru möguleikarnir litlir á að ‘bifreiðin gangi út, en ef fóik lætur gabba sig nógu oft, er von til þess að FUJ geti haidið allt að eitt þúsund BINGO í Háskólabíó- inu. Það má því telja fullvíst, að félagið hafi gengið svo (Framh. á bls. 5) Á QLASBOTNINU FÖSTUDAGSKVÖLDHD í KLúbbnum var fjörugt síðast, ei:is og oftast, og var þar margt góðra gesta. Við tókum þar fyrst eftir Þórbergi Þórðarsyni rithöf. Helga Sæmundssyni form. Menntamálaráís og Gunn- ari Schram ritstjóra Vísis. Þar voni einnig Haukur Heiðar í Landsbankanum, Hilmar Kristjánsson hjá Vifcunni, Ólafur Finsen hjá Vátryggimgafélaginu, Magn ús Valdimarsson hjá Pólar h.f., Adolf Björnsson í Út- vegsbankanum, Magmis L. Sveinsson Ihjá Verzlunar- mannafék, Jón Magnússon á Borginni, Sigurður Egils- son (Parkerumiboðið), Guð- mundur Gís'ason bókbind- ari, Einar Björnsson íþr.- fréttaritari, Sveinn Ásgeirs- son hagfræðimgur, Sveinn Sæmnndsson ihjá Flugfélag- inu, Einar 1 Regnboganum, Ágúst Kristmanns í Snyrti- vörur h.f., Guðmmidur Bened'Iítsson lögfræðingur, Jón Arngrímsson ráðninga- stjóri á Keflavíkurflugvelli, Jón Guðjónsson rafvirki, Ragnar í Glit, og loks Stef- án Guðmundsson fasteigna- kaupmaður. t_______ ÞAÐ er hvimleiður siður, sem ætti að uppræta, hvað menn rápa á milli borða í vínveitingahúsum. Þetta tíðkast ekki í vínmenning- arlöndunum. Einkum er þetta ómenningarlegt, þeg- ar drukknir menn ryðjast að borðum heiðarlegra manna og þykjast vera sjálflíjörnir gestir þar. Þetta er svipað því og menn ryddust inn á heimili sem óboðnir gestir, . enda ættu þjónar og dyraverðir að taka hart á slíkum ó- skunda. HINN nýi forstjóri Laugar ássbíós, Auðunn Hermanns son, er sagður hafa góða von með að fá óperettuna Porgy and Bess eftir Ge- orge Gershwin til sýningar fyrir vorið. Lög úr óperett- unni eru Islendingiun vel kmm, enda sérstaklega skemmtileg. — Þess er skemmst að minnast, að í fyrra fóru bandarískir lista menn með hana víða mn Sovétríkin, við fádæma góð ar undirtektir. j _______ Þ EIR alkunnu háðfuglar, dr. Páll og sr. Bjami, hitt- ust fyrir nokkm, og dr. Páll spurði í stríðnistón: „Hefurðu lesið Forseta- för eftir Birgi Thorlasí is?" „Nei,“ svaraði sr. Bjarni, „en ég hef heyrt að eitt eintak hafi selzt fyrir jólin og verið skilað aftur milli jóla og nýjárs.“ j _______ ÞAÐ er eindregin ósk hlust enda Ríkisútvarpsins, að samtal símamálaráðlierra, Ingólfs Jónssonar, og vara- símaniálaráðherra Bret- lands, Miss Pike, verði end- urtekið hið allra fyrsta. Það er bráðnauðsynlegt að almenningur fái að kynn- ast sem bezt duldum hæfi- leikum framámanna sinna, og ekki óviðeigandi að gefa fyrrgreint samtal út á hljómplötu. Plötuna mætti svo nota til framburðar- kennslu í ensku, sem sam- anburðarsýnishom. T ______ SAGT ER, að þegar Egill Bjarnason lióf þýðingu á „Tlie Rain in Spain stays mainly in the plain“ í My fair lady, hafi hann lent í miklum vandræðum. End- anlega ákvað hann þó að láta þýðinguna bltaa á Þing eyingum og með flámælgi þeirra í huga, sneri Egill þessu þannig: „Við lund á gnrnd féll fugl í blund um stund.“ — Oss liefur dott- ið í hug, að ef flámælgi Sunnlendinga væri hcfð að skotspæni, . mundi vera hægt að nota þetta: „Eg sit á bita og drita milli vita.“ ÞAÐ ER alkunna, að hæn- ur verpi betur ef ljós er haft 'hjá þeim á kvöldin og um nætur. Sömuleiðis mjólka kýr betur ef leikin er fyrir þær bljómlist kvölds og morgna. Kúabúin verða því brátt nukfcuð um STEF-gjöld og það er eins gott að kýrnar taki ekki undir, því þá tvöfaldast skatturinn. Raddir eru uppi um það, að Jón Leifs sé að kanna hver áihrif músík hafi á þarfanaut. j_______ -OG SVO er það lögreglu- þjónninn, sem tímdi ekki að taka við varðstjórastöðu, vegna þess að þá varð hann að hætta dyravörzlustörf- um á veitingastöðum í aukavinnu ... Er SÍBS að taka Nýja Bíó á leigu fyrir offjár?

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.