Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 02.03.1962, Blaðsíða 4

Ný vikutíðindi - 02.03.1962, Blaðsíða 4
4 NY VIKUTÍÐINDI Friður sé með Eitt er það svið mannlegs máttar, sem lítt hefur verið kannað, og það er hugaraflið. Flest okkar hafa orðið vör við kyn legan og næstum tilviljanakenndan hugsanaflutning, enda dettur víst fæstum í hug að andmæla þeirri skoð- un, að hughrif eigi sér stað, þótt erf- itt muni að beizla þessa órannsökuðu orku. Sannað er þó með reynslu, að ein- læg bæn um að sjúkir fái lækningu, hefur iðulega borið undursamlegan árangur, einkum þegar hópur manna einbeitir sér samtúnis um slíka bæn. Ef við gerum ráð fyrir því, að við lifum eftir dauðann, ætti þess vegna að leggja áherzlu á að biðja fyrir ný- látnum ástvinum og öðrum, ekki sízt þeim, sem fara snögglega eða frá ó- Ieystum verkefnum, er ætla mætti að bindi þá óþægilega jarðneskiun bönd- um. Þetta ættu prestar að hafa hugfast við jarðarfarir. Þeir ættu að leggja á- herzlu á að sameina útfarargesti í bæn um velfamað liins látna handan við hin nýju landamæri. Öfreskir menn fullyrða, að slíkar bænir hafi mikil og góð áhrif á sálir látinna manna. Það ætti að minnsta kosti að vera útlátaiaust að einbeina sér um upp- lyftandi og göfgandi hugsanir til handa látnum ástvinum. Það getur ekki sakað, en það gæti líka orðið til ómetanlegs gagns fyrir sálir, sem erf- itt eiga að átta sig eftir líkamsdauð- ann. Enginn ætti því að láta lijá líða að beina hugarorku sinni í bæn fyrir ný- látnum mönnum, hvort sem hann trú- ir því að þeir lifi eftir líkamsdauð- ann eða ekki. Og nú, þegar f jöldi ungra manna hefur látið lífið í öldiun Ægis, vilj- um við einbeina okkur í bæn um að þeir fái frið og gleði, þótt þeir hafi farið héðan fyrr en þeir heíðu kos- ið. — g »>•>. * •♦>, • ••>, • »•>."» ti mm mmm - Röðull Sirry Geirs fyrsta ísl. kvikmynda- og sjónvarpsmærin syngur á Röðli í kvöld. Kemur fram fyrir matargesti kl. 9,30 og aftur síðar um kvöldið. — Matargestir em vinsamlega beðnir að panta borð tíman- lega. HUJÓMSVEIT ÁRNA ELFAR. HARVEY ÁRNASON. EINNIG Hið vinsæla KALDA BORÐ á hverju kvöldi frá kl. 7—9. — Borðpantanir í síma 15327. DAIMSAB TIL KL. 1 SJÓNVARP — (Framh. af bls. 1) lána íslendingum, með löngum greiðslufresti og á kostnaðarverði, sjón- varpsstöð, sem mundi nægja til útsendingar sjón varpsefnis um allt suður- land og suðvesturland. Þetta tilboð hans stendur ennþá, en einokunarpostul arnir liafa til þessa ekkert gefið út á það, hvort þeir hafi áhuga á henni eða ekki. Þesskonar framkoma er vítaverð og lýsir einmitt þeirri þröngsýni, sem fýlgir hverskonar einokun. Þessi bandariski maður benti þeim á að 'leita tilboða annars staðar, en sagði þeim jafn- framt, að þar sem íhann ætl- aði sér ek!ki að leggja neitt á stöðina, mundi ihún verða um 30 prósent ódýrari en aðrar sambærilegar stöðvar. Á sarna tíma láta þessir einfeldningar ginna sig út í útvarpsumræður við ikomm- únista og sveitamenn um bann við sjónvarpi og eiga í vök að verjast sökum þess glundroða, sem ríkir meðal þeirra sjálfra. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — (Framh. af bls. 1) ur öllum völdum og sjálfur utanríkisráðherrann, Guðm. í. Skipaður í hans stað. Pét- ur Pétursson, Snæfellsnes- goði, fókk að sitja áfram, og mun valdamestur sakir anna ráðherra. Þriðji maðurinn er Baldur Eyþórsson, prentsm.- stjóri í Odda. Fyrsta verk Ihinnar nýju blaðsstjórnar var að sjálf- sögðu að lækna höfuðverk- inn, botnlausar og sívaxandi skuldir síðustu mánaða (ára?), og varð það að ráði, að heppilegast myndi að reka framkvæmdastjórann, ef ske 'kynni, að hjá ihonum fyndust einhverjar vammir, sem Ihægt væri að friða cfjár- sterka vildarmenn blaðsinS með, því að nú skyldi aldeil- is iknúið dyra hjá þeim. Var þegar í stað ráðinn nýr fram kvæmdastjóri, Ásgeir Jó- hannsson, sem starfað hefur um langt skeið með Pétri, nú seinast í Innkaupastofnun- inni. Eins og blaðið bar með sér um helgina, virðist sláttur- inn hafa gengið að ósbuim, og allir eru voðalega happíi og sérílagi rukkarar. VSRZLUNARRÁÐ - (Framh. af bls. 1) neyðist það til að -hætta við allt saman. Ekki bætir úr skák fyrir því, að Eimskip undirbýr nú betri þjónustu í sínum vöru- geymslum og hyggur á al- varlega samkeppni. Margir menn hafa unnið við breyt- ingar þar undanfarið og sjálfsögð kurteisi hefði verið að samja við Eimskip strax í upphafi um þetta mál. SLYSA- VARÐSTOFAN - (Framh. af bls. 1) menn, en aðeins tveir full' gildir læknar starfandi. I iMaðaviðtali fyrir skömmu segir yfirlæknirinn, að Slysavarðstofan sé góðuT reynsluskóli fyrir lækna- stúdentana og hjúfcrunar- nemana. Það má vel vera, en deila má um hversu heppi Iegt það er fyrir tilrauna- dýrin, ef svo má að orði komast. Hann segir ennfremur, að nú séu að meðaltali af- greiddir 73 manns á dag, filesta 130 á einum degi, og að hann og aðstoðarlæknir hans skiptist þannig á vökt- um, að til annars hvors þeirra eigi að vera hægt að ná, hvenær sólarhringsms sem er. Framh. á næstu síðu. Skrifstofustarf Flugfélag Islands óskar eftir að ráða karlmann til starfa í bóikbaldsdeild félagsins. Nauðsynlegt er, að umsækjendur hafi nokkra reynslu í bókhaldi svo og feunnáttu 1 ensku. — Skriflegar umsófcnir, er greini aldur, menntun og fyrri istörf, skulu sendar til fé- lagsins, merktar: „Bókhald", eigi síðar en 1. marz.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.