Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 23.11.1962, Blaðsíða 3

Ný vikutíðindi - 23.11.1962, Blaðsíða 3
NÝ VIKTTTÍÐINDI 3 BÓKAMARKAÐURINN Um Jón Kristófer, kadett í Hernum, kvað Stcinn á sínuin tíma ódauðlegt kvæði i sínum sérkennilega hálfkæringi. Og Jón Kristófer var orðinn öllum kunnur og hans karaktér með þessu broti úr lífssögunni. Því kann það að koma ýms- um spánskt fyrir sjónir, er mað urinn afhjúpar sig, að hann skuli i kirkjubókum heita hara Jón Sigurðsson. Kristófersnafn- ið hefur Steinn af' víðsýni sinní og höfðinglund fastnað hoiium. enda hafa fáir „borið Krist“ með sér i gegnum fjölskrúð- ugra mannlíf en Jón Sigurðs- son, sem fyrir eina tið var lautinant í Hjálpræðishernum og sergent í brezka hernum. Kristófersnafnið hefur Jón borið stoltur æ síðan, og lifað viðhurðaríku lífi, enda þóti hann standi ekki nema á fimm- tugu, — og það fvrst og fremst veitir honum rétt til að bera sína lífssögu, eða stríðssögu, eins og hún nefnist á prenti, á borð fyri< fjálga lesendur. Eftir baldna æsku gengur Jón í þjónustu Hjálpræðishersins, stundar ensknám í Englandi, gerist síðan prédikari á gatna- niótum svo að umferð staðnar. 1 Noregi gerist umferðartruflar- inn fjölþreifinn til kvenna og er sviptur búningi sínum, drekk ur sig fullan og heldur heim á leið. Drekkur áfrain stíft í fé- lagsskap skálda og listamanna, og leggur akkerum i Hafnar- stræti. Svo kemur stríðið og Jón fer á sjóinn, hýggst ná sér á strik við nýjar aðstæður, ferðast með Bakkusi og Ólafsvíkur- Kalla um jarðkringlpna undir dönskum skipsfána, gerir loks uppreisn og siglir skipinu í brezka höfn, og lendir í brezka hernum. Sendur til Islands, með aðsetri/i Reykjavík. Gerist lið- hlaupi, er hann hefur fengið sig meir en fullsaddan, dæmdur til dauðarefsingar fjarstaddur, finnst ekki og loks skráður horf inn, sem merkir á herskýrslum sama og dauður. Þá tekur við Hafnarstrætið og Kjallarinn. er Jón gistir oftar en. nokkur ann- ar í nokkur ár. Sér loks að sér fyrir tilstuðlan góðra afla og tekur lil við að hjálpa bág- stöddúm hræðvum úr klóm Bakkusar. o” gegnir því starfi af áliuga í dag. Stríðssaga Jóns Krislófers á vissulega erindi til okkar. Ekki aðeins sem skemmtilega skrif- uð bók. Þarna eru all-víða leiftr andi skemmtilegar frásögur af athurðum, sem frásagnarverðar liljóta að teljast, en í ævisagna ritun uhdanfarilina ára hefur mjög viljað brenna við, að upp á alsaklausa lesendur hefur ver ið narrað mærðarkjaftæði upp á tugi og iafnvel hundruð síðna. þar sem ekkert gerist, og eng- inn boðskapur er fluttur. Nei. saga Jóns Kristófers veitir okk- ur innsýn í mannlíf, viðkvæmt og hljúgt eins og við eigum flest innanundir skrápnum, og bollaleggingar hans gætu hjálp- að okkur hinum ti] að skilja sjálf okkur hetur. Eg er heldur ekki frá þvi, að sá sé líka helzti tilgangurinn með sögunni. Jónas Árnason lcann flestum é öðrum að gera látlausustu at- burði skemmtilega aflestrar og eftirtektarverða. Hann ofgerir hvergi, en lífgar lipurlega uppá, og jafnvel ekki örgrannt um, að hann taki stundum framfyr- ir hendurnar á sögumanni. Þess vegna eru spretlir í bókinni, en brokk á inilli. þótt aldrei verði hún leiðinleg. Einu sinni þótti það aðals- merki á bók að hafa hana prent villulausa. Þessi er það ekki, en það þykir heldur ekki svo mik- ilvægt. Hún er eigulegur grip- ur, prenluð í prentsmiðiu Guð- mundar Jóhannssonar. Gárung- leg försiðumyndin er eftir Atla Má, og /Egisútgáfa Guðniundar Jakobssonar hefur gefið hókina út. — b. Hér spóka þeir sig, höfundarnir, Jónas og Jón, á blíðviðrisdögum í sumar, þegar bókin varð til ÞAÐ VERÐUR AÐ SVIPTA KOMMÚNISTA VÖLDUM Viðtal Morgunblaðsins við Áka Jak- obsson ætti að sannfæra marga um, að það er nauðsynlegt að svipta kommún- ista völdum í þjóðfélaginu. T essi völd liafa þeir einkum núna með stjórn sinni á Alþýðusambandinu. Þeim völdum verð ur að svipta konimúnista, ef þjóðin á ekki að bera meirj skaða en orðinn er af tilvist þeirra. Það er óþarfi að rekja viðtalið við Áka. Hann veit áreiðanlega, livað hann var að segja, þegar hann ræðir um sína fyrrverandi samherja. Og hann reyndi ekki að draga fjöður yfir það, að hann var sjálfur haldinn þeirri ofbeld'shneigð, sem kommúpistum og nazistuni er eigin- leg. Ofheidislmeigð kommúnista birtist nú lielzt í stjórn þeirra í Alþýðusambandinu og í einstökum verkalýðsfélögum, en hún er rækilega grímubúin og þess vegna stórum hættulegri en ella, og erfiðara að átta sig á henni. Hún er falin undir yfirskini þess, að verið sé að berjast fyr- ir bættum hag launþeganna, Þetta hef- ur kommúnistum verið nauðsynlegt, vegna þess að þeir vita, að í okkar þ jóð- félagi er ofbeldishneigðin fyrirlitin. Og þeir hafa leikið hlutverk sitt vel, mér liggur við að segja of vel. Þeirra rétta ásýnd er smám sarnan að koma í Ijós. Sífellt fleiri hafa gert sér þetta Ijóst. Þess vegna hafa ltommún- istar misst marga fulltrúa í kosningun- um, sem fóru fram til AJþýðusambands- þings fyrir fáeinum mánuðum. Það er fleirum augljóst en áður að kommúnistar taka ekkert tillit til efna- hagslögmálanna, og þar af leiðandi ekki tillit til efnahags þjóðarinnar þegar þeir „berjast fyrir bættum hag“ Iaun- þega. Þeir stungu undir stól skýrslu Torfa Ásgeirssonar, sem þeir höfðu sjálf ir beðið hann um að semja fvrir Alþýðu- sambandið. Þessi skýrsla, frá 1958, sýndi og sann aði, að kaupkröfupólitík kommúnista hafði við engin rök að styðjast Við höfðum safnað skuldum, sem við urðum að byrja að greiðfi. og lánstraustið var þrotið. Þetta hefur sem sagt verið saga kjarabaráttu íslenzkrar verka lýðshreyfingar eftir strlð, Þetta er ekki glæsileg saga Jiessarar fjölmennu fylkim; ar. En hún her ekki ábyrgð á því sem heild. Kommúnistar og Hannibalsmenn bera alla sökina. Þeir höfðu aðstöðu til að slá ryki í augu fólks, og þeir hikuðu ekki við að gera það. Um leið sviku þeir verkalýðslireyfinguna. Og aldrei voru eiðjar Hannibals og kommúnista hávær- ari, en þegar þeir voru að svíkja stétt sína mest. Það er einkenni allra póli tískra svikahrappa. Hvaða eiða þurfa ekki menn að vinna, sem ætla sér að telja fólki trú um að hægt sé að greiða 10% launhækkun af 4% aukningu tekna þeirra, sem eiga að grejða launahækk- unina sem eru atvinnuvegirnir. Menn mega ekki gleyma því, að það eru ekki launahækkanirnar, sem veittu launþegum meiri þægindi á árunum eft- ir síðari heimsstyrjöldina. Það voru lán- in, sem tekin voru. Með heim var byggt, og flutt inn og um (eið greiddar launa- hækkanir. Það varð því að taka sífellt hærri lán, vegna þess að kröfupólitíkin magnaðist. Og hvernig tór? Stjórn þeirra, sem áttu að tryggja hag verka- lýðsins, stjórn kommúnista og fram- sóknar, sein nú ráða Alþýðiisambandinu, og Alþýðuflokksins, sem ætíð hefur ver- ið verkalvðsflokkur. varð að gefast upp. Þessi st.iórn gaf«t upp fyrir skuldunum og verðbólgunni, sem óeðlilegar launa- hækkanír höfðn haft í för með sér. Hver var bættari ? Kaupmáttnrinn hefur ekki aukizt. Það segja kommúnistar sjálfir. Það er þeirra meginafsökun fyr- ir endurtekinni kröfupólitík, nýjum kaup kröfum. Þeir segja, að atvinnurekenda- auðvaldið hafi hrifsað kauphælíkanirnar til sín aftur, og þess vegna byrjað á nýj- an leik. En hvað gerði vinstri stjórnin? Hindr- aði liún það ekki. Eða sveik hún verka- lýðshreyfinguna, þegar hún lækkaði kaupið? Vinstri stjórnin var tilneydd að lækka kaupið. Hver heilvita maður gat sagt sér, að það væri óhjákvæmilegt. Það gat bara enginn gert nerna hún. Það gat enginn lækkað kaup verkamanna, nema þau öfl, sem réðu verkalýðshreyfingunni. Atvinnurekendur hafa ekki getað lækk- að kaupið, og þess vegna varð vinstri stjórnin að gera það. Hún varð að taka það af verkalýðnum, sem búið var að samþykkja honum til handa. Það átti að vera til að bjarga þjóðarbúinu. Vissu- Iega rétt, en með því var viðurkennt að gengið hefði verið of langt í kröfuþóli- tíkinni. Kommúnistar veittu þessa viðurkenn- ingu, þótt hættulegt væri, Og þeir gerðu það undir jafngöfugu vfirskyni og þeir nú krefjast hækkaðra launa fyrir laun- þega. v Þeir sluppu með það. Enginn vissi hvaðan á sig stóð veðrið. En mönnum cr að sjást fyrir í gerningahríðinni. Það er tímaspurzmál, hvenær kommúnistum verður þokað úr valdastöðu í verkalýðs- hreyfingunni. Og hvers vegna ekki gera það strax? Það myndi spara þjóðarbú- inu. Það gæti forðað því, að einhver rík- 'sstjórn, kannskc með kommúnista inn- anborðs, samþykkti einn góðan veðurdag að lækka kaup Iaunþega í landinu. Valda- svipting kommúnista myndi efla gengi krónunnar. Hún myndi stöðva verðbólg una.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.