Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 14.12.1962, Blaðsíða 7

Ný vikutíðindi - 14.12.1962, Blaðsíða 7
NÝ VIKUTIÐINDI 1 \ — iyiíinggar- tilraun (Framh. af bls. 4) sig rifflum og kylfum. Und- arlegt er það samt, að á sæmilega glöggum ljósmynd- um frá þessum atburðum sjást menn hvorki með riffla eða kylfur, enda kemur ekki glögglega fram í frásögn Hendriks, að slíku hafi í rauninni verið beitt. Hann kom hvergi nærri þeim við- skiptum, er handtekinn Tieima hjá sér á Vesturgöt- unni, og nýtur þess óspart að láta ryðja sér braut upp Skólavörðustíginn, þar sem menn kalla kveðjur til hans og taka ofan fyrir honum. Glóría píslarvættisins, ha? (Flest er nú notað til þess að koma erindi sinu hérlend- is í kring)!?! LEYNIKLÍKAN Strax og honum hefur ver ið sieppt, tekur hann að safna saman nytsömum sak- leysingjum, — sem orðnir þykja sæmilega efnilegir, enda vandlega uppfræddir og þátttakendur í byltingu, sem óhjákvæmiiega hlaut að leiða til merkari atburða — eins og í Rússiandi. Mjór er mik- ils vísir. Ekki skortir heldur funda- höld, og nytsömu sakleysingj amir látnir æpa sig hása á fundum gegn stjórnarvöldun- um. Stofnuð er fjölmenn leyniklíka, — aðild bundin þagnarheiti til að hafa allt sem líkast starfsemi bolsé- vika í Rússlandi. (Engum dettur samt í hug að banna starfsemina, og hefur vafa- laust valdið gífurlegum von- brigðmn rauðu píslarvotta- kandídatanna.) Fundir haldn ir flest kvöld vikunnar, aðal- lega með erindum um sósíal- isma og kommúnisma. Og árangur þessarar pukur- starfsemi kemur fljótlega í ljós. Illa skipulagðir andstæð ingar verða að sjá af stjórn Jafnaðarmannafélagsins i hendur þessa Áhugaliðs Al- þýðunnar, eir'svo nefndist kommúnistaklíkan, tii að byrja með. RAUÐA STJARNAN Þess er vert að minnast, að kommúnistaklíkan er ekki fyrr búin að ná völdum i Jafnaðarmannafélaginu, en hún útbýr sitt félagsmerki og hengir á félagsmenn, fimm horna rauða stjömu, með logagylltum hamri og sigð. Nákvæmlega eins var merki alþjóðasambands kommúnista, Komintern. En þegar að því kemur að láta félagið ganga formlega f, í Komintern, gugna loks nyt- | sömu sakleysingjamir, og kommúnistarnir einangrast eins og oftast hefur farið hérlendis síðan, er þeir hafa sýnt sinn rétta lit innan samtaka, sem þeir hafa verið að sölsa undir sig — en því miður ekki nærri alltaf. Mynda þeir þá sitt eigið fé- lag, Félag ungra kommún- ista, sem síðar varð Æsku- lýðsfylkingin, og starfar enn undir því nafni, en hefur á liðnum árum orðið að styðja ýms bandalög og flokksheiti, og er saga útaf fyrir sig. ÓFULLNÆGJANDI AFHJÚPUN Hendrik hefur nú í elli sinni litið yfir liðna tíð og hreykzt yfir. Hann segir sjálfur að atburðimir i nóv- ember hafi átt sinn ríka þátt í því, að verkalýðshreyfing- in varð jafn róttæk og hún er. Þá veit maður það. Það var sem sagt ekki hagsmuna barátta, eins og kommúnist- ar hafa á síðari timum gmn- að af, sem veitti þeim að- stöðuna innan hreyfingar- innar, heldur utanaðlærð byltingartilraun á rangtúlk- uðum forsendum, sem út- sendarar kommúnista á sín- um tíma komu i kring. Rangtúlkaðar forsendur eru líka þeirra ær og kýr. | Þarna hefur fyrsti opinberi útsendari þeirra hérlendis leyst frá skjóðunni, því mið- ur ekki nægilega. Það er nauðsynlegt til glöggvunar að fá örlítið nánari upplýs- ingar um nokkur atriði. Eða | vill ekki Hendrik Ottóson I segja okkur nánar frá þvi, 1 í hverju hin mikla og góða g fræðsla, sem hann hlaut fyr- 1 ir tilstyrk sænskra kommún- ista, hafi verið fólgin, og hvaða fulltrúastörf hann hafi tekið að sér hér á landi fyrir þá? Sömuleiðis hverjir hafi ráðið för hans á alþjóða þing kommúnista svo og þeirri ákvörðun hans og ein- hverra ónefndra (hverra?) að senda Ólaf Friðriksson þangað á næsta ári. Enn- fremur, hvenær hann hafi látið af fulltrúastörfum fyr- ir kommúnista hér á landi, 1 og hver tekið við af honum, ef eiiíliver. Þetta skal látið nægja í bili, — en ákveðins svars krafizt. Með bók sinni um upphaf kommúnismans á Islandi hefur Hendrik lyft homi á tjaldi, sem ómetanlegt var að gægjast undir. Því miður gérist það alltof sjaldan að | kommúnistar afhjúpi sig á | þennan hátt; þeiy nytu held- I ur ekki þess fylgis hér, sem 1 raun ber vitni, ef svo væri. Maður einn var á ferð 1 járn- brautarlest og flíkaði mjög lær- dómi sínum. Að lokum var sessunauti hans nóg boðið og sagði: „I sameiningu vitum við allt milli liimins og jarðar.“ „Hvernig þá?“ spurði sá leið inlcgi. skrána! Stoppaðu húsið, svo ég komi lyklinum mér fyrir handritið, sem ég ætla að byrja að skrifa undir eins og ég er búinn að finna gotl efni og andinn er kominn yfir mig.“ Lestin staðnæmdist skyndi- lega, svo að farþegarnir þeytt- ust úr sætum sínum. „Hvað hef- ur komið fyrir, Iestarstjóri?“ spurði einn farþeganna. „Smámunir ... Við ókum yf- ir kú.“ „Var hún á teinunum?" „Nei, við eltum hana inn í fjós!“ Blaðamaður (virðir fyrir sér fanga í klefa sínum): „Hvers vegna eruð þér lokaður hér inni?“ Fanginn (mæfúlega): „Eg held, að þeir búist við að ég færi, ef dyrnar væru opnar.“ „Þér vitið allt nema það eitt, að þér eruð fífl, en það veit ég.“ „Frú Málfríður er að fá und- irhöku.“ „Nú, sú upprunalega hefur þá haft of mikið að gera ein.“ „Þér eruð dálítið hásar í dag, frú.“ „Já, maðurinn minn kom seint heim í nótt.“ „Haldið bardaganum áfram, piltar," sagði hershöfðinginn. „Látið aldrei bugast og hættið ekki að skjóta fyrr en skotfær- in eru þrotin. En þá skuluð þið taka duglega til fótanna. Eg er dálítið haltur, svo að ég ætla að leggja af stað undir eins.“ Lögreglustjórinn: „Hvernig er þessi morðsaga?" Lögregluþjónninn: „Sami þvættingurinn og alltaf. Þeir finna morðingjann á endanum." Skipstjóri: „Þetta er vonlaust! Skipið er dauðadæmt!' Eftir klukkustund verðum við öll dá- in.“ Sjóvéikur farþegi: „Guði sé lof.“ Húseigandi: ..Hvenær ætlið þér eiginlega að greiða húsa leiguna, sem þér skuldið?" Pcningalaus rithöfundur: „Jafnskjótt og ég fæ ávísunina, sem útgefandinn mun senda

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.