Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 14.12.1962, Side 6

Ný vikutíðindi - 14.12.1962, Side 6
14 NY VIKUTIÐINDI NÝTT NÝTT NÝ ÍSLENZK 16 LAGA PLATA „HVAÐ ER SVO GLATT“ Söngvarar SIGRÚN RAGNARS & ALFREÐ CLAUSEN með kór og hljómsveit JAN MORAVEKS Þessi Iög eru á plötunni: Hvað er svo glatt Vinarkveðja Þrá Nú vagga skip Sjómaður, dáðadrengur Jósep, Jósep Ramóna Skautapolki Lánið elti Jón Ólafía, hvar er Vigga? Ástleitnu augun þín brúnu Rauðar rósir Kalli á Hóli Blátt Iítið blóm eitt er Komdu inn I kofann minn • Kátir dagar Þ E T T A E R PLATA ÁRSINS PÓSTSENDUM UM ALLT LAND DRANGEY Laugaveg 58 ----------------^ Bifreiðaleigan B f L L I N N sími 18833 W Höfðatúni 2. 1 ™ 4 es CONSUL „315“ es r* VOLKSWAGEN ‘ÍH fc LANDROVER B f L L I N N AMOR EVA SKUGGAR Ö1 og gosdrykkir Tóbak og sælgæti Söluturninn við HLEMMTORG Framhaldssaga eftir ' , f CHARLES WlLLIAMt j * Eg lyfti myndinni til að sjá manninn betur, en rétti fljótlega úr mér. Það var einhver kominn um borð, og ég heyrði fótatak hans á þilfarinu yfir höfði mér. Eg fór og slökkti á lampanum. Glampi frá vasaljósi leið niður stigann, og ég hall- aði mér upp að kojunum stjórnborðsmegin. Maðurinn kom niður, og ég sá ekkert af honum, nema svarta skóna. Hann stóð á þröskuldinum og lyfti ljósinu. Glampinn féll á opnu töskuna, og hann formælti á- kaft á spönsku. Síðan beindi hann ljósinu um káetuna, svo að glamp- inn féll á andlit mér. Eg kastaði mér á hann, en ég var hálfvegis blind- aður, og hitti ekkert annað fyrir en krepptan hnefa, sem hitti mig rétt fyrir néðan eyrað. Eg skall upp að handriðinu á stiganum og andartak var öxlin og handleggurinn lamaður. Eg rétti aftur úr mér, en áð- ur en ég hafði borið hendurnar almennilega fyrir mig, fékk ég vel útilátið kjaftshögg. T þetta skiptið hras- aði ég áfram og sló um mig með handleggjunum. Eg náði taki á skyrtu og reif niður úr henni, en það kóm ekki að neinu liði. Eg sló máttleysislega frá mér, og þá var lokasvarinu dembt yfir hausinn á mér, svo að ég hneig niður. Mig verkjaði um allan skrokkinn, þegar ég rankaði við mér. Eg reyndi að hreyfa mig, og komst að raun um, að hendurnar á mér voru bundnar fyrir aftan bak, og ungur mexíkani var að reyra fæturna á mér við stoð. Hann formælti drjúgum á spönsku. meðan hann var að þessu. Þegar hann sá, að ég var vakandi, leit hann fy'rirlitlega á mig. — Ladron! urraði hann. — Talarðu ensku? spurði ég. — Já, svaraði hann. Eg hélt ekki, að nokkur gæti lagzt svo lágt að fara um borð í dall eins og þennan til þess að stela. — Eg kom ekki hingað til að stela, svaraði ég — Nei, auðvitað ekki. Hann lagði af stað upp stigann. — Hvert ertu að fara? — Hringja á lögregluna — Bíddu svolítið, sagði ég fljótt. Eg kom ekki hing að til að stela. — Og heldurðu virkilega, að ég trúi svoleiðis? Hann leit tortryggnislega á mig, en hann nam stað- ar. — Ef þú hugsar þig um, þá sérðu, að ég er að segja satt. Hvers vegna í ósköpunum skyldi ég vera að eyða J- tíma í að brjóta töskuna upp. Eg hefði getað tekið hana með? — Framhjá vaktmanninum ? — Eg var með léttabát, og ég hefði getað sópað öllu draglinu héðan. Hann fór upp stigann án þess að svara, og ég gafst upp. Nú hafði ég gert það, sem í mínu valdi stóð. En mér til mestu undrunár kom hann aftur. — Svo að þú stelur ekki tpskum, sagði hann. Þú stelur bara bátum. Þú þykist kannske hafa einhverja skýringu, sem gæti komið tárunum út á mér. — Eg set bátinn aftur á sama stað, og ég skil eftir peninga nógu mikla fyrir töskunni, ef ég finn ekki ý það, sem ég er að leita að. Eg er með peninga í vas- anum. — Og að hverju ertu að leita? — Eg er að reyna að hafa upp á manni, sem heit- ir Ryan Bullard. — Og þú hefur kannske haldið, að þú myndir finna hann í töskunni þarna? — Einmitt. - — Svo að þú ert þá ekki með öllum mjalla. — Nei, mér er þétta alvara ' Eg held að hann sé þarna — á ljósmynd. Er enginn um borð, sem heitir Bullard ? — Nei. — Kannske gengur hann undir öðru nafni. Hann er - rúmlega meðalmaður, luralegur. með lítil, svört augu, flatnefjaður, sköllóttur, með svartan kraga. — Þetta er Ernie Boyle. Kannske hafði ég haft heppnina með mér eftir allt. . — Það er hann, sem ég er eftir. — Þá hlýtur þú að vera snargeggjaður. Þér er fyr- * ir beztu að lofa mér að hringja á lögregluna. Ef ég hefði brotið töskuna hans upp, bá myndi ég æpa á hana. — Eg veit hvernig hann er, því að ég hef lent í - klónum á honum fyrr i kvöld, en ég er í slíkuir vand- - ræðum, að ég umber það, sem er verra en hann. — Hver ert þú eiginlega, og hvers vegna ert þú _ hingað kominn ? — Eg er Russell Foley. : — Ó, þriðji stýrimaðurinn, sem drap lögguna. — Eg drap hann ekki. Eg sagði honum frá slagsmálunum, en ég var ekki viss um, að hann tryði mér: — Svo að þú heldur, að Boyle hafi drepið hann. eftir að þú varst farinn? — Hann er að minnsta kosti eitthvað viðriðinn mál- ið. — En var ekki löggan drepin fyrir viku? — Jú, á fimmtudaginn var. — Það minnti mig. Við komum ekki inn fyrr en á • föstudag. — Og hann var um borð? t — Já, á fimmtudaginn vorum við lengst úti á sjó. - — Eg sagði heldur ekki, að hann hefði drepið Sted- . man. Eg veit þá, hver morðinginn er, en hann er við- riðinn málið engu að síður Hefur þú nokkurn tíma ' heyrt hann miimast á stúlku sem heitir Frances Ce!-j ~ aya? — Nei. — Eða Danny? : — Nei. • - — Hvað heitirðu? — Raoul Shancez. — Heyrðu mig nú, Raoul. Eg sagði honum frá árásinni hiá leikvellinum og : morðinu á Frances. — Eg veit, að Boýle á einhvern þátt í þessu, og ég •: rerð að hafa upp á honum. Kannske finn ég skýr- nsfuna í töskunni. Hvað segirðu um að leysa mig? — Jú, það væri aldeilis 'fínt Þegar haru: svo kem- ~ ir um borð, þá sit ég bara hjá og góni á þig gramsa i dótinu hans Hann flær mig áreiðarilega lifandi líka. Finndu eitthvað skárna! (Framhald)

x

Ný vikutíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.