Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 16.08.1963, Síða 7

Ný vikutíðindi - 16.08.1963, Síða 7
NÝ VIKUTlÐINDI 7 skjaifestar sannanir fynr því að Don sé kvaentur, daginn sem hann fær arfinn.“ „Já, auðvitað," sagði ég. ,,Eg heiti í rauninni Clare, en ég er ekkert hrifin af því nafni, svo að Don kall- ar mig ailtaf Mavis.“ ,,Eg skil,“ sagði hann. „Hvers vegna Mavis?“ Eg reyndi að upphugsa einhverja ástæðu og óskaði þess að Don hefði ekki hlaupið frá mér. „Það minnir Don á kærustu, sem hann átti einu sinni.“ Fabian lyfti loðnum augnabrúnunum hátt upp á hveifda ennið. „Þú ert sannarlega samvinnuþýð eig- rnkona," sagði hann brosandi. Við druikkum tvö glös i viðbót saman, sem var kappnóg fyrir mig; eitt í viðbót, og ég hefði séð tvo Fabiana Dark. ,,Jæja,“ Falbian leit á úrið sitt. „Þú hefur mig af- sakaðan, Mavis. Eg þarf að gera sitt af hverju fyrir kvöldverð." „Ailt í þessu fína,“ sagði ég. Svo hneigði hann sig, og þá féll mér allur ketill í eld, því í eina skiptið, sem þetta hafði áður hent mig, var í kínversku veitinga- húsi, og einhvem veginn hafði það verkað öðru vísi á mig. Eftir að hann var farinn, gekk ég að næsta hæg- indastól og settist í hann. Líklega hefur það stafað af víninu og hálfrökkrinu vegna þykku gluggatjald- anna, að ég hlýt að hafa blundað, því næsta sem ég vissi var að ég fékk martröð. Martröðin var um það bil tvö fet á hæð og sat á öðrum stólarminum, starandi á mig. Þetta var klætt í víðan karlmannsfrakka og með Ijósrautt þverbindi og deplaði aldrei auga. Ef þetta var maður, þá var hann burstaklipptur með hárstrý beint upp í loftið. Munnurinn á honum var alveg ferkantaður og svip- urinn eins og á hlægilegum hálfbjána. „Sæl, skvísa!“ sagði hann allt í einu skrækróma og kverkmæltur. „Eg er prinsinn, kominn til að vekja Þyimiróslu. Segðu mér samt ekki þá dellu, að það þurfi ekki nema einn koss til þess! Eg ætía ekki að hafa neina hálfvelgju við það, elskan!" „Farðu í burtu!“ sagði ég martröðinni, en það bar engan árangur; hún sat grafkyrr, og það var eins og glottið væri málað á andlitið. „Láttu nú ekki eins og saklaus vinnukona," sagði hann. „Hvemig fórstu eiginlega að því að verða prins- essa, ha? Hvað um öll skiptin niðri í kjallaranum með prinsinum, ha? Viðurkenndu það bara, elskan, þú ert enginn viðvaningur! “ „Bf þú ferð ekki,“ sagði ég grafaivarlega, „skal ég vakna, og hvað heldurðu að verði þá af þér?“ „Eg fer ekki fet,“ sagði hún ögrandi. „Það væri hálfvitaháttur að hverfa frá þér, elskan. Þú hefur línur — alls staðar!“ Svo ég hafði ekki um neitt að vélja. Eg neyddi mig til að vakna. En það er ekki til neins, hvemig sem á því stóð ... Augun í mér voru opin, allt í lagi með það, en martröðin var ennþá kyrr á sama stað. Ailt í einu spratt ég á fætur ... Eg varð að vakna! Eg leit í kringum mig í herberginu og sá tómu glösin á barborðinu. Allt var óbreytt, nema hvað svolítið skuggsýnna var kannske. Eg sneri höfðinu hægt tii hliðar og varð þá að bíta í neðri vorina á mér til þess að æpa ekki. Þetta var þarna ennþá, á stólarminum. „Þýðir ekkert. elskan," sagði martröðin. „Þú losnar ekki við mig. Kannske er ég ekki hár í loftinu, en orkuna hef ég!“ Eg býst við að það hafi gert kynbombuútlitið! Eg hafði dekrað of mikið við það að undanfömu, eins og Johnny hafði réttilega bent mér á. Nú hafði mér al- veg tekizt að losna við freknurnar. Fyrst mér tó'kst ekki að losna við martröðina, var ekki um annað að ræða en reyna. að hafa hana. góða, svo ég brosti upp- gerðarlega og sagði: ..Hvað heitirðu?" „Limbo,“ sagði martröðin í karlmannsfötunum. „Við eigum eftir að eiga vingott saman, hjartakrúttið. Þú þarft bara að venjast mér, það er alit og sumt.“ ,,Eg hugsa að það geti tekið langan tíma,“ sagði ég titrandi röddu. „Kannske ein tvö hundruð ár!“ „Hvað heiturðu, gyðjan mín?“ sagði hann og glotti gleitt til mín. __i (Framh- í næsta blaði) Frá Hollywood Kim Novak hefur aldrei gifst, en hver veit, nema nú sé hún í giftingarhugleiðing- um. Svo mikið er víst að enski fréttamaðurinn Rode- rick Mann hefur gefið henni guUfaUegan demantshring - trúlofunarhring, sem hún hefur á baugfingri. Dinah Shore og George Montgomery eru nú skilin, og strax að skilnaðinum af- loknum giftist Dinah tennis- leikaranum Maurice Smith. Þegar Dorothy Malone og Jaccques Bergerac skildu fyrir skömmu, hélt hún því fram fyrir réttinum, að hann hefði slegið sig hvað eftir annað, svo að hún hefði neyðst til að fara af heim- ilinu. Eftir að Gregory Peck vann Oscar-verðlaunin og einn slúðurdálkaritstjórinn fullyrti, að hann væri leið- inlegasti leikarinn og leið- inlegasti eiginmaðurinn í Hollywood, neitaði hann al- gerlega að tala við blaða- menn — og neitar því enn- þá. Natalie Wood og blaða- fulltrúi hennar hafa skilið að skiptum — persónulega og viðskiptalega. Hún var áður skilin við manninn sinn Warren Beatty. Jayne Mansfield og Mick- ey Hargitay eru skilin. Rita Hayworth sést iðu- lega með fyrrverandi eigin- manni sínum, Jim Hill. — En hún var með öðrum herra í næturklúbb nýlega og vakti þá hneyksU. Herrann hennar bauð feg- urðardís við næsta borð upp í dans og skildi Ritu eina eftir við borðið. Rita reiddist svo heiftar- lega, þegar þau fóru að dansa, að hún tók borðlampa og grýtti honum að parinu, en lampinn lenti sem betur fór i vegg. Hún hljóp grát- andi út úr salnum. Sandra Dee er sögð vilja sættast við Bobby Darin, en þau eru í þann veginn að skilja. — Bobby hefur ekki ennþá tekið niður giftingar- hringinn, svo að ef til vill eru sættir ekki fráleitar. Suzan Parker og .Brad. Dillman eiga von á bami. Þeir segja í Hollywood að eini svefnherbergisfélagi Marlon Brandos sé Sankti Bemharðs hundur. Það finnst þeim hundalíf. ,tn»v ao 7 3 Lárétt: 1. fari aftur, 5. þur, 10. skokk, 12. djöfsi, 14. fugli, 15. hellir, 17. föðurlandssvik- ari, 19. hrakti, 20. spil, 23. Ieynd, 24. aska, 26. þefar, 27. handlegg, 28. afhenda, 30. hrakti, 31. súpu, 32. keis- ari, 34. Asíuland, 35. svína- kjöt, 36. bökunarefni, 38. ó- ekki, 40. meiðsli, 42. hnött- ur, 44. fyrirsögn, 46. forn- menja, 48. þýzk borg, 49. rómverja, 51. meðtalin, 52. krummatal, 53. deila, 55. fæða, 56. hitt, 58. fleyta, 59. líkamningar, 61. separ, 63. hols, 64. næstur, 65. bylgj- ar. L ó ð r é 11: 1. negrastrákanna, 2. barð, 3. ræktað land, 4. eins, 6. spil, 7. áburður, 8. snæða, 9. töframenn, 10. verzlim, 11. lyfta, 13. tæpii, 14. riss, 15. tortryggir, 16. róður, 18. eyðslu, 21. samtenging, 22. ryk, 25. félagalausan, 27. urmull, 29. útilegumaður, 31. skiptingar, 33. þunga. 34. einhver, 37. hunda, 39. vitr- ar, 41. vanhús, 43. spretta, 44. priks, 45. fiskar, 47. á- lítur, 49. klaki, 50. einkennis- bókst., 53. undanfarið, 54. báðar, 57. beita, 60. ella, 62. guð, 63. síðslegið gras. LAUSN á síðustu krossgátu. Lárétt: 1. hismi, 5. hórur, 10. munna, 12. senat, 14. sunna, 15. snæ, 17. innan, 19. und, 20. praktið, 23. gró, 24. múra, 26. ákall, 27. tána, 28. aðall, 30. ara, 31. báran, 32. ðdef, 34. farg, 35. ósiðar, 36. nánara, 38. hnus, 40. unnu, 42. eflir, 44. ort, 46. annar, 48. rauð, 49. urrar, 51. Adda, 52. rst, 53. ergileg, 55. ill, 56. atist, 58. aða, 59. Renol, 61. annir, 63. seinn, 64. nýrað, 65. hæfni. L ó ð r é 11: 1. hundraðshlutinn, 2. inn, 3. snap, 4. M. A., 6. ós, 7. reið, 8. und, 9. Rangárgrund inni, 10. munúð, 11. Ankara, 13. þama, 14. sumar, 15. saka, 16. ætla, 18. nógan, 21. rá, 22. il, 25. aldinið, 27. táranna, 29. leður, 31. banna, 33. fas, 34. fáu, 37. kerra, 39. urriði, 41. brall, 43. hasta, 44. orga, 45. tala, 47. Adlon, 49. ur, 50. R E, 53. etir, 54. gref, 57. sný, 60. ein, 62. ra, 63. sæ.

x

Ný vikutíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.