Ný vikutíðindi - 04.06.1965, Blaðsíða 4
I
NY VIKUTIÐINDI
Ofugþróun..
(Framh. af bls. 1)
símim og afborga og
borga niður skuldir, I stað
þess að bæta nýjum skuld
iuu ofan á gamlar.
En það er nú öðru nær
en að þetta sé gert.
Einn hinna stórskuldugu
fékk samþykki viðskipta-
banka síns til þess að byggja
tvö fiskiskip, en talið er að
hann hafi samið um bygg-
ingu á fimm. Þegar svo skip
nr. þrjú kom, þá fékkst við-
komandi banki til þess að
samþykkja það gegn yfirlýs-
ingum og loforðum um að
þar með væri botn rekinn
í það ævintýrið. En hvað
skeður? Auglýst er stofnun
ahnenningshlutafélags til
þess að flytja til landsins tvö
ný skip. — Það verður líka
að teljast mikil rausn, þótt
hjá skuldakóngi sé, að
stofna lögfræðiskrifstofu og
hafa þar sitjandi lögfræðing
í dýru húsnæði með 40 þús-
unda mánaðarlaun en lítil
verkefni.
Það er kominn tími til þess
fyrir bankana að stöðva eitt-
hvað af þessari taumlausu út
þenzlu og skuldaaukningu
hinna mest skuldugu.
Einn hinna fínu skulda-
kónga landsins, sem alltaf
er að færa út verksvið sitt,
hefir þann hátt á, að í skjóli
pólitískra skoðana hafa stór
skuldir hans hjá viðskipta-
banka hans verið lagðar til
hliðar á geymda og gleymda
reikninga, sem hvorki er
borgað af né vextir greiddir,
en í skjóli þessarar hlífðar
getur þessi sami skuldakóng-
ur haldið póhtískum völdum
sínum og fengið ný lán í öðr-
um bönkum til stofnunar nýs
og nýs atvinnufyrirtækis til
viðbótar hliðstæðrar áfram-
haldandi viðskiptafyrir-
greiðslu í hinum gamla við-
skiptabanka síntun.
Svo er alls konar f jársvika
rekstri fleytt áfram í skjóli
sýndarhlutafélaga, sem eru
oft vita félaus, og þegar á-
góðavon bregzt, þá eru bank-
ar og aðrir lánadrottnar látn
ir sitja uppi með töpin, en
eigendurnir byrja svo bara á
nýjan leik undir nýjum nöfn-
um. Mun hótel- og og fugla-
ræktarævintýrið frá Akur-
eyri eitt gleggsta dæmið um
það, hve langt er hægt að
komast í þessum efnum.
Eimskipafélag íslands,
Samband ísl. samvinnufélaga
Samvinnutryggingar, Olíu-
félagið h.f. og nokkur önnur
stór fyrirtæki, svo sem Flug
félag íslands, gefa árlega út
prentaða reikinga sína ásamt
skýrslum og almennum upp-
lýsingum, og er það bæði
sjálfsagður og góður siður.
En væri ekki líka jafn
sjálfsagt að fyrirtæki eins og
Hafskip, Sölumiðstöðin og
fylgifyrirtæki þess viðskipta
hrings og menn eins og Ein-
ar Sigurðsson með öll sín
fyrirtæki og sennilega mesta
lánsfé á eins manns hendi
hérlendis, gæfu líka út opin-
berlega sína reikninga?
Sé allt í lagi hjá þessum
aðilum, sem ekki verður að
óreyndu dregið í efa, þá
væru opinber reikningsskil
stærsta tromp þeirra fyrir
framhaldandi trausti.
Þá færi ekki illa á því hjá
blessuðum bönkunum að
þeir létu fylgja reikningum
sínum vissar upplýsingar um
hina stærri viðskiptaaðila
sína, t. d. þá einstaklinga og
fyrirtæki, sem skulda 10
milljónir eða meira.
Það á að koma á eðlilegum
háttum í bankaviðskiptum
og leggja spilin á borðið.
Vinsælar
utanlandsferðir
MEÐ ISLENZKUM
FARARSTJÓRUM
VINSÆLAR UTANLANDSFERÐIR með íslenzkum
fararstjórum.
Margra ára reynsla og ótvíræðar vinsældir tryggja farþegum
okkar skemmtiiegt og snurðulaust ferðalag undir leiðsögn
reyndra fararstjóra sem mörg ár í röð hafa farið sömu ferð-
irnar, viðurkenndar og vinsælar af þeim mörgu sem reynt hafa.
Við auglýsum sjaldan, því hinir fjölmörgu ánægðu viðskipta-
vinir, komnir heim úr SUNNUFERÐUM, eru okkar bezta aug-
lýsing.
Nú þegar hafa margir pantað far í þesisar helztu hópferðir
sumarsins.
LONDON — AMSTERDAM — K AUPMANN AHÖFN,
4. júlí og 17. september. 12 dagar kr. 11.800,00.
Stutt og ódýr ferð, sem gefur fólki tækifæri til að kynnast
þremur vinsælum stórborgum Evrópu, sem þó eru allar mjög
ólíkar. Milljónahorgin London tilkomumikil og sögufræg höf-
uðborg heimsveldis með sínar frægu skemmtanir og tízkuhús.
Amsterdam heillandi og fögur með fljót sín og skurða, blómum
skrýdd og létt í skapi. Og „Borgin við Sundið“, Kaupmanna-
höfn, þar sern ísilendjngar una sér bezt á erlendri grund. Borg
í sumarbúningi með Tívoli og fleiri skemmtistaði. Hægt að
framlengja dvölina í Höfn. Fararstjóri: Jón Helgason.
EDINBORGARHÁTlÐIN 23. sept. 7 dagar kr. 7.210,00.
Flogið til Glasgow og dvalið í viku í liinni undurfögru höfuð-
borg Skotlands, Edinborg á frægustu listahátíð álfunnar, sem
þar er árlega haldin um þetta leyti. Farið í skemmtiferðir um
skozku hálöndin, þar sem landslagsfegurð er víðfræg. Hægt
að framlengja dvölina og fara til London. Fararstjóri: Gunnar
Eyjólfsson, leikari.
PARlS — RlNARLÖND — SVISS, 27. ágúst.
21 dagur kr. 18.640,00.
Þessi vinisæla ferð hefur eins og flestar hinar verið fullskipuð
ár eftir ár. Fólki gefst kostur á að kynnast nokkrum fegurstu
stöðum Evrópu í rólegri ferð. Flogið til Parísar. Dvalið þar í
borg fegurðar og gleði sólríka sumardaga. Flogið til Rínarlanda
og ekið um hinar fögru og sögufrægu Rínarbyggðir. Verið á
vínhátíðinni, þar sem drottningin er krýnd. Að lokum er dvalið
í hinu undurfagra Alpafjallalandi Sviss í Luzern, þar sem
tindar Alpafjalla speglast í vötnum. Farið í ökuferðir og siglt.
Skroppið í skemmtjferð yfir til Italíu. Hægt að verða eftir á
heimleið í London, eða Kaupmannahöfn. Fararstjóri: Jón
Helgason.
ÍTALlA 1 SEPTEMBERSÓL, 3. sept. 21 dagur kr. 21,300
Flogið til Milano og ekið þaðan um fegurstu byggðir Italíu,
með 3—4 daga viðdvöl í Feneyjum, hinni „fljótandi ævintýra-
borg“ og listaborgjnni Florenz. Fimm dagar í Róm og gengið
á fund Páfans. Fjórir dagar í Sorrento við hinn undurfagra
Napoliflóa. Farið til Capri og annarra frægra og fagurra staða.
Siglt með Michelangelo, splungunýju, stærsta og glæsilegasta
hafskipi Itala (43 þús. smál.) frá Napoli til Cannes á Frakik-
landsströnd. Par er dvaljð í 3 daga í baðstrandarbænum Nizza,
áður en flogið er heim með viðkomu að vild, í Kaupmannahöfn
eða London. Fararstjóri: Thor Vilhjálmsson.
ITALIA OG SPÁNN, 21. sept. 21 daffur kr. 24.860,00.
Þessi óvenjulega ferð gefur fólki kost á því að kynnast feg-
urstu stöðum Italíu og Spánar og hefur slík ferð ekki áður verið
á boðstólum hérlendis. Flogið til Feneyja og dvalið þar í hinnj
undurfögru ,,fljótandi“ ævintýraborg, sem stundum er kölluð
„drottning Adriaháfsins". Flogið þaðan til Rómar og dvalið í
nokkra daga í „borginni ejlífu", þar sem margt er að skoða.
Ekið suður til Napoli og dvalið á Capri, áður en siglt er með
liinu nýja og glæsilega hafskipi Itala, Michelangeio (43 þús.
smálesta) lúxusskip búið öllum lífsjns þægindum. Komið til
Gibraltaí á þriðja degi og ekið um liina undurfögru Sólströnd
Andalusiu til baðstrandarbæjarins Torremolinios, þar sem dval-
ið er í fjóra daga. Ekið síðan eina fegurstu lejð Spánar til
Madrid með viðkomu í Granada liinni fornu höfuðborg Már-
anna á Spáni, þar sem hallir þeirra og skrauthýsi standa enn.
Að lokinni dvöi í Madrid er flogið til London, þar sem hægt
er að framlengja ferðina. Fararstjóri: Jón Helgason.
ÆVINTÝRAFERÐIN TIL AUSTURLANDA, 8. október.
20 dagar verð kr. 19.850,00.
Pessi ótrúlega ódýra Austurlandaferð var farin fullskipuð með
35 farþegum í fyrra og komust miklu færri en vildu. Verðið
er svona lágt vegna samvinnu við enzka ferðaskrifstofu, sem
hefur á leigu lúxushótel í Egyptalandi, sem starfrækt er í fyrr-
verandi höllum Faruks konungs. Flogið til Amsterdam. Dv:dið
þar í sólarhring, áður en flogið er til Cairo. Þar er dvalið í
viku og farið í skoðunarferðir um Nílardal. Síðan getur fólk
valið um vikudvöl á baðströndinni í Alexandriu, eða ferðalags
til „Landsins lielga“, Jerúsalem, Betlehem og fieiri sögustaða
Biblíunnar, auk Damaskus og Libanon. Dvalið í tvo daga í
London á heimleið og hægt að framlengja dvölina þar. Farar-
stjóri: Guðni Pórðarson.
1 SUNNUFERÐUM eru eingöngu notuð góð hótel. Engar iangar
þreytandi bílferðir, flogið og siglt lengstu ieiðirnar og ekið
aðeins þar sem landslagsfegurð er mest. 1 ölium tilfellum er
hægt að framlengja dvöiina erlendis. Kjörorð okkar er: Aðeins
það bezta er nógu gott fyrir okkar farþega. Við gefum sjálfum
okkur ekki einkunn, en spyrjið þá mörgu sem reynt hafa
SUNNUFERÐIR. Margir velja þær aftur ár eftir ár. — Kynnið
ykkur verð og gæði annarra ferða — og vandið valið. Biðjið
um náikvæma ferðaáæitlun og pantið snemma.
Ferðaskrifstofan SUNNA Bankastræti 7. — Sími 16400.
Yfirborganir
(Framliald af bls. 1)
menn, sem eru í fýlu ef þeir
hafa ekki meira en þúsund
krónur í tekjur á dag og
svona mætti lengi telja.
Eins og nú er komið, væri
einfaldasta lausnin í máli
verkamanna að verkalýðsfé-
lögin auglýstu kauptaxta,
sem verkamönnum bæri að
fara eftir og síðan væri
vinnuveitendum það í sjálfs
vald sett, hvort þeir réðu til
sín verkamenn eða ekki.
Þar sem mikill meiri hluti
verkamanna hefur miklum
mun meira kaup en lögboðið
er, hlýtur það að vera ljóst
að atvinnurekendur álíta það
borga sig að hafa menn í
vinnu, sem borga þarf 50-
100% hærra kaup en lögboð-
ið er.
Atvinnurekendur munu
enda flestir vera sanntrúað-
ir á lögmálið um framboð,
eftirspum og frjálsa sam-
keppni, og er það því
margra mál að lausnin sé
sú, að verkamenn vinni að-
eins eftir taxta, sem verka-
lýðsfélögin auglýsi og mun
þá þeim vágesti, sem verk-
fall er, bægt frá um stundar
sakir — fáránlegu verkfalli,
sem til er stofnað til þess
að heimta þau kjör, sem
flestir verkamenn búa við.
4-*****-*>«-)«-)«-)«->«-*>«->«->«-)<-)«->«->«->«-)«-*-*
Þjóna-
uppreisnin
(Framhald af bls. 1)
telur sjússa í þriggja pela
flösku vera 18,75, sem fæst
með því að deila 4 (þ. e. 4
cl.) í 75 (þ. e. % af 100 cl.
eða 1 lítra), en þjónarnir fá
hins vegar útkomuna 18. Hér
er því deilt um mál og vog,
svo heimskulegt sem það er.
Ennfremur vilja þjónarnir
fá að leggja þjórfé á sölu-
skattinn, sem fjármálaráðu-
neytið tekur að sjálfsögðu
stinnt upp. Það gæti skapað
það fordæmi, að kaupmenn
teldu sig einnig mega leggja
á vöru sína, ofan á söluskatt
inn.
En ráðuneytin hafa tekið
þann kostinn að gera veit-
ingahúsin ábyrg fyrir réttri
álagningu og sjússatalningu
þjónanna, hversu réttlátt
sem það er, og hóta svipt-
ingu vínveitingaleyfis ef út
af er brugðið, svo að eðlilegt
er að veitingamennirnir
gangi ríkt eftir því við þjón-
ana að fylgt sé opinberum
fyrirmælum í þessum efnum.
Manni fyndist eðlilegra að
Stjórnarráðið sektaði þjón-
ana og tæki jafnvel af þeim