Ný vikutíðindi - 04.06.1965, Blaðsíða 6

Ný vikutíðindi - 04.06.1965, Blaðsíða 6
6 Ní VIKUTlÐINDI f--------------- KLUBBURINN HLJÓMSVEIT Karls Lillien- dalhs söngkona HJÖRDfS GEIRSD. VALDIR, SiAl.FSTÆÐIR IR KAFLAR ÚR MINMS- BLÖÐUM LEIGUBfL- STJÓRA f NEW YORK. E6ER leika og skemmta ftalski salurinn: Ævintýraþyrst saklaus telpa TRfÓ GRETTIS BJÖRNSSONAR AAGE LORANGE leikur í hléiun. Kiúbburinn LÆKJARTEIG 2, SÍMI 35 3 55. k_________________J K-K-K-K-K-K-tc-K-tc-K-tc-K-tc-tc-tc-K-K-K-K-Mc-K-M I ROÐULL ! í * * HLJÓMSVEIT % 5 * Í PREBEN GARNON i í i t leikur ¥ * T ★ ★ ★ ★ ★ ULLA BERG syngur. ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ K-Mc-fc-tc-tc-tt-Mc-tc-tc-tc-tc-tc-tc-tc-tc-tc-tc-tc-tc-tc-tc-p Leigubílstjóri í stórborg ekur fram og aftur yfir 100 kílómetra á næturvakt og yfir 130 km. á dagvakt. Enginn ekur meira að jafnaði. Og aldrei veit hann hverju hann á von. Kvöld eitt fyrir skömmu, þegar ég og hún vinkona mín á matbarnum urðum ósátt og ég var ósköp ein- stæðingslegur í skapi, fór ég með farþega út í Queens. Þegar ég hafði skilað honum af mér, ákvað ég að róla þar svolítið um hjá skógunum, því ég var orðinn dauð- leiður á að sjá alltaf sömu göturnar, og svipast um eftir nýjum matsölustað til að fá mér bita. Jæja, ég stoppa sársvangur skammt frá girnilegum matskála við Queens Boulevard og labba inn. Ég er ekki nema fimm mínútur að gleypa í mig brauðsam- lokur og kaffi, og hraða mér svo út í bílinn og set í gang. Ég ætla aftur inn í borgina og beint á sarna góða matbarinn og ég var vanur, er. gefa skít í hana vinkonu mína þar. Ég er ekkert skyldugur til að tala við hana, hvernig sem hún lætur. Allt í einu heyri ég unga og fallega rödd inni í vagn- inum, og þar situr ungur kvenmaður aftur í og hún virðist hrædd. „Hvað ertu búin að vera þarna lengi?“ spyr ég, „og hver skollinn hvílir þér á hjarta?“ „Mér bara brá, það er allt og sumt, þegar þú komst svona í hendingskasti inn í bílinn. Ég beið bara eftir því að þú borðaðir. Mig langar til að komast niður að Paramount á Time Square“, segir unga daman óða- mála. Svo að ég set gjaldmælirinn í gang og legg af stað áleiðis til Times Square gegnum alla umferðina. Hún heldur áfrum að tala eins og tvö hundruð manns, og ég fatta ekki hvað hún er að tala um, nema stöku sinnum. Mér skilst hún vera að segja mér frá því, hvað hún eigi marga kærasla, en að enginn þeirra vilji fara með hana í næturklúbb og að sig dauðlangi til að sjá þá að innan. Og ég tuldra: „Það er leitt, það er nú það“ öðru hverju, meðan ég berst við umferð- ina á Queens Boulevard og þá tegund ökumanna, sem hafast þar við. Hún heldur áfram að masa og talar aftur og aftur um það sama. Svo að ég þreytist á að hlusta á hana og slæ út í aðra sálma: „Heyrðu, elskan, stúlku með þitt útlit myndi hver sem væri vera hreykinn af að fara með á næturklúbb". Ég held mig vera að grínast, og hún svarar þessu engu, en skyndilega dettur mér í hug að ég gæti farið með hana á matbarinn og sýna henni vinkonu minni, sem þar afgreiðir, hvers konar stúlkur ég get náð í, þegar ég vil það við hafa. Svo að ég segi við telpuna, að ef hana langi reglu- lega til, þá skuli ég taka hana út með mér, því að ég sé alveg að hætta að keyra. „Mér lízt ágætlega á þig“, segir stúlkan, „svo að ég vil fara með þér, en ég vil sjá Paramount-sýninguna fyrst, og á eftir geturðu sótt mig og farið með mig í klúbb. Ég set það bara sem skilyrði að ég fái að borga fyrir mig, vegna þess að ég vil ekki að þetta risti neitt dýpra hjá hvorugu okkar. Heyrirðu?" „Þú varft ekki að taka þetta svona hátíðlega", segi ég. „Þegar öllu er á botninn hvolft, þá tefli ég í meiri tvísýnu en þú. Þú veizt hver ég er, en ég veit ekkert um þig, og það sem meira er, þá býst ég við að það sem ég er að gera, sé ekki fullkomlega löglegt". „Hafðu engar áhyggjur", segir hún, ,,ég skal ekki hafa hátt um það. Ef þú bara kemur á tilsettum tíma, skal ég bíða fyrir utan Paramount“. ,,Heyrðu“, segi ég, ,,af hverju kemurðu ekki með mér og borðar kvöldmat á ágætmn stað, sem ég þekki, þar sem við getum rætt betur um hvert við förum á eftir?“ „Nei, takk“, svarar hún. „Ég er allt of æst. Settu mig bara af við Times Square og komdu bílnum þínum fyrir, og ég sé þig eftir sýninguna“. Fyrr en varir er ég svo kiminn að 43. Stræti og Broadway, og bún borgar mér og vill ekki koma að borða með mcr. Svo sé ég að hún fer í biðröð eftir aðgöngumiða, og svo fer ég með bílinn í bílageymsl- una. Ég er ekki upplagður í að fara á matbarinn, því að nú get ég ekkert sýnt henni vinkonu minni þar lengur. Svo seinna um kvöldið, einn og yfirgefinn, tek ég neðanjarðarlestina niður að Times Square. Ég er svo- lítið á eftir tímanum, en telpan bíður hin rólegasta. Ég er bæði hissa og ánægður, en samt svolítið tor- trygginn. „Við skulum ganga, hjartað", segi ég. Hún fellst fúslega á það, og meðan við löbbum áfram, kemst ég að raun um, að hún er raunverulega prýðis stúlka og á aðeins einn kærasta, sem er fjarverandi, svo að henni leiðist. En það er ekkert spennandi að fara út með stilltri og siðprúðri stúlku, einkum til þess að skoða þessi væmnu skemmtiatriði á næturklúbbunum, svo að ég reyni að telja henni hughvarf. „Eigum við ekki að fara á miðnæturbíó ?“ segi ég. „Ég er þegar búin að horfa á tvær bíómyndir“, segir hún. Svo að ég fer með hana á billegan stað við Kólum- busar Breiðgötu, þegar við höfum gengið langa hríð. Við fengum okkur tvær eða þrjár samlokur og eitt eða tvö glös, og um klukkan tvö byrjuðu skemmti- atriðin. Þau voru svo klámfengin og það voru svo margar fyllibyttur og kvennajagarar og gleðikonur þarna inni, að ég var að vona að lögreglan kæmi og gerði rassíu. Ég skammaðist mín, og ég sá að hún fór hjá sér. Hún var vandræðaleg og skemmti sér sýnilega ekki neitt. „Finnst þér ekki gaman að sýningaratriðunum, elsk- an?“ spyr ég, til þess að vera viss. „Ég hef aldrei heyrt eða séð neitt þessu líkt áður“, segir hún, „og ég er ekki viss um að mér líki það“. Svo að ég kalla á þjóninn og bið um reikninginn, og hann fær mér reikning, sem hljóðar upp á átján dollara. Þetta er ræningjaprís, og ég bið hann um að koma nær, sýni honum bílstjóraskírteinið mitt og segi honum að ég bæði vinni og búi hérna í hverfinu. Hann tekur aftur reikninginn og kemur aftur að vörmu spori og nú sýnir reikningurinn níu dollara. Þetta er ennþá of hátt, en hvað get ég gert? Ég læt hann fá síðasta tíu dollara seðilinn minn og geng út. „Hvað skulda ég þér mikið?“ spyr hún, meðan ég fylgi henni að næstu neðanjarðarstöð. „Sleppum því, elskan“, segi ég. „Reikningurinn er borgaður. Ég ætla að verða samferða þér niður á 42. Stræti, og þar geturðu skipt um lest og tekið Queens-lestina“. „Þú þarft ekki að fylgja mér heim, Jim“, segir hún. „Ég veit að þú ert orðinn þreyttur. Sjáðu bara um

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.