Ný vikutíðindi - 04.06.1965, Blaðsíða 8

Ný vikutíðindi - 04.06.1965, Blaðsíða 8
Sigurgleði ó aðalfundi Eimskips Islendingum er það þjóðarmetnaðnr að láta merki Eimskipafélagsins aldrei íalla 1 litlu og strjálbýlu landi eins og íslandi, þar sem íbú- amir eru fáir, er að vonum margt öðruvísi en í stóru Iönduniun, sem smáþjóðimar byggja. Þjóðernistilfinning smáþjóðarinnar með þúsund ára gamlar menningarerfðir og sögu, þar sem hver mað- ur getur rakið ættir sínar frá grárri fomeskju, er að vonum sterk, og þjóðarmetn aðurinn í öfugu hlutfalli við smæð lands og þjóðar, og landsfólkið sér sjálfa þjóð- arsálina í margbreyttum myndurn. EINSTÆÐ FÉLAGS- STOFNUN Stofnun Eimskipafélags ís lands var hrundið af stað með alþjóðarvakningu. Aldr- ei fyrr né síðar hefur nokk- urt atvinnufyrirtæki verið stofnsett með hliðstæðri al- þjóðarþátttöku. Þar lögðu fram fé ríkir og þó aðallega snauðir, aðeins til þess að vera með, og þátttaka Vest- ur-lslendinganna í félags- stofnuninni er svo sérstæður þáttur í stofnun Eimskipa- félagsins, að hliðstæða mun ekki finnast, nema þá helzt úr sögu Gyðinga. DÝRMÆTT VEGAR- NESTI Þegar Gullfoss, fyrsta skip Eimskipafélagsins, kom til landsins, þá fór fagnaðar- alda um hugi manna, og fólk kom frá fjarlægðum byggð- um til hafna, þar sem skipið hafði viðkomu, til þess að fagna komu þess. Skip Eimskipafélagsins hafa bjargað þjóðinni frá bjargarþroti og svelti í gegnum tvær heimsstyrjald- ir, svo nokkuð sé nefnt, og eins og Jónas Hallgrímsson kvað í einu af ljóðum sínu: Bera bý bagga skoplítinn hvert að húsi heim. Eins hafa hin smáu fram- lög og almenna þátttaka landsfólksins alls í framlög- um til stofnunar félaginu orðið til þess að byggja upp eitt stærsta og traustasta fyrirtæki Islendinga, og má líklegt telja að sá hugur, sem fylgdi hinum almennu og smáu framlögum, hafi orðið félaginu drýgra vega- nesti heldur en sjálfar fjár- hæðirnar. ÞJÓÐHOLLT FYRIR- TÆKI Eimskipafélagið hefur á- vallt verið rekið sem þjón- ustufyrirtæki lands og þjóð- ar, og hagnaðarsjónarmið verið látin víkja fyrir þjón- ustu við landsfólkið, jafnvel meir en fjárhagur ávallt leyfði. Tímarnir liðu og Eimskipa félagið hefur ávallt reynzt stofntilgangi sínum trútt, aukið og endurbætt skipa- flota sinn og ávallt gætt fyllsta öryggis um traust- leika og búnað skipa sinna. Með breyttum tímum og breyttmn þjóðfélags- og at- vinnuháttum hafa félaginu borizt ný og ný verkefni að höndum, sem það hefur leyst í samræmi við þjóðarhag. Eimskipafélagið hefur aukið frystirými skipa sinna til samræmis við þarfir ís- lenzkra atvinnuvega. ERFIÐLEIKAR En þá komu nýir aðilar til sögunnar, sem í skjóli framleiðslustyrkja hugðust sópa til sín óeðlilegum gróða á frystivöruflutningum og neyttu samtakamáttar til þess að útiloka Eimskipafé- lagið frá arðgæfasta hluta þessara flutninga, og tóku samtímis upp harða sam- keppni um flutninga þeirra vörutegunda, sem greiddu arðgæfast flutningsgjald til landsins. Afleiðingin varð sú, að Eimskipafélagið fékk ekki næg verkefni fyrir flota sinn og tók að búa við tap- rekstur. VANDANUM VAXIÐ Pyrirtæki lifa bæði upp- gangs og framsóknartímabil og lenda þess á milli í við- skiptalegum öldudölum og sum gefast upp og hætta. Þegar landsfólkinu varð það ljóst, að hagur Eimskipa félagsins tók að hallast, þá sló óhug á landsfólkið og menn greip hliðstæð tilfinn- ing eins og gerist, er menn frétta um veikindi góðra vina. Það vildi enginn missa Eimskipafélagið; það á slíka strengi í brjóstum landsins barna, sem eru bundnir þjóð armetnaði. Þrátt fyrir erfiðan rekst- urshag, þá lagði Eimskipafé- lagið ekki árar í bát eða dró saman seglin, heldur hélt á- fram að endumýja og auka skipastól sinn, þrautreyndi á það, hvar hægt væri að spara í tilkostnaði án þess að skerða þjónustuna við lands fólkið og lækkaði flutnings- gjöldin. RÉTT ÚR KI TNUM Með óeðlilegum verðlags- ákvæðum um flutningsgjald ákveðinna vara vom tekjur Eimskipafélagsins lækkaðar með valdboðum um 90 millj- ónir á ári, en önnur skipafé- lög sneyddu hjá flutningi þessara vara, þannig að þetta varð svo til einvörð- ungu persónulegur tekjulækk unarbaggi á Eimskipafélag- inu. Nú er framsýn og djörf forysta nýs framkvæmda- stjóra, Ottars Möllers, tekin að skila jákvæðum árangri, og hafði Eimskipafélagið nær ellefu milljóna króna á- góða s. 1. ár, auk fullra af- skrifta á skipum og eignum- ÓHEILBRIGÐ SAMKEPPNI Á yfirstandandi ári hafa félaginu svo bætzt ný og auk in verkefni með hinum nýja frystivöruflutningasamningi Framhald á bls. 2 .->>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>'V>>>>>^*>>>>>>>>^>^<»*>>>^*>>>>N^*^»N>>>>>>>>^*\S5 FORSETAEFNI. Talið er að Gullfoss hafi eldti fyrr verið lagður frá Iandi með Gunnar Thorodd- sen fyrrverandi fjármála- ráðherra innan borðs, en hafinn var áróður fyrir nýju forsetaefni, þegar nú- verandi forseti lætur af störfum. Er nú Jónatan Hallvarðs son helzt tilnefndur sem næsti forseti og mun Vera búið að setja í gang mik- inn áróður og undirbúning að kjöri hans, en aðrir nefna til Nóbelsskáldið Hall dór Kiljan Laxness. Gunnar er nú samt sigur- stranglegastur. FREÐFISKSALA. Svo fór sem búið var að spá, að Einar Sigurðsson fengi ekki Ieyfi tili útflutn- ings á freðfiski og bendir það til ábyrgari stjómarat- hafna í útflutningsmálum landsmanna. Mun almenn- ingur una því allvel, að tvenn félagasamtök, Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna og Samband íslenzkra sam- vinnufélaga, annist freðfisk útflutninginn. Er þess að vænta að aft- urkölluð verði útflutnings- leyfi á freðfisld til annarra og fleiri aðila. Það myndi sennilega bezt tryggja þjóð arhag og þjóna hagsmun- um framleiðenda. höfðingsbrag og undirstrik- ar það, hversu stór og vel rekin fyrirtæki geta, þar sem góður vilji er til stað- ar, rétt þörfum menningar- málum hjálpandi hönd. Forstjóri Samvinnutrygg inga er Ásgeir Magnússon. SAMVINNUTRYGG- INGAR GEFA. Samvinnutrygginga-r, stærsta tryggingarfélag landsins, gaf á aðaLfundi sínum, 21. maí, 100 þúsund krónur til Handritastofnun arinnar í tilefni af sam- þykkt þjóðþings Dana um að skila aftur handritunum. Gjöf þessi ber vott um ræmi við reglugerðarfyrir- mæli stofnunarinnar, en deilur urðu um það, að bankaráðsfundir hefðu fall- ið niður um hálfs árs tíma. Kalla bankastarfsmenn- irnir fundi þessa hræðslu- fundi bankastjómarinnar. ÓSKADRAUMUR ÞJÓNA. Ymsar hálaunaðar stéttir atvinnulífsins eru nú fam- ar að iðka verkföll af mikl- lun krafti, svo sem eins og flugmenn, hljóðfæraleikarar og nú þjónar. Það var verið að segja okkur að óskadraumur veit ingaþjóna væri sá, að gest- irnir héldu sig heima og létu sér nægja að senda drykkjupeningana í pósti. HRÆÐSLUFUNDIR. Starfsmenn Útvegs-bank- ans hafa það nú mjög 1 gamanmálum, að frá því að verkfallsáreksturinn varð á s. 1. hausti, er allt starfslið bankans lagði niður störf einn dag, hafi bankaráð Út- vegsbankans haldið banka- ráðsfundi reglulega í sam- Á TAKMÖRKUNUM Hér er brandari, sem er alveg nýr af nálinni: Gift kona, sem ekki hafði eignazt neitt bam eftir nokkurra ára hjónaband, Ieitaði til læknis út af þessu. Læknirinn fann ekk- ert athugavert við konuna. Sagði hann henni að skila því til mannsins síns, að stundum yrði konan þung- uð, ef maðurinn kæmi henni alveg á óvart. Skömmu seinna sátu þau hjónin að snæðingi. Datt þá gaffall konunnar úr hendi hennar út á gólfið. Konan stóð upp úr sæti sínu og beygði sig eftir gafflinum, en þá notaði maðurinn tæki færið og kom konu sinni á óvart. Þegar konan vitjaði lækn is nokkm seinna, kom í ljós að hun var orðin þunguð. Læknirinn var hinn ánægð- asti og spurði hvemig þetta hefði viljað til. Konan sagði honum það, en var mjög raunamædd. Læknirinn kvað óþarfa fyrir hana að vera áliyggjufulla — hún ætti fremur að gleðjast yfir árangrinum. „Já“, sagði konan, „en við fáum bara aldrei server að aftur á þessum veitinga- stað“. Er það satt, að mörgum Sjálfstæðismönnum gremj- ist svo aðfarir rOdsstjóm- arinnar í skattamálum, að þeir gangi með kreppta hnefana í vösunum?

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.