Ný vikutíðindi - 28.10.1966, Blaðsíða 2
NY VIKUTlÐINDI
v *•* •** *«**!* •> *•* %* % • *»*
?
Y
% NY VIKIJTlÐINDI
£ koma út á föstudögum
*:* og kosta kr. 12.00
f
I
Y
Y
1
?
?
?
?
Útgefandi og rilstjóri:
Geir Gunnarsson.
fíitstjórn og afgreiósla:
Kleppsvegi 26 (2. hœS).
Sími 17333 \
Prentsmiðjan ÁSRÚN,
Laugavegi 29b
1 kirkjugarði
DÖNSK 'blöð (höfðu það
eftir Nóbelskáldmu Halldóri
Kiljan Laxness fy-rir nokkr-
um árum, að Islendingar
væru orðnir svo ríkir að þeir
sendu sveitarlimina til Dan-
merkur til þess að megra þá,
og iþóttu þetta að vonum
hokkur tíðindi.
Ekki er ýkjalangt síðan að
það var landlæg plága á Is-
landi, að árlega dó fjöldi
fólks úr ófeiti, sem er milt
orð yfir það að horfalla.
Þótt ekki liggi fyrir um
það opinberar skýrslur, þá er
það nokkuð almenn Skoðun,
að nú látist fleiri Islendingar
'af fylgikvillum ofáts og of-
drykkju og öðrum svoköll-
uðum manningarsjúkdómum,
heldur en áður féllu úr hor.
Bæði hlutskiptin eiu miður
góð.
Nú hefir viðreisnarstjórn-
in tekið að sér almennt megr-
unarhlutverk gagnvart meg-
ihþorra þjóðarinnar. Með
stjórnarstefnu sinni er mark-
víst að því stefnt að festa og
gera varanleigt veldi skulda-
kónganna, sem hafa fengið
obbann af fé þjóðarinnar til
forsjár og varðveizlu, og
fara þeir mikinn og sjást
ekki fyrir.
Verðlagi og stjórnarhátt-
um í landinu er nú þann veg
komið, að það má heita úti-
iokað fyrir ungt fó'lk að
stofna til nýs og sjálfstæðs
atvinnureksturs vegna þess,
hversu mikið f jármagn þarf
til allra hluta. Og svo bætist
það við, að það er ekkert
laust f jármagn til. Þrátt fyr-
ir öra fjármunamyndun í
landinu um langt árabil, þá
er allt fé landsmanna sjálfra
ásamt með hinu erlenda láns-
fé, svo fast, að þar verður
nánast nokkur króna hreyfð.
Og hiniír stórskuldugu eru
ekkert myrkir í máli. Þeir
vaða fram á ritvöllinn hver
af öðrum, eftir að vera bún-
ir að sigla fyrirtækjum sín-
um í strand, og heimta meira
fé. Einar Sigurðsson, Einar
ríki, sem kallaður er, vár
hreinsikilnastur og nefndi töl-
una 300 miilljónir sem við-
bót handa hraðfrystistöðvun-
um. Og svo má gera ráð fyr-
ii' að smærri fiskibátarnir í
stærðiunum undir 100 tonn-
um þurfi ekki lægri upphæð,
ef einhverjir tilburðir eiga
að endurvekjast til þess að
afla hraðfrystihúsunum bol-
fisks til vinnslu.
Þetta eru ekiki ósvipaðar
aðfarir og þegar drykkju-
dólgamiír heimsóttu prest
einn og eftir að hafa þegið
veitingar, þá brutu þeir allt
leirtauið ; og prestur hrópaði
til konu ginnar: „Meiira postu
lín, mamma“.
Lálkt fer hér landsfaðirinn,
dr. Bjami Benedilktsson, for-
sætisráðiherra að. Ha-nn læt-
ur kall uppailninga sinna í
sikuldakónigastéttinni ganga
áfram til þjóðarinnar, og
krafan um meira postulín,
þ.e. meira f jármagn, er hróp-
að út til þjóðarinnar, sem á
að axia síhækkandi skatta
og margbreytilegar byrðar
til þjóðfélagsins.
Viðreisnarstjómin er ekki
með neina hnýsni um það,
hvað orðið hafi af öllum
gróðanum, eða orsakir þess
að hin félausu hlutafélög
sfculdakónganna komast í
þrot, á sama tírna og skulda-
kóngarnir sjálfir hlaða upp
einkaeignum á eigin nöfnum,
skjóta auð fjár á nöfn eigin-
kvenna sinna og flytja fé úr
landi í stríðum straumum.
Nei, slíkri hnýsni eða óþarfa
forvitni beitir viðreisnar-
stjómin ekfci gagnvart liði
sínu.
En ástandið í þjóðmiálun-
um, atvinnu- og fjármálum
landsins, minnir óneitanlega
á söguna af því, þegar
Brynjólfi Sveinsisyni, Ská1-
holtsbiskupi, varð eitt smn
gengið út í kirkjugarðinn í
Skálholti, og kom þar að
vinnumanni sínum og vinnu-
konu, sem vom að gamna
sér á milli leiðanna. Hleypti
biskup þá brúnum og varð
að orði: „Fúlt brúðkaup og
fámennt". En vinnukonan
sva-raði um hæl og lét ser
hvergi bregða: „Og komu þó
fleiri en boðnir voru“.
Skuldakóngamir halda nú
brúðkaup sín í kirkjugarði ís
lenzkra atvinnuvega, hlið-
stætt og vinnuhjúin í Skál-
holti gömnuðu sér í Skál-
holtskirkjugarði forðum.
En mótsett við það, ssm
Skálholtsbisfcupinn hleypti
brúnum og mælti köpuryrði
af vörum í sínum kirkjugarði
þá lýsir núverandi landsfaðir
blessun sinni yfir athöfnun-
um og lofsynigur núverandi
þróun, þar sem kirkjugarð-
ur atvinnuliðsins er gerður
að leikvang og skemmtistað.
x
Alþjóðagjaldmiðill
og fjórvarzla
Verzlunarviðskipti í heim-
inum hófust með þeim hætti,
að menn skilptust á um hluti,
tæki og annað, sem annar
hafði meira af, en samsvar-
aði þörfurn hans, og fengu
í staðinn aðra hluti, sem þá
sjálfa vanhagaði um. Var
þetta viðslkiptastig nefnt
vöruskiptaverzlun.
Svo fcom síðar smátt og
smátt til sögunnar verðmið-
ill í formi peniniga. Voru
peningamilr búnir til úr
máhnum, og er gullið dýrasti
málmurinn, sem til peninga
gerðar er notaður.
Eftir því sem viðskipti júk
ust oig verzlunin varð um-
fangsmeiri, þá urðu vand-
kvæði á því að greiða með
málmpeningum, sem erfitt
var að fiytja með sér í
miklu maigni, og komu þá
smám saman til sögunnar
pappírspeningar og alls kon-
ar greiðsluskjöl og skuldbind
ingar, ritaðar á pappír.
Þegar bankar komu svo
til sögunnar, þá fóru fjár-
skuldbindingar og greiðslu-
form að færast 1 fastmótuð
kerfi, og ganga nú orðið all-
ar meiriháttar greiðslur í
gegnum banka og hliðstæðar
fjánmálastofnanir.
Vdða var gulltrygging tek-
in upp sem baktrygging pen-
ingaseðla og er svo enn, en
hefir þó á sáðari támum færst
rneir 1 það horf að viðfcom-
andi ríki haf a tekið ábyrgð á
greiðslu gjaldmiðils síns, í
staðinn fyrir og til viðbótar
gultryggingu, sem efcki er
nema mjög takmörkuð.
Nú er það eins með ríki og
einstaklinga, að þau eru mis-
rík og misjöfin greiðslugeta
þeirra, svo og mismunandi
nöfn og verðgildi á gjald-
miðli þeirra. Þetta veldur að
vonum miklum erfiðleikum
og óvissu, en er í nútímavið-
skiptum leyst með þeim
hætti, að gjaldeyrir hvers
lands er metinn til gullsverðs
aðallega.
Heiminum í dag er í stór-
um dráttum skipt í þrjú
gjaldeyrissvæði, f, sterhngs-
pundssvæðið, $, doliarasvæðið
og svo kommúniistalöndin,
sem í viðsikiptum. út á við
miða þó aðallega við báðar
framangreindar peningaein-
ingar.
Eftir tilkomu Sameinuðu
þjóðanna, og jafnvel fyrr,
hefir verið mjög til umræðu
að koma upp nýrri alheims
gjaldviðmiðíunareiningu til
nota í alþjóðaviðskiptum og
hefir umræðum um þetta og
tilsvarandi athugunum verið
baidið áfram á undanförnum
árum. Er ýmislegt sem til
þess bendir, að hinn nýi al-
þjóðagjaldmiðill kunni að
verða að veruleika og koma.
til framkvæmda innan fárra
ára.
Eins og fyrr greinir þá
byggist verðgildisviðmiðunin
aðallega á mati á f og $,
sterlingspundi og dollara.
Ekki er þó nema takmörkuð
IÐNAÐARBANKI ISLANDS H.F.
$
♦>
t
i
Höfum opnað útibú að Háaleitisbraut 60. Sími 38755
Afgreiðslutími:
Kl. 11—12 og 13—18,30. Laugardaga kl. 10—12,30.
Utibúið annast:
Sparisjóðsviðskipti.
Hlaupareikningsviðskipti.
Innheimtu víxla og verðbréfa.
Fyrirgreiðslu viðskiptamanna við aðal-
bahkann og útibú hans.
IÐNAÐARBANKI ÍSLANDS H.F.
♦>♦>♦:->♦>♦>*:-:♦♦>*:-: ♦:**>*>*>*>*>*><**>*>*>*>*x**;**>*>*>*:**>*>*>*:*k^x**:**>*>*:**>*>*>*x**:**x**>*:**><**>*>*>*>*>*:**>*>*:****<^**^
t
Y
|
$
i
i
t
i