Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 14.06.1968, Side 6

Ný vikutíðindi - 14.06.1968, Side 6
N Y VIKUTlÐINDl 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 ! 4 4 ! i ROÐUL' Hin vinsæla HLrJÓMSVEIT Magnúsar Ingimarssonar! ☆ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ! 4 Söngvanr: VBLHJÁLMUR vtijijAlmsson og ÞURtoUR $ SIGURÐARDÓTTIR ★ Sfml 15327 * ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ! ★ Í i ★ Matur framreiddor frá* Í kL7 | 1 í -Wt-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K 4 4 4 4 * | I ★ f t ★ ★ I (nema ★ ★ I ★ í ★ ★ DansaS oll kvöld 4 í 4 4 4 ¥ Borðapantanir í síma 11777. I I ★ ★ ! ★ ★ * í * * i 4 4 4 4 4 4 4 4 á miðvikudögum) .$ 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 I 4 4 4 4 4 4 4 Kvöldverður framreiddur^ 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 ! 4 4 4 4 4 4 í í 4 $ 4 frá kl. 19.00. GLAUMBÆR Sfmi 11777 og 19330. 4-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-H-K-K-K-k-M Framhaldssagan S«UGGAMAÐUR eftir Jack McCready Brad einbeindi sér að stjórnun á bílnum og hélt af alefli um stýrið. Honum fannst grunsamlegt hvað hún var forvitin. Raunar var áhugi hennar skiljanlegur. Stúlkur eins og hún höfðu áhuga á öllum karlmönnum, en forvitni var annað mál. ,,Ég bý talsvert norðar,“ sagði hann. „Móðir mín — er ekki vel frísk.“ Lýgin var blönduð sannleikskorni. Móðir hans heitin hafði aldrei verið heilsuhraust. ,,Ó, það var synd. Þetta með móður yðar, meina ég. Hjálpið þér henni?“ „Nú, jæja,“ sagði Brad. „Síðan hún varð veik hefur hún reynt að bjarga sér eins og bezt hún getur.“ Betty Conway leit á eirðarlausa unga manninn. Önug framkoma hans var skiljanlegri núna. Með leynd virti hún fyrir sér sterkleg kinnbein hans og djúpsett, þunglyndisleg augun. Það var alltaf erfitt að skilja fólk. Yfirleitt leit pilturinn út eins og hver annar viðgerðarmaður. Að sumu leyti minnti hann hana á Mel með sína ferhymdu höku og breiðar axlim- ar. Hún hugsaði með sér, að flest fólk myndi koma á bensínstöðina, fá sig afgreitt og aka burtu án þess að veita þessum manni nokkra sérstaka eftirtekt. Og svo hafði hann komið til borgarinnar vegna þess að móðir var veik. Hafði líklega aldrei getað gifst vegna þess að hann hafði svo þunga byrði að bera. Mel sagði oft að hún væri teprulega viðkvæm. Ef til vill var það satt. Hún vildi að öllum liði vel. Þegar hún var glöð, langaði hana til að deila gleði sinni með öðr- um. Var það nokkur glæpur? Þegar jeppinn hægði á sér, hugleiddi hún hvort þessi vesalings maður hefði nokkum tíma haft löngun til að giftast. Það hlaut hann að hafa haft. Flest fólk fylgir kröfum náttúrunnar. Ef til vill hafði vinkona hans ekki viljað taka á sig byrði hans með honum. Ég gleðst yfir því, að Mel skuli ekki hafa neitt vandamál eins og sjúka móður eða drykkfelldan föður. Við erum sannarlega heppin. Það eru svo margir sem þurfa að glíma við vandamál. Við þurfum ekki að líta á annað en dásamlega framtíð. Hún var full þakklætiskenndar. Henni fannst hún svo lítil og auðmjúk. Hún myndi minnast þessa bílavið- gerðarmanns lengi, vegna þess að hann hafði opnað augu hennar fyrir því, hversu heppin hún var. Brad gaut augunum til hennar. Útlínur líkama henn- ar þrýstust út í kjólinn, varir voru aðskildar, augun voru fjarræn og dreymandi. Hún var með hugann við eitthvað langt í burtu. Af eðlishvöt vissi Brad að hún var að hugsa um nætur- skemmtan. Hjarta hans tók kipp, þegar hann hugsaði sér hana sem rúmfélaga í dimmu herbergi. Tuðra, hugs- aði hann. „Hérna er það,“ sagði hún og vaknaði upp af hugsun- um sínum. Það var löng, hvít margra hæða bygging. Húsið var gamalt, en virðulegt á að líta. Löng bílaskúrs bygging var bakvið húsið, opin að framan. „Bíllinn minn stendur yzt til hægri,“ sagði stúlkan. Hann stanzaði jeppann og þau gengu út. Hann beygði sig yfir geyminn en leit laumulega til hennar, þegar hún gekk að bílnum sínum. Hann hugsaði að það væri ekki hann, sem hefði gert hana að því sem hún var. Hann bar enga ábyrgð á því. Hann hafði ekki beðið um að fara með henni, né hafði hann nokkuð með hana að gera. Utanaðkomandi afl, sem hann hafði enga stjórn á, hafði komið þessu öllu í kring. Og þess vegna var það að minnsta kosti ekki honum að kenna — ef einhverjar afleiðingar yrðu af þessu. Það fór einhver fiðringur um hann — og honum létti. Sem fórnardýr atburðarásar, sem hann réði ekki við, áleit hann að hann hefði rétt til að hugsa til henn- ar á þann eina hátt, sem eðli hennar sjálfrar gerði mögulegt. Rökvísi hans var svo einföld, svo augljós, að einungis fábjáni gat dregið hana í efa. 2. KAPlTULI Þegar Brad kom aftur á bensínstöðina, var Thomp- son gamli að festa gluggahreinsara á fólksbíl við eina bensíndæluna. Brad lagði jeppanum, fór með geymi stúlkunnar inn og fór að rannsaka, hvort unnt væri að hlaða hann. Thompson kom inn. „Komstu bíl ungfrú Conways í gang?“ Brad jankaði, bograndi yfir geyminum. „Það tók ekki langan tíma.“ Nei, ekki lengri en það tók að lyfta geyminúm úr bílnum hennar og setja hinn í staðinn. Hann hafði gert það þögull og ekki litið á hana á meðan. -K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K+ SKRYTLUR SUNDLAUGARNAR Maður nokkur, sem alla ævi hafði verið bláfátækur, komst skyndilega yfir mikla f jármuni og gerðist þar með nýríkur, sem svo er nefnt. Hann keypti sér þá heilan herragarð uppi í sveit, og naut þess .í ríkum mæli að sýna fornvinum sínum öll her legheitin. „Komdu og líttu á kotið mitt,“ sagði hann við einn þeirra. „Þá skal ég sýna þér allar þrjár sundlaugamar mínar.“ „Allar þrjár!“ anzaði vin- ur hans alveg forviða. „Er það nú ekki tveimur of mik- ið?“ „Alls ekki,“ svaraði sá ný- ríki. „Sko til. I einni er kalt vatn, annarri heitt, og sú þriðja er galtóm.“ „Ég skil það vel, að ein skuli vera með köldu vatni og jafnvel, að önnur skuli vera heit, — en að sú þriðja skuli skuli vera tóm, í því botna ég alls ekki!“ „En þú veizt ekki, hve margir af fornvimim mínum, sem koma hingað í heimsókn, era alls ekki syndir,“ svaraði sá nýríki. REGLUSEMI „Er konan þín ekki ákaf- lega reglusöm?“ „Hvort hún er. Og hennar reglusemi er í því fólgin að finna alla hluti, þegar hún þarf ekki á þeim að halda, með því að leita að þeim á stöðum, sem þeir mundu ekki vera á, ef maður þyrfti á þeim að halda“. SÖLUMENNSKA „Ef þér verðið ekki farinn af skrifstofunni eftir tvær mínútur, kalla ég á lögregl- una!“ Umferðasalinn (glaðlega): „Og hvað viljið þér, að ég sýni yður í þessar tvær mín- útur?“ GÓÐ GJÖF Móðirin: „Hvað langar þig mest að fá í afmælisgjöf, elsk an mín?“ Svenni litli: „Síma, mamma, því þá get ég svar- að spurningum kennarans án þess að fara í skólann.“

x

Ný vikutíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.