Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 14.06.1968, Page 8

Ný vikutíðindi - 14.06.1968, Page 8
 s Ní VIKUTIÐINDI Malaferli Málaferli eru í gangi vegna sldla á andvirði afurða, sem Friðrik Jörgensen flutti út á sínum tíma. Snúast mála- ferli þessi um ábyrgð gjald- eyrisbankanna um að skila eígendum afurðanna andvirði þeirra, en útflutningsvörur eru fluttar út samkvæmt sér- stöku greiðslufyrirkomulagi, sem gjaldeyrisbankarnir hafa samið og komið sér saman um. Reglur þessar eiga að tryggja framleiðendum ör- ugg og trygg greiðsluskil á útflutningsvörum sínum. Almennt álit lögfræðinga er það, að gjaldeyrisbankarn ir séu ábyrgir um greiðslu- skilin, og að bankarnir beri ábyrgð á þeim mistökum, sem á hafa orðið með að af- urðagreiðslurnar kæmust í hendur réttra aðila. Svo sem kunnugt er hvíl- ir mikil dul yfir Jörgensens- málunum öllum og mjög 6- greitt um að fá öruggar upp- lýsingar inn, hversu mál þessi standa. Vitað er að verulegar fjárhæðir fyrir seldar afurðir stóðu inni á lokuðum bankareikningum, þegar kærmnálin hófust. Líka er vitað, að reikningar þess- ir voru tæmdir, áður en Frið- rik Jörgensen lýsti sig gjald- þrota, en erfitt er að fá upp- lýst hvert fjárhæðimar á hin um lokuðu reikingum runnu og hver ráðstafaði þeim. Talið er að tugir milljóna af afurðaandvirði, en hefði í þess stað látið viðkomendur gera kröfu í þrotabú Frið- Framhalld á bls. 4 BÓKHAIiDSTÖLUR Það er haft í kaldhæðn- mn gamanmálum og flimt- ingum mti íslenzka banka- starfsemi og fjármálaá- standið nú, að helstu eignir bankanna séu skuldaviður- kenningar einstaklinga og fyrirtækja, sem eiga ekki fyrir skuldum og nánast margfaldlega gjaldþrota, en bankarnir, í mörgum tilvik- um samkvæmt stjórnarboði, halda gangandi og hafa á háum launum, aðallega við að skrifa nöfn sín á nýja og nýja víxla, svo hægt sé að halda töluvitleysunum innan bókhaldskerfis bankanna og koma í veg fyrir að töp- in komi fram í reikningum þeirra. Aftur á móti eru aðilar, sem eiga gnægð eigna, skornir niður við trog, ef þeir njóta ekki sérstakrar vemdar stjómarvalda. stofnað með sér félag til þess að gæla réttinda sinna. ANÆGJA Við höfum heyrt mjög vel látið af heimili því fyrir vangefin böm, sem Sesselía rekur að Sólheimum í Gríms nesi. Er sagt að hún hafi fórnað sér algerlega fyrir þessa vesalinga. Ef satt reynist væri á- stæða til að veita þessu heimili meiri athygli og við- urkenningu opinberlega en gert hefur verið hingað til. ÓÁNÆGJA Starfsmenn landhelgis gæzlunnar mumi vera mjög óánægðir með hið nýja stjómarfrumvarp, sem tek- ur af þeim verkfallsréttinn. Mun hafa orðið uppistand út af því meðal skipverja varðskipaflotans og þeir NORÐRI SRIFAR: Málefnom Reykjavíkur er vel borgið í höndum Geirs Hallgrímssonar SU VAR Tfi).... Málefni Reykjavíkur voru eitthvert helzta rifrildisefni dagblaðanna fyrir svo sem tíu árum og raunar löngu áður. Var þeim, sem bænum stjómuðu, fund- ið allt til foráttu og mátti til sanns veg- ar færa, að ekki væri vel hugsað fyrir öllu, sem gert var og jafnvel kastað hendinni til ýmissa verka og aldrei hugs að fyrir öðru. Minnisverkin standa líka ennþá frá þessu tímabili og eru mörg ófögur og ekki til að miklast af. Yfir 85% gatna höfuðborgarinnar voru drullupollar í rigningum, - smáíbúðahverfi var hrófað upp í skipulagsleysi, sjúkra- og mennta mál voru í megnasta ólestri, hafnarmál- in í sjálfheldu, umferðamálin hneysa og svo mætti lengi telja. Þrátt fyrir framkvæmdaleysið vom útsvörin jafnan há og almenningur flýði borgarsvæðið og byggði upp nær- liggjandi kaupstaði og þorp, svo sem Kópavog og Garðahrepp og taldi hag sínum jafnvel betur borgið þar, þótt það að sjálfsögðu þyrfti að sækja atvinnu til Reykjavíkur. BORGIN OKKAR Á undanförhum sex til sjö árum hef- ur höfuðborgin tekið miklum stakka- skiptum. Jafnt og þétt eru götur mal- bikaðar, stór íbúðarhverfi skipulögð og rísa upp með tígulegum byggingum, íþróttamannvirki eru kláruð og dag- heimili fullgerð, ný höfn byggð í Sund- unum, umferðamálin endurskipulögð og götum breytt í því sambandi og borgin er fegurri og yfirleitt mjmdarlegri en nokkru sinni fyrr. Atvinnu- og menningarmál Reykja- víkur standa í miklum blóma og mundu vera með miklum glæsibrag í dag, ef skipulagsleysi „viðreisnar-stjómarinn- ar hefði ekki brugðið fæti fyrir allt efnahagslíf í landinu og valdið flestum bæjarfélögum búsif jum Reykjavík er jafnvel orðin fyrirmynd margra stærri borga um þrifnað og fegurð og það er eitt af því fyrsta, sem erlendir ferðamenn taka eftir, þegar þeir hafa litast um í höfuðborginni. Þá eykur borgarstæðið sjálft á feg- nrðina, sem er í senn stórfenglegt og lit- ríkt. FRAMKVÆMDAMAÐURINN Borgarstjórinn, Geir Hallgrímsson, hefur haft forustu um borgarmálin um allangt skeið og má vafalaust rekja til hans athafnasemina um framgang þeirra. Geir er glæsilegur forustumað ur, sem á vafalaust eftir að fá stærri og viðameiri verkefni í hendur í framtíð- inni og óhætt að treysta honum fyrir þeim. Sérstaka athygli hafa vakið blaða mannaviðtöl þau, sem hann hefur haft nokkuð reglulega að undanfömu, þar sem hann gerir grein fyrir því, sem er efst á baugi hverju sinni og svarar jafn framt spumingum blaðamanna. Hefur það einkum vakið athygli, hve vel hann er inni í öllu er varðar borg armálin, hvort sem heldur er rætt um atvinnu unglinga eða bygglngu stór- virkja. Má benda í því sambandi á sjónvarpsviðtölin, sem hafa aflað hon um mikilla vinsælda. Minnir framkoma hans helzt á hina ungu og frægu stjórnmálamenn Banda- ríkjanna. Málefnum Reykvíkinga er vel borgið í hans höndum. Norðri. ENGAN NATTKJÓL! Kona ein, miðaldra, átti gamlan mann og skildi við hann og fékk sér annan yngri. Sem undirbúning að sambúð við hinn nýja mann sinn, þá keypti konan sér glæsilegan náttkjól til að gleðja augu manns síns, en notin af kjólnum urðu skammvinn, því nýi maður- inn sagði: engan náttkjól Sigríður. RÉTTARFARSAFGLÖP Áður hefur verið frá því sagt, að máli á hendur manni, sem hafði verið tek- inn ölvaður við akstur, var vísað frá í Hæstarétti, þar sem viðkomandi maður hafði í héraði verið dæmdur samkvæmt blóðsýnishorni úr öðrum manni. Um líkt leyti var dómari tekinn drukkinn við akstur, en viðkomandi dómari taldi sig hafa sannað það stærð- fræðilega, að vöntun hafi verið á áfengi í sitt blóð. Að vísu var ekki búist við að mikill reki yrði gerður vegna umrædds atviks, enda hefur sú saga komist á loft, að blóðsýnishomið sé týnt og glatað. En því er á þessi réttaraf- glöp minnst hér, að nýlega var umfangsmiklu skatt- svikamáli vísað frá dómi í Hæstarétti vegna réttaraf- glapa í undirrétti. Þar var um einföldustu réttarform að ræða; dómarinn hafði ekki kvatt sér meðdómend- ur til samráðs eins og lög- boðið er. Menn spyrja, hverju það sæti, að réttarfarsafglöp skuli koma sakbomingum, sem eru í leynifélögunum, undan dómum í stóru mál- unum. BRANDARI VIKUNNAR Jón Jónsson var nýbúinn að drepa í síðasta sígarettu stubbnum á gólfinu í bið- stofu fæðingardeildarinnar, þegar ljósmóðurlærlingur kom fram og sagði honum að hann væri orðinn faðir að átján marka stelpu. „Prýðilegt,“ sagði Jón, fór í frakkann sinn og sýndi á sér fararsnið. „Viljið þér ekki fara inn og segja nokkur falleg orð við konuna yðar, fyrst fæð- ingin gekk svona vel?“ spurði ljósmóðurlærlingur- inn undrandi. „Hver? Ég?“ sagði mað- urinn. „Nei, við höfum ekki talað orð saman í tvö ár.“ „Einhver misskilningur hlýtur að vera í þessu,“ sagði ljósmóðurlærlingur- inn. „Má ég spyrja, hvort þér séuð ekki faðir bams- ins. Ég vil ekki vera per- sónuleg, en ég verð sko að fylla út fæðingarskýrsluna.“ „Hvort ég sé faðir bams- ins? Auðvitað er ég það. Nei, svo miklir óvinir höfum við aldrei verið!“ i

x

Ný vikutíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.