Ný vikutíðindi - 07.03.1969, Side 3
NÝ VIKUTÍÐINDI
3
Gunnlaugur G. Björnsson og
yfirsmiður við innréttingarn
ar var Guðjón Guðmundsson
húsasmíðameistari.
Viðstaddir opmmina voru,
auk starfsliðs og blaðamanna
bankastjórarnir Jóhannes
Elíasson, Jónas Rafnar og
Þormóður Ögmundsson. Enn
fremur voru þar Reynir Jón-
asson, skrifstofustjóri bank-
ans, Adolf Björnssonð for-
maður starfsmannafélags
Útvegsbankans o.fl.
Strætisvagnabragur
Fyrir nokkrum mánuðum
birtum við stökur úr fjölrit-
aðri bók eftir strætisvagna-
stjóra, sem heitir „Mestmegn
is gaman“. Hér er kvæði úr
þeirri bók eftir Kára (Haf-
stein Hansson?), sem samið
var á þeim tíma, þegar vagn
amir vom stundum í slæmu
ásigkomulagi.
Höfundurinn hefur þennan
formála til útskýringar með
kvæðinu, svo ekki fari milli
mála, hvaða brennu er átt
við:
— Þetta er um vagninn,
sem fór á verkstæðið í kúpl-
ingsstillingu, en þeir stilltu
svo vitlaust að hann brann
ekki fyrr en tveim eða þrem
dögum eftir þrettándann.
Brennusöngur
Buldi við brestur, er
beygjm-nar tók ég,
bílnum um holóttar
göturnar ók ég,
vagninn var troðinn og
fólkið að flýta sér,
ég fékk ekki tíma að hósta
eða snýta mér.
Við skiptingu hamaðist,
stappaði, togaði,
það skrölti í mótornum,
hvæsti og sogaði.
Ferðin gekk seint,
, hreint ekki neitt,
svo hætti hann að hreifast
Ég skipti í annan, það skeði /™
samt ekkert,
ég starði til himins og
hljóðlega bað,
! bölvaði upphátt, þá fór hann
af stað.
Hjónagarðar - Heimsmet
kennarar - Skólamál enn
Ormarna
SkíðasEiiór a
Brátt steig frá gólfinu
blásvartur reykur,
það bölvaði einhver, en
annar varð smeykur.
Ég opnaði hurðirnar, fólkið
út flýtti sér,
ég fór mér samt rólega,
hóstaði, snýtti mér.
Eldurinn geysaði um gólfið
og stólana,
gráðugur náði til alls nema
hjólanna.
Vagninn minn brann,
og ég horfði á hann,
hann minnkaði óðum.
Huglausir farþegar hörfuðu
lengra,
ég hélt mig samt nærri, ei
hopaði um spönn,
hélt mér í brúsann og glotti
við tönn.
Garður hins
eilíffa ffriðar
Hábær opnar Kínverska garðinn
*
m
Veitingahúsið Hábær hef-
ur nú opnað á ný sumarveit-
ingastað sinn, Njarðargötu-
megin við hornið á Skóla-
vörðustíg. Er þetta blómum
skrýddur yfirtjaldaður gos-
brunnagarður, með fossandi
læk og fleira augna- og eyrna
yndi.
Þarna eru framreiddir lost
ætir kínverskir réttir, jafnt
sem evrópskir, auk þess sem
alltaf má fá kaffi, brauð og
þess háttar frá klukkan 11
fyrir hádegi til miðnættis.
Garður þessi, sem er í
sambandi við veitingahúsið
Hábæ, var vinsæll á síðast-
liðnu sumri, jafnt fyrir út-
lenda sem innlenda. Vínbar
er inni í húsinu, en í garðin-
um er leikið á rafmagsorgel.
Svavar Kristjánsson rekur
veitingastaðinn, en hann er
reyndur yfirþjónn frá Röðli
og fleiri veitingastöðum.
Það vekur furðu að því
er snertir rekstur þessa veit
ingastaðar, að ekki hefur
fengist leyfi til að afgreiða
borðvín, hvað þá sterkari
vín þar, vegna þess að borg-
arlæknir telur staðinn ekki
þola meira álag en þegar er,
þótt óáfenga drykki megi
framreiða ótakmarkað!
Furða útlenginar, sem
þangað koma, sig mjög á
þessu eins og von er, ekki
sízt þeir Mið- og Suður-
Evrópubúar, sem lepja rauð-
vín og hvítvín eins og mjólk
og vatn.
MIKIÐ HEFUR vantað á að séð væri
fyrir húsnæðisþörf stúdenta hérlendis.
Stúdentagarðarnir eru löngn orðnir
allt of litlir og anna ekki eftirspurninni
nema að litlu leyti. Það, sem sérstak-
lega hefur verið látið sitja á hakanum
í þessum efnum, er að sjá fyrir hús-
næðisþörf giftra stúdenta, en sam-
kvæmt nýjustu skýrslum eru nú um
42% stúdenta giftir.
Sérstök nefnd mun um þessar mund-
ir vinna að undirbúningi byggingar
fyrsta hjónagarðsins, og á nefndin að
skila tillögum í lok næsta mánaðar.
Reiknað er með að íbúðarþörf giftra
og trxílofaðra stúdenta sé nú hvorki
meira né minna en 280 íbúðir og er þá
eingöngu miðað við endurinnritaða
stúdenta, en nýstúdentar ekki reiknað-
ir með.
Yfir 70% af stúdentum, sem nú
stunda nám við Háskólann, eru giftir
eða trúlofaðir.
— ☆ —
FRÓÐIR MENN telja, að íslendingar
eigi tvímælalaust heimsmet í leiklistar-
áhuga. Margir tugir leiksýninga eru
settir upp úti á landsbyggðinni árlega,
að ekki sé talað um hin fjölmörgu á-
hugamálafélög, sem starfsrækt eru hér
í bæ af ungu og áhugasömu fólki um
þessa listgrein.
Eitt elzta áhugamannafélagið er
GRlMA og hefur sá leikflokkur nýlega
frumsýnt nýtt verk, Sæluríkið, efir
Guðmund Steinsson.
Þá er vert að benda á starfsemi LEIK
SMIÐJTTNNAR í Lindarbæ, en þetta á-
hugamannafélag sýnir nú Galdra-Loft
og hefur sú sýning fengið mjög góða
dóma og óvenju góðar undirtektir.
&
FATT MUN jafn lýjandi og það að
vera kennari, og mun kennsluskylda
kennara í framhaldsskólum vera rúm-
ir tuttugu tímar.
Fróðir menn telja, að varla sé hægt
að ætla einum kennara að troða leng-
ur í nemendur, en sem svarar f jórum
tímum á dag. Hins vegar munu þeir
kennarar til, sem láta sig hafa það að
kenna allt að fimmtíu tímum á viku og)
jafnvel rúmlega það.
Talið er óhugsandi, að kennari geti /
skilað fullum vinnuafköstum með slik-í
um þrældómi — og er raunar námsár-í
angur oft í samræmi við hugsanleg af-|
köst uppgefinna kennara.
Auðvitað ber allt að þeim samal
brunni, að kennaralaun eru ekld (frem ý
ur en flest annað hérlendis) mannsæm-Vt \
andi og neyðast menn því til að leggja|/;
á sig slíkan þrældóm.
— ☆ —
OG ÚR ÞVl verið er að tala um skóla- i
mál, þá er vert að geta lítillega fund-
arhalda ungra framhaldsskólanemenda
og Háskólastúdenta á Arnarhóli.
Eftir þessi ftmdarhöld fengu fulltrú-
ar nemenda áheym hjá ráðamönmxm -
landsins. Mun menntamálaráðherra /
hafa sýnt málefnum námsfólks mikinn)
skilning og jafnvel orðlengt það, sem^
til bóta mætti verða í skólamálum landsf
manna.
Hins vegar mun fjármálaráðherra)
ekki hafa verið jafn kampakátur og*
hreinlega gefið í skyn, að ekki væri|
nein von til úrbóta í þessum efnum þarj
sem engir peningar væru til.
Og mun því svo komið um þessi máÞ’
eins og svo margt annað, að mótmælin|
eru eins og bóla, sem hjaðnar fljótlega)
og gleymist, en allt hjakkar á eftir í)
sama rassfarinu.
— ☆ —
UM ÞESSAR MTJNDnt er hinn bezti
skíðasnjór og er vert að hvetja alla,
sem vettlingi geta valdið til að bregða
sér á skíði og njóta útivistar og heil-
næmis fjallaloftsins.
Annars er oss tjáð að áhugi fyrir
skíðaíþróttinni sé nú meiri en nokkru
sinni fyrr og munu þúsundir maima
og kvenna vera á skíðum um hverja
helgi, þegar færi gefst.
Aðalskíðaskálamir f nágrenni bæjar
ins era f jórir. Skíðaskáli KR í Skála-
felli, Ánnanns í Jósepsdal, IR í Hamra
gili í Hengli og Skíðaskáli Reykjavíkur.
börkurI
i