Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 07.03.1969, Síða 6

Ný vikutíðindi - 07.03.1969, Síða 6
« NY VIKUTIÐINDl ♦*♦»•***■**)*•)*«-»•»*>• r í-*-> ★ >» * iRöðull Hin vinsæk ? HI JOMSVEIT ¥ v » i M 'i Magiiúsar tt ♦ I * i ★ ★ ★ * * ★ *r * * ★ ★ * ★ * ★ ★ * ★ ★ jir * ☆ ífr jír ★ * * * i lnrimarssonar I % i leikur £ Söngkona 5 ÞUKlÐUli k $ * SIGUKÐARDÖTTIR * * •k •k n ★ ★ * * * ★ i * frítj ★ * * * * ★ <? ¥ « SímJ 15327 * | Matux framreiddur | ld. 7 * rA &4«<4*-«r4 « * •* 4 ■v ¥ * >e * * V * •'jf í FJÖRH) er •* I * ! ; í GtAUMBÆ h s '■* * 2} 4 4* * ■2» * * i Borðapantanir & íí sima 11777. 5 * * ■* ★ i 5 Ít ★ it ★ it Í Ít ★ Ít + it ir ■* it T* * ít it ★ it i it 4t ir ★ * *Simi 11777 og 19330. GLAUMBÆR Sígildar gleðisögur: Slóttugur elskhugi Ur safninu „Les Nouvelles“ - 100 smásögum, sem safnað var og ritstýrt á ☆ Hiiðri 15. öld, sennilega af franska rithöfmdum Antoine de la Salle 1 Frakklandi átti einu sinni heima skynugur og dug- legur skattheimtumaður, sem eftir langa mæðu tókst að vekja athygli léttúðugrar eiginkonu nágranna síns. Eftir það jókst viðkynning þeirra óðfluga, og ekki leið á löngu þar til konan lofaði vonbiðli sínum því, að næst þegar eiginmaður hennar færi í ferðalag, skyldi þau eiga eina nótt saman. Loks upprann sú stund, sem þau höfðu bæði lengi þráð; og ekki var maðurinn fyrr kominn í burtu en konan hljóp til hins fagnandi innheimtumanns og hopp- aði upp í rúmið til hans. Á borði við rúmstokkinn var bakki með ýmsu lostæti, sem þau gátu styrkt sig á milli þátta. En leikurinn var naumast byrjaður, þegar barið var að dyrum, og eiginmaðurinn, sem óvænt var kominn aftur, vildi fá að komast inn. Innheimtumaðurinn, sem sá að hik var sama og tap, bað ofsahrædda konuna um að byrgja sig undir sængina; og svo fór hann í slopp gekk til dyra og opnaði hurðina. ,,Ég var ekki kominn langt, þegar ég mundi að það var nokkuð, sem ég hafði hugsað mér að biðja þig um,“ sagði eiginmaðurinn, þegar hann kom inn í svefn herbergið. Hann og nágranninn höfðu smám saman orð ið góðvinir. „Heldurðu að þú gerir það ekki fyrir mig að gæta að konunni minni, meðan ég er fjarverandi. Hún er hálf-hrædd við að vera ein og þá þarf sama sem ekkert til þess að fylla hana angist." „Auðvitað skal ég gera það,“ sagði skattarukkar- inn. ,,Ef ég væri að fara í ferðalag frá eiginkonu, myndi ég biðja þig sömu bónar.“ Nú tók eiginmaðurinn eftir bakkanum með kræs- ingunum. Hann veitti einnig athygli brmgunni á rekkju voðunum og gerði sér ljóst, að einhver var þar að fela sig. ,,Þú ert nú meiri bósinn,“ sagði hann flissandi. ,,Þú færð varla tíma til að líta eftir konunni minni í nótt. Samt finnst mér að það minnsta, sem þú gætir gert fyrir mig, væri að sýna mér kvenmanninn." Svo greip hann lampann af borðinu, gekk að rúm- inu og reyndi að draga sængina ofan af skjálfandi eig- inkonu sinni. Hann sýndi slíka ákefð, að skattheimtu- maðurinn lyfti sænginni lítið eitt og sýndi hluta af kropp konunnar — sem sé bossann. ,,Hvað!“ hrópaði maðurinn forviða. „Ef ég vissi ekki að konan mín væri heima, myndi ég sverja að þetta væri gumpurinn á henni.“ „Þú ættir að skammast þín fyrir að tortryggja svona, þína tryggu og trúu konu,“ sagði tollheimtumaðurinn hneykslaður og huldi vel kropp rúmfélaga síns. „Farðu heim í þitt eigið hús, og hún er vafalaust þar.“ „Það ætla ég mér að gera,“ svaraði hinn einfaldi eig- inmaður. „Því sannleikurinn er sá, að þetta, sem þú sýndir mér, hefur æst upp löngun mína til vissrar á- nægju, sem ég — gagnstætt þér — neyðist til að veita mér hjá konimni, sem ég er kvæntur." Hann gekk skælbrosandi í burtu, og ráðsnjalli elsk- huginn og hálf-tryllta konan urðu ein eftir. „Flýttu þér, elskan,“ hvíslaði hann. „Ef þú klifrar yfir grindverkið — og það er auðvelt — kemstu heim talsvert á undan mannimun þínum, sem fer krókinn." Meðan hún smeygði sér í fötin, ráðlagði hann henni hvað hún skyldi segja og gera — svo að þau gætu hald- ið áfram leik sínum. Stuttu eftir að konan var komin heim, barði maður- inn hennar að dyrum, sem hún hafði læst kyrfilega. „Hver er það?“ spurði hún með uppgerðum ótta í röddinni. „Góði maðurinn þinn, ástin mín.“ „Maðurinn minn? Nei — hann er farinn í ferðalag." „Opnaðu dyrnar, elskan,“ sagði maðurinn bænar- rómi. „Ég þoh ekki að vera burtu frá þér eina einustu nótt.“ „Andstyggilegi kvennaflagari — hver sem þú ert — hingað kemurðu ekki inn!“ svaraði hún. Og þar með lét hún manninn sinn híma á steinhell- unum fyrir framan húsið það sem eftir var kaldrar næt- urinnar. „Svínið þitt! “ æpti hún um morguninn, þegar hún hafði hleypt honum inn. „Þú lézt sem þú ætlaðir í ferðalag, bara til þess að prófa hvort ég væri þér trú.“ Og svo hélt hún áfram að skammast og rífast. Hún þóttist vera svo reið og móðguð að maðurinn, sem orð- inn var þykkjuþungur eftir útivist sína þessa köldu nótt, varð spakari og spakari. Að lokum varð hann mjúkur og meyr eins og leir. En í gærkvöld kom ég úr gjálífishúsi — og ég var ekki „Ég viðureknni að ég hef hagað mér heimskulega. með sjálfum mér.“ „Já, hóruhúsi, náttúrlega!" æpti konan. „Þú ert þokkalegur, þykir mér! Eftir að hafa fullnægt þínum fýsnum kemurðu heim til þinnar siðprúðu konu!“ „Nei, nei, það var ekki hóruhús," stundi veslings eig- inmaðurinn. „En, í guðanna bænum, við skulum ekki tala meira um þetta.“ Að lokum hætti konan reiðilestri sínum; og þegar hann hafði lofað henni að hún skyldi aldrei framar fá ástæðu til þess að gruna hann um ótryggð, fyrirgaf hún honum treglega, en skemmti sér um leið konung- lega hið innra með sér. Seinna klifraði hún oft yfir girðinguna og laumað- ist inn til nágranna síns, því allt fór nákvæmlega eins og hinn slóttugi elskhugi hennar hafði ætlað. Eftir atburðinn í svefnherbergi skattheimtumannsins og ásakanirnar morguninn eftir, fann eiginmaðurinn ýmsar ástæður til að fara í nokkurra daga ferðalög, því honum til furðu var konan hans hætt að vera hrædd við að vera ein heima.

x

Ný vikutíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.