Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 21.03.1969, Blaðsíða 2

Ný vikutíðindi - 21.03.1969, Blaðsíða 2
2 N Y V] KUTIÐINDi NY VI KUTlÐNTDI Itoma út á föstudögiim og kosta kr. 18.00 Utgefandi og ritstjón; Geir Gtrrmarsson. Ritatjórn og auglýsingar Skipholti 46 (gengið inn í vestorendann) Simi 81838 Prentsmiðjan ÁSIÍÚN Hverfisgötu 48 - S. 12351 Iþróttamál Nú er öidin önnur í íþrótta málum okkar heldur en þeg- ar Clausens-tvíburamir og fleiri garpar „brilleruðu“ ut- an lands og innan. Áhuga- leysi á frjálsíþróttum hefur verið áberandi árum saman hér á landi, bæði meðal kepp enda og áhorfenda. Ekki skortir þó að dag- blöðin fómi iðulega tveimur blaðsíðum í íþróttagreinar og fréttir. Rúmi þeirra fyrir í- þróttir virðast engin tak- mörk sett. Þar af leiðandi gátum við ekki varist hlátri þegar við lásum grein á í- þróttasíðu eins dagblaðsins eftir einhvem bezta íþrótta- fréttaritara landsins. Hann telur réttilega að blöðin séu „þjónustufyrir- tæki öðrum þræði og verða að taka tillit til óska fjöld- ans“. Þess vegna sé hand- bolta og knattspyrnu ætlað meira rúm en t.d. frjálsíþrótt ir. En hann segir að kvart að sé yfir að sumar íþrótta- greinar séu látnar sitja á hakanum. Sjálfur kvartar hann yfir of litlu rúmi í blöðiun. Segir hann að á það beri m.a. að líta, „að rúm það, sem blöðin ætla íþrótt- um sé mjög takmarkað, ekki nema ein síða á dag og varla það“! En svona er það. Blöðin veita iþróttamálum ekki nema (!!) eina síðu á dag, og það vantar áhugann fyr- ir frjálsíþróttum í dag. Það er einungis í keppnisleikjum, sem við spreytum okkur. Ástæðan fyrir þessum hugleiðingum er ekki einung- is nýlegt sjónvarpsviðtal við þá Hauk og Öm Clausen um afrek þeirra í frjálsíþróttum á þeim ámm, þegar þeir voru í Háskólanum að læra undir sín háskólapróf og sóttu þoi og þrótt í íþróttaiðkanir. Öllu heldur er ástæðan sú að það kom einhver ferskur blær í knattspymukeppnim- ar, þegar hinn frægi garpur Albert Guðmundsson tók við yfirstjóm knattspyrnumál- anna hér á landi. Þá kom —* Kvennadálkar Sakleysid glatad Uppfræfísla barna og anglinga nauSsynleg Hinn alþekkti þjóðfélags- fræðingur, dr. Kinsey, hefur lagt mikla vinnu í það að rannsaka kynferðilegar venj ur Ameríkumanna. Enga af kenningum hans hefur mönnum orðið eins tíð- rætt um og þá fullyrðingu hans, að karlmenn hafi kyn- ferðileg mök miklu yngri en almennt er talið og þjóð- félagið vill vera láta. Foreldrar, kennarar, þjóð- félagsfræðingar og ýmsir aðr ir hafa rökrætt þetta mál. Dr. Kinsey segir eins og Freud, að kynhvöt manna vakni þegar í vöggunni. Hann kveður menn ekki ganga í gegnum þroskastig lífsins, bemsku, æsku, skóla, störf og trúlofun, án þess að kynhvötin komi til sögunn- ar. Hann segir að sjöundi hver drengur hafi komist í kynferðileg ævintýri um og innan við fermingaraldur, og þrír af hverjum fjórum Am- eríkumönnum hafi kynferði- lega reynslu á unglingsárun- um. Samkvæmt þessu má fullyrða, að meiri hluti karl- manna í Ameríku séu ekki hreinir „sveinar" er þeir ganga í hjónaband. Margir foreldrar vestan- hafs reka upp stór augu, þegar þeir frétta þetta og blöskrar siðleysið. 1 sumum ríkjum Ameríku varðar því- líkt líferni barna og unglinga við lög. Dr. Kinsey telur kynhvöt- ina komna í fastar skorður um sextán ára aldur, og átj- án ára hafi piltar náð há- marki kynþroskans. Með • öðrum orðum, kynhvötin er þá sterkust. Það má því með sanni segja, að ýmis lagafyrirmæli, er banna kynferðileg mök eða fullnægingu kynhvatar- innar undir vissu aldurstak- marki, brjóti í bág við lög- mál náttúrunnar. Hvað skal svo segja um þessar niðurstöður Kinseys? Jú, það er hægt að látast ekki þekkja þær, andmæla þeim eða ráðast gegn þeim og segja, að þetta séu ósann- j indi. En það breytir ekki: staðreyndum, sem byggðar | eru á yfirgripsmiklum rann-; sóknum. Dr. Kinsey kennir eldri kynslóðinni um ástandið í þessu efni. Hann segir, að skólarnir bregðist skyldu sinni, hvað þetta snerti. Kenn arar telji yfirleitt nemendur gagnfræða- og menntaskóla of unga til þess að þeim sé kennt um kynferðismál. En dr. Kinsey segir, að þetta skjóti skökku við, þar sem nemendur þessara skóla hafi margir töluverða reynslu í j þessum efnum og séu að ná eða hafi náð hámarki kyn- hvatarinnar. Menn verða því að endur- skoða álit sitt á þessum mál um, og láta æskulýðnum í té nauðsynlega fræðslu og haldgóða þar að lútandi. 1 öðru formi og betri en nú á sér stað. Amerískur læknir, Lester hinn gamli víkingshugur Sig urjóns á Álafossi og Jóhann- esar Jósefssonar fram. Engan kveifarskap. Það skal keppa í snjóbyl og frosti. Þetta er lóðið strák- ar! Nú hefur það sýnt sig, að áhorfendur láta ekki á sér standa, ef strákarnir nenna að keppa, jafnvel þótt snjór hylji og falli á jörð. Það er herkjan, þróttur- inn og ósérhlífnin sem gild- ir! * A. Kirkendall að nafni ritar í tímarit bandaríska lækna- félagsins á þessa leið: „Þeir unglingar, sem for- eldrar fræða um kynferðis- mál, eru nú að meðaltali 14,4 ára gamlir, en þeir fáu, sem kirkjan uppfræðir í þessu efni, eru 15,5 árs. En skól- amir draga það lengst. Ef þeir byrja þessa fræðslu, eru nemendur þeirra 15,7 ára gamlir.“ Unglingar geta því ekki vænst fræðslu í þessum mál- um fyrr en um fimmtán ára aldur, hvort sem heimili, kirkja eða skólar eiga hlut að máli. En þegar þessum aldri er náð, hafa tveir þriðju ungl- inganna séð klámmyndir, þrír fjórðu „onanerað“, fimmti hver unglingur haft samræði, og tíundi hver kynnst kynvillingum. Flestir unglingar fá þekk- ingu sína í þessu tilliti hjá jafnöldrum, eða af eigin reynslu. Dr. Kinsey komst að því, að mjög fáir drengir fá þvílíka fræðslu á heimil- unum. Því hefur verið haldið fram, að unglingspiltar höll uðu sér að vændiskonum. Þetta seigir dr. Kinsey ó- rétt. Af 4600 piltum, er hann rannsakaði og haft höfðu kynferðileg mök inn- an 16 ára aldurs, höfðu flest ir þeirra drýgt þennan verkn að með jafnaldra stúlkum af sama starfsviði. Tveir af hverjmn þremur piltum sögð ust hafa haft mök við „sið- prúðar" stúlkur. Það þykir því nær óyggj- andi, að mikill meiri hluti kvenna hafi haft kynferði- leg mök fyrir giftinguna. En undir mörgum kringumstæð- um þarf það ekki að teljast siðspilling. Nú gifta konur og karlar sig miklu jmgri en fyrr átti sér stað. Mörg hundruð þús- und stúlkur, aðeins fimmtán ára gamlar, gifta sig nú ár- lega í Ameríku. Margir hallast að því að fræða þurfi æskulýðinn mn kynferðismál. Ef það væri gert rækilega, myndi sið- ferðilegum misstigum fækka. En þeir eru líka margir, sem segja: „Unglingamir eru of ung- ir til þess að við þá sé rætt um þessi mál.“ Það mun rétt vera, að þvílík fræðsla, ef líkleg er, sé verri en ekki neitt. í ameríska tímaritinu Hygiea segir svo: „Eins og ástandið er nú í þessum efn- um, þarf ekki að ræða mn það, hvort fræða eigi ungl- inga um kynferðismál, held- ur um það, á hvem hátt það verði framkvæmt." Fræðslan verður að byrja svo snemma, að hún fylgi þroskastigum bama og ung- linga. Það má ekki bíða, þangað til þau fá þessa fræðslu hjá Pétri og Páli. Ef böm og unglingar fá rangar hugmyndir þessu við víkjandi, er afar erfitt að leiðrétta þær. Þetta verða allir foreldrar og kennarar að muna. Sumir segja að 70% hinn- ar uppvaxandi kynslóðar fái rangan skilning á kynferðis- málum. Siðspilling æskulýðsins leið ir til óhamingju. — Heilbrigt ásta- og kynferðislíf er und- irstaða hamingju einstakl- inga og þjóðarheildar. Kí;!!!lllllllllilllll||li!!!IIIIIl!i:!l!lllllllll!!!IIIIIIIIID!IIIIIIII!l!!llllll!llllll!!l!l!!:illlll!!!{|l||||!l||!l||||||!l!!!!:i!i;:!i|||||||!l|l|||||||il!i!l|l||!||!i;il||!!l!l!!llllllll!lllllllll!l[i:illll!lillllll!!lilllllllli:iiillll!!iili!llll!!ll!!lllllli!lllllllllllillllllll!!!HIIIII!llll!l!!liIHilli9 Saumaborð Innskotsborð Snyrtikommóður Skatthol Sófaborð Blómagrindur Vegghúsgögn Svefnherbergis- húsgögn Dagstofuhúsgögn Borðstofuhúsgögn J.S. húsgögn Hverfisgötu 50. Sími 18830 . ............... DII!ll!iDDI!D:DDiDII!DIDIi;ii!lll!!IIHIlD!i;il!llll;!l!!!l!lll!!i!!IDIDIDIIIUIIUI!IIHI!lilH!!l!IIIHi!iiHHI!IIHDIIIIIIIinHHI

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.