Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 27.02.1970, Side 1

Ný vikutíðindi - 27.02.1970, Side 1
Sakamálasaga og gleðisaga á bls. 6-7. Dagskrá Keflavíkur- sjónvarpsins á bls. 5. Úthlutun listamannalauna þjóðinni til skammar Fjöldi listamanna sniðgenginn, og gerfimennskan verðlaunuð „FURÐUNEFNDIN“ Fyrir skömmu lauk „Vthlutunar- nefnd listamannalauna" störfum og „gervi-manna“. 1 stað þess að hafa hljótt um þessa úthlutun, lét nefndin ekki á sér standa að hoða blaðamenn á fund sinn, svo öll þ jóðin ætti þess kost að vera vitni að vsealmennsku hennar og fíflaskap. Formaður hennar, Helgi Sæmunds- son, svaraði fréttamanni Sjónvarps- ins aðspurður um stjórnmálalegt hlut- leysi nefndarinnar, að ekki hefði hann orðið var við pólitísk átök í henni né hrossakaup. — Hverskonar annarteg- ar kenndir þjaka þá þessa vesalings nefnd, ef ekki pólitísk pressa, verður mönnum á að spyrja, eða eru þessir nefndarmenn að opinbera sjálfa sig sem kjána, með því að vinna eftir svo flóknu kerfi, að skynsemi fær hvergi nærri að koma? Það vakti a. m. k. almenna kátínu meðal landsmanna þegar Valtý Pét- urssyni var troðið í efri flokkmn; manni, sem allir heiðvirðir menn vita, að er ekki nokkur listamaður, heldur fúskari af lélegustu gráðu í byrjenda- flokki. Varla hefur nefndin verið að verðlauna hann fyrir illgirni hans og öfundsýki úl i aðra listamenn, sem hann er orðinn þjóðfrægur fyrir. Iion- um líður væntanlega ekki illa við hliðina á álíka fúskurum á listabraut- inni og Matthíasi Jóhannessen og Ind- riða G. Þorsteinssyni, sem voru bornir á gullstóli á undan honum í efri flokk- inn. GÓÐIR LISTAMENN SNIÐGENGNIR Þá vakti ekki minni furðu ákvörð- un nefndarinnar um að úthluta lista- mannalaunum til Ágústs Petersen, Ólafar Jónsdóttur, Bjarna Jónssonar, Nínu Bjarkar Árnadóttur og Grétu Sigfúsdöttur. Fyrir hvern fjandann, eiginlega? Það er svo sem ekki nema lil að bæta gráu ofan á svart, eftir að hafa áður komið þessum gervilista- mönnum i 35 þús. króna flokkinn: Birni Blöndal, Einari Baldvinssyni, Guðmundu Andrésdóttur, Guðmundi Elíassyni, Hringi Jóhannessyni, Jóni Þórarinssyni, Kristni Péturssyni, Magnúsi Tómássyni o. fl. Það er lágmarkskrafa almennings, að ekki sé gert grín að honum með því að greiða listamannalaun til fólks, sem er í mesta lagi meðal-gutl- ara á listabrautinni, á meðan fjöldi lírvalslistamanna er sniðgenginn og lítilsvirlur með fyrrgreindum hætti. Hvers eiga þeir t. d. að gjalda, list- málararnir Guðmundur Guðmundsson Pétur Friðrik, Ragnar Páll, Sverrir Haraldsson, Örlygur Sigurðsson, Ás- geir Bjarnþórsson o. m. fl., eða músík- fólkið Guðmundur Jónsson, Guðrún Á. Símonar, Sigurður Björnsson, Guð- rún Kristinsdóttir, Gísli Magnússon, Ólafur Jónsson, Þuríður Pálsdóttir, Svala Nielsen, Þorkell Sigurbjörnsson, Páll Pampichler Pálsson, Ilaukur Guð- laugsson, Róbert A. Ottósson, Ruth Magnússon o. m. fl., eða leikararnir Róbert Arnfinnsson, Rúrik Haralds- son, Herdís Þorvaldsdóttir, Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Ævar R. Kvaran, Jón Sigurbjörnsson, Gísli Halldórsson, svo einhverjir séu nefndir? ALMENNINGI SÁRNAR Þetta afbragðs-listafólk, sem aldrei hefur komizt í náðina hjá úrvals- nefndinni, hefur þó um áirabil, og sumt í áratugi, verið i fararbroddi í sínum listgreinum og hlotið lof og þakkir þjóðarinnar. Þessvegna sárnar almenningi, þeg- ar hann verður vitni að því, er skuss- arnir eru heiðraðir, en sannir og góðir listamenn eru settir hjá. Ekki skal það rætt hér, hvernig og hvers- vegna þessum lislamannalaunum var upprunalega komið á, en eitt er víst, að til þeirra var ekki stofnað til þess að móðga tugi framúrskarandi lista- manna með því að drita þeim til alls- konar kjaftaskúma, klámskálda og klessumálara. Alþing verður að finna aðra leih til þess að verðlauna listafólk og ekki sízt til þess að ekki séu skildir útund- an góðir listamenn, á sama tíma og lé- legir eru settir á. Úthlutunarnefnd listamannalauna hefur verið gagnrýnd fyrr og ekki virðist hún læra neitt enn. Hún ber venjulega fyrir sig, að hún hafi úr litlu að spila, en orsökin liggur ekki í því. Astæðan fyrir þessum kjánaskap er sú, að formaður nefndarinnar vinnur undirbúningsverkin og hinir eru svo önnum kafnir, að þeir samþykkja nær athugasemdalaust vitleysuna. Fíflinu skal á foraðið etja. NORÐRI. ðmæld eftirvinna stjórnargæðinga Er him gefin upp til skatts'? — Þrettán mánaða árslann! Ómæld eftirvinna er nýj- asta nafnið í viðbrögðum stjórnarflokkanna til þess að hækka og auka embættis tekjur gæðinga sinna í há- launaflokkum ríkisins. Ekki skal lítið úr því gert að gott starfsfólk, í öllum stöðum, jafnt í verkafólks- vinn sem í störfum hjá ráðu neytum og öðrurn opinber- um stofnunum fái góð laun, en þetta fólk, sérstaklega i hærri launaflokkunum, sem hjá ríki og opinberum stofn unum vinnur, liefur nú margt árangursríka við- leitni til þess að bera sem ríflegast og bezt úr býtum fyrir verk sín. Rankarnir eru sennilega þær opinberu stofnanir, sem láta jafnt yfir alft. starfslið sitt ganga, þ. e. í því formi að fá árslaun greidd með þrettán mánaða kaupi, þótt mánuðirnir í árinu séu að- eins 12. En nú verður mönnum á að spyrja, hversu því hátti að. starfsmenn þessir — og þar er nær eingöngu um þá liæst launuðu að ræða, sem sitja i allskonar nefnd um og ráðum og nota venju legan vinnutíma sinn til starfa að þessum aukastörf mrn — skuli látnir sæta nokkrum frádrætti í kaupi vegna frávika og tafa. Þvi er fljótsvarað, þá er síður en svo að svo sé, og ekki einu sinni að þau laun uðu aukastörf, sem þessir rnenn hljóta há laun, séu talin fram til skatts. Nú er það svo, að það lief ur færzt i vöxt að almennt verkafólk vinnur mikla og vaxandi eftir- og nætur- vinnu, fyrst og fremst vegna þess að dagkaupið endist ekki til fjölskyldufram- færslu, og í sumum tilvikum til að bjarga framleiðslunni sem sérstaklega á sér stað i verstöðvunum við sjávar- síðuna, þegar eftir- og næt- urvinnu þarf til þess að bj arga sj ávarafla undan skemmdum. Almennt er litið svo á, að starfsmenn ríkis og bæja, að bönkum meðtöldum, sá hluti starfsfólksins, sem í liærri launaflokknum er, sé vel 'haldið með launagreiðsl ur, þótt al'lir þykist hafa of lítið, og bankastjórar og ráðuneytisstjórar, sumir hverjir, þykist aldrei fá nóg. Bankastjóra einum, sem taldi sig vanlaunaðan, var ráðlagt að skipta um starf og ráða sig lijá Einari ríka sem reddara og snúninga- svein, þá fengi hann hærri laun, og útgerð á bíl að auki; og bankastjóranum varð að orði: Það er nokk- uð til í því. Hin ómælda eftirvinna, með sextíu þúsund króna ársgreiðslu til viðbótar em- bættislaunum og greiðslum fyrir allskonar aukastörf, sætir gagnrýni og er líkleg til þess að stofna til deilna, sem lejrsast aðeins með al- mennum kaupliækkunum og kjarabótum.

x

Ný vikutíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.