Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 27.02.1970, Page 8

Ný vikutíðindi - 27.02.1970, Page 8
8 N? VIKUTlÐINDI ERJUR I EYJUM Lögleysi. — Fundir í stærstu hlutafélögunum haldnir á tólf ára fresti! 1 Vestmannaeyjum hefur löngum verið stormasamt bæði á sjó og landi og er svo enn. Á hafinu, í átökum við stórviðri og hættur brims og boða, f)á snúa sjómenn- irnir bökum saman iil að verjast áföllum nátlúruham faranna, en í landi er oft glíman um verðmætin, sem í hafið eru sótt og þær nytj ar, sem úr aflafengnum eru unnar, með minni samtaka- mætli lieldur en í glím- unni, sem á hafinu er háð. Vestmannaeyingar eru fé- lagslýndir að eðlisfari og hafa gert allmikið að því að hagnýta sér úrræði sam- vinnu og samtaka sér til hagsbóta og bjargráða, en sá ljóður liefur þó jafnan verið á slíkum félögum, að atkvæðarétturinn hel’ur ekki verið miðaður við pérsónur heldur afurða- og viðskipta magn, þannig, að það hefur i framkvæmdinni orðið þorskaþyngd og lifrarpotta- lal, scm hefur markað at- kvæðarétt og álirif manna í þessum Eyjafélögum. Það fyrirkomulag hefur orðið nánast öll'um slíkum félags- skap til skammlil'is, og lilið- stæða sögu er að segja með hlutafélög í Eyjum. Þar sem vel hefur gengið, hefur um- ráðarétturinn komizt undir fámennis-yfirráð, og er það ljót saga, sem rekja má í þeim efnum. ALLT SATT! Á sínum tíma, ]>egar Is- firðingar voru, undir for- ystu þeirra Guðmundar frá Gufudal og Vihnundar, síð- ar landlæknis, að brjóta af sér íhaldsviðjarnar, er geymd saga af því, að Har- aldur Guðmundsson, síðar ráðherra, kom lil liðs við l'öður sinn á stjórnmála- fundi og hóf mál sitt á þessa Ieið: Ég viðurkenni, að það var mikið Ijótt, sem faðir minn sagði í ræðu sinni; það var einstaklega Ijótt, og það her að harma, live orð- ljótur faðir minn var. Og þannig liélt Iiaraldur áfram að lýsa því, hversu frásögn- in í ræðu föður sins hefði verið ljót. En þegar Iiarald- ur var langt komin að tæma orðaforða islenzkrar tungu um ljótleik frásagnar föður síns, ])á hætti hann við: En þó er það allra Ijótast í þessu öllu, að það var alll saman satt, sem faðir minn sagði. Nú hefur það skeð, að fyrrverandi formaður á fiskibátum, Jóhann Pálsson, hefur komið fram á ritvöll- inn i flokkshlaði Sjálfslæð- isflokksins í Eyjum, blaðinu Fylki, og gefið þar ljóta lýs- ingu á samstarísmönnum sínum, félögum og sam- stjórnarmönnum hjá Isfé- lagi Vestmannaeyja, og hrigzlað mönnum þessum um óráðvendni, fjársvik, bókhalds- og endurskoðun- arfalsanir og flest, sem tungan rúmar í slíku sam- bandi. ISFÉLAGIÐ En þar sem söguþráður- inn er ekki allskostar rétt- ur lijá Jóhann Pálssyni eða félögum hans, en Ný viku- tíðindi eru nánast því að vera nokkurskonar heimilis blað i Vestmannaeyjum — eða mjög mikið lesin þar — þykir rétt að rekja hér á eftir frásögn eins af frétta- mönnum blaðsins í Eyjum. Árið 1901 slofnuðu litgerð armenn i Vestmannaeyjum til félagsskapar til öflunar og geymslu beitu og hyggðu frystihús, sem varð fyrsta vélknúna frystihús landsins. Ileildarhlutafé hjá fyrirtæk inu varð kr. 16.500.-, sem var mikið fé í þá daga og Samvinnutryggingar og önnur helztu tryggingafélög landsins efndn fyrir nokkr- um árum iil félagsskapar, þegar síldvciðarnar stóðu sem hæst, og kcyptu gott og velbúið björgunarskip til til aðstoðar við fiskiflotann. Hefur skip þetta, sem heitir Goðinn, orðið að miklu gagni. jafngildir fjórum til fimm milljónum nú til dags. — Á þessum tíma var tima- kaup í Eyjum tuttugu og fimm aurar fyrir klukkutím ann, og unnu útgerðarmenn í eitt liundrað klukkutima til ])ess að greiða tuttugu og fimm krónu hlutabréf i Isfélaginu. UMSÖÐLUN Isfélag Veslmannaeyja sá Eyjaflotanum nánast alfar- ið fyrir allri heitusíld um hálfrar aldar skeið, og sömu leiðis fyrir frystum matvæl- um. Var það á sjötta lug aldarinnar tekið að gerast þátttakandi í útflutningi Framh. á 4. síðu. En ein af ástæðunum fyr- ir því að tryggingafélögin efndu til þessa félagsskapar var sú, að einkaaðili, sem hafði við erfiðar aðstæður áður annast um aðsloð, eink um við síldveiðiskipin, er síldarnæturnar festust i skrúfu skipanna, reyndist kröfuharður um greiðslu Framli. á 4. síðu. Sainstarf sleysi Óskipulagðai* hjálparað- gerðir við fiskiflotaiin NÝTT HÖTEL. Mikið er rætt um það leynt og tjóst, að merkar ferðaskrifstofur víða um hcim ætli að beina straumi gjaldeyrisgesta lil lslands næslu áir. Hefur jafnvel Jó hannes Nordal í Seðlabank anum, með sitt dularfulla veldi, heilið því að stuðla að þeim straumi hins eirð arlausa og múraða sumar- leyfisfólks frá velferðar- ríkjunum liingað i land sanda og regns, íss og elda. Vel á minnst — varnar- liðsmenn á Keflavíkurflug velli rekur í rogastanz, ef þcir sjá grasigrónar sveilir Suðurtandsundirlendis. En það var um Iiið vænt anlega liótel i húsakynn- um Kr. , Krisljánssonar, Fordumboðsins við Suður- landsbraut), sem við ælluð um að tala um. Þar á að rísa hótel fyrir hundruðir milljóna króna. Öfært er að kalla það KR-hótel, því það minnir öþægilega á knattspyrnufé lagið KR. — Raddir eru hins vegar uppi um að skira það Kristjánsborgar- slot, Kristjánsborgarhöll — eða Kristjánsborg, sem er bezt, nema ef slot eða gmnd festist við það. SÝKN SAKA Sýknudómurinn í morð- málinu vekur að vonum mikið umtal í borginni. Það, hvað hinn ákærði var lengi i algerðri einangrun, án þess að séð væri fyrir fjölskyldu hans af hálfu hins opinbera, — hús hans jafnvel selt fyrir langt und ir helming malverðs, með- an hann er hnepptur í varð hald — vekur lika vægast sagt furðu. Maður liefði getað í- myndað sér að mannrétt- indi i norrænu líðræðisríki væru á því stigi fyrir ó- dæmdan mann, að fjöl- skyldu hans yrði séð far- horða og að eignir hans yrðu ekki að engu, meðan sekt hans er ekki sönnuð. Xr SVEITAMENN SK A Það var ólíkt meiri reisn á ungmannaf élagsfor- kólfnum Guðbrandi Magn- iissyni, þegar hann sat i forstjórasæti Áfengisverzl- unarinnar, heldur en nú- verandi setuliði þar í stofn un, sem fær þó meira af blóðpeningum ! kassann en Brandur fékk á sínum tíma. Þá styrkti hann hið rit- aða mál með auglýsingum um ilmvötn (áfengi má ekki auglýsa). Sigurður Jónasson aug- lýsti alltaf heila síðu fyrir hver jól, meðan hann var forst jóri Tóbakseinkasöl- unnar, þótt Framsóknar- maður væri (eins og Brand ur). Voru þessar auglýsingar góður spónn í ask fátækra blaðaútgefanda. Nú bregður svo við, að umboðsmenn vinsælla síga retluframleiðenda eru orðnir stærstu auglýsend- ur blaðanna, en skriffinn- ar ÁTVR skera svo við nögl sér allt nema laun sín, að þúsund kall á ári þykir þeim ofraun á blað í auglýsingarkostnað. NÁTTÚRULEYSI Eitt af því, sem ofarlega er á haugi i skemmtanalifi unga fólksins nú á dögum, er öfuguggaháttur vand- ræðagemsa, sem geta ekki umgengist venjulegt fólk nema undir áhrifum nautnalýfja. Heilbrigðar stelpur og efnilegir strák- ar líla vorkunaraugum á þella pakk, þennan upp- lausnarlýð og ábyrgðar- lausan — þetta tros, sem er sjálfum sér, samferðar- mönnum og öllum í nútíð og framtíð til skammar. Skítt með sígarettur og áfengi í hófi, en að ausa i sig ólyfjan á horð við kóka in og lieróin, það er hæði niðurdrepandi og niður- lægjandi. — Að maður lali ekki uni að allir og allar, sem nejda eiturlyfja til lengdar missa náttúru, , eflir því sem læknar segja. >f ÍSLENZKT VEÐUR Nöpur þólti mörgum nóttin um helgina, þegar bylurinn lamdi veggi og tróð sér inn um hálflukta glugga í hitaveituibúðum. Þetta var hressilcgt ís- lenzkt veður, sem kom ýmsum veimillítum á ó- vart, sérstaklega þeim, sem íma sér i skrifstofugutli kaupstaðanna og aka með hvílan flibba úr milljón króna upphitaðri villu i nýjum glansbíl með mið- stöð og öllum græjum. Nú hima mörg hvítflibb- uð fés með trogið fennt bak við himinháa skafla frá jarðýlum gatnamála- stjóra og skilja ekk- ert í þvi, að hér skuli koma ís og snjór! Xr ÓÞRIFNAÐUR Vegna þess mikla sjávar flóðs, sem nýlega varð við Faxaflóa, þegar sjór flæddi m. a. yfir Skúlagötu í Rvík. hefur þeirri spurningu ver ið varpað fram opinber- lega, hvort skolpleiðslur borgarinnar nái nógu langt á haf út ef fyllstu lireinlætiskrafa er gætt? Nokkuð er það, að ef sjór flæðir inn í kjöt- geymsluhús SÍS hra§- frystihús Júpíters og Marz við Kirkjusand — fyrir utan Sláturfélagshús- in við Skúlagötu og fisk- vinnsluhúsin við Grandann — þá er áreiðanlega hætta á mengun frá saur og öðr- um óþrifnaði úr skólp- leiðslum er liggja i þann sjó i fjöruborðinu. Við Iiöfnina eru líka milclar mjölbirgðir og aðr- ar matvörur, svo jafnvel úði frá skolplituðum sjó gæti verið varhugaverður. Þetta ætti horgarlæknir að atliuga fremur en t. d. hæð til lofts i malsöluhús- um eða hanna sölu á salati í nýlenduvöruverzlunum. Xr OG SVO ER ÞAÐ ÞESSI Auðugur piparsveinn i New York átti stórt hús, með mörgum einstaklings- herhergjum, sem hann leigði ógiftum, fallegum stúlkum. Þegar einhverjar ])eirra áttu erfitt með að horga húsaleiguna, gátu þær greitt liana i friðu. Eftir indæla og athafna- sama nótt stundi falleg ljós lucrð stúlka af vellíðan um morguninn og spurði hann blíðlega: „Elsku vinur. Þú ert bezti elskhugi, sem ég hef nokkurn tíma kynnst. Gæt irðu ekki hugsað þér að fá greidda húsaleiguna fvr irfram í nokkra mánuði?“

x

Ný vikutíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.