Ný vikutíðindi - 01.05.1970, Blaðsíða 2
2
NÝ VIKUTlÐINDI
NY VIKUTIÐINDI
koma út á föstudögum
og kosta kr. 25,00.
Otgefandi og ritstjóri:
Geir Gunnarsson.
Ritstjórn og auglýsingar:
Skiphol'ti 46 (vesturgafl)
Simi 26833.
Prentun: Prentsm. ÞjóSviljans
Setning: FélagsprentsmiSjan
Fjarstæðukennt
brambolt
Það er nú komið fram, að
Lánasjóður íslenzkra náms-
manna hefur til ráðstöfunar
á þessu ári 86 milljónir
króna til c.a. 1300 náms-
manna, þar af eru 60 millj-
ónir beint rikisframlag.
Þetta er ekki lítill baggi
á fámennri þjóð, og spurn-
ing hvort við höfum efni á
að bruðla svo með fé okkar,
því fæst af þessu fólki, sem
styrkt er, kemur íslenzku
þjóðfélagslífi til sambæri-
legs gagns og menntunin
hefur kostað. Fyrir utan þá,
sem setjast að erlendis að
sérfræðinámi loknu, er t.d.
kvennaskarinn, sem helgar
sig heimilisstörfum, en kann
á hinn bóginn ekki einfald-
asta matartilbúning hvað
þá heimilisrekstur eftir all-
an lærdóminn í algebru, flat-
armálsfræði og beygingar-
fræði fjölda tungumála.,
Svo er þessi skólalýður
með allskyns ofstopa og ó-
Joióðhol'Ia starfsemi, virðisl
jafnvel stefna að upplausn í
þjóðfélaginu eins og nýleg
dæmi sanna. Vitanlega á
þetta ekki við nema fáa
unglinga, en þeir eru að
verða svo áberandi að hinir
heil'hrigt hugsandi falla í
skuggann.
Loks kórónar þessi vesal-
ings upplausnarskrill allt
með þvi að krefjast þess að
verkalýðurinn taki völdin,
en verkamenn hafa flestir
enga framhaldsmenntun,
sem sé barnaskólapróf, og
enga löngun til yfirráða yf-
ir menntuðu fólki enda ekki
hæfir til annars en að þræla
undir annarra stjórn og
lausir við drottnunargirni
og framtaksþrótt!
Það væri líka til að hafa
endaskipti á hlutunum og
snúa réttu i rangt, ef fólkið,
sem við höfurn styrkt til
náms fyrir morð fjár, heimt-
aði völdin í hendur ómennt-
aðra vinnuþræla, sem engar
ambisjónir hafa nema hafa
i sig og á!
Þetta brambolt nær engri
átt!
-------------------
KAUPSÝSLU-
TÍÐINDl
III
Simi 26833
KVENNADÁLKAR
Um feimni
Gftir Dr. Leslie B. Hohman
LESLIE og Harriet Smith
myndu neita því skjótt og
hreinskilnislega, að þau hafi
nokkru sinni alið feimni
upp i hinum fimm, aðlað-
andi börnum sínum. Þau
hljóta að fara eins nærri um
það og ég sjálfur, eftir að ég
hafði heimsótt þau á hinu
fallega heimili þeirra í Nýja
Engl'andi, að erfitt myndi
vera að finna umhyggju-
samari foreldra, og að vott-
ur af feimni hjá börnunum
stafaði áreiðanlega ekki af
því, að til þess hafi verið
ætlast við uppeldi þeirra.
„Öll börnin okkar eru hlé-
dræg að eðlisfari, eins og
amnia Leslies, hún Eliza
Smith“, sagði frú Harriet
við mig.
1 þessari staðhæfingu frú-
arinnar, og því, hvernig hún
sagði þetta, fólst sú ályktun,
að Melba, fjórtán ára, Ililda
ellefu ára og bróðir þeirra
átta ára, hefðu öl'l erft eðl-
iseinkunnir sem yllu feimni,
beint frá þeirri gömlu, góðu
Elizu Smith.
Sú alvara, sem fólst í þess
um orðum hennar, leyndi
sér ekki, þrátt fyrir það, að
þessu var slegið fram eins
og í hugsunarleysi. Og þessi
FYLLTUR KÁLFSBÓGUR
1 */2 — 2 kg kálfsbógur
1 laukur
2 tómatar
1 tesk. salt
3 msk. söxuð steinselja
1 — 2 msk. smjör eða
smjörliki
3 —4 piparkúlur
6 —8 bollar vatn eða
kjötsoð.
Sósan
Feitin af steikarsoðinu
3 —4 matskeiðar hveiti
5 — 6 dl. steikarsoð
1 dl. rjómi eða 1 bolli
mjólk, salt, sykur.
Kálfsbógur, sem þarf að
hafa hangið nokkra stund,
er þurrkaður með klút, sem
undinn er úr heitu vatni.
Kjötið skorið frá beininu
svo heillega sem og hægt
er. Laukurinn og steinselj-
an er saxað smátt, tómat-
arnir skornir í smáa bita og
þessu öllu blandað saman
ásamt saltinu. Allt kryddið
I'átið á kjötið og því vafið
saman i pylsu, sem saum-
uð er saman með soðnu
se'lgarni.
Smjörið eða smjörlikið er
brúnað í steikarpotti eða á
orð voru hinar fyrstu upp-
lýsingar, er hún gaf um ó-
meðvituð uppeldisáhirif, sem
hafa þroskað vissa lyndis-
einkunn hjá börnunum, ár
þess að foreldrarnir hafi
stefnt að því marki vitandi
vits.
Þegar Smiths-hjónin tala i
fullum trúnaði og hrein-
skilni um ættfól'k sitt, eins
og þau gerðu við mig, þá
leynir það sér ekki, að erfða
venjur Elizu Smitli, sem dó
áttatíu og níu ára að aldri,
þegar Leslie var fimmtán
ára gamall, eru mjög ríkur
þáttur i fjölskyldulífi
þeirra. Ég er Jieim innilega
sammála um, að þetta er
mjög vel farið, yfirleitt. Eft-
ir lýsingu þeirra að dæma,
hlýtur Eliza að hafa verið
heilsteypt og skapmikil
kona, sem átti fyllilega skil-
ið þá virðingu, sem allir
sýndu henni. Hún hefur ver-
ið greind, sparsöm, varkár,
hlédræg með afbrigðum, en
ráðrík og drottnandi á sinn
rólega hátt og svo litið bar
á. Ég vil einungis benda á,
að þessi ömmu-dýrlingur
Smiths-fólksins — eins og
svo óteljandi margir aðrir
fjölskyldudýrlingar — hafa
pönnu og kjötið brúnað mó-
brúnt, saltað og síðan er
sjóðandi vatni hellt yfir.
Beinin látin með i pottinn
og steikin soðin í lokuðum
potti, þar til hún er orðin
meyr, í 1 — 1 y2 klst. Á með-
an kjötið er að soðna er því
snúið öðru hverju. Kjötið
svo tekið upp úr og soðið
siað. Feitin veidd ofan af
soðinu og sett i pott, liveitinu
hrært út í og þynnt út með
kjötsoðinu og mjólkinni.
Sósulitur og krydd látið eft
ir smekk.
Seglgarnið er tekið úr
steikinni og nokkuð af
henni skorið í sneiðar. Þær
látnar á lieitt steikarafat á-
samt óskorna stykkinu. Dá-
l'ítil sósa látiry yfir. Skreytt
með steinselju eða salatblöð
um og tómötum eftir vild.
Brúnaðar kartöflur og
grænar baunir bornar með.
GULRÓTAMARMELAÐI
1 kg gulrætur
V2 kg sykur
safi og hýði af 3 sítrón-
um.
Gulræturnar eru þvegnar
og saxaðar einu sinni í söx-
áhrif á bömin, sem foreldr-
arnir gera sér ekki grein fyr
ir.
Þegar frú Harriet segir,
að hún finni lyndiseinkunn
ir lijá börnum sínum, sem
þau liafi fengið i beinan arf,
þá er það skoðun, sem allir
foreldrar láta iðulega i Ijós.
Þegar börnin heyra þetta
svo marg-endurtekið, þá
þau að trúa því, að þessi
eiginleiki, eða hinn, sé þeim
raunverulega í blóð borinn,
og af sömu ástæðu gugna
foreldrarnir á að reyna að
uppræta liann.
Gott dæmi um slíkt von-
leysi lil að hafa betrandi
áhrif á afkvæmið, er til
dæmis það, þegar geðill
móðir varpar eftirfarandi
ásökunum framan í son eða
dóttur, sem eitthvað hafa
brotið af sér: „Þú ert allur
í föðurættina“. Slik ásökun
veitir barninu þá uppörv-
un, að vera ein af höfuðper
sónum leiksins, þegar það
gerir eitthvað það, sem móð
urinni fellur ekki í geð.
Þegar hin blíðlynda frú
Harriet segir: „Þau eru dá-
lítið feimin, þetta er i ætt-
inni", sýnir það einnig trú
hennar á hin óumbreytan-
unarvél ásamt sítrónuberk-
inum. Sett í pott og enn-
fremur sítrónusafinn og
sykurinn. Soðið i 1—IV4
klst. Látið í hreinar krukk-
ur og bundið yfir. Það má
rífa gulræturnar á rifjárni í
stað þess að saxa þær i söx-
unarvélinni.
ÁFABÚÐINGUR
6 dl áfir
1 bolli sykur
1 sitróna
1 dl rjómi
2 eggjahvítur
6 dl matarlím.
Matarlimið er lagt í bleyti,
kreist upp og brætt yfir
gufu. Það gula yzt á sítrón-
unni er rifið með rifjárni,
safinn pressaður úr sítrón-
unni, og honum blandað í
áfirnar. Rjóminn og sykur-
inn látinn saman við. Mat-
arlímið blandað í, þegar
það er bráðið. Látið bíða
þar til búðingurinn byrjar
að þykkna, þá er þeyttum
eggjahvítum blandað saman
við. Þegar búðingurinn er
orðinn stifur, er hann oft
skreyttur með þeyttum
rjóma.
Aðferðir
til
að
yfirbuga
feimni,
eiga
einnig
við
um
aðra
kvilla.
legu erfðaeiginleika. En í
Smiths-fjölskyldunni er mál
ið þannig vaxið, að bæði
Harriet og Leslie viður-.
kenna hlédrægni sem dyggð,
og halda henni fram við
Melbu, Hildu, Jcvhn Parker,
Franklin og hinn sjö ára
gamla Bernard, yngsta barn
ið, sem fyrirmyndarfram-
komu. En það, sem Harriet
og Leslie gera sér ekki grein
fyrir, er það, að of mikil
meðmæli með þessari eftir-
sóknarverðu lyndiseinkun,
geta skapað meiri feimni ea
þau kannske kæra sig um.
Mjög fáir foreldrar, hve
samvizkusöm sem þau ann-
ars kunna að vera, gæta
þess að staðaldri, að jafnvel
hinar ákjósanlegustu lyndis
einkunnir geta orðið barn-
inu fjötur um fót seinna
meir, ef þær eru þjálfaða’’
um of. Alltaf getur orðið of
mikið af því góða. Móður,
sem gleðst í hjarta sinu ýfir
þvi, sem hún kallar hið
„karlmannlega harðfylgi"
sonar síns, hættir við að
loka augunum fyrir ýmsn,
sem bendir til þess, að þessí
upprunaiega lofsverða eiq-
inleiki drengsins, er að taka
á sig mynd, sem nálgast of-
ríki og yfirgangssemi, er
verður honum til ófarnaðar
á fullorðinsárum. Og móð-
ur, sem er skáldlega hreyk-
in af hinum viðkvæmu til-
finningum sonar síns, er
það oft ekki Ijóst, að þessi
eiginleiki, sem er svo hugð-
næmur þegar hófs er gætt,
er að verða svo ríkur þátt-
ur í eðli hans, að hann mun
vola og kveina undan hvers-
dagslegu mótlæti
Þegar við lítum yfir hinn
mikla fjölda ýmiskonar
dyggða og verðleika, ásamt
göllunum, sem þeim eru
samfara, sjáum við að for-
el'drarnir oft og tiðum örva
gallana jafnhliða dyggðun-
um. Freistingin er þvi nær
ávallt fyrir hendi, af því að
foreldrarnir hafa þá trú, að
börn þeirra séu fædd með
fjölskyldueigindum og
erfaðgáfum, sem þrátt fyr-
ir minni háttar ágalla hafa
ekki alvarlegar afleiðingar.
En af því er tekur til
erfðaeiginda, þá höfðu
Smith-börnin miklu meiri til
efni til að erfa mikinn
skammt af félagslyndi og
löngun til að hitta eins
margt fólk og hægt væri,
heldur en til að erfa hlé-
drægni og útúrborulhátt.
Fliza langamma þeirra var
hin einasta af átta langöfum
Matarnppskriftir